Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 49
ÞAÐ er alltaf gaman á haustin þeg-
ar vetrarstarf kirknanna fer í gang
því þá vakna þær af sumardval-
anum og kalla fólk til kirkju á ný.
Hjallakirkja í Kópavogi er þar eng-
in undantekning. Næsti sunnudag-
ur markar upphaf vetrarstarfsins í
kirkjunni og hefjum við starfið með
sköpunarhátíð kl. 11. Um er að
ræða allsherjar fjölskylduhátíð fyr-
ir stóra og smáa en dagskráin er að
mestu miðuð við yngri kynslóðina.
Brúður leika stórt hlutverk á hátíð-
inni og Tóta trúður kíkir í heim-
sókn. Næstu helgi, sunnudaginn 15.
september, hefjast svo barnaguðs-
þjónustur á ný en þær eru hvern
sunnudag kl. 13.
Í næstu viku hefst svo vetr-
arstarfið í kirkjunni. Barna- og
æskulýðsstarf verður með hefð-
bundnu sniði. Æskulýðsfélagið fyr-
ir unglinga í 8. bekk verður á sínum
stað á mánudagskvöldum kl. 20 og
verður fyrsta samveran 9. sept-
ember. Svo ætlum við að gera til-
raun með starf fyrir unglinga í 9.
og 10. bekk og munu þau hittast
fyrst sunnudagskvöldið 15. sept-
ember kl. 20. Tíu til tólf ára starfið
er á sínum stað á miðvikudögum kl.
17 og kirkjuprakkararnir, 7–9 ára
börn, mæta í kirkjuna á fimmtudög-
um kl. 16.30. Ekki má gleyma að
nefna fjölskyldumorgna, samverur
fyrir unga foreldra með börn sín,
en þær eru á miðvikudögum kl. 10–
12.
Þá bjóðum við aftur upp á 12
spora námskeið í kirkjunni, en það
gaf góða raun á síðasta vetri. Um er
að ræða námskeið sem er til þess
fallið að hjálpa fólki að vinna með
tilfinningar sínar, öðlast betri líðan
og meiri lífsfyllingu með hjálp
kristinnar trúar. Fyrsti kynning-
arfundurinn um námskeiðið verður
miðvikudaginn 11. september kl. 20
og eru allir velkomnir. Á mið-
vikudögum munum við einnig bjóða
upp á opið hús hálfsmánaðarlega
kl. 12–14 en þar bjóðum við velkom-
in öll þau sem eru heima við á dag-
inn og vilja stytta sér stundir með
því að sýna sig og sjá aðra. Hver
samvera hefst með léttum hádeg-
isverði, síðan er slegið á létta
strengi með ýmsum hætti og gestir
koma í heimsókn. Samverunni
lýkur á stuttri helgistund. Fyrsta
opna húsið verður miðvikudaginn
18. september og síðan hálfs-
mánaðarlega eftir það.
Að öðru leyti er helgihald og
safnaðarstarf með hefðbundnu
sniði. Guðsþjónustur eða messur
eru á sunnudögum kl. 11 og bæna-
og kyrrðarstundir í kirkjunni á
þriðjudögum kl. 18. Verið velkomin
í Hjallakirkju.
Safnaðarferð
haustið 2002
SAFNAÐARSTARF Fríkirkjunnar
í Reykjavík mun halda í sína árlegu
safnaðarferð laugardaginn 7. sept-
ember. Ferðinni er heitið á Vest-
urlandið.
Lagt verður af stað frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík klukkan 10. Ferða-
tilhögun er þannig að við ökum um
Hvalfjörð og Skorradal. Stoppað
verður á Hvanneyri þar sem við
munum skoða Búvélasafnið sem þar
er. Þaðan verður ekið að Deild-
artunguhver. Hádegismatur verður
snæddur á Hótel Reykholti. Þar
verður boðið upp á súpu dagsins
með nýbökuðum bollum og smjöri í
forrétt. Aðalréttur verður gufusoð-
in ýsa með pipar, kartöflupasta
(gnocchi), rækjum og sítrónu. Og að
sjálfsögðu verður kaffi og te á eftir.
