Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 43 ✝ Sigrún HarneRagnarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1924. Hún lést á heimili sínu 11. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ragnar Ásgeirsson, garð- yrkjuráðunautur, f. 6.11. 1895, og Grethe Harne, f. 20.2. 1895. Sigrún nam við Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1938–40. Hún stund- aði einnig nám við Sorö Husholdningsskole og Dane- bod Höjskole í Als í Danmörku. Sigrún starfaði við leirbrennslu Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal um hríð. Hún lauk teiknikenn- araprófi 1948 og handavinnu- kennaraprófi 1955, kenndi við barna- og unglinga- skólann í Hvera- gerði 1948–1952, og við Melaskólann frá 1955 til starfsloka. Hinn 24. septem- ber 1951 giftist Sig- rún Grími Jósafats- syni, f. 12.3. 1924, kaupfélagsstjóra, frá Litla-Ósi í Mið- firði. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guð- rún Úlfhildur, f. 26.4. 1953. Maður hennar er Jón Snorrason, f. 25.4. 1955. Börn þeirra eru Sigrún Kristbjörg, f. 27.9. 1985, Snorri Páll, f. 30.7. 1987, og Þórdís Gerð- ur, f. 10.9. 1990. Útför Sigrúnar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við systkinin viljast minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Amma var alltaf tilbúin til að hjálpa þegar á bjátaði og reyndi að gera gott úr öllu. Við eigum sérstak- lega góðar minningar frá heimili hennar þar sem við dunduðum okk- ur við að teikna, syngja og leika leik- rit. Amma var dugleg að prjóna á okkur og aldrei skorti vettlinga né húfur á heimilið. Um leið og vettling- arnir glötuðust í sandkassanum eða skólanum prjónaði amma bara nýja og þótti ekkert sjálfsagðara. Á síð- ustu árum kom hún að jafnaði einu sinni í viku til okkar í hvaða veðri sem var og alltaf jafn hress. Hún hafði alltaf einhverjar sögur að segja sem við höfðum mikið gaman af og þreyttist aldrei á því að hvetja okkur til að stunda tónlistarnámið og skól- ann. Það var okkur mikið áfall að heyra um andlát ömmu þar sem það bar svo fljótt að. Við hefðum viljað kveðja hana og knúsa hana einu sinni enn. En lífið er hverfult og eng- inn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Nú er amma sofandi og við hlökkum til að sjá hana þegar við sameinumst aftur að nýju. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Þórdís Gerður Jónsdóttir. Móðursystir mín, Sigrún Harne Ragnarsdóttir, lést fyrivaralaust 11. ágúst, 78 ára gömul. Vissi líklega ekkert af því sjálf. Sigrún var teikni- og handavinnukennari og starfaði alla tíð við kennslu í barnaskólum í Hveragerði og í Reykjavík. Kennsl- an átti vel við hana því hún var sér- lega barngóð og hafði lag á því að gera lítil ævintýri og leiksýningar fyrir Úllu dóttur sína, mig og önnur börn við öll tækifæri, heima eða í vinnunni. Í barnsminni mínu voru alltaf sterkir og glaðlegir litir þar sem hún var, en ég dvaldi oft hjá henni og Úllu frænku, sem var nán- ast eins og systir mín og er enn. Stundum fékk ég sem gestur að líta inn á vinnustað Sigrúnar í Melaskól- anum og sá þótt ungur væri að þar fór fram mikil menningarstarfsemi og leiklist á heimsmælikvarða enda búningar og sviðsmynd með öllum listamannseinkennum hennar. Mér fannst þetta minna mest á fágætar sýningar eins og Kardemommubæ- inn eða draumheima þar sem allt var betra, sterkara, jákvæðara. Hreinir óblandaðir litir: rautt, gult, grænt, blátt