Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILBORG Harðar- dóttir, blaðamaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bóka- útgefenda, er látin, 66 ára að aldri. Vilborg varð bráðkvödd í gær- morgun við rætur Snæfells þar sem hún var á ferðalagi. Vilborg fæddist í Reykjavík 13. septem- ber árið 1935. For- eldrar hennar voru hjónin Hörður Gests- son bifreiðastjóri og Ragnheiður Sveins- dóttir skrifstofumaður. Vilborg lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1955 og BA- prófi í ensku, norsku og kennslu- fræðum frá Háskóla Íslands 1962. Hún stundaði nám í enskum leik- bókmenntum við Freie Universität í Berlín á árunum 1964–65. Vilborg hóf störf sem blaðamað- ur á Þjóðviljanum 1960 og var þar blaðamaður með hléum til 1979. Hún var ritstjóri Norðurlands á Akureyri á árunum 1976 til 1978 og fréttastjóri Þjóðviljans 1979 til 1981. Vilborg stundaði einnig kennslu um skeið og var kennari við háskólann í Greifs- wald 1962, við Voga- skóla í Reykjavík 1962 til 1963 og Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1971 til 1972. Hún var útgáfustjóri Iðntækni- stofnunar Íslands 1981 til 1988, skóla- stjóri Tómstundaskól- ans 1988 til 1992 og framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaút- gefenda frá 1992. Vilborg sat á Alþingi sem vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík samfellt frá október 1975 til maí 1976 og á vorþingi árið 1978. Vilborg lét kvennabaráttu og jafnréttismál mjög til sín taka. Var hún meðal stofnenda Rauðsokka- hreyfingarinnar og starfaði um árabil á vettvangi kvennahreyfing- arinnar. Vilborg giftist Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi árið 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru Mörður, Ilmur og Dögg. Andlát VILBORG HARÐARDÓTTIR Í UNDIRBÚNINGI er að nýta Urr- iðafossvirkjun og Núpsvirkjun sem framtíðarvirkjunarkosti. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er undirbúningur skemmra á veg kom- inn en Norðlingaölduveita eða Búð- arhálsvirkjun. Haft var eftir Katrínu Fjeldsted, þingmanni Sjálfstæðisflokks, í Morg- unblaðinu í gær, að beina ætti sjónum að virkjunarkostunum í stað Norð- lingaölduveitu og um þá myndi líkast til nást meiri samstaða og friður en að skerða Þjórsárver. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, eru virkjunarkostir við Urriðafoss og Stóranúp í mati á umhverfisáhrifum. Hann segir ólíku saman að jafna hvað varðar hagkvæmni virkjunar- kostanna. Norðlingaölduveita sé ákaflega hagkvæmur kostur þar sem tiltölulega lítil fjárfesting skili af sér tiltölulega mikilli orku. Hann bendir á að virkjunarkostirn- ir tveir í neðri Þjórsá taki hins vegar verulegan hluta vatnsmagnsins í gegnum göng og neðanajarðarvirkj- un með öllum þeim vélbúnaði sem til- heyri og þar sé um að ræða mun stærri og dýrari framkvæmdir. „Þetta er valkostur en ekki eitt- hvað sem menn hrista fram úr erm- inni á næstu þremur árum enda ekki búið að ganga frá leyfisveitingum,“ segir Þorsteinn. Í Núpsvirkjun, sem gæti skilað af sér allt að 150MW, leggur Lands- virkjun fram tvo valkosti. Annars vegar er lagt til að hún verði virkjuð í einum áfanga sem ein virkjun eða í tveimur áföngum sem tvær virkjanir. Þorsteinn segir að gerðar hafi verið prófanir á jarðvegi sem bendi til að hann sé ekki hentugur til jarðganga- gerðar en fundin hafi verið lausn á þeim vanda. Í Urriðafossvirkjun, sem gæfi af sér allt að 150 MW, gengur tillaga Landsvirkjunar hins vegar út á að reisa eina virkjun. „Þetta eru allt saman neðanjarðar- mannvirki með inntakslónum sem eru ekki stór í ferkílómetrum talin,“ segir Þorsteinn, en ráðgert er að lón í hvorri virkjun fyrir sig yrði um 4 fer- kílómetrar að stærð. Til samanburðar bendir hann á að minna lónið við Norðlingaöldu, sem er miðlunarlón, sé 27 ferkílómetrar. Með inntakslóni er búið til nægj- anlegt dýpi til að taka vatn inn í gegn- um göngin undir yfirborði vatnsins. Miðlunin yrði áfram uppi í fjöllum og vatninu stýrt frá Þórisvatni og Sult- artangalóni en ekki inntakslónunum. Anni eftirspurn í kjölfar frekari stækkunaráforma Norðuráls Þorsteinn segir tiltölulega stutt síð- an farið var að skoða virkjunarkosti við Urriðafoss