Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„GRINDVÍKINGAR hafa löngum
verið einna stærstir í verkun saltfisks
hér á landi og um tíma kom um það
bil helmingur saltfiskútflutnings
landsmanna héðan. Þá hafa Grindvík-
ingar jafnframt lengi verið í forystu
fyrir sölusamtök saltfiskframleið-
enda, eins og SÍF. Þótti því vel við
hæfi að koma upp aðstöðu hér í
Grindavík til að segja þessa merku
sögu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson,
bæjarstjóri í Grindavík og formaður
stjórnar Saltfiskseturs Íslands, í
samtali við blaðamann í skoðunarferð
um húsakynni setursins.
Iðnaðarmenn eru að ljúka bygg-
ingu glæsilegs sérhannaðs sýningar-
húss Saltfisksetursins að Hafnargötu
12a og á sama tíma er verið að leggja
lokahönd á uppsetningu sögusýning-
ar um saltfisk sem Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, opnar við
athöfn í dag. Jafnframt verður opnuð
sýning á bátalíkönum eftir Grím
Karlsson skipstjóra í minni sal set-
ursins.
Ferðafólk og menning
Að sögn Ólafs er hugmyndin með
stofnun Saltfisksetursins að höfða til
erlendra ferðamanna sem koma til
landsins, ekki síst þess stóra hluta
þeirra sem leggur leið sína í Bláa lón-
ið, og bjóða þeim að upplifa andrúms-
loft sjávarplássins. Þá verði skóla-
fólki boðið að sækja setrið heim í
skipulögðum ferðum. Auk þess verð-
ur aðstaðan nýtt til menningarstarfs í
Grindavík enda segir Ólafur Örn að
einn tilgangurinn sé að efla menning-
arstarf í bæjarfélaginu.
Bygging Saltfisksetursins, sem
Ólafur Örn segir að sé fyrsti áfangi
þess, og uppsetning sögusýningar-
innar, kostar um 160 milljónir kr.
Auk aðal-sýningarsalarins er þar
minni salur á efri hæðinni sem fyr-
irhugað er að nota til annarra sýn-
inga, uppákoma og fundahalds, og
anddyri þar sem hægt verður að
bjóða upp á kaffi og minjagripi til
sölu. Þá hafa verið byggðir sólpallar
hafnarmegin við húsið og þar segir
Ólafur Örn að Grindvíkingar geti
safnast saman við ýmis tækifæri og
nefnir sjómannadaginn sérstaklega í
því sambandi.
Húsið er byggt af Ístaki hf. eftir
alútboð. Það er teiknað af Yrki sf,
arkitektunum Ásdísi H. Ágústsdótt-
ur og Sólveigu Berg Björnsdóttur.
Að uppbyggingunni stendur sjálfs-
eignarstofnunin Saltfisksetur Íslands
sem fjöldi fyrirtækja og einstaklinga
í Grindavík á aðild að en Grindavík-
urbær ber þó hitann og þungann af
uppbyggingunni. Ólafur Örn segir að
fyrirtæki í Grindavík styðji uppbygg-
inguna myndarlega og einnig sé verið
að leita til stórfyrirtækja annars
staðar á landinu. Fyrirhugað er að
byggja við húsið veitingahús, þar sem
lögð verður áhersla á saltfiskrétti, en
þeim áfanga hefur verið frestað.
Þriðji áfangi yrði bygging annars
sýningarsalar vestan við húsið en
ekkert hefur verið ákveðið í því efni,
að sögn Ólafs.
Salurinn er eins og leiksvið
Björn G. Björnsson leikmynda-
hönnuður hefur unnið að hönnun
sögusýningar um saltfiskinn í tæp tvö
ár og þótt mörg handtök væru eftir
þegar blaðamaður var þarna á ferð
fyrr í vikunni fullyrti Björn að allir
hlutir yrðu komnir á sinn stað í dag,
fyrir komu forsetans.
Björn sér sýningarsalinn fyrir sér
eins og leiksvið. Markmið hans er að
skapa hughrif hjá gestunum með öll-
um þeim aðferðum sem tiltækar eru.
Gestirnir koma inn í lítið sjávarpláss
og fylgist með íbúunum, raunar leik-
brúðum, veiða fisk, verka saltfisk og
selja. Byggðar hafa verið leikmyndir
af gömlum dönskum pakkhúsum og
bárujárnshúsum og meira segja sölu-
búð í þorpi við Miðjarðarhafið til að
sýna söluna sem er lokahluti fram-
leiðslunnar. Mikið er af stórum ljós-
myndum á veggjum svo og upplýs-
ingar í texta. Sjávarmöl er á gólfum
og bryggjur til að ganga eftir. Aukið
er á hughrif fólks með viðeigandi
hljóðum, lifandi myndum og ekki síst
lykt. Jafnframt er reynt að sýna þró-
unina sem orðið hefur í verkun salt-
fisksins til okkar tíma.
Björn segir að þrátt fyrir þá stað-
reynd að ekkert byggða- eða sjó-
minjasafn sé í Grindavík hafi gengið
ágætlega að safna munum fyrir sýn-
inguna. Hann hafi fengið muni lánaða
frá ýmsum söfnum og fyrirtækin í
Grindavík lagt ýmislegt til. Þá sé ver-
ið að safna munum hjá fyrirtækjum
innan SÍF. Loks segir hann að fjöldi
muna hafi verið útbúinn sérstaklega
fyrir sýninguna. Björn segir að mikið
hafi verið skrifað um saltfiskinn og
því auðvelt að afla nauðsynlegra upp-
lýsinga.
