Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÍKISSTJÓRNIN hefursamþykkt viðamiklaskýrslu um sjálfbæraþróun sem ber yfirskrift- ina „Velferð til framtíðar“. Skýrslan verður lögð fram á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem hefst í Jóhannesarborg í S-Afríku 26. ágúst. Í skýrslunni kemur m.a. fram að styrkur köfn- unarefnistvíoxíðs í andrúmslofti í sjálfvirkri mælistöð við Grensásveg í Reykjavík hafi á árunum 1995– 2000 flest árin mælst yfir viðmið- unarmörkum, en í mörkunum er miðað við ársmeðaltal. Styrkur brennisteinsoxíðs og ósons hefur einnig stöku sinnum farið yfir skil- greind sólarhringsviðmiðunarmörk. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að skýrslan sýni að Ís- land hafi náð miklum árangri á sviði umhverfismála á síðustu árum, en verkefnin séu samt sem áður ærin. „Þessi stefnumörkun felur í sér opinbera markmiðssetningu af hálfu stjórnvalda. Við vonumst eftir að hún muni skapa umræðu um sjálfbæra þróun til framtíðar. Stefn- an á að gilda til ársins 2020 en hún verður uppfærð reglulega. Stefnan verður tekin til umræðu á umhverf- isþingi en slík þing hafa tvisvar ver- ið haldin,“ sagði Siv. Sjálfbær þróun hefur verið skil- greind sem þróun sem mætir þörf- um samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Sjálf- bær þróun hefur þrjár meginstoðir: efnahagsvöxt, félagslega velferð og jöfnuð og vernd umhverfisins. Í skýrslu ríkisstjórnarinnar segir að sjálfbær þróun sé ekkert töfrahug- tak sem hefur að geyma einfaldar lausnir á vanda mannkyns en hún feli í sér gagnlega og árangursríka nálgun sem þjóðir heims hafa sam- einast um að hafa að leiðarljósi í við- leitninni við að leysa mörg helstu viðfangsefni 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um þau stjórntæki og þær leiðar sem færar eru til að ná fram markmiðum um sjálfbæra þróun. Lögð er áhersla á skýra stefnu og lagaumhverfi, en miklar breytingar hafa verið gerðar á lögum á sviði umhverfismála á síð- ustu árum. Ísland á aðild að yfir 20 alþjóðasamningum á sviði umhverf- ismála. Ekki er talið líklegt að slík- um samningum fjölgi mikið á næstu árum, en mikið er hins vegar rætt um að bæta framkvæmd þeirra. Bent er á að hægt sé að ná árangri í umhverfismálum með notkun á hag- rænum stjórntækjum, en hér á landi hafi t.d. verið lögð á spilliefna- gjald og skilagjald á einnota drykkjarumbúðir. Kvótakerfið í fiskveiðum sé einnig dæmi um hag- rænt stjórntæki. Aðrar leiðir sem bent er á í skýrslunni eru á sviði skipulagsmála, mati á umhverfis- áhrifum, fræðslu og vöktun og rann- sóknum. Ísland ver 0,12% af landsfram- leiðslu til þróunarmála Í skýrslunni segir að sjálfbærri þróun verði ekki komið á meðan stór hluti íbúa jarðar búi við fátækt. Árið 1993 setti ríkisstjórn Íslands það markmið að þróunaraðstoð yrði 0,4% af þjóðarframleiðslu árið 2000. Fjármagn til þróunaraðstoðar hef- ur aukist á undanförnum árum en er þó enn undir þeim mörkum sem að var stefnt. Árið 2000 var þróun- araðstoð 0,1% af þjóðarframleiðslu en hlutfallið var komið upp í 0,12% árið 2001. „Áfram er stefnt að eflingu þró- unaraðstoðar Íslendinga á komandi árum. Ekki er ráðlegt að auka hana mikið í einu vetfangi heldur að byggja hana smám saman upp á þeim grunni sem fyrir er og stefna að auknum gæðum jafnhliða auknu umfangi.