Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óskar Gunnlaug-ur Steinþórsson fæddist í Miðfjarðar- nesseli í Skeggja- staðahreppi í N- Múlasýslu 27. júní 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík föstudaginn 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Stef- ánsdóttir, f. 22.4. 1876, d. 19.5. 1952, frá Kverkártungu og Steinþór Árnason, f. 4.9. 1875, d. 14.4. 1915, frá Þorvaldsstöðum á Langanesströnd í N-Múlasýslu. Óskar átti sex systkini, Árna, Svövu, Ingvar, Þórarin, Stefán og Ester sem ein þeirra er enn á lífi. Árið 1935 giftist Óskar Guðfinnu Sigurðardóttur, f. 8.1.1912, d. 8.3. 2002, frá Akureyri. Börn Óskars og Guðfinnu eru: 1) Stefán Þór, fv. starfsmaður Þjóðleikhússins, f. 5.5. 1934, fyrri kona hans var Jón- ína Pálmadóttir, f. 25.10. 1934, d. 30.3. 1985. Synir þeirra eru Pálmi, maki Dagbjört Jakobsdóttir, Þór urður Högni Jónsson. Núverandi sambýliskona Óskars Árna er Ás- laug Agnarsdóttir, bókavörður og kennari, f. 9.5.1949. Dætur þeirra eru Álfrún og Nína. Dóttir Áslaug- ar frá fyrra hjónabandi er Ólöf Viktorsdóttir. Langafabörn Ósk- ars Steinþórssonar eru orðin tíu. Óskar ólst upp hjá Stefaníu móður sinni sem fluttist til Siglu- fjarðar austan úr Múlasýslu þegar hann var þriggja ára. Stefanía var þá nýlega orðin ekkja og ól hún einsömul upp fjögur af börnum sínum á Siglufirði, en þrjú voru send í fóstur. Sem unglingur vann Óskar í síld á Siglufirði þar sem hann kynntist tilvonandi eigin- konu sinni, Guðfinnu Sigurðar- dóttur. Óskar og Guðfinna hófu búskap sinn á Laugavegi 91 í Reykjavík árið 1934, þar sem fyrsta barn þeirra fæddist. Bjuggu þau síðan á ýmsum stöðum í borg- inni, lengst á Hallveigarstíg 9 og Bergstaðastræti 30b og frá 1964 í Skipholti 49. Óskar var olíubíl- stjóri hjá Olíufélaginu hf. mestalla starfsævi sína og fór þá oft í lang- ferðir um sveitir landsins en var lengst af í innanbæjarkeyrslu. Síð- ustu tvö árin dvaldist hann á Hrafnistu í Reykjavík ásamt eig- inkonu sinni. Útför Óskars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og Arnar. Seinni kona Stefáns Þórs er Jór- unn Kristinsdóttir list- meðferðarfræðingur, f. 9.11. 1944. 2) Sigrún fv. ritari, f. 26.7. 1937, hún var gift Garðari Karlssyni vélstjóra, f. 15.1. 1935, þau skildu. Börn þeirra eru Karl, maki Linda Loftsdótt- ir, Óskar Örn, maki Steinunn Finnsdóttir, og Sigríður Anna, maki Þórarinn Guð- jónsson. Seinni maður Sigrúnar er Jónatan Einarsson, f. 1.7. 1928, fram- kvæmdastjóri. 3) Helga hár- greiðslumeistari, f. 3.10. 1942, d. 24.3. 1989, hún var gift Ara Guð- mundssyni vélstjóra, f. 28.3. 1939. Börn þeirra eru Guðfinna Dröfn, maki Hörður Harðarson, Guð- mundur, maki Guðrún Fjóla Guðnadóttir, og Sævar Örn. 4) Óskar Árni, skáld og bókavörður, f. 3.10. 1950. Dóttir hans og fv. sambýliskonu, Kristínar Ásu Ein- arsdóttur meinatæknis, f. 12.2. 