Morgunblaðið - 16.08.2002, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 29
Náðu tökum á tölvunni
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Rafiðnaðarskólinn hefur mikla reynslu af almennri
tölvukennslu. Hjá okkur starfa vel menntaðir og hæfir
kennarar með reynslu úr íslensku atvinnulífi.
Reynsla okkar sýnir að tveggja til þriggja mánaða
tölvunám er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að ná
tökum á tölvunni.
Rafiðnaðarskólinn hefur einn skóla á Íslandi hlotið
vottun Microsoft sem tæknikennslusetur (CTEC).
Við leggjum áherslu á þægilegt námsumhverfi og
stuðning við nemendur.
Á öllum tölvunámsbrautum fylgja vönduð
kennslugögn.
Rafiðnaðarskólinn býður einnig mikið úrval styttri
tölvunámskeiða. Kynnið ykkur málið á www.raf.is
T ö l v u - o g b ó k h a l d s n á m s a m h l i ð a s t a r f i
Rafiðnaðarskólinn býður þrjár leiðir sniðnar að ólíkum þörfum.
Boðið er upp á morgun-, dag- eða kvöldkennslu, staðbundið
nám og fjarnám.
Tölvunotkun 1, 2 og 3
Stuttar námsbrautir í þremur stigum þar sem farið er í almenna tölvunotkun og öll algengustu
forritin. Hér geta bæði byrjendur sem lengra komnir fundið námsefni við sitt hæfi. Gagnlegt og
hagnýtt nám fyrir þá sem ekki vilja skuldbinda sig í langt nám eða hafa lítinn tíma.
Ekki er ætlast til heimavinnu.
– 60 kennslustundir, hefst næst 23. september
Tölvur og vinnuumhverfi 1 og 2
Ítarlegt og skemmtilegt nám fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennd er almenn tölvunotkun
og notkun algengustu forritanna. Unnið er mikið af raunhæfum verkefnum. Þetta er nám fyrir
þá sem vilja fá virkilega góða undirstöðu í tölvunotkun. Framhaldsnámið hentar þeim sem vilja
bæta við þekkingu sína og ná mjög góðu valdi á Office-forritunum. Tvær afar vinsælar
námsbrautir. Náminu lýkur með lokaverkefni. Einnig er boðið upp á stöðupróf í vélritun.
– 120 kennslustundir, hefst 16. september
Tölvu- og rekstrarnám
Öflugt nám í bókhaldi og tölvunotkun. Hér lærir fólk mikið á skömmum tíma. Námið er
krefjandi og skemmtilegt. Rafiðnaðarskólinn hefur boðið upp á Tölvu- og rekstarnám í 8 ár
og er stoltur af árangrinum. Þetta nám er valkostur margra sem vilja skipta um starf eða eru
í atvinnuleit. Hentar einnig þeim sem eru með eigin rekstur.
Náminu lýkur með prófum og lokaverkefni. Stöðupróf í vélritun fyrir þá sem vilja.
– 280 kennslustundir, hefst 2. september
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Nánari upplýsingar í síma 568 5010
eða á www.raf.is
Engin
heimav
inna
Einnig
í fjarná
mi
ÞEGAR Listasumar á Akureyri er
hálfnað er ljóst að aldrei hafa jafn-
mörg blóm lista fengið að njóta sín á
þeim vettvangi, jafnt leiklist, mynd-
list, bókmenntir og tónlist. Fyrir þá
sem hafa viljað njóta blómskrúðans til
fullnustu hafa vart kvöld og helgar
dugað til. Eina blómið frá endurreisn-
artímanum sem boðið hefur verið upp
á var litskrúðugt og töfrandi, en virt-
ist þó ekki ná að lokka með ilmi sínum
áheyrendur að sem skyldi.
Miðað við hve mikil aðsókn hefur
verið á nánast alla listviðburði á
Listasumri, sem skipta tugum, var
aðsókn á þessa tónleika að sama skapi
rýr og margir sem misstu af gullnu
tækifæri. Ef til vill var kynningin ekki
nægileg, eða að eitthvað sé til í orða-
tiltækinu „það sem bóndinn þekkir
ekki borðar hann ekki“.
Á öldum áður kynntust menn vart
tónlist sem eldri var en elstu menn
mundu. En með rannsóknum og end-
urskoðun gamallar tónlistar og túlk-
unar hennar hafa tónlistarmenn veitt
okkur lifandi sýn inn í gamla tíma og
að hluta til gert okkur kleift að njóta
hljómbliks þeirra og fært okkur til að
meta og nærast.
Endurreisnin færði manninn í önd-
vegi og sviðið til að dansa á var lífið í
því núi sem þá var. Elísabetartíminn
með glæsilegum leikritum fæddi af
sér „consort“ milliþáttatónlist, leikna
á blokkflautur og strengjahljóðfæri
sem gjarnan undirstrikaði gleðina eða
sorgina eftir því sem við átti. Lengi
vel var erfitt að ráða í þau nótnatákn
sem varðveittust í handritum, hvern-
ig þau höfðu verið túlkuð og hvernig
þau áttu að hljóma.