og Stóranúp. Eftir sé að gera ýmsar rannsóknir og vinna ýmiss konar hönnunarvinnu. Við bæt- ist byggingartími sem sé áætlaður í kringum 3 ár. Hann segir að forsvarsmenn Landsvirkjunar sjái virkjunarkostina tvo sem valkosti til að anna eftirspurn sem komi upp í kjölfar frekari stækk- unaráforma Norðuráls í framtíðinni. Þá sé í undirbúningi frekari stækkun hjá Alcan auk þess sem stöðug aukn- ing sé á raforkunotkun í landinu. „Eins og lögin eru núna ber okkur að vera í stakk búin til að anna auk- inni eftirspurn til viðskiptavina okkar á hverjum tíma. Þannig að við erum að horfa þarna lengra fram í tímann,“ segir hann. Í undirbúningi að nýta Urriðafoss og Stóranúp Um mun stærri og dýrari framkvæmdir að ræða ÞINGFLOKKUR Sjálfstæð- isflokksins hélt vestur á Snæfells- nes í gær til að halda árlegan vinnufund sinn. Fóru þing- fulltrúar meðal annars ásamt bæj- arstórn og bæjarstjóra Snæfells- bæjar til að kynna sér starfsemi Fiskmarkaðar Íslands, sem er með höfuðstöðvar sínar í Ólafsvík. Gunnar Bergmann Traustason fræddi þingflokkinn um starfsemi markaðarins og rakti sögu hans. Var boðið upp á harðfisk frá Tanga í Grundarfirði og gáfu þingmenn honum góða einkunn. Einnig fóru þingmennirnir á Rif til að kynna sér starfsemi fyr- irtækja þar. Smökkuðu harð- fiskinn frá Tanga Ólafsvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Alfons Guðmundur Hallvarðsson þingmaður, Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður. ÓLAFUR Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokksins, seg- ir úrskurð Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu í Þjórsárverum vera vonbrigði. Hann segir að með þeim hugmyndum sem nú séu uppi varðandi Norðlingaöldu- veitu sé verið að ganga of nærri Þjórsárverunum. Þjórsárver gróðurvin og náttúruperla „Þjórsárverin eru gróðurvin og náttúruperla sem við berum ábyrgð á til lengri og skemmri tíma,“ segir hann. „Með Norð- lingaölduveitu er verið að raska landslagsheild á tiltölulega lítt snortnu landslagi,“ bætir hann við. Ólafur Örn segir að á sínum tíma hafi hann, sem formaður um- hverfisnefndar Alþingis, stutt mjög byggingu álversins á Grund- artanga. „Það álver hefur ekki valdið þeim umhverfisspjöllum sem margir spáðu þá. Ég styð sömuleiðis stækkun álversins á Grundartanga,“ segir Ólafur Örn og leggur áherslu á að þótt farið verði að sjónarmiðum hans og annarra um verndun Þjórsárver- anna þurfi það ekki að þýða enda- lok stækkunar á Grundartanga. Hann telur að leita eigi leiða til að verða við óskum Norðuráls um stækkun. „En ég tel að við eigum að líta til annarra virkjanakosta en Norðlingaölduveitu, þótt þeir séu ekki eins hagkvæmir og taki ef til vill lengri tíma.“ Ólafur Örn bendir í þessu sambandi á Núps- virkjun og Urriðafossvirkjun. „Við eigum að þróa og skoða þá virkjanamöguleika miklu betur.“ Hann segir að ef við tökum alltaf ódýrasta kostinn í virkjanamálum og þann sem er handhægastur, þá eigi náttúran sér litlar varnir. „Ég tel að efnahagur Íslendinga sé með þeim hætti, og stóriðjufram- kvæmdir sem eru fyrirhugaðar fyrir austan og stækkunin í Sraumsvík á því stigi, að við höf- um efni á því að hlífa Þjórsárver- unum.“ Ólafur Örn segir að þegar hafi verið þrengt mjög að Þjórsárver- um með Kvíslaveitu fyrir austan en nú eigi að ganga á verin að sunnan með Norðlingaölduveitu. Hann telur að þótt Norðlingaöldu- veita verði í útjaðri Þjórsárvera þá muni hún spilla „þessu hálend- ismálverki sem Þjórsárverin eru.“ Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Framsóknarflokksins Eigum að líta til ann- arra virkjanakosta EINS og önnur mannanna verk þarfnast kirkjuturnar viðhalds og það vita Hafn- firðingar sem eru nú að láta mála þakið á turni Hafnarfjarðarkirkju. Væntanlega má gera ráð fyrir að aftur verði málað með græna litnum sem hefur prýtt turnþakið um árabil. Sumarlangt hefur mátt sjá menn og konur dytta að hús- um sínum, görðum, og raun- ar hverju sem nöfnum tjáir að nefna. Fyrirtæki og stofnanir hafa ekki látið sitt eftir liggja, en nú fækkar þeim stundum sem tækifæri til slíkra starfa gefast, enda haustið farið að nálgast. Turna- málun Hafnfirð- inga Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.