1951, er Huld, sambýlismaður Sig- Kynni mín af Óskari hófust fyrir 13 árum þegar ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna þeirra Guð- finnu og Óskars í Skipholtinu. Óskar var þá orðinn 76 ára og hættur störf- um sem bílstjóri hjá Olíufélaginu. Þau tóku mér strax afar hlýlega eins og ætíð síðan. Óskar og Guðfinna voru mikið fyr- ir sína fjölskyldu og heimsóttu þau reglulega börn sín og barnabörn. Þessi væntumþykja var gagnkvæm og því var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum. Það var alltaf jafn notalegt að heimsækja þau í Skipholtið. Það var rætt um það sem var efst á baugi hverju sinni, en Óskar hafði áhuga á og fylgdist vel með þjóðmálunum. Oft voru rifjaðar upp minningar frá árunum á Siglufirði þar sem þau hjónin kynntust kornung og barn- æsku Óskars þar. Það var einnig margs að minnast af Hallveigar- stígnum og Bergstaðastrætinu á 5. og 6. áratug síðustu aldar þar sem börnin þeirra fjögur ólust upp. Þau áttu auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar þegar litið var til baka, en það var yfirleitt stutt í kímnina hjá Óskari. Það var stutt á milli þeirra hjóna, en Guðfinna lést 8. mars sl. Ég vil þakka Óskari og þeim hjón- um allar okkar samverustundir og bið góðan Guð að blessa þau. Jórunn Kristinsdóttir. Því til eru menn, sem eiga enn þann yl og þá hugans glóð, er vegur á móti veldi kuldans og vermt getur heila þjóð, sem kveðið geta að bæ og býli blæ úr sólarátt, er rjúfi þokusortann svo að sér í heiðið blátt. (Örn Arnarson.) Það er enn komið að kveðjustund. Óskar, tengdafaðir minn, er dáinn. það eru ekki liðnir nema rétt fimm mánuðir síðan hans ástkæra eigin- kona og lífsförunautur í meira en sjö- tíu ár, Guðfinna tengdamóðir mín, lést. Þau hjón voru einkar samrýnd, hófu sambúð kornung, og þegar Guðfinna kvaddi þennan heim í mars síðastliðinn fann Óskar til sárs sökn- uðar. Nú, eftir stuttan viðskilnað, hefur hann lagt upp í sömu för. Ef- laust bíður Góa hans þar á þeim ókunna áfangastað. Þegar ég kynntist Óskari var hann kominn fast að sjötugu. Hann var fæddur í Miðfjarðarnesseli í Norður-Múlasýslu, einn sex systk- ina. Faðir hans dó þegar hann var tæpra tveggja ára og fluttist móðir hans Stefanía Stefánsdóttir til Siglu- fjarðar með fimm barnanna. Þá tóku við erfið ár sem kröfðust dugs og elju en Stefanía var einstaklega dugmikil og atorkusöm og hefur þetta upphaf eflaust sett sitt mark á Óskar, því öll hans ævi einkenndist af hógværð, ósérplægni og ekki síst fádæma dugnaði. Bróðir Stefaníu var skáldið Magnús Stefánsson sem betur er þekktur undir nafninu Örn Arnar- son. Óskar hélt mikið upp á kveð- skap frænda síns, fór gjarnan með vísur eftir hann og á efri árum var oft lesið fyrir hann og Góu úr ljóðum Arnar. Þegar ég hugsa um Óskar sé ég hann fyrst og fremst fyrir mér eins og hann var þegar ég kynntist honum: hávaxinn, myndarlegur maður, svipurinn góðlegur, augun hlý og glettin. Hann fylgdist alla tíð vel með fréttum og hafði gaman af því að ræða um daginn og veginn. Hann vann lengst af sem bílstjóri hjá Olíufélaginu. Fór hann þá um flestar sveitir landsins, oft við erfiðar að- stæður. Óskar þótti afar farsæll í starfi. Eftir að hann hætti störfum naut hann þess fram yfir áttræðis- aldur að aka um bæinn, bjóða Góu í bíltúr og ósjaldan fengu barnabörnin að fylgja með. Hann var með endem- um öruggur ökumaður og lenti nán- ast aldrei í umferðaróhappi þrátt fyrir óvenjumikinn akstur um ævina. Þótt hann hafi hætt akstri þegar ald- urinn færðist yfir var hann alltaf í essinu sínu þegar minnst var á ferða- lög og alltaf tilbúinn að slást í för þegar tækifæri gafst. Fyrir tveimur árum fór hann ásamt sonum sínum í langferð norður á æskustöðvarnar á Siglufirði, til að heimsækja