“ Gjöld á dísilolíu verði lægri og enn lægri á metani og vetni Í skýrslunni kemur fram að al- mennt sé andrúmsloft á Íslandi tært og minna mengað en í nærliggjandi þéttbýlli löndum Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Þetta stafi m.a. af því að hér búi fámenn þjóð í stóru landi, langt frá helstu uppsprettum meng- unar erlendis. Þá séu hreinar orku- lindir jarðvarma og vatnsafls not- aðar í ríkum mæli hér á landi í stað jarðefnaeldsneytis. Loftmengun á höfuðborgarsvæðinu er þó talin vera vandamál þótt hún sé minni en í flestum borgum erlendis. Strang- ari mörk um loftmengunarefni, sem taka munu gildi á Evrópska efna- hagssvæðinu á árunum 2005 til 2010, muni ýta undir kröfur um að takast á við þennan vanda. Búast megi við aukinni umferð með aukn- um fólksfjölda á höfuðborgarsvæð- inu og því verði að koma til um- hverfisvænni tækni í samgöngum, stefnumörkun af hálfu stjórnvalda og vilja meðal almennings að nýta umhverfisvæna samgöngumáta í auknum mæli ef raunhæft eigi að vera að minnka loftmengun veru- lega. Mengun vegna svifryks, sem talið er að rekja megi að hluta til notkunar nagladekkja, sé vandamál sem þekkist óvíða utan Íslands. Með því að draga úr notkun nagla- dekkja sé hægt að draga úr styrk svifryks í andrúmslofti á höfuðborg- arsvæðinu. Ennfremur er bent á þá leið að gjöld á eldsneyti taki mið af mengun sem af því hlýst. Þannig verði t.d. gjöld á hreinni dísilolíu lægri en á meira mengandi eldsneyti og gjöld á metani og vetni enn lægri. Gjöld og skattlagning á einkabílum og öðrum farartækjum verði einnig að vera með þeim hætti að hagkvæmara verði að reka sparneytna bíla en orkufrekari og að bílar sem noti „hreint“ eldsneyti beri minnstu gjöldin. Varfærni við sölu á erfðabreyttum vörum Í skýrslunni er sett það markmið að neytendur geti ávallt treyst því að á boðstólum séu eingöngu mat- væli sem eru örugg til neyslu. Ennfremur að merkingar á mat- vælum veiti fullnægjandi upplýsing- ar um innihald vörunnar og að Ís- land verði ávallt virt sem framleiðandi heilnæmra og öruggra matvæla úr hágæðahráefnum í ómenguðu umhverfi. Bent er á að krafan um öryggi matvæla verði sífellt háværari á al- þjóðavettvangi, meðal almennings og hjá yfirvöldum. Því þurfi að taka tillit til neytenda, dýraverndar, náttúrunnar og vinnuumhverfis til að tryggja að markmiðið náist. „Markmiðið um örugg matvæli er sérstaklega mikilvægt fyrir Íslend- inga þar sem það varðar ekki ein- ungis hagsmuni neytenda heldur er framleiðsla og útflutningur mat- væla einn helsti grunnurinn undir efnahagslífi landsins og því mikil- vægt að styrkja ímynd landsins sem framleiðanda öruggra hágæða mat- væla með öflugu eftirliti og fyrir- byggjandi aðgerðum gegn mengun af völdum skaðlegra efna eða ör- vera. Breytt neyslumynst- ur og aukið úrval mat- væla, sem í sumum til- fellum innihalda íblönduð næringarefni og fæðubótarefni, eykur mikilvægi þess að yfirvöld framkvæmi neyslu- kannanir til að fá greinargóðar upp- lýsingar um neyslumynstur. Aðeins þannig er hægt að fyrirbyggja sjúk- dóma sem komið geta í kjölfar of- neyslu næringarefna.“ Í skýrslunni segir að tryggja þurfi góða og reglulega vök skotaefnum, aukefnum og legum sjúkdómsvöldum í um, jafnt innfluttum innanlandsframleiðslu. verði strangar kröfur um mat vegna heilbrigðis- og isáhrifa erfðabreyttra líf skal varfærni liggja til gru við markaðssetningu á erf um vörum.“ Þá verði notkun lyfja og efna í matvælaframleiðslu uð eins og kostur er. No kefna verði aðeins leyfð þe er að þau valdi ekki he vanda. Aðgangur fólks að nátt verði ekki skertu Í skýrslunni er lögð áhe réttur almennings að frj gengi að náttúru landsins ( réttur) verði ekki skert þegar brýna nauðsyn ber náttúruverndarsjónarmiða fremur verði tekið tillit t argildis svæða við skip ákvarðanir um landnýtingu Fram kemur að á síðast hafi fjöldi erlendra ferðam Íslands rúmlega tvöfaldas teljist mikill vöxtur í alþ samanburði. „Vaxandi ferðamanna og aukið væ þjónustu í þjóðarbúskapnu enn á nauðsyn þess að ko fyrir neikvæð áhrif manna um landið. Álag a ferðamanna getur valdið s náttúru landsins, t.d. vegn utan vega og umferðar rí jafnvel gangandi manna kvæm gróðurlendi eins og inu. Því er mikilvægt að út ist í sátt við náttúruna. J skiptir máli að tekið sé til vistargildis