Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSÖLULOK Enn meiri lækkun Nýjar vörur komnar Snorrabraut 38, sími 562 4362 Haust 2002 BLACKY DRESS jean paul BRAX feel good LAUGARVEGUR 53, s. 551 4884 Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Glæsileg rúmföt fyrir alla fjölskylduna Opið kl. 10-17Langur laugardagur ÍBÚAR Moskvu áttu í andnauð í gær, er reykjarmökkur frá skógareldum í grennd við borgina lagðist yfir hana og bættist ofan á þá loftmengun sem fyrir var frá verksmiðjum og bílaum- ferð. Í tíð kommúnista var áherslan alltaf lögð á að auka iðnframleiðsluna án tillits til mengunar sem er mikið vandamál víða í austurhluta álfunnar. Hér ganga vegfarendur um Rauða torgið í Moskvu fyrir framan dóm- kirkju heilags Basils, umlukta reykj- armekkinum. Loftmengunarmökkurinn olli svo slæmu skyggni að loka varð tíma- bundið fyrir umferð um flugvelli borgarinnar og fólki var almennt ráð- lagt að halda sig innandyra. Borgar- stjórinn Júrí Lúzhkov bað íbúana, sem eru um 10 milljónir, að örvænta ekki, en veðurstofan sagði ástandið alvarlegt, einkum þar sem hlutfall kolmónoxíðs í andrúmsloftinu var orðið tvöfalt hærra en mörkin fyrir því sem telst heilsuspillandi. Var því spáð að mekkinum myndi ekki létta af borginni fyrr en í fyrsta lagi eftir 4–5 daga. Er þetta í annað sinn sem slíkt reykjarský af völdum skógarelda leggur yfir rússnesku höfuðborgina á líðandi sumri. Allt tiltækt slökkvilið á svæðinu berst við skógareldana. Reykur þjakar Moskvubúa Reuters BANDARÍSKA alþjóðafyrirtækið McDonalds á nú stöðugt erfiðara uppdráttar í Hvíta-Rússlandi, þar sem stjórnvöld virðast vera stað- ráðin í að sjá til þess að skyndibita- menning sú sem McDonalds stend- ur fyrir skjóti ekki varanlegum rótum meðal Hvít-Rússa. McDonalds hóf í ágústmánuði lögsókn gegn yfirvöldum í Minsk vegna lóðarleigusamnings undir veitingastað skyndibitakeðjunnar í höfuðborg sovétlýðveldisins fyrr- verandi. Er lögsókn þessi síðasti hlekkurinn í langri keðju vand- kvæða, sem rekstur McDonalds í landinu hefur rekið sig á frá því hann hófst þar árið 1996. McDonalds hafði gert leigusamn- ing við borgaryfirvöld í Minsk til 39 ára á lóð á góðum stað í miðborg- inni, rétt hjá lestarstöð og háskóla. Þar var reistur skyndibitastaður, einn af sex slíkum sem opnaðir hafa verið í Hvíta-Rússlandi. Nú hafa borgaryfirvöld aftur á móti ákveðið að háskólanum sé heimilt að byggja á lóðinni og er fyrirhugað að byggja þar yfir háskóladeild í al- þjóðastjórnmálum. Loka verður McDonalds- veitingastaðnum á lóðinni í tvö ár á meðan byggingaframkvæmdir há- skólans standa yfir. Þegar eða ef veitingastaðurinn opnar aftur mun hann vera umkringdur nýju há- skólabyggingunni. Og nú vilja McDonalds-menn fara fyrir dóm með málið til að krefjast skaðabóta. Brjóta alla samninga Gagnrýnendur líta svo á, að þetta mál sé dæmigert fyrir þau vanda- mál sem erlendir aðilar standa frammi fyrir sem eru að reyna að standa í rekstri í þessu fyrrverandi sovétlýðveldi, þar sem tíu milljónir manna búa. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að hvít-rússnesk yfirvöld hika ekki við að brjóta samninga við erlenda fjárfesta. Stórfyrirtæki á borð við Ford-bílaverksmiðjurnar hafa gefizt upp og haft sig aftur á brott eftir að hafa verið búin að setja jafnvel andvirði hundraða milljóna króna í fjárfestingar í landinu. McDonalds-veitingastaðirnir eiga sér greinilega marga aðdá- endur í Hvíta-Rússlandi, þrátt fyrir vandkvæðin. Aðsóknin er mikil og fólk sem kemur utan af landi til borgarinnar flykkist þangað og heilu fjölskyldurnar láta