Ester systur sína, þar sem þeim feðgum var tekið opnum örmum að vanda. Bjó hann lengi að þessari ferð sem jafnframt var hans síðasta um vegi landsins. Síðustu vikurnar var Óskar að mestu rúmfastur. Hann mætti hrakandi heilsu með einstakri reisn og aldrei heyrði ég hann kvarta. Ég vil taka undir með hjúkrunarfræð- ingnum sem var á vakt þegar hann dó. Þau voru klassa hjón, sagði hún. Það eru orð að sönnu. Blessuð sé minning Óskars tengdapabba. Áslaug Agnarsdóttir. Sumarið 2002 reyndist síðasta sumar Óskars Steinþórssonar, tengdaföður míns. Er sumri tók að halla og aðeins 5 mánuðir voru liðnir frá fráfalli eiginkonu hans, kvaddi hann fjölskyldu og vini en lét okkur eftir minningar og dýrmæt kynni. Stefanía Stefánsdóttir, móðir Ósk- ars, varð ung ekkja og fluttist til Siglufjarðar með 5 ung börn. Þar ólst Óskar upp. Stefanía var merk- iskona og kvenskörungur mikill. Fyrir einstæða móður var baráttan erfið, unnið var hörðum höndum til að sjá fyrir sér og sínum. Verst var þó er vinnan var takmörkuð, kreppa geisaði og engar almannatryggingar voru til stuðnings. Stefanía var systir Magnúsar Stefánssonar skálds, er hafði skáld- anafnið Örn Arnarson. Óskar hélt mikið upp á móðurbróður sinn og ljóð hans. Oft ræddi hann sjómanns- ljóðin hans sem löngu eru þjóðkunn. „Hafið bláa hafið“ og ekki síður „Ís- lands Hrafnistumenn“ sem við öll teljum órjúfanlegan hluta íslenska sjómannadagsins og þar með ís- lenskrar menningar. Á unga aldri vann Óskar ýmis störf, sem til féllu, en mestalla ævi starfaði hann sem bifreiðastjóri. Fyrst hjá Hinu íslenska steinolíu- félagi og síðan Olíufélaginu hf., eftir sameiningu félaganna. Í lokin gegndi hann vaktmannsstöðu í birgðastöð Essó á Gelgjutanga. Hann var trygglyndur maður og starfaði hjá sama vinnuveitanda hátt í 6 áratugi. Oft minntist hann góðra samstarfs- félaga sem sumir hverjir héldu við hann sambandi fram á síðasta dag. Ég hafði aldrei séð Óskar fyrr en við Sigrún hófum búskap fyrir 7 ár- um. Hann var myndarlegur á velli, en var ekki mikið fyrir að hafa sig frammi til þess að koma sínum sjón- armiðum að. En þegar hann gerði það var hann ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir. Við Sigrún heimsótt- um þau Óskar og Guðfinnu oft á hlý- legt og fallegt heimili þeirra í Skip- holtinu og síðar á Hrafnistu. Sömuleiðis komu þau í heimsókn til okkar. Oft sagði Óskar þá frá hálfgerðum svaðilförum á olíubílnum sem hann keyrði, ýmist upp á Snæfellsnes, norður í land eða austur í sveitir. Að- stæður voru ærið misjafnar, einkum í hörðum vetrarveðrum. Ár voru margar óbrúaðar og vegir torfærir. Vitanlega kom fyrir að bíllinn bilaði, eða keðjur slitnuðu á leið að af- skekktum sveitabæ. Þá þurfti oft kjark, útsjónarsemi og kunnáttu til að bjarga sér. Óskar var að eðlisfari léttur í lund og spaugsamur. Þegar hann var orð- inn 83 ára, hringdi hann einu sinni sem oftar dyrabjöllunni hjá okkur Sigrúnu og spurði mig hvort ég vildi ekki skjótast út með sér og skoða bíl- inn sinn. Hann sagðist hafa skroppið út í búð og keypt sér nýjan bíl! Hann hafði ekki verið að ráðfæra sig við neinn, enda hafði hann mikið og gott vit á bílum eftir áratuga starf sem at- vinnubílstjóri. Uppvaxtarár Óskars mótuðu hann á margan hátt. Hann var vinnusam- ur og eftir venjulegan vinnudag tók við ýmiss konar aukavinna, enda ÓSKAR STEINÞÓRSSON ✝ Sigurrós Krist-insdóttir fæddist á Gili í Öxnadal 22. janúar 1901. