Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
K
arl V. Matthíasson,
þingmaður Sam-
fylkingar á Vest-
fjörðum, skrifaði
ágæta hugvekju í
Morgunblaðið síðasta dag júlí-
mánaðar. Megininntak grein-
arinnar var sú skoðun þing-
mannsins að foringjadýrkun
kunni ekki góðri lukku að stýra í
lýðræðisþjóðfélagi. Löngum hefði
verið talið að eitt helsta einkenni
lágrar sjálfsvirðingar væri
hömlulaus persónudýrkun.
Karl benti réttilega á að mjög
væri rætt um nauðsyn sterkra
leiðtoga í hinni pólitísku umræðu
nú um stundir. „Því miður hafa
hinir vænstu menn og konur hér
á landi fallið í þá gryfju að leggja
ofuráherslu á
hinn sterka
og afgerandi
foringja,“
sagði hann
og lýsti
þeirri skoðun
að foringjadýrkun væri í rauninni
andstæða lýðræðishugsjón-
arinnar. „Þeir sem eru fyrir
sterka leiðtoga og lúta þeim í
undirgefni hætta smám saman að
hafa frjálsa og sjálfstæða hugsun
og telja að lokum foringjann vera
helsta ágæti flokks síns, en ekki
þær lífsskoðanir og sjónarmið
sem flokkurinn stendur fyrir.“
Síðar segir Karl í grein sinni:
„Til eru dæmi um leiðtoga sem í
upphafi voru mjög alþýðlegir og
auðmjúkir en urðu hrokafullir og
drambsamir og hættu að taka til-
lit til náunga sinna af því að þeir
voru orðnir svo ofsalega miklir
foringjar. Það má aldrei henda
lýðræðissinnaðan stjórn-
málaflokk eða félaga sem í hon-
um eru að leiðast út í gryfju for-
ingjadýrkunar á kostnað
málefnanna.
Hugsjónir verða að veruleika
vegna fjöldans sem á þær [trúa]
en það tekur oft tíma að láta þær
rætast.“
Skrif þingmannsins vekja at-
hygli, ekki síst vegna hins póli-
tíska samhengis. Vafalaust voru
það fyrstu viðbrögð margra að
giska á að stjórnarandstæðing-
urinn og guðsmaðurinn væri að
fjalla um formann Sjálfstæð-
isflokksins, sem setið hefur á for-
sætisráðherrastóli síðan 1991, og
kannski var hann það, svona í og
með.
Hinu hefur verið hvíslað í mín
eyru að Karl hafi augljóslega
verið að senda því Samfylking-
arfólki tóninn sem lýst hefur
óánægju með formann sinn, Öss-
ur Skarphéðinsson, eða hefur í
það minnsta ekki getað látið af
því að dást að öðrum stjórnmála-
foringjum, sem það telur til for-
ystu fallið (nokkuð sem grafið
getur undan sitjandi formanni).
Ekki þarf að hafa mörg orð um
þá umræðu sem staðið hefur um
hugsanlega endurkomu Jóns
Baldvins Hannibalssonar í ís-
lenska pólitík. Má líklega gefa
sér að Karl hafi m.a. verið að
beina orðum sínum til stuðnings-
manna utanríkisráðherrans fyrr-
verandi, sé sú kenning rétt að
sneiðin hafi verið ætluð Samfylk-
ingarfólki en ekki sjálfstæð-
ismönnum.
Nærtækara er þó að rifja upp
grein, sem Margrét S. Björns-
dóttir, félagi í Samfylkingunni,
skrifaði í Morgunblaðið 20. júlí sl.
en þar tók hún skýrt undir þá
skoðun að þörf væri á Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra
í þingframboð, miklar vonir væru
bundnar við hlut hennar í lands-
málunum. „Öflugir og trúverð-
ugir leiðtogar eru ekki á hverju
strái og við þurfum að hugsa
stórt og tefla fram okkar besta
fólki á öllum vígstöðvum, ef við
viljum hafa áhrif,“ sagði Margrét
í greininni.
Ekki skal um það dæmt hver
áðurnefndra stjórnmálamanna sé
mesti foringinn á landi hér. Ljóst
er hins vegar að ekkert þeirra
kemst með tærnar þar sem Sap-
armurat Niyazov, forseti
Túrkmenistans, hefur hælana.
