Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 27
DANSLEIKHÚS með Ekka frum-
sýnir í kvöld dansleikhúsverkið
Eva³ í Tjarnarbíói. Verkið er unnið
út frá leikritinu Garðveislu eftir
Guðmund Steinsson og er þetta í
fyrsta sinn sem Dansleikhús með
Ekka nýtir sér ákveðið leikrit í
verkum sínum. Höfundar dansleik-
húsverksins eru Erna Ómarsdóttir,
Karen María Jónsdóttir og Margrét
Sara Guðjónsdóttir, sem jafnframt
dansa í verkinu, en þar leikur einn-
ig Edda Arnljótsdóttir leikkona.
Listrænn stjórnandi verksins er
Aino Freyja Järvelä. „Við unnum
verkið út frá Garðveislu eftir Guð-
mund Steinsson, sem er leikrit sem
fjallar um paradís og það hvernig
við erum búin að eyðileggja hana.
Við tókum fyrir sjónarhorn kon-
unnar í leikritinu, Evu, en verkið
fjallar upprunalega um Adam og
Evu,“ segir Aino Freyja í samtali
við Morgunblaðið.
Verkið skiptist í þrjá hluta, sem
hver um sig fjallar um ólík hlutverk
Evu og konunnar. „Vinnuheitin fyr-
ir hlutana þrjá eru kyntákn, eig-
inkona og móðir. Í fyrsta þættinum
er fjallað um sakleysið, forvitnina
og freistingarnar, og í þeim þætti er
aðallega dans. Í öðrum þættinum er
fjallað um væntingar samfélagsins
til konunnar og hvernig hún bregst
við þeim, og í þriðja þættinum er
fjallað um móðurina. Þar eigum við
þó ekki við móðurina sem slíka,
heldur meira í ætt við móður jörð
og sköpunarkraftinn. Sá þáttur tek-
ur á því hvernig við erum búin að
stunda rányrkju og hvað við höfum
gert við jörðina.“
Dansleikhús með Ekka var stofn-
að árið 1996 og hefur allar götur
síðan stefnt að þróun verka þar sem
hreyfing og hið talaða orð hafa jafnt
vægi. Liðin eru tvö ár síðan Ekka
setti síðast upp sýningu, en það var
Tilvist sem sýnt var haustið 2000. „Í
þetta sinn langaði okkur að vinna út
frá leikriti. Áður höfum við sett upp
sýningar sem fjölluðu um ákveðið
þema og fundum texta og tónlist
hér og þar, en nú höfum við byggt
sýninguna frá grunni á þessu leik-
riti Guðmundar Steinssonar, sem
við höfum aldrei gert áður,“ segir
Aino Freyja. Hún segir Garðveislu
henta ákaflega vel fyrir dansleik-
hús. „Það er eitthvað svo mikil
hreyfing í því,“ segir hún og hlær.
„En í raun notum við ekki mikinn
texta úr leikritinu í verkinu, þótt
hann sé allur innblásinn af því.“
Tónlistin í verkinu er samin af
hljómsveitinni Trabant, en Rebekka
A. Ingimundardóttir er sviðs- og
búningahönnuður, ljósahönnun er í
höndum Alfreðs Sturlu Böðvarsson-
ar og framkvæmdastjóri er Kolbrún
Anna Björnsdóttir. „Tónlistin skip-
ar mjög stóran sess í verkinu af því
hún er næstum eins og sjálfstæður
hluti þess. Hljómsveitin Trabant
hefur unnið tónlistina samhliða þró-
un verksins, ýmist hafa þeir samið
tónlistina fyrst og við unnið út frá
henni, eða þeir hafa fylgst með
rennsli á tilbúnum atriðum og kom-
ið með tónlistina eftir á. Það er
óhætt að segja að hún sé mjög fjöl-
breytt og skemmtileg og talsvert
ólík því sem við höfum unnið með
áður.“
Frumsýningin á Evu³ verður í
kvöld kl. 20, en á morgun, Menning-
arnótt, verður sýning kl. 16. Dag-
ana 24., 25. og 30. ágúst verður
Eva³ sýnd kl. 20. Sýningunni hefur
verið boðið á X-Primo-danshátíðina
í Malmö í september, en einnig er
ráðgert að hún fari sem fulltrúi Ís-
lands á listahátíðir í Brussel og
Amsterdam síðar á þessu ári.
Eva í
þriðja
veldi
Morgunblaðið/Jim Smart
Dansleikhúsverkið Eva³ verður frumsýnt í Tjarnarbíói kl. 20 í kvöld.
Í LJÓSAFOLD Gall-
erís Foldar við Rauð-
arárstíg verður opnuð
sölusýning á morgun
kl. 14 á ljósmyndum
Jóns Kaldals frá ár-
unum 1925–1970.
Myndirnar eru unnar
af Guðmundi Ingólfs-
syni ljósmyndara á fí-
berpappír eftir frum-
negatífum Jóns
Kaldals.
Jón Kaldal var einn
af stofnfélögum Ljós-
myndarafélags Ís-
lands. Hann rak ljós-
myndastofu í
Reykjavík frá 1925-
1974. Eiginkona Kaldals og hans
nánasti samstarfsmaður frá 1940
var Guðrún Kaldal. Sá hún meðal
annars um að retúsera myndir
hans. Kaldal tók þátt í ýmsum
samsýningum víða
um heim, allt frá Ant-
werpen til Sao Paulo.
Hann sýndi hins veg-
ar aðeins einu sinni á
Íslandi og var það ár-
ið 1966 í Casa Nova,
húsnæði Mennta-
skólans í Reykjavík.
Það var jafnframt í
fyrsta skipti sem ein-
staklingur hélt ljós-
myndasýningu hér-
lendis. Sýningin
stendur til 7. sept-
ember og er opin alla
daga kl. 10–18, laug-
ardaga til kl. 14 en á
Menningarnótt, til kl.
24. Þá verður einnig opin sýning í
Rauðu stofunni á gömlum fágæt-
um ljósmyndavélum í eigu Bald-
vins Einarssonar.
Jón Kaldal
1896–1981
Ljósmyndir Jóns
Kaldals í Fold
Í BORGARNESKIRKJU verða
tónleikar kl. 17.30 og gefur þar að
heyra afrakstur söngnámskeiðs sem
staðið hefur undanfarna daga undir
yfirskriftinni „Blómlegt sönglíf í
Borgarfirði“. Á tónleikunum koma
fram tíu söngvarar ásamt píanóleik-
ara. Söngvararnir hafa notið leið-
sagnar þeirra Pauls Farringtons,
söngkennara og raddráðgjafa við
Covent Garden, og Clives Pollards
píanóleikara, sem meðal annars
starfar við Íslensku óperuna.
Aðgangur er ókeypis.
Söngtónleikar
í Borgarneskirkju
ATVINNA mbl.is