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Magnússon frá Hól- um Öxnadal, f. 25. desember 1856, d. 10. júní 1917, og Guðrún María Sigurðardótt- ir, f. á Efstalandi í Öxnadal 26. febrúar 1868, d. 16. apríl 1915. Sigurrós var þriðja í röð sjö systkina. Þau voru: Sigurður, f. 11. febrúar 1897, bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit, Jóhannes, f. 10. október 1898, bóndi í Flatey á Skjálfanda, Sigríður, f. 27. júní desember 1919, búsett á Akureyri. Þau eiga þrjú börn, Ólaf Hauk, Elsu og Hilmar. 2) Jónína, f. 7. febr- úar 1929, maki Sigurður Jónasson, f. 11. maí 1923, búsett á Efstalandi í Öxnadal. Þau eiga fjögur börn, El- ínu, Ásgrím, Kristján A. og Bjarna. 3) Sigríður, f. 30. janúar 1931, bú- sett á Akureyri, maki Einar Magn- ús Björnsson, f. 20. apríl 1937, d. 14. apríl 1978. Þau eignuðust átta börn, Björn Lúðvík, Ásgrím, Ólaf, Heimi, Hilmar Þórarin, Erlu Guð- rúnu, Hörð Vigni og Önnu Rósu. 4) Svana, f. 12. desember 1932, búsett á Akureyri, sambýlismaður Jakob Jónsson, f. 27. febrúar 1936. Þau slitu sambúð en eiga eina dóttur Ásu Sigurrós. 5) Hulda, f. 31. maí 1934, maki Ragnar Tryggvason, f. 8. sept. 1932, búsett á Akureyri. Þau eiga fimm börn, Lindu, Ívar, Tryggva Kristin, Elfu Björk og Rögnu. 6) Sigurður, f. 15. mars 1939, búsettur á Akureyri. Alls eru afkomendur tæplega 100. Útför Sigurrósar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1902, flutti til Kanada, Sigurjóna, f. 28. októ- ber 1905, búsett í Reykjavík, Jóhanna Sigfríður, f. 20. maí 1907, d 14. apríl 1915, og Margrét, f. 20. jan- úar 1911, búsett á Ak- ureyri. Þau eru nú öll látin. Sigurrós var gift Ás- grími Halldórssyni, f. 21. nóvember 1903, d. 8. janúar 1980. Hann var sonur Halldórs Gottskálks Jóhanns- sonar, f. 25. nóvember 1871, d. 9. júní 1942, og k.h. Jónínu Jónsdóttur, f. 31. janúar 1880, d. 18. ágúst 1958. Sigurrós og Ás- grímur eignuðust sex börn. Þau eru: 1) María Jóhanna, f. 14. júní 1925, maki Baldvin Ólafsson, f. 26. Rósa flutti fimm ára gömul með foreldrum sínum frá Gili að Geir- hildargörðum í sömu sveit. Þar ólst hún upp til 17 ára aldurs, en móðir hennar lést þegar hún var 14 ára og faðir hennar lést tveimur árum síð- ar. Hún giftist Ásgrími 29. maí 1925 eftir að hafa verið við vinnu- mennsku í nokkur ár. Sama ár keyptu þau jörðina Háls í Öxnadal og byggðu þar upp reisulegt býli. Tvisvar hættu þau búskap í Hálsi, fyrst árið 1963 en eftir að hafa búið þrjú ár á Akureyri fluttu þau aftur í Háls og héldu þar áfram til ársins 1973. Þá fluttu þau í eigin íbúð á Oddagötu 13 en nokkrum árum eftir að Ásgrímur lést flutti Rósa til son- ar síns í Kvistagerði 5 og bjó þar til síðasta dags. Rósa var bæði lágvax- in og grönn, en snögg í hreyfingum og sterk. Hún lét verkin tala og henni þótti það mjög slæmt hve sjónin var orðin lítil síðustu árin. Heyrnin var einnig orðin léleg en það háði henni ekki eins, verst var að sjá ekki. Hún hafði mikla ánægju af kveðskap og vísum, enda mundi hún margar vísur frá þeim tíma þegar hún var ung en það voru hennar tómstundir að fylgjast með kveðskap í sveitinni og taka þátt í söng. Ég kynntist Rósu, eins og við köllum hana alltaf, fyrir 24 árum