svæða í stefnumörkun um landnýti Bent er á þá leið að fe verði í auknum mæli látn undir kostnaði við eftirlit byggingu ferðamannast fræðslu til ferðamanna. Gildi óspilltrar nátt Íslands viðurkenn „Verndun óspilltrar eða innar náttúru er ekki síð vægur þáttur í sjálfbærri skynsamleg nýting þeirra gæða sem eru uppspret Óspillt náttúra hefur gild sér, auk þess sem hún er margvíslegra grunngæða m lífs og velferðar sem ekki að leggja hagfræðilega m á,“ segir í upphafi kafla ský um verndun náttúru Ísland Í skýrslunni er lögð á vernd lífríkis Íslands. Ma að viðhalda fjölbreytileika og vistgerða. Forðast ber kostur er að skerða frekar birkiskóga og ö ilvistkerfi Íslan er til að unnið endurheimt vot annarra mi vistkerfa þar s er talið mögulegt. Í skýrslunni kemur fram röskun hefur orðið á mörgu vistkerfum landsins frá l Talið er að birkiskóglendi h um fjórðung landsins við en nú aðeins um einn hun „Lítið er eftir af óröskuðu v Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega stefnu Árangur h um sviðu Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarle stefnu um sjálfbæra þróun til 2020. S an verður lögð fram á fundi Sameinu þjóðanna í Jóhannesarborg sem hefs ágúst. Egill Ólafsson skoðaði skýrslu Forgangsmál að laga beit að nýtingarþoli MENNINGARLEG BYGGÐASTEFNA Í grein Braga Ásgeirssonar, mynd-listargagnrýnanda Morgunblaðs-ins, í blaðinu í gær er vikið að þeirri staðreynd að lítið er stutt við bakið á listamönnum sem vilja sýna verk sín víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Bragi bendir á að hér á landi sé ekki til neitt dreifikerfi á borð við Riksutställn- ingar í Svíþjóð eða svipaðar stofnanir annars staðar á Norðurlöndum. Bragi segir um „algjöran skort á skipulagðri listmiðlun um landsbyggðina“ að ræða, sem m.a. valdi því að dragi úr áhuga listamanna á suðvesturhorninu að senda verk sín út á land. Þetta eru athyglisverðar ábendingar, ekki sízt í ljósi þess að það hefur komið æ skýrar fram á undanförnum árum að fjörugt menningarlíf og gott framboð af menningarviðburðum er ein af forsend- um þess að byggð haldist sem víðast um land. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir blómlegan rekstur öflugra atvinnufyr- irtækja hefur fólki fækkað á stöðum sem hafa haft upp á lítið að bjóða í menningar- og félagslífi, menntun og þjónustu. Raunar má segja sem svo að að því marki sem byggðastefna á rétt á sér eigi hún að taka til menningarstarfsemi ekki síður – og jafnvel frekar – en til þess að styðja við atvinnurekstur. Það fé, sem hefur verið varið til að styrkja atvinnurekstur úti um land, hefur oft farið forgörðum án þess að mikill ár- angur næðist, fleiri störf sköpuðust eða lífsgæði ykjust. Raunar eru það oft þau fyrirtæki, sem engan stuðning hafa fengið, sem spjara sig bezt. Hins vegar ríkir nokkuð breið sátt um að stuðn- ingur hins opinbera við menningu og listir verði að koma til. Mælikvarðinn á árangur af menningarstarfsemi er vissulega annar en á árangur í atvinnu- starfsemi. Öflugt menningarlíf er hins vegar ekki síður þáttur í lífsgæðum en atvinnulífið, þótt það séu annars konar lífsgæði. Við stefnumótun í menningarmálum mætti þess vegna gefa því meiri gaum en hingað til, að stuðningur við menn- ingarstarfsemi nýtist til að sem flestir landsmenn fái að njóta hennar og að tryggja megi stöðugt framboð menning- arviðburða í byggðakjörnum úti um land. FRÁLEITIR FEGURÐARSTAÐLAR Kannanir sem gerðar hafa verið hér álandi og í Noregi leiða í ljós að um helmingur unglingsstúlkna hefur farið einu sinni eða oftar í megrun. Þetta er vissulega áhyggjuefni, en eins og fram kom hér í blaðinu í gær vinnur landlækn- isembættið nú að skýrslu sem fjallar m.a. um þetta málefni. Sigurður Guðmunds- son landlæknir segir að hér sé „um að ræða læknisfræðilegt og samfélagslegt vandamál sem bregðast verður við,“ enda sýna rannsóknir að „megrun að óþörfu getur haft skaðleg áhrif á heilsufar og þarf hún ekki að ganga svo langt að um átröskun sé að ræða til að valda skaða.