taka myndir af sér fyrir utan þetta tákn bandarísk-vestrænnar matarmenn- ingar. En þessar vinsældir meðal óbreytts almennings breyta því ekki að skyndibitakeðjan á sér marga einarða óvildarmenn meðal embættismanna borgar og ríkis, sem og hjá háskólanum í Minsk. Meðal andstæðinga McDonalds eru „grillbræðurnir“, sem eru hóp- ur manna sem áður störfuðu hjá McDonalds og rækta sín í milli eigin útgáfu McDonalds-slangurs og halda úti kjarnyrtri heimasíðu þar sem þeir úthúða fyrirtækinu fyrir meðferð þess á ungu starfsfólki, lágum launum og stjórnunarstíl þess. Há járngirðing hefur verið reist í kringum veitingastaðinn. Í skýrslu sem út kom á vegum Al- þjóðabankans í janúar sl. er Hvíta- Rússland sagt vera eitt þeirra fyrr- verandi lýðvelda Sovétríkjanna þar sem umbætur væru hvað stytzt á veg komnar. Alexander Lúkasj- enkó, forseti landsins, hefur vilj- andi sniðgengið umbætur af því tagi sem unnið hefur verið að í öðr- um fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu síðasta áratuginn. Vilja taka sér Kúbu til fyrirmyndar Svetlana Kalinkina, aðstoðarrit- stjóri Belorusskaya Delovaya Gaz- eta, sem er viðskiptablað, segir að McDonalds-málið sé dæmigert fyrir vandamál sem erlendir fjárfestar glími við í Hvíta-Rússlandi. „Fjöldi erlendra fjárfesta, stórir sem smáir, hefur gert sér grein fyr- ir því að það er svo gott sem ómögulegt að stunda viðskipti í Hvíta-Rússlandi,“ segir hún. „Of margir þeirra sem sitja við valda- taumana í landinu standa enn í þeirri trú að það sé hægt að breyta landinu í eins konar Kúbu, land- lukta í miðri Evrópu, og komast af á landsins gæðum einum.“ Sem dæmi um aðra erfiðleika sem McDonalds hefur lent í, er að í maímánuði sl. gaf heilbrigðisráðu- neytið í Minsk út yfirlýsingu um að matur McDonalds væri skaðlegur heilsu fólks. Ráðlagði ráðuneytið landsmönnum að leggja sér frekar hefðbundinn innlendan mat til munns, en sá matur er, rétt eins og rússneskur matur almennt, þungur, fitu- og kolvetnaríkur. McDonalds í þrenging- um í Hvíta-Rússlandi Reuters Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skoðar vænlegan hest í bænum Khoiniki, um 350 km suðaustan við höfuðborgina Minsk, en ekki fer sögum af því hvort hann keypti gripinn. Erlend stórfyrirtæki kvarta undan því að Hvít-Rússar standi ekki við gerða samninga. Moskvu. Los Angeles Times. Himneskir tónar í farsímann KAÞÓLSKA kirkjan í Hollandi hvetur nú til þess að farsímanot- endur segi skilið við jarðneska hringingartóna og sæki sér frek- ar himneska tóna í símana sína, stafræn stef sótt úr þekktum sálmalögum á borð við „Ave Maria“ eða „Salve Regina“. Á heimasíðu sem sett hefur verið upp á vegum kirkjunnar á vef- slóðinni www.catholictunes.nl er boðið upp á 15 hringingarstef byggð á þekktum laglínum kirkjulegrar tónlistar. Vonast kirkjunnar menn til að þetta hjálpi fólki til að eiga augnablik „andagiftar og íhugunar“ í hvert sinn sem síminn hringir. Osama í Köln DÓMSTÓLL í Köln í Þýzkalandi úrskurðaði í gær, að tyrkneskum hjónum sem búa í borginni væri ekki heimilt að skrá son sinn und- ir nafninu Osama bin Laden. Hjónin höfðu kært ákvörðun íbúaskrárskrifstofunnar í Köln, sem neitaði að skrá barnið undir þessu nafni á þeirri forsendu að maðurinn sem hjónin vilja skíra það eftir er eftirlýstur um allan heim fyrir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum fyrir ári. Var vísað til þess í úrskurðinum að nafnið er heldur ekki leyfilegt í Tyrklandi. Dómstóllinn fór fram á að for- eldrar barnsins gæfu skýringar á nafnavalinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.