þegar ég tók saman við Ólaf Hauk, dótturson hennar. Hann hafði verið hjá afa sínum og ömmu í Hálsi frá unga aldri og til unglingsára. Rósa átti því talsvert í honum alla tíð. Þau hjón tóku vel á móti mér, sveita- stelpunni, og þrátt fyrir um hálfrar aldar aldursmun fundum við Rósa fljótt sameiginleg áhugamál sem voru tengd lífinu í sveitinni á einn eða annan hátt. Á stundum tók Rósa að sér að passa dætur okkar þegar þær voru litlar. Sérstaklega var elsta dóttir okkar svo lánsöm að fá athvarf hjá langömmu sinni á tíma- bili þegar hún var sex ára og þurfti að hafa góðan stað eftir skóla á með- an foreldrar hennar voru að ljúka sínum vinnudegi. Þessi tími skildi eftir sig náin tengsl sem héldust alla tíð. Þar var spilað og spjallað og stutt er síðan þessi tími var rifjaður upp. Ekki þótti gömlu konunni það skynsamlegt þegar sú stutta á sín- um fullorðinsárum fór að þvælast út um allan heim. Heima var best, um það var hún viss, enda unni hún sveitinni sinni og æskuslóðum. Fyrir fáum árum var haldið ætt- armót afkomenda þeirra Ásgríms í Hálsi og þar kom saman flest henn- ar fólk. Það þótti henni mjög ánægjulegt og ekki síst að farið var að tóftarbrotunum á Geirhildar- görðum þar sem enn mátti finna gömlu bæjarlindina í túnfætinum. Með Rósu eru farin ómetanleg tengsl við hennar tíma því í alls- nægtum nútímans er það öllum hollt að geta skyggnst inn í þá ver- öld sem var. Hún fæddist í torfkofa en tók þátt í mikilli tæknibyltingu í landbúnaði og öðrum lífsháttum. Það hafa ekki margir lifað það að sjá afrakstur ævistarfsins taka þeim breytingum sem verða þegar búskapur leggst af, útihús verða ónauðsynleg og eru því látin hverfa. Það lifði Rósa, en hún tók því eins og öðrum þeim breytingum sem urðu á hennar löngu ævi. Rósa komst að mestu hjá því að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi sín ríflegu 100 ár og hún fór fljótt og hljótt eins og henni var lagið. Ég sendi öllum hennar nánustu mínar samúðarkveðjur. Tréð, sem er gildara en svo að þú náir utan um stofn þess, óx af litlu fræi. Bygging sem rís níu hæðir, hófst með handfylli af jarðvegi. Hin lengsta ferð byrjar á einu, stuttu skrefi. (Lao Tse.) Ég kveð Sigurrós Kristinsdóttur með virðingu og þökk. Sigrún Jónsdóttir. Við upphaf 20. aldarinnar fæddist hún Rósa langamma mín í torfkofa. Nú rúmum hundrað árum seinna lést hún á nútímasjúkrahúsi um- kringd flottustu græjum. Það eru ekkert litlar samfélagsbreytingar sem hún upplifði. Þær breytingar eru svo miklar að það er varla hægt að ímynda sér þær. Ég, fædd 78 árum á eftir henni, get þó gert mér smáhugmynd vegna þess að ég fékk að kynnast henni Rósu langömmu. Hún sagði mér frá æskuárum sínum og frá lífi foreldra sinna og systkina. Það er ótrúlegt að allar þessar breytingar á ís- lensku samfélagi hafi orðið á aðeins einni öld, á einni mannsævi. Að heyra af lífsbaráttu forfeðra minna kenndi mér að meta gæði lífsins sem ég lifi í dag. Það var gott að gefa sér einstaka sinnum tíma til að taka sér frí frá hasarnum, bregða sér í rólegheitin til Rósu og Sigga og ná sér aðeins niður á jörðina. Þar fann ég vel hvað það er óþarft að taka þátt í kapphlaupi nútímans. Kapphlaupi eftir hlutum sem voru kannski ekki einu sinni til fyrir tíu SIGURRÓS KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.