En með þrautseigju tónlistar- og
tónvísindamanna, sem rýndu og skoð-
uðu samtímalýsingar af hljóðfæra-
smíði og leikaðferðum, ekki síst lýs-
ingu á öllu því skrauti og hlaupum
sem við átti að bæta, hefur tekist að
færa tónlistina til þess lífs sem henni
ber. Paul Leenbouts er einn þeirra
blokkflautusnillinga sem hafa varið
lífi sínu í að færa okkur þessi gömlu
verðmæti og gert þau aðgengileg.
Með lýsingum Jakobs van Eyck á
smíði endurreisnarblokkflautunnar
og Bassano á leikaðferðum og miklu
fleiri heimildum hefur þetta blessast
prýðisvel.
Paul á tenór-, alt- og sópranblokk-
flautur ásamt Gunnhildi á hörpuna
tókst á sannfærandi og glæsilegan
hátt að flytja verk ellefu tónskálda 16.
og 17. aldar, hollenskra, ítalskra,
enskra, þýskra og víðar, svo vel að
maður naut stundarinnar til fullnustu
og var hrifinn á gamlar slóðir, sem um
leið urðu nýjar. Spuni og fantasíur
hljóðfæraleikaranna voru ríkur þátt-
ur í endurlifun tónlistarinnar, oft ekki
fjarri djassspuna. Einleiksverkin
voru hrífandi og hljóðfærin nutu sín
vel í magnandi endurómi Ketilhúss-
ins. Helst þótti mér á skorta að fá
smáslagverk og málmgjöll í dönsun-
um en ég hætti mér ekki út á svið sér-
fræðinganna að öðru leyti. Ég vil svo
að lokum hvetja þetta ágæta fólk til
að láta ekki deigan síga og vekja fleiri
eyru til að upplifa það sem ég fékk
sem forréttindamaður á tónleikunum
í Ketilhúsinu síðastliðið laugardags-
kvöld.
Endurreisnar-
tónar
TÓNLIST
Listasumar á Akureyri
Ketilhús
Flytjendur: Paul Leenbouts á endurreisn-
arblokkflautur og Gunnhildur Einarsdóttir
á barokkhörpu. Á efnisskrá voru: Fant-
asíur, kansónur og dansar eftir tónskáld
frá 16. og 17. öld. Laugardagur 10.
ágúst.
LEGENDA AUREA
Jón Hlöðver Áskelsson
TÓNLISTARDAGAR Vestmanna-
eyja fara fram dagana 17.–25. ágúst.
Þar koma fram íslenskir og erlendir
listamenn og nemendur þeirra frá
Íslandi og Ítalíu.
Dagskráin hefst kl. 17 í Höllinni á
morgun, laugardag. Þar koma fram
Áshildur Haraldsdóttir, Marçal
Cervera, Arnaldur Arnarson og
Nína Margrét Grímsdóttir. Leikin
verða verk eftir Cassadó, Bellinati,
Couperin, Ravel,Villa-Lobos, John
Speight (frumflutningur á Íslandi),
Castelnuovo-Tedesco og Pujolog
Chaminade.
Laugardaginn 24. ágúst kl. 16
verða tónleikar í sal Tónlistarskóla
Vestmannaeyja. Þar koma fram
nemendur á Masterclass 2002.
Hátíðartónleikar Tónlistardaga
Vestmannaeyja verða í Höllinni
sunnudaginn 25. ágúst kl. 13. Þar
koma fram Áshildur Haraldsdóttir,
Sigrún Eðvaldsdóttir, Marçal Cerv-
era, Arnaldur Arnarson, og Nína
Margrét Grímsdóttir og úrval nem-
enda Masterclass 2002. Á efnisskrá
verða m.a. tónverk eftir Beethoven,
Haydn og Weber.
Hátíðinni lýkur með tónleikum um
borð í Víkingi inni í Klettshelli laug-
ardaginn 24. ágúst kl. 21.
Tónlistardag-
ar í Vest-
mannaeyjum
Nína Margrét
Grímsdóttir
Áshildur
Haraldsdóttir
Í SJÓMINJASAFNI Íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði, opnar
Rebekka Gunnarsdóttir sýningu á
morgun, laugardag, á vatnslita-
myndum og glerverkum sem hún
hefur að mestu unnið á þessu ári.
Aðalviðfangsefni myndanna er
landslag, götumyndir og hús í
Hafnarfirði en glerið er brætt og
mótað í ýmsa hluti, svo sem
skálar, myndir, lampa og skúlpt-
úra.
Rebekka Gunnarsdóttir hefur
sótt myndlistarnámskeið hjá ýms-
um listamönnum, m.a. Sigurði Þór,
og glerbræðslu nam hún hjá Jón-
asi Braga en að öðru leyti er hún
sjálfmenntuð í list sinni. Þetta er
16. einkasýning Rebekku en hún
hefur áður sýnt á ýmsum stöðum
úti á landi, í Kaupmannahöfn og á
vetrarhátíðinni Ljós í myrkri í
Reykjavík.
Sýningin stendur til 8. septem-
ber og er opin alla daga frá kl. 13–
17 á sama tíma og safnið.
Glerverk
í Sjóminjasafninu
Eitt vatnslitaverka Rebekku Gunnarsdóttur.