Undirritaður hefur fylgst með
nýlegum afrekum Niyazovs af
nokkurri andakt, en Niyazov kýs
reyndar að láta kalla sig „Turkm-
enbashi“ eða „Faðir allra Túrkm-
ena“. Þessi mikli snillingur hefur
verið forseti Túrkmenistans, sem
var áður hluti Sovétríkjanna, frá
árinu 1985. Nú er svo komið að
styttur af Niyazov eru hvarvetna,
myndir af honum prýða alla pen-
ingaseðla og mynt, vodkaflöskur
og tepoka. Allur ágóði olíu- og
gasútflutnings rennur í sérstakan
forsetasjóð og skólabörn lesa
ekkert annað en það sem forset-
inn sjálfur hefur skrifað. Raunar
er „bókin mikla“, Rukhname,
sem Niyazov hefur skrifað, sögð
svo merkileg, að hún gefi ekkert
eftir Biblíunni og Kóraninum.
Nú síðast ákvað Niyazov að
breyta mánaðarnöfnunum og lét
nefna þá m.a. í höfuðið á sjálfum
sér og móður sinni. Þá hefur
hann tekið sig til og end-
urskilgreint mannsævina frá
vöggu til grafar. Fyrstu tólf árin
teljast bernska en síðan taka
ungdómsárin við. Þá er komið að
þroskaárunum og næstu þrjú
tímabil þar á eftir kennir hann
við fyrirheit eða fullnustu þeirra,
innblástur og visku ellinnar.
Ekki þarf að taka fram að
Niyazov, sem er 62 ára, er sjálfur
að upplifa „innblástursár“ sín nú
um stundir. Minna má nú sjá af
nýlegum afrekum hans.
Ekki ætti heldur að koma á
óvart að svonefnt þjóðarráð
landsmanna skoraði nýverið ein-
dregið á Niyazov að láta af öllum
hugmyndum um forsetakosn-
ingar í landinu. Kosningar eru
auðvitað alger óþarfi, þegar
menn njóta starfskrafta svona
snillings; Niyazov á að sjálfsögðu
að gegna embættinu til æviloka.
Sjálfur segir Niyazov tilgang-
inn með nýrri nafngift hans,
Turkmenbashi, og allri persónu-
dýrkuninni sem henni fylgir að
ýta undir þjóðarstolt Túrkmena
og búa þá þannig undir glæsta
framtíð sem sjálfstæð þjóð.
Ég hef sjálfur alltaf haft trú á
sögulegu mikilvægi sterkra leið-
toga. Grein Karls V. Matthías-
sonar er engu að síður orð í tíma
töluð, ef ekki vegna foringjadýrk-
unar hér á Íslandi þá að minnsta
kosti vegna kostulegra stjórn-
arhátta landsföðurins í Túrkmen-
istan.
Miklir
leiðtogar
Grein Karls V. Matthíassonar er […]
orð í tíma töluð, ef ekki vegna foringja-
dýrkunar hér á Íslandi þá að minnsta
kosti vegna kostulegra stjórnarhátta
landsföðurins í Túrkmenistan.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
AÐ undanförnu hef-
ur verið töluverð um-
fjöllun í fjölmiðlum um
starfsemi nektarstaða
og þá möguleika sem
sveitarfélög hafa til að
setja skorður við starf-
semi þeirra. Samfylk-
ingin í Kópavogi hefur
lagt til að bæjarlög-
manni verði falið að
undirbúa breytingu á
Lögreglusamþykkt
Kópavogs sem feli í sér
bann við einkadansi á
næturklúbbum/nekt-
arstöðum. Meirihluti
bæjarráðs frestaði afgreiðslu tillög-
unnar og taldi sig þurfa frekari gögn
varðandi áhrif sams konar banns í
Reykjavík.
Í þessu sambandi er rétt að minna
á að í skýrslu um vændi á Íslandi og
félagslegt umhverfi þess, sem kom út
vorið 2001, kom fram að bæði skipu-
lagt og óskipulagt vændi færi fram á
nektarstöðum í Reykjavík. Hér er
vísað til Reykjavíkur, en ég leyfi mér
að draga í efa að eitthvað annað gildi
um staði sem starfa í öðrum sveit-
arfélögum, þ.m.t. Kópavogi. Starfs-
hópur Lögreglunnar í Reykjavík og
borgarstjórnar, sem
skilaði tillögum í sept-
ember í fyrra, lagði til
að einkadans yrði bann-
aður, m.a. vegna þess að
illmögulegt sé að hafa
eftirlit með því sem þar
fari fram. Nefnd dóms-
málaráðherra, sem falið
var að gera tillögur um
úrbætur vegna kláms og
vændis, studdi einnig að
einkadans yrði bannað-
ur. Eins og kunnugt er
hefur slíkt bann nú tekið
gildi í Reykjavík og á
Akureyri að fengnu
samþykki dómsmálaráðherra.
Athvarf fyrir nektarstaði?