Björn segir skemmtilegt að vinna
að þessu verkefni. Í upphafi hafi hug-
myndin verið að setja sýninguna upp
í gömlum fiskverkunarhúsum í
Grindavík en bæjarstjórn hafi sýnt
þann stórhug að byggja yfir hana
glæsilegt sýningarhús. Húsið sé sér-
hannað og byggt í þessum eina til-
gangi og skapi það mikla möguleika.
Segist hann ekki vita til þess að í slíkt
hafi áður verið ráðist hér á landi. Þá
hælir hann Grindvíkingum fyrir að
hafa tekið sögu saltfisksins fyrir. Það
skapi þessu setri sérstöðu og segist
hann hafa þá trú að fljótt verði þar
kominn vísir að sjóminjasafni.
Saltfisksýningin verður opnuð fyr-
ir almenning næstkomandi mánudag
og verður opin alla daga vikunnar frá
klukkan 11 til 18. Aðgangseyrir er
500 krónur fyrir fullorðna.
Saltfisksetur Íslands tekið í notkun í sérhönnuðu húsi með opnun sýningar um sögu saltfisksins
Lítið sjávar-
þorp með við-
eigandi lykt og
hljóðum
Saltfisksetur Íslands verður tekið í notkun í dag
með því að forseti Íslands opnar sögusýningu um
saltfisk í nýbyggðu sýningarhúsi í Grindavík.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður, Kjartan S. Kristjánsson, forstöðumaður Saltfisksetursins, og Ólafur
Örn Bjarnason bæjarstjóri með handbörur og saltfisk á saltfisksýningunni sem verið er að setja upp.
Grindavík
PORTÚGALSKIR dagar verða
á öllum veitingahúsum í Grinda-
vík dagana 6. til 8. september, í
tilefni af opnun Saltfiskseturs
Íslands.
Hópur matreiðslunema frá
Portúgal kemur til að leiðbeina
við matseldina. Portúgalskur
matseðill verður á boðstólum og
eldað að hætti Portúgala. Þetta
er tækifæri til að bragða á salt-
fiski eins og hann gerist bestur,
segir í fréttatilkynningu frá
ferðamálafulltrúa Grindavíkur.
Eftirtalin veitingahús taka
þátt í portúgölskum dögum:
Bláa lónið, Hafurbjörninn, Sjáv-
arperlan, Sjómannastofan Vör
og Veitingahúsið Jenný.
Portú-
galskir
dagar
MENNINGAR- og fjölskylduhá-
tíðin Ljósanótt 2002 var sett í
Reykjanesbæ í gær um leið og
opnuð var sýning á verkum 40 fé-
lagsmanna í Myndlistarfélagi
Reykjanesbæjar.
Við athöfn í Svarta pakkhúsinu
sagði Steinþór Jónsson, formaður
undirbúningsnefndar, hátíðina
setta um leið og hann greindi frá
nokkrum atriðum dagskrár. Gat
hann þess að þar væru um 50
menningaratriði og þakkaði lista-
fólki bæjarins og duglegum
menningarfulltrúa. Hann hvatti
fólk til að taka þátt í sem flestu
og njóta helgarinnar.
Breidd í félagsmannahópnum
Í Svarta pakkhúsinu við Hafn-
argötu í Keflavík hefur verið sett
upp sýning á 49 verkum eftir 40
félaga í Myndlistarfélagi Reykja-
nesbæjar. Hjördís Árnadóttir,
formaður félagsins þakkaði þann
heiður sem félagsmönnum væri
sýndur með því að setja Ljósanótt
við opnun sýningar þeirra. Hún
gat þess að breiddin í félaginu
væri mikil, byrjendur og lengra
komnir myndlistarmenn væru
saman í félaginu og allt upp í
heimsþekkt listafólk. Þeir sem
lengra væru komnir tækju þátt í
sýningum og það efldi mjög aðra
félagsmenn.
Sýningin í Svarta pakkhúsinu
er aðeins á Ljósanótt og lýkur á
sunnudag. Jafnframt lýkur starf-
rækslu félagsins á sumargalleríi
sem þar hefur verið frá því í vor.
Gestur Friðjónsson lék á harm-
oníkuna við setningu Ljósanætur
og er hann á myndinni með
Steinþóri og Hjördísi.
Sýning á verkum
40 félagsmanna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reykjanesbær
Laxness-fjöðrin, listaverk Er-
lings Jónssonar, verður afhjúpað
á lóð Miðstöðvar símenntunar á
Suðurnesjum, Skólavegi 1 í
Keflavík, klukkan 15 á morgun,
laugardag. Áhugahópur um lista-
safn Erlings færði Bókasafni
16 á Ljósanótt. Sýningin verður
opin frá klukkan 10 til 22 á laug-
ardag en síðan á venjulegum af-
greiðslutíma út septembermánuð.
Blómabíllinn verður í Keflavík
á Ljósanótt. Þar eru seld blóm.
Er þetta í fyrsta skipti sem
Blómabíllinn er á ferðinni á þess-
um degi.
Reykjanesbæjar verkið að gjöf á
aldarafmæli Halldórs Laxness.
Viðstödd afhjúpunina verða með-
al annarra Auður Laxness og
Erlingur Jónsson.
Þrjár myndlistarkonur, Hildur
Harðardóttir, Gulla Olsen og El-
ín Rós Eyjólfsdóttir, sýna saman
í Galleríi Hringlist í Hafnargötu
Meðal atriða Ljósanætur