en aldrei svart og hvítt – og all- ur frágangur góður. Ég skynjaði að börnin í Melaskólanum hefðu komist í happdrættisvinning þar sem Sig- rún var, eitthvað yfirnáttúrulegt eða frá huldulandi. Þótt Sigrún hafi haft hæfileika listamannsins tranaði hún sér aldrei fram en margir munu þó eiga gripi sem hún hannaði og bjó til, alla ómerkta. En kannske hefði hún verið önnur í minningunni hefði hún gert það. Þá hefði hún ekki haft tíma fyrir litlar manneskjur. Svo liðu árin og samskiptin urðu því miður minni. En í minningu hennar skynjar mað- ur fyrst og fremst mjög jákvæðan hluta af æskunni. Þannig ætla ég því að muna hana. Ég og kona mín send- um Úllu, Jóni og börnum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Torfi Önundarson. Vinkona okkar og samstarfsmað- ur í Melaskólanum um áratugi, hún Sigrún Ragnars, er horfin af vett- vangi, en úr vitund okkar hverfur hún aldrei, svo margar og góðar voru samverustundir okkar. Skap- gerð hennar og persónuleiki var svo sérstakur að hún vakti traust og virðingu hvar sem hún fór. Sigrún var mynd- og hand- menntakennari og mikil listakona. Handbragð hennar og smekkur brást aldrei. Það var aðdáunarvert að fylgjast með störfum hennar og barnanna sem hún kenndi og það var okkur lærdómsríkt að kenna með henni. Hugvit hennar, þolinmæði og þrautseigja hrifu okkur og hvöttu til góðra verka. Okkur er ógleymanleg óeigin- gjörn sjálfboðavinna hennar við und- irbúning jólanna í skólanum okkar. Þá lagði hún nótt við dag, stjórnaði sviðsetningu, saumaði búninga, æfði börnin og lék við þau. Með glaðværð sinni og bjartsýni hreif hún þau með sér. Árangur starfs hennar var fagur og öllum til sóma. Hún spurði hvorki um vinnutíma né laun, önnur en þau sem ánægjan veitti henni. Sigrún var góður, traustur og gjöfull vinur og félagi. Heimili hennar var eins og ofurlítið listasafn þar sem gaman var að dveljast. Að ferðast með Sigrúnu var ómetanlegt sökum gleði hennar og ánægju yfir því sem augun sáu og lundin naut. Þá margfaldaðist líka ánægja okkar samferðamannanna. Nú söknum við vinar í stað, en geymum góðu minningarnar í heitu hjarta. Guð blessi afkomendur Sigrúnar og önnur ættmenni. Guð blessi Sigrúnu Ragnars á björtum vegi eilífðarinnar. Rannveig. Á fjarrum slóðum erlendis barst okkur dánarfregn Sigrúnar harla óvænt er olli sárum trega, því við væntum að finna hana hressa, er við kæmum heim. En þegar ævidagur- inn er orðinn svo langur sem hennar, má vænta hinztu stundar, „Því eitt sinn skulu allir deyja.“ Kynni okkar voru langstæð, vin- fengið heilsteypt og náið, ekki hvað sízt með því að Sigrún og kona mín voru bræðradætur. Bar fundum okkar því títt saman við ljúfar sam- ræður, glaðan söng og hljóðfæraleik. Sigrún hafði mikið yndi af tónlist, og ég naut þess að sjá, hve mjög hún gladdist í söngnum, ekki hvað sízt ættjarðarlögunum okkar fögru og góðu. Sigrún var glögg, hugkvæm og naut sín vel í góðvinahóp, þó jafn- aðarlega væri hún hæglát og flíkaði ekki sínum innra manni. Örlát var hún og mikill höfðingi heim að sækja. Sem kennari hafði hún allt til að bera, sem prýðir góðan kennara, tryggir farsæld í starfi og árangur nemenda. Fyrst alls hafði hún gjörþekkingu á fræðsluefni sínu, yfirvegaða, stað- festu, hljóðláta, en þó markvissa framgöngu, hæfileikann til að hlusta, þolinmæði, þrotlausan starfsvilja, mannelsku og hjartahlýju. Listræn fagurfræði var henni í blóð