Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LEIÐARAHÖFUNDUR Tímarits lög- fræðinga er nokkuð harðorður í garð ný- stofnaðrar lögfræðideildar Háskólans í Reykjavík (HR) í 2. hefti tímaritsins. Seg- ir í leiðaranum að töluverðir gallar hafi komið fram í kynningu á deildinni. Hvergi hafi komið fram hvaða kröfur verði gerðar til nemenda, hvaða próf þeir þurfi að standast og hvernig, enda þótt nemendum sé eflaust gerð grein fyrir því í upphafi náms. „Auglýsingarnar og viðtölin ein og sér gætu fengið menn til þess að trúa því að eftir fimm ár útskrifuðust úr deildinni allir þeir sem inngöngu sóttu í haust sem „framúrskarandi lögfræðingar sem geti skipað sér í fremstu röð á sínu sviði“. Fróðir menn segja hins vegar að við allar lagadeildir, sem vilja láta taka mark á sér, sé aðeins tvennt til, annaðhvort að beitt sé ströngum inntökuskilyrðum eða nemendur verði látnir standast, fljótlega eftir upphaf náms, próf sem úrslitum ræður um hvort þeir fái að halda því áfram.“ Vitnað er til kynningar HR í Morgunblaðinu þar sem segir að skólinn muni bjóða upp á metn- aðarfullt og nútímalegt laganám sem „mið- ar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar sem geti skipað sér í fremstu röð á sínu sviði“. Nemendur tæpast felldir af sömu hörku og í HÍ Leiðarahöfundur segir að samkvæmt orðum deildarforseta, sem sömuleiðis birt- ust í Morgunblaðinu, verði blíðlega tekið á móti þeim nemendum sem fái inngöngu í deildina og óþarft að óttast að margir nemend endur ve unni og skóla Ís spyrja s einhver drjúgan þeirra sj deildinn við þeim um,“ seg Þá sé sem mu geta me sé veifað fara efti þeir ver prófesso Erfitt Hörð gagnrýni á lagadeild Háskólans í R Menn sanna si auglýsingum og EIRÍKUR Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands (HÍ), segir að honum finnist þetta vera orð í tíma töluð, hann taki undir margt sem þar komi fram. „Mér finnst að lagadeild Háskólans í Reykjavík þurfi að sanna sig áður en hún fer að gefa yfirlýs- ingar af því tagi sem fyrirsvarsmenn hennar hafa gefið, eins og er tekið upp í leiðaranum. Ég kannast ekki við neitt dæmi þess frá okk- ar nágrannalöndum að deild sem ekki hefur tekið til starfa lýsi því yfir að hún muni út- skrifa framúrskarandi lögfræðinga. Það þarf að byggja lagakennslu upp á löngum tíma,“ segir Eiríkur. Hann segir að í Danmörku hafi aðeins tveir rótgrónir háskólar heimild til að út- skrifa fullgilda lögfræðinga. „Danmörk er nú 20 sinnum fjölmennara þjóðfélag en okkar. Þetta eru miklu stærri lagadeildir en við þekkjum hér. Í Noregi eru þetta þrír skólar og fimm í Svíþjóð. Við þurfum að ætla okkur af í samkeppninni. Mér finnst að menn hafi farið ansi hratt í Háskólanum í Reykjavík, án þess að ég sé endilega að beina gagnrýni minni að þeim.“ Fleiri skólar hafi tekið upp kennslu í lög- fræði. „Mér finnst gott að auka kennslu í lög- fræði, ég tek það fram og samkeppnin er góð, hún hefur a.m.k. verið okkur hvatning hér.“ HÍ hafi útskrifað um 50 lögfræðinga að meðaltali á ári sem sé ívið hærra hlutfall, miðað við fólksfjölda, en á nágrannalöndun- um. Ekki hafi verið skortur á lögfræðingum, en það sé gott að fá fleiri til starfa í samfélag- inu sem kunni eitthvað fyrir sér í lögum. Verða að setja strangar kröfur Eiríkur segir að hann hafi ekkert við að- ferð HR við inntöku nemenda að athuga. „Það sem skiptir öllu máli er að lagadeild HR geri strangar kröfur til nemenda sinna. Ef það er gert útskrifast frá þeim hæfir lög- Orð í tíma töluð Lö Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands JÓN Steinar Gunnlaugsson, pró- fessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að honum finn- ist leiðaraskrifin í Tímariti lög- fræðinga vera kuldaleg kveðja til lagadeildar HR. „Vill höfundur- inn ekki bara leyfa okkur í laga- deild HR að sýna fram á það með störfum okkar hvers við erum megnug áður en hann byrjar að tala svona til okkar?