Við í Samfylkingunni í Kópavogi
teljum að með banni við einkadansi
verði spornað við nánu samneyti sýn-
enda og gesta staðarins í lokuðu rými
og þannig takmarkaðir möguleikar á
vændi. Þar með gilda jafnframt sömu
reglur og í Reykjavík og Kópavogur
verður ekki athvarf fyrir fleiri nekt-
arstaði. Kópavogsbúar eiga betra
skilið af bæjaryfirvöldum en að hér
verði griðastaður þeirra sem vilja
ganga hvað lengst í þessari starf-
semi. Það þarf að beita öllum tiltæk-
um ráðum til að sporna við þeirri
kynlífsvæðingu sem hefur orðið hér á
landi, bann við einkadansi er hvorki
endanleg lausn né eina lausnin. For-
varnir, samráð og upplýst umræða
eru einnig mikilvæg í þessu sam-
bandi. Sveitarstjórnir eins og önnur
stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum
til að vinna gegn vændi. Með því að
banna einkadans í Kópavogi tökum
við þátt í þeirri baráttu. Vonandi hafa
fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks dug í sér til að leggja mál-
efninu lið og styðja tillögu Samfylk-
ingarinnar um bann við einkadansi,
þrátt fyrir neikvæða afstöðu oddvita
Sjálfstæðisflokksins.
Bann við einkadansi
Sigrún Jónsdóttir
Kópavogur
Bann við einkadansi,
segir Sigrún Jónsdóttir,
er hvorki endanleg
lausn né eina lausnin.
Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi.
ÞAÐ hefur verið lán okkar hér á
landi hversu fáar laxveiðiár hafa
fengið virkjun vegna raforkufram-
leiðslu í vatnakerfi sitt með tilheyr-
andi stíflu sem valdið hefur hindrun á
eðlilegri göngu laxins um viðkomandi
straumvatn. Ýmsar hugmyndir og
áætlanir hafa verið settar fram af
orkuyfirvöldum um framtíðarplön í
þessum efnum sem snerta beint og
óbeint mörg laxveiðisvæði hér og þar
um landið. Það sem nú er efst á baugi
í þessum efnum eru áætlanir um
virkjun á vegum Landsvirkjunar á
tveimur eða þremur stöðum í Þjórsá
niðri í byggðinni.
Virkjun með fyrrgreindum hætti
er í Elliðaám, Laxá á Ásum og
Blöndu. Elliðaár voru virkjaðar á
þriðja áratug seinustu aldar og þar
var m.a. byggð svonefnd Árbæjar-
stífla sem hindraði för laxins upp ána.
Þá var gripið til þess ráðs að taka lax
í kistu neðan rafstöðvar og flytja upp
fyrir stífluna og sleppa honum þar í
ána. Þetta var gert í áratugi. Síðar
þegar ekki var þörf á raforku sem
fyrr, var laxi opnuð gönguleið hjá
stíflunni. Um 1930 var virkjað við
Laxá á Ásum með stíflu sem myndaði
uppistöðu (Laxárvatn). Þarna var
byggður fiskvegur í stífluna svo að
laxinn kæmist upp í Fremri-Laxá og
annar slíkur gerður við ós árinnar úr
Svínavatni svo að fiskur gat komist
þar upp. Þegar Blönduvirkjun var
byggð kom til sögunnar stífla í
Blöndu uppi á heiðum, sem stöðvaði
göngu lax og sjóbleikju inn í ár og
læki á heiðinni.
Auk þessara framkvæmda hafa
nokkrar virkjanir verið reistar við
náttúrulegar hindranir á laxagöngu
um árnar, eins og við Ljósafoss í Sog-
inu, Andakílsárfossa í Borgarfirði,
Víðidalsárvirkjun við Þiðriksvalla-
vatn í Strandasýslu, Laxárvirkjun
hjá Brúum og Lagarfossvirkjun á
Héraði, en við síðastnefndu virkj-
unina var byggður fiskvegur við Lag-
arfoss til að greiða fyrir fiskför í Lag-
arfljót og þverár þess ofan fossins.
Fiskvegagerð
Nú eru uppi ráðagerðir um virkj-
anir er nefnast Núpsvirkjun og Urr-
iðafossvirkjun, en þær verða báðar á
gönguleið lax og silungs í Þjórsá. Áð-
ur var Búðafoss við Árnesey, sem er í
48 km fjarlægð frá sjó, hindrun fyrir
lax. En með byggingu glæsilegs fisk-
vegar þar um 1990 opnaðist göngu-
fiski 25 km leið upp á efri hluta svæð-
isins, allt að Þjófafossi
við Búrfell og í fisk-
gengar ár á svæðinu
eins og í Þjórsárdal.
