Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 27 SMÁRALIND - KRINGLUNNI - AKUREYRI Mikið úrval Verð frá kr. 5.995 Str. 36-42 Ný sending frá og ÉG hef ekki heyrt Helenu Eyjólfs- dóttur syngja djass síðan á tónleik- unum góðu á Hótel Sögu er safnað var fyrir nýrnavél handa eiginmanni hennar, Finni Eydal. Þá heyrði ég í síðasta sinni á djassviðinu bræðurna Finn og Ingimar, sem nú eru báðir látnir. Helena Eyjólfsdóttir er fyrst og fremst þekkt sem dægurlagasöng- kona en hefur alltaf sungið djass er tækifæri hafa gefist enda var Finnur Eydal einn fremsti djassleikari landsins. Helena söng fyrst ís- lenskra kvenna ekta djass inná hljómplötu árið 1958, voru það lögin But Noe For Me og Bewitched og lék The Icelandic All Star með henni; Finnur, Andrés Ingólfsson o.fl . Það var vel til fundið hjá umsjón- armanni sumardjasstónleikaraðar Jómfrúarinnar, Sigurði Flosasyni, að fá Helenu til að syngja með tríói sínu á þessum lokatónleikum sum- arsins og ber að þakka honum og Jakobi veitingamanni fyrir framtak- ið. Húsfyllir var einsog jafnan á þessum tónleikum og urðu fjölmarg- ir frá að hverfa. Tríóið hóf tónleikana á Willow Weep For Me, ekki ólík út- gáfunni sem er á skífu Sigurðar, Himnastiginn. Það ríkti sama blús- tilfinningin, en leikurinn var allur sterkari og endað næstum í rytm- ablúsi. Síðan kom Helena með fínan Gershwin; Takin The Change Of Love og síðan Someone To Watch Over Me, en var þar dálítið tæp í tón- inu til að byrja með. Gone With The Wind var skemmmtilega sungið með latínsveiflu á köflum og tveir Jóns Múla ópusar voru einnig á dag- skránni: Það sem ekki má og Gettu hver hún er? Þrjú lög verð ég að nefna til viðbótar er Helena söng mjög skemmtilega: Rodgers-dans- inn It’s All Right With Me þarsem Sigurður blés enn einn glæsisólóinn og Agnar Már hlóð upp garnerískri spennu, Tenderly sem Sigurður bætti um betur og What Is The Thing Called Love eftir Cole Porter með frábærum orgelsóló Agnars Más. Þarna komst Helena nær Söru Vaughan tilfinningunni en ég hef heyrt aðrar íslenskar söngkonur gera, þó rödd þeirra, raddbeiting, sé gjörólík og Helena spanni ekki nema brot af tónsviði Söru. Þetta voru einstaklega vel heppn- aðir tónleikar og hrynurinn fínn; vinstri hönd Agnars Más sá um bass- ann og Pétur Grétarsson með fína trommusveiflu. Svona til gamans söng Helena Hvíta máva sem auka- lag, en með meira djassbragði en fyrr. Helena djassar að nýju DJASS Jómfrúin Helena Eyjólfsdóttir, söngur, Sigurður Flosason, altósaxófón, Agnar Már Magn- ússon, orgel, og Pétur Grétarsson, trommur. Laugardaginn 31. ágúst 2002. HELENA EYJÓLFSDÓTTIR OG TRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR Vernharður Linnet FORNLEIFAVERND ríkisins gef- ur almenningi kost á að skoða sjö minjastaði víða um land í dag og á morgun með leiðsögn sérfræðinga. Minjarnar tengjast fiskveiðum og siglingum. Tilefnið er Menningar- minjadagar Evrópu (The European Heritage Days) en deginum er ætlað að vekja athygli á áþreifanlegum minjum sem liðnar kynslóðir hafa látið eftir sig og þeirri menningar- arfleifð sem íslenskt nútímaþjóð- félag byggir á. Sérfræðingar verða til staðar á stöðunum sjö, miðla af þekkingu sinni um minjastaðina og skiptast á skoðunum við þá gesti sem þess æskja. Viðfangsefni menningarminjadag- anna eru eftirfarandi: Laugardagur Minjasvæði Reykjaness: Kynnt verður verstöðin Selatangar í landi Ísólfsskála við Grindavík. Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur verður á staðnum kl. 14–16. Upplýs- ingar: 698 0558/865 4033. Minjasvæði Vesturlands: Kynnt verður Berserkjagatan. Magnús A. Sigurðsson minjavörður mun hefja kynningu við Bjarnarhöfn kl. 11. Upplýsingar: 855 1880/865 4033. Minjasvæði Vestfjarða: Kynnt verður verstöðin Skálavík við Bol- ungarvík. Ragnar Edwardsson kynnir minjarnar kl. 14–16, einnig á morgun, sunnudag. Upplýsingar: 863 3767/865 4033. Minjasvæði Norðurlands eystra: Kynntar verða minjar við Hraun- höfn í Norður-Þingeyjarsýslu. Sig- urður Bergsteinsson minjavörður mun kynna minjarnar kl. 14–16. Upplýsingar: 865 9942/865 4033. Minjasvæði Austurlands: Farið verður í 9 km gönguferð frá Unaósi og út í Stapavík við Héraðsflóa. Lagt verður af stað frá Unaósi kl. 13. Um- sjón Guðný Zoëga minjavörður. Upplýsingar: 864 1451/865 4033. Minjasvæði Suðurlands: Að þessu sinni verða kynntar minjar um fisk- veiðar við Dyrhólaey og fjallað um eldri minjar sem vitað er að voru þar. Kristinn Magnússon fornleifa- fræðingur sér um kynninguna. Hann verður á Lágeynni kl. 14–16. Upp- lýsingar: 849 6451/865 4033. Sunnudagur Minjasvæði Norðurlands vestra: Kynntar leifar á Þingeyrum í Aust- ur-Húnavatnssýslu en þar eru þrír friðlýstir minjastaðir. Þór Hjaltalín minjavörður mun hefja dagskrána í Þingeyrakirkju kl. 14. með erindi um minjarnar. Sérstaklega verður fjallað um Stígandahróf og gengið um minjasavæðið að erindi loknu. Upplýsingar: 869 7203/865 4033). Menningarminjadagar Evrópu Leiðsögn um sjö minjastaði Verstöðin Selatangar á Reykjanesi. NÚ stendur yfir skráning nýrra fé- laga í Vinafélag Íslensku óperunn- ar. M.a. býðst félagsmönnum einum að hlýða á óperusöngvarana Kristin Sigmundsson og Gunnar Guð- björnsson leiða saman hesta sína á sérstökum hátíðarsýningum á Rak- aranum í Sevilla 29. og 30. nóv- ember. Kristinn fer með hlutverk Don Basilios í fimm sýningum og Gunn- ar syngur hlutverk Almaviva greifa í ellefu sýningum. Saman syngja þeir félagar þó aðeins í tveimur síð- ustu sýningunum. Sérstök kynning á Rakaranum verður fyrir félagsmenn í Vina- félaginu einni klukkustund áður en hátíðarsýningarnar hefjast. Gunn- steinn Ólafsson tónlistarmaður sér um kynninguna en hann kennir einnig á námskeiði Vinafélagsins og Endurmenntunar Háskóla Íslands um Rakarann og Rossini 28. októ- ber til 29. nóvember. Forgang- smiðasala fyrir félagsmenn á hátíð- arsýningarnar stendur fram til 7. september. Félagsmenn í Vinafélaginu njóta einnig forkaupsréttar að aðgöngu- miðum á aðrar sýningar Íslensku óperunnar. Netfang vinafélagsins er vina- felag@opera.is. Óperusöngur á hátíðasýningum Gunnar Guðbjörnsson Kristinn Sigmundsson LEIKRIT Þorvaldar Þorsteinsson- ar And Björk, of course … verður sýnt á nýjan leik í Borgarleikhúsinu, eftir sumarhlé, og verður fyrsta sýningin í kvöld. Það er leikhópur undir stjórn Benedikts Erl- ingssonar sem leikur í verkinu. Marta Nordal hefur nú tekið við hlutverki Sigrún- ar Eddu Björnsdóttur. Aðrir leikar- ar eru Harpa Arnardóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Halldór Gylfason, Gunnar Hansson og Þór Tulinius. Aðeins eru fáar sýningar fyrirhug- aðar á verkinu nú í haust. Leikaraskipti í Björk Marta Nordal UNGT ljóðskáld í Garðabæ, Bjarki Páll Eysteinsson, var í hópi þeirra 33 sem komust í úrslit alþjóðlegu ljóð- listakeppninnar sem haldin var á Netinu í sumar. Bjarka Páli var boð- ið að koma til Washington og taka þátt í úrslitakeppninni og lesa upp ljóð sitt en hafði ekki tök á því og fylgdist því með úr fjarlægð. Ljóð hans nefnist Heaven on Earth. Bjarki Páll er 16 ára og hóf nám í haust við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ en hann hefur einnig getið sér gott orð sem íþróttamaður. Komst einnig í úrslit ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SÝNING á verkum Eero Lintusaari skartgripahönnuðar og Harri Syrj- anen, gullsmiðs og leðursmiðs, verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16. Þetta er í þriðja sinn sem Harri sýnir í Listhúsi Ófeigs. Þeir félagarn- ir eru kunnir í heimalandi sínu og hafa haldið margar einkasýningar bæði heima og erlendis ásamt fjölda samsýninga víða um lönd. Þeir hafa hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal var Harri kjörinn listiðnarmað- ur ársins í Finnlandi árið 1996. Sýningin er opin virka daga kl. 10– 18 og laugardaga kl. 11–16. Sýning- unni lýkur 25. september. Skartgripa- hönnuður hjá Ófeigi DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.