“ spyr hann. Hann segir að í leiðaranum birtist sömuleiðis mörg sérkenni- leg viðhorf. „Í fyrsta lagi virðist að sá sem leiðarann skrifar telji það vera til marks um vandaða lagakennslu að fella sem flesta nemendur. Hann byrjar á því að fjalla um það að í lagadeild HÍ séu margir felldir og virðist gefa það í skyn að með því að fella færri sé lagakennslan sem veitt er lakari. Þetta eru auðvitað mjög sérkennilegt sjónarmið.“ Auðvitað þurfi að gera kröfur í akademísku námi, það sé hægt að gera á ýmsa vegu. Jón Steinar segir að sömuleiðis komi það viðhorf honum spánskt fyrir sjónir sem leiðarahöfundur gefur í skyn að til standi að taka „blíðlega“ á móti þeim nemend- um sem hefja nám við deildina. „Hvaða boðskapur er þetta?“ spyr Jón Steinar. „Er hann að segja að þá og því aðeins verði námið við HR sambærilegt nám- inu við HÍ að hlutfallslega jafn- margir verði felldir þar, á fyrsta ári eða fljótlega eftir þeir byrja?“ Sömuleiðis sé undarlegt sem gefið sé í skyn að skólagjöldin við HR feli það í sér að minni kröfur verði gerðar til nemenda. „Það væri gaman að vita hvað háskól- ar heimsins, bestu háskólar í heimi, segðu við sjónarmiðum af þessu tagi þar sem skólagjöld eru auðvitað margfalt hærri en hér er um að ræða.“ Ítarleg greinargerð samin um störf Jóns Steinars Jón Steinar segir að þá sé hnýtt í hann með sérkennilegum hætti, en hann er eini prófess- orinn sem ráðinn hefur ve deildina. Sagt sé að men orðið prófessorar „eins og sé veifað“ og þurfi ekki „ eftir því langa og leiðinleg sem þeir verða að ger sækja um stöðu prófess lagadeild HÍ“. „Það er eins og höfundu arar greinar telji að þet ekki verið gert þegar ég v inn sem prófessor við þenn skóla og mér er spurn hv hann um það. Hér var sa arleg greinargerð um m fræðistörf áður en ég var r þetta starf, m.a. mín fræ skrif sem eru allnokkur au sem ég er með kennslu frá Háskóla Íslands fyri lögmannsstörf mín um á Kuldalegar og ótímabær- ar kveðjur Lagadeild tók til star Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við lagadeild HR HAGUR ALDRAÐRA TÍMAMÓT HJÁ MAREL Hátæknifyrirtækið Marel hef-ur tekið í notkun nýjar höf-uðstöðvar við Austurhraun í Garðabæ. Nýja húsið er sérsniðið að starfsemi fyrirtækisins og allt hið glæsilegasta. Við hönnun og skipulag húsnæðisins var lögð áhersla á að skapa gott vinnuum- hverfi með því að tryggja m.a. góða hljóðvist, lýsingu og loftræstingu. Sveigjanleiki er í öllu skipulagi húsnæðisins og auðvelt fyrir fyr- irtækið að aðlaga sig þeim hugs- anlegu breytingum sem verða munu á rekstri þess á komandi ár- um. Nýja byggingin er rúmir 15.000 fermetrar að stærð og ger- breytir allri aðstöðu fyrirtækisins, sem áður var með starfsemi í tveimur byggingum í Reykjavík. Rými Marels eykst um helming við flutninginn og að auki eru fyrir hendi möguleikar á stækkun um 3.500 fermetra. Marel, sem var stofnað árið 1983, hefur á þeim rúmu 19 árum sem síðan eru liðin verið til húsa á tveimur stöðum, upphaflega á Suð- urlandsbraut 32 og frá árinu 1985 á Höfðabakka 9 í Reykjavík auk þess að vera með á leigu húsnæði í Tungubakka. Þegar flutt var á Höfðabakkann voru starfsmenn Marel 35. Þar áttfaldaðist fjöldi þeirra því í Austurhrauninu eru starfsmenn Marel 280. Hjá Marel- samstæðunni starfa nú um 800 starfsmenn í 11 löndum víðs vegar um heiminn. Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi Marels en árlegur með- alvöxtur fyrirtækisins hefur verið um 35%. Fyrirtækið selur nú fram- leiðsluvörur sínar jöfnum höndum í fiskiðnaði, alifuglaiðnaði og kjöt- iðnaði. Um 98% af veltu fyrirtæk- isins koma frá erlendum mörkuð- um. Marel á rætur sínar í Háskóla Ís- lands og hefur verið byggt upp og þróað af háskólamenntuðum mönn- um. Þar hafa verið mótaðir annars konar stjórnunarhættir en í mörg- um íslenskum fyrirtækjum að því leyti til að lögð hefur verið áhersla á flatt stjórnkerfi með stuttum boð- leiðum á milli starfsmanna og æðstu stjórnenda. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á hópvinnu og tók fyrir nokkrum árum upp svokallað sellu- fyrirkomulag í framleiðslu og stjórnun, sem víða hefur reynst vel en er ekki algengt hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Sýnir það þá framsýni sem ávallt hefur ríkt hjá stjórnendum þess. Við byggingu hins nýja húss í Garðabænum var tekið mið af þessu framleiðsluferli og er ótrú- legt að sjá þann sveigjanleika sem það býður upp á bæði fyrir starfs- menn og starfsemina. Hingað til hefur fyrirtækið eingöngu getað framleitt upp í pantanir en í nýja húsinu opnast sá möguleiki að geta átt einfaldari línur til í einhverju magni sem getur aukið sölumögu- leika verulega. Enn sem fyrr verða stærri og flóknari línur eingöngu framleiddar upp í pantanir enda sérsniðnar að þörfum hvers og eins. Í ræðu sem Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Marels, flutti þegar húsið var tekið formlega í notkun sl. þriðjudag kom fram að með því að sameina starfsemi fé- lagsins á einn stað í hentugri að- stöðu sparast miklir fjármunir og möguleikar skapast til umtals- verðrar framleiðniaukningar. Að sögn Benedikts hafa Garðbæ- ingar tekið vel á móti Marel. Alls eru nú um 4.300 störf í Garðabæ. Marel er nú stærsti einstaki vinnu- staðurinn í Garðabæ eða með um 7% af öllum störfum í bænum. Það hlýtur að vera mikil lyfti- stöng fyrir bæjarfélag eins og Garðabæ að fá starfsemi stórfyrir- tækis eins og Marel til sín. Nýjar höfuðstöðvar eru fyrirtæk- inu til sóma og jákvætt að sjá nýja byggingu rísa þar sem hugað er að þörfum starfseminnar og starfs- manna með þeim hætti sem er hjá Marel í Garðabænum. Það er rík ástæða til að óska stjórnendum, starfsmönnum og hluthöfum Marel til hamingju með þessi merku þáttaskil í sögu fyrirtækisins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-flokksins kynntu á blaðamanna- fundi í fyrradag tillögur um lækkun fasteignaskatta á aldraða og ör- yrkja, sem lagðar voru fram á fundi borgarstjórnar í gær. Er gert ráð fyrir að hækka tekjuviðmið vegna niðurfellingar fasteignaskatta um 50% á íbúðarhúsnæði 67 ára og eldri og öryrkja, sem þeir eiga og búa í. Jafnframt er lagt til að holræsagjald verði lækkað um 25% á næsta ári, sem fyrsta áfanga í að fella það niður á kjörtímabilinu. Telja Sjálfstæðis- menn að þannig mundi þeim fjölga verulega, sem greiði enga fasteigna- skatta og holræsagjald eða fá 80% eða 50% niðurfellingu á þessum sköttum. Í tilefni af þessari tillögugerð er ástæða til að minna á, að almennt er hagur aldraðra borgara erfiður. Þótt hluti þessa aldurshóps sé eignalega vel settur og þurfi ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni í ellinni og annar hópur búi við betri eftirlauna- kjör en almennt tíðkazt er ljóst að stór hópur aldraðra á ekki auðvelt með að láta enda ná saman. Ástæðan er m.a. sú, að þótt lífeyrissjóðakerfið hafi verið að eflast á síðustu tveimur áratugum eftir að verðtrygging kom til sögunnar njóta þeir, sem komnir eru á eftirlaunaaldur, nú þeirrar batnandi stöðu ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Það verða aðrar kyn- slóðir, sem njóta góðs af því. Talsmenn aldraðra hafa linnulaust reynt að vekja athygli á málstað sín- um á undanförnum misserum. Von- andi er tillöguflutningur sjálfstæðis- manna í borgarstjórn nú og ýmsar aðrar aðgerðir af hálfu opinberra að- ila til marks um að þeir sem ráða ferðinni hjá ríki og sveitarfélögum séu byrjaðir að hlusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.