Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR eins og ég, rómantísk þroskasaga kvíðasjúklings, er hugarfóstur leikstjórans Róberts Douglas og Árna Óla Ásgeirssonar. Róbert sló eftirminnilega í gegn með mynd sinni Íslenska draumnum fyr- ir tveimur árum og eru því margir eflaust spenntir að fá að berja nýj- ustu myndina augum. Sá draumur getur ræst frá og með deginum í dag í kvikmyndahúsum landsins. Í Íslenska draumnum fór Jón Gnarr með hlutverk Valla, hins mið- ur upplífgandi vinar söguhetjunnar Tóta. Í Maður eins og ég er annað upp á teningnum. Þar bregður hann sér í hlutverk Júlíusar, starfsmanns hjá Íslandspósti, sem Jón lýsir sjálf- ur sem „góðum kjánamanni“. „Hann langar alltaf til að hlutirnir gangi miklu betur en þeir gera. Hann kaupir þessa blekkingu um að allt eigi eftir að skána,“ segir Jón. Þetta er fyrsta hlutverk Þorsteins Guðmundssonar í kvikmynd en hann er þó ekki óvanur fyrir framan lins- una og þekkja margir hann í fé- lagsskap Jóns og fleiri úr gaman- þáttunum Fóstbræðrum. Þorsteinn fer með hlutverk Arnars, besta vinar Júlla. „Við Júlli erum svona að vissu leyti andstæður,“ segir Þorsteinn. „Ég er kominn lengra í því að ná mér í þetta hús, bíl og konu og hef kannski aðeins jákvæðara lífsvið- horf.“ „Já Steini er þessi týpa sem vill gera öllum til geðs og reynir að fljóta gegnum lífið og vera sammála öllum. Það er mjög fyndið,“ segir Jón. Aðspurðir segja þeir þá Arnar og Júlla ekki byggða á raunverulegum fyrirmyndum. „Við ræddum við fólk og rifjuðum upp ýmsa sem við höfum kynnst í gegnum lífið og söfnuðum í hug- myndabanka. Það eru því kannski engar beinar fyrirmyndir að persón- unum,“ segir Þorsteinn. Hinir dæmigerðu íslensku plebbar Þeir Jón og Þorsteinn segjast ekki hafa fundið fyrir væntingum eða þrýstingi frá fólki um að Maður eins og ég megi ekki gefa Íslenska draumnum neitt eftir. Þeir segjast heldur ekki hafa neinar áhyggjur af því að erfitt verði að fylgja hinni eft- ir. „Ég hef eiginlega ekkert hugsað út í það,“ segir Þorsteinn og Jón tek- ur undir það. „Ég held að þetta sé bara af hinu góða. Fyrst fyrri myndin gekk svona vel hlýtur fólk að koma á þessa,“ segir Þorsteinn. „Annars er það er bara Róberts vandamál held ég,“ segir Jón og þeir Þorsteinn skella upp úr. „En ég er búinn að sjá nánast alla myndina og líst bara vel á hana,“ segir Þorsteinn. „Já, þetta er alveg þokkaleg mynd, mér fannst hún fín,“ samsinn- ir Jón. „Mér fannst þetta eins og fá niðurstöður úr læknisrannsókn. Ég naut þess kannski ekki beint þegar ég sá hana heldur var þetta eins og að skoða röntgenmyndir af sjálfum sér og komast að því að ekkert er að.“ Þeir félagar eru sammála um að myndin hafi verið öðruvísi en þeir bjuggust við. „Já allt öðruvísi,“ segir Jón. „Vægi dramatíkurinnar kom mér á óvart. Það var mun meira af henni en ég bjóst við og mér fannst það mun betra fyrir myndina.“ „Hún tapar því samt aldrei að hún er gamanmynd,“ bætir Þorsteinn við. Sú skilgreining hefur loðað við myndina að hún sé blanda af þjóð- félagslýsingu og þjóðfélagsádeilu. Eru þeir félagar sammála þeirri skil- greiningu? „Já ég er alveg sammála því,“ seg- ir Jón. „Fólkið sem kemur fyrir í henni er þessir dæmigerðu íslensku plebbar. Þarna er líka tekið aðeins á innflytjendamálum en það hefur ekki mikið verið gert. Það var til dæmis ekkert minnst á þetta mál í Mávahlátri. Ekkert fjallað um það – eins og það væri ekki til.“ „Það er mikil ádeila í myndinni en fólk þarf ekki að taka það þannig. Það geta allir haft gaman af henni,“ segir Þorsteinn. Lummó á Hótel Esju Í Maður eins og ég kynnist Júlíus ungri konu frá Kína. Það er leik- og söngkonan Stephanie Che sem fer með hlutverk konunnar en hún er frá Hong Kong. Myndin er tekin að hluta til í heimalandi Che og segir Jón það mikla upplifun að koma þangað. „Það var algerlega frábært,“ segir hann upprifinn. Það var mjög gaman að kynnast þessu landi og þessari borg.“ Jón segir margt hafa komið sér á óvart við dvölina í austri en hann hafi sérstaklega furðað sig á hátterni innfæddra þegar kom að því að mæla sér mót við einhvern. „Alltaf þegar átti að hittast ein- hvers staðar urðu anddyri fínni hót- elanna fyrir valinu. Stephanie gerði þetta líka hérna og bað mig einhvern tímann að hitta sig í anddyrinu á Hótel Esju, sem mér fannst ferlega lummó,“ segir Jón. „Þetta er vegna þess að það er svo ótrúlega þettbýlt í Hong Kong. Fólk býr í pínulitlum hí- Kjánamaðurinn og hálfvitinn Kvikmyndin Maður eins og ég verður frum- sýnd í kvöld. Þeir Jón Gnarr og Þorsteinn Guðmundsson fara með burðarhlutverk í myndinni og því hitti Birta Björnsdóttir þá félaga yfir kaffibolla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þeir Þorsteinn og Jón mæla eindregið með hvor öðrum í Maður eins og ég. Kvikmyndin Maður eins og ég frumsýnd í kvöld Sýnd kl. 4. Vit 398 1/2 Kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 4 og 5. Ísl. tal. Vit 418 Ný sérstök útgáfa! Nú í fyrsta sinn í kvikmyndahúsum með íslensku tali.  Kvikmyndir.is   SK Radíó X Líkar þér illa við köngulær? Þeim líkar ekkert vel við þig heldur! Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Bi. 14. Vit 417 Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. Vit 422 Sýn d á klu kku tím afr est i Frumsýning Maður eins og ég er rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn. www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 5.20. Með íslensku tali.Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kvikmyndir.is DV 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is 27 þúsund áhorfendur Hvað myndir þú gera ef þú gætir stöðvað tímann? Sýnd kl. 6 og 8. DV Mbl RadíóX  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.  DV  HL. MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B. i. 12. Frumsýning Ben affleck Morgan Freeman Vegna fjölda áskoranna verður myndin sýnd áfram í örfáa daga SV Mbl ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 7. Hluti af ágóða myndarinnar rennur til Hjálparstofnunnar Kirkjunnar.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 8 og 10.05. Frumsýning 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Maður eins og ég er rómantísk gamanmynd úr raunveru- leikanum. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.