“ Í dag birtist í blaðinu umfjöllun um sýninguna „Óður til líkamans“ í Reykja- víkurakademíunni, en hún hverfist um mannslíkamann frá sjónarhóli mann- fræði og myndlistar. Aðstandendur hennar framkvæmdu könnun á því hvernig þátttakendur vildu helst líta út og báru saman við raunverulegt útlit þeirra og í ljós kom að mikið ósamræmi er á milli „óskalíkama“ kvenna og „með- allíkama“ þeirra; konur vilja vera hærri, grennri og brjóstastærri en þær eru. Samkvæmt meðalgildum voru karlmenn hins vegar það sáttir við útlit sitt að „óskalíkami“ þeirra var nánast eins og raunverulegur „meðallíkami“. Þótt könnun þessi hafi ekki verið unnin sam- kvæmt vísindalegum forsendum, er hún samt sem áður sterk vísbending um að þrýstingur samfélagsins á konur um að samræma útlit sitt óraunhæfum fegurð- arstöðlum sé allt of mikill. Þegar fegurðarstaðlar eru orðnir það ýktir að þeir skaða sjálfsmynd ungra kvenna og valda þeim líkamlegri og and- legri vanlíðan – eða jafnvel skaða – er svo sannarlega kominn tími til að samfélagið taki þá til gagnrýninnar umfjöllunar. Með heilbrigðri vitundarvakningu hlýtur að vera hægt að efla andstöðu við ímynd- arhönnun er byggir á óeðlilegum kven- legum eiginleikum og hvetja ungar stúlk- ur til að samsama sig heilbrigðari fyrirmyndum svo þær geti lifað í sátt við líkama sinn. ÖRBIRGÐ RÆDD Í ALLSNÆGTUM Ekki eru nema tíu dagar þar til ráð-stefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefst í Jóhannesarborg. Þegar er farið að tala um að lítils sé að vænta af ráðstefnunni en þeim mun meira verði talað. Það er ef til vill ekki að furða að ákveðinnar tortryggni gæti í garð ráðstefnu á borð við þá sem er að hefjast í Jóhannesarborg. Bilið á milli fátækra og ríkra er gríðarlegt og það þarf enginn að efast um að ríkustu þjóð- ir heims gætu lagt mun meira af mörk- um en þær gera nú til að brúa bilið og þyrftu þó ekki að herða sultarólina. Mörgum blöskraði þær ríkulegu veit- ingar og höfðinglegu móttökur sem biðu gesta á matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm fyrir skömmu og fannst jaðra við hræsni. Sá viðbúnaður var ekki í neinu samræmi við viðfangsefnið. Greinilegt er að menn óttast að svipað verði uppi á teningnum í Jóhannesar- borg. Á fréttavef Morgunblaðsins var ný- lega sagt frá því að S. Iqbal Riza, starfs- mannastjóri Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hefði látið boð út ganga til yfirmanna þeirra stofnana, sem sækja ráðstefnuna, að forðast óhóflegan íburð í veisluhöld- um og senda ekki stærri sendinefndir en nauðsynlegt væri. Í minnisblaði frá Riza sagði að ráðstefnuna bæri upp á sama tíma og alvarlegur matvælaskortur blasti við þrettán milljónum manna í Suður-Afríku og bæri að hafa það í huga. Jóhannesarborg er lýsandi dæmi um gjána sem skilur að hina ríku og fátæku. Þar sem ráðstefnan verður haldin blasir við velsæld og velmegun. Steinsnar í burtu er Alexandra þar sem íbúarnir lifa í sárri fátækt og lepja dauðann úr skel. Í kílómetrum talið er vart orð á bilinu á milli þessara tveggja heima gerandi en í raun mætti ætla að himinn og haf skildi þá að. Í Jóhannesarborg er ætlunin að fjalla um fátækt í heiminum, aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og heil- brigðisþjónustu, orkumál, loftslagsmál, ástand skóga og áhrif fátæktar á um- hverfið. Við getum ef til vill ekki ætlast til þess að í Jóhannesarborg verði öll heimsins vandamál leyst eins og hendi sé veifað en ráðstefnugestir mega held- ur ekki vera svo uppteknir af að skála að þeir komist ekki að efninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.