Það er Veiðifélag
Þjórsár sem hefur gætt
hagsmuna landeigenda
að svæðinu allt frá
stofnun þess 1972.
Fyrsti formaður fé-
lagsins var Ölvir Karls-
son, Þjórsártúni. En
það var Landsvirkjun
sem byggði laxastigann
við Búðafoss með góð-
um stuðningi Fisk-
ræktarsjóðs. Fram-
kvæmd þessi var í
tengslum við endurgjald Landsvirkj-
unar fyrir þá röskun sem virkjunar-
framkvæmdir á afrétti ollu og Lands-
virkjun lét gera umbætur við
Hestafoss í Árneskvíslinni til að auð-
velda fiski för um það svæði.
Stangaveiðisvæði
Þá má minna á að vegna virkjunar-
framkvæmda og orkuvinnslu á af-
réttum hefur vetrarvatn Þjórsár
aukist og sumarvatnið orðið tærara
en það var áður. Þarna hefur því að
því er best verður séð, opnast í tím-
ans rás möguleiki á mjög góðri að-
stöðu til stangaveiði, ekki síst á efri
hluta svæðisins. En laxræktin hefur
því miður gengið of hægt og má vafa-
laust kenna um fjárskorti. Hins veg-
ar er vitað að lax hefur í auknum
mæli gengið inn á svæðið og hefur því
verið að fá nauðsynlega fófestu þar til
frambúðar. Er líklegt að þegar svæð-
ið yrði komið í fulla rækt að þá gæti
Þjórsársvæðið gefið árlega að jafnaði
um 4 þúsund laxa veiði eða um 100%
meiri veiði en undanfarin áratug. Til
fróðleiks má geta þess að á áttunda
áratug seinustu aldar
var gerð tilraun á veg-
um Laxeldisstöðvar rík-
isins í Kollafirði með að
sleppa verulegu magni
af sumaröldum laxa-
seiðum í Fossá í Þjórs-
árdal. Þetta skilaði í
fyllingu tímans um 6
þúsund laxa veiðiaukn-
ingu sem kom fram á
þremur árum.
Hér er því um veru-
leg verðmæti að ræða
gagnvart vel heppnaðri
laxrækt í Þjórsá, ekki
síst ef stangaveiði kæmi
til sögunnar í ríkum
mæli. En til þessa hefur fyrst og
fremst verið um netaveiði að ræða og
tiltölulegar fáar jarðir notið þeirra
hlunninda, miðað við þann fjölda
jarða sem land eiga að vatnasvæði
Þjórsár. Sé gengið út frá að 50% veið-
innar yrði stangaveiði og hitt neta-
veiði getur verið um höfuðstól að
ræða að verðmæti 750 millj. kr.
Blikur á lofti
Með byggingu tveggja virkjana í
Þjórsá má segja að blikur séu á lofti
varðandi framtíð fiskstofnsins í
Þjórsá og þverám hennar eins og
Kálfá. Með byggingu tveggja stíflna,
önnur verður væntanlega um 12
metrar á hæð yfir umhverfið og hin
15 metrar, munu verða til inntakslón
að stærð 4 ferkílómetrar og 7 ferkíló-
metrar. Fyrrnefnda lónið er á stærð
við Arnarvatn hið stóra og hitt á
stærð við Hítarvatn á Mýrum.
Af framangreindu er ljóst að um
stórfellda röskun er að ræða í farvegi
árinnar. Fyllsta ástæða er til að ótt-
ast að það megi afskrifa fiskstofn
Þjórsár og Kálfár í núverandi mynd.
Þessu veldur stíflugerð og uppistöðu-
lón, en rennsli árinnar verður mjög
takmarkað (5% af heildarrennsli) á
verulegu svæði neðan stíflnanna.
Þannig blasir myndin við af ráða-
gerðunum eins og þær hafa verið
kynntar af Landsvirkjun. Þar er að
vísu gert ráð fyrir byggingu laxastiga
hjá stíflu Urriðafossvirkjunar sem
verður að telja að sé ekki raunhæf að-
gerð ef málið er skoðað í heild, vegna
þeirrar miklu röskunar sem verður á
rennsli árinnar og lýst hefur verið
hér að framan.
Raforkuvirkjanir
í laxám
Einar Hannesson
Veiðar
Vegna virkjunar-
framkvæmda og orku-
vinnslu á afréttum,
segir Einar Hannesson,
hefur vetrarvatn
Þjórsár aukist og sum-
arvatnið orðið tærara.
Höfundur hefur unnið að veiði-
málum í 55 ár.