borin og setti mark sitt á allt sem hún fékkst við. Þannig búin átti hún jafnan virð- ingu og vinsemd nemenda sinna, samstarfenda sem og allra, sem hún umgekkst og til hennar þekktu. En nú er hún búin að fá hvíldina eftir að ljúka löngu, mikilvægu og farsælu ævistarfi. Við kveðjum hana með djúpri virðingu og miklu þakklæti. Minn- ingaheimurinn er fagur. Lítum fram til endurfundanna á landi lifenda. Blessuð veri minning hennar. Elsku Úlla okkar, Jón, börnin og ættingjarnir. Við vottum ykkur öll- um innilega samúð. Guð blessi ykk- ur. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson og fjölskyldan. Sigrún Harne Ragnarsdóttir kennari er látin. Hún kom til starfa við Melaskóla haustið 1955 og þar vann hún lengstan hluta starfsævi sinnar. Áður hafði hún kennt nokkur ár við Barna- og unglingaskólann í Hveragerði. Sigrún stundaði fjölþætt nám í Danmörku en lauk bæði teiknikenn- araprófi og handavinnukennaraprófi hér heima eins og þau próf voru köll- uð á þeim tíma. Hún var því vel und- ir kennarastarfið búin. Sigrún kenndi jöfnum höndum myndmennt og handmennt fyrstu ár sín í skólanum en brátt varð mynd- mennt hennar aðalkennslugrein. Henni þótti vænt um starfið, var mjög samviskusöm og lagði alla sína alúð í það. Í mörg ár kom það í hennar hlut að undirbúa og hafa umsjón með jóla- og vorskemmtunum í skólan- um. Skrautsýningarnar sem hún setti upp voru oft á tíðum hreint meistaraverk. Hún saumaði búninga og útbjó leikmuni sjálf og þá naut sín vel hugvitssemi hennar og listrænn smekkur. Sigrún var góður starsfélagi, fé- lagslynd, ósérhlífin og ætíð tilbúin að leysa hvers manns vanda. Gamlir starfsfélagar við Mela- skóla minnast hennar með hlýhug og virðingu. Að leiðarlokum eru henni þökkuð af alhug öll störf sem hún vann Melaskóla. Ég sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingi Kristinsson. SIGRÚN HARNE RAGNARSDÓTTIR Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. MENNINGARNÓTTINA 17. ágúst kl. 20:30 verður kvöldstund í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Stundin byggist upp af stuttri hugleiðingu og ritningarlestrum. Að venju mun tónlistin skipa stóran sess í stundinni. Söngvarinn al- kunni Ragnar Bjarnason mun ásamt Önnu Sigríði Helgadóttur og Carli Möller og félögum sjá um tón- listina. Flutt verða mörg af best þekktu dægurlögum landsins þar sem Reykjavík og nánasta umhverfi er tekið fyrir í textum. Umsjón með stundinni hafa þeir sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Hreiðar Örn Stefánsson. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík Stund æðruleysis á Ömmukaffi Á MENNINGARNÓTT verður Ömmukaffi í Austurstræti 20 opið fyrir gesti og gangandi. Þorvaldur Halldórsson gospelsöngvari mætir klukkan 21:00 og glæðir húsið lífi með söng. Klukkan 22:00 verður stund æðruleysis á kaffihúsinu. Þar munu bræðurnir Hörður og Birgir Braga- synir spila á sinn einstæða og kröft- uga hátt undir söng sem lífsglaða söngkonan Anna Sigga Helgadóttir leiðir. Hún mun einnig syngja ein- söng. AA-félagi segir frá reynslu sinni. Miðborgarstarf KFUM og KFUK verður með tveggja hæða strætó til afnota í miðborginni þetta kvöld fyrir unga fólkið og sjálfboðaliða í miðborgarstarfinu. Mætum í mið- borgina á menningarnótt og látum uppbyggjast. Miðborgarstarf KFUM&K og Ömmukaffi Við Reykja- víkurtjörn Safnaðarstarf MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.