Eftir gott stopp í Reykholti skoðum
við Hraun og Barnafossa. Síðan
verður stoppað í Borgarnesi og ek-
ið heim á leið í gegnum göngin.
Að venju mun Fríkirkjan greiða
hluta af ferðakostnaði. Þátttöku-
gjald/ferðakostnaður er 2.000 kr.
fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir
börn. Innifalið í því verði eru ferðir
og matur í Reykholti.
Þeir sem óska eftir frekari upp-
lýsingum og ætla að taka þátt í
þessari ferð eru vinsamlegast beðn-
ir að skrá sig í síma safnaðarheim-
ilisins, 552 7270, eða á netinu: fri-
kirkjan@frikirkjan.is og
hreidar@frikirkjan.is.
Safnaðarstarf fríkirkjunnar í
Reykjavík, sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson, Hreiðar Örn Zoëga Stef-
ánsson.
Fjölskylduhátíð
í Grafarvogskirkju
SUNNUDAGINN 8. september nk.
kl. 11 er fyrsta barnaguðsþjónusta
haustsins í Grafarvogskirkju. Há-
tíðin verður haldin í aðalsal kirkj-
unnar.
Sunnudagaskólinn settur. Brúð-
urnar Sólveig, Karl og Konni koma
í heimsókn ásamt trúðum. Sér-
stakir „heiðursgestir“ verða dýr
sem minna okkur á sköpun Drott-
ins, meðal annars koma hvolpar,
kanína og hænuungar. Krakka-,
barna- og unglingakór kirkjunnar
syngja. Stjórnandi Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Organisti: Hörður
Bragason. Prestar og starfsfólk
barnastarfsins taka þátt í guðsþjón-
ustunni. Félög kirkjunnar, safn-
aðarfélagið, félag eldri borgara,
æskulýðsfélög, foreldramorgnar og
kórarnir kynna starf sitt eftir
messu.
Boðið er upp á kaffi, djús og
kleinur eftir athöfn.
Grafarvogskirkja.
Glatt á hjalla
í Hjallakirkju Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr-
ir börn.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30.
Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl-
íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 19
verður kvöldverðarskemmtun á vegum
lofgjörðarhópsins.
Keflavíkurkirkja. Ljósanótt, menning-
ardagar í Reykjanesbæ: Dagskráratriði
í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavík-
urkirkju:
Svartar rósir: Bylgja Dís Gunnarsdóttir,
söngkona og Lára Rafnsdóttir, píanó-
leikari, halda tónleika í Kirkjulundi kl.
20.30. Aðgangseyrir 1.500 kr. Verið
velkomin.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20-22 í
hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður: Gavin Anthony. Allir hjartanlega
velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Einar Valgeir Arason.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður: Brynjar Ólafsson. Allir
hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
Kirkjustarf
Styrktar-
hlaup á
laugardag
RANN hlaupið sem sagt var frá í
blaðinu í gær að færi fram sunnu-
daginn 8. september hefur verið fært
yfir á laugardag, 7. september,
klukkan 19:00.
VETRARSTARF KFUM og
KFUK í Reykjavík hefst með
hausthátíð sunnudaginn 8. septem-
ber. Þá verður fjölskyldudagur í
aðalstöðvum félagsins með dag-
skrá sem hefst kl. 14. Úti verður
knattspyrna á vegum Sportfélags-
ins Hvats, kassabílarall, margs
konar leiktæki og leikir, ungling-
arúta félagsins o.fl. Inni verður
skákmót, kaffihús verður opið og
kynntar allar starfsgreinar og
deildir KFUM og KFUK og syst-
urfélaga þess, Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga og Kristilegu
skólahreyfingarinnar, en innan
hennar eru Kristileg skólasamtök
og Kristilegt stúdentafélag.
Hægt verður að spjalla við for-
svarsmenna starfsgreinanna og
spyrja þá um starfið. „Þetta er
kjörið tækifæri til að kynna sér
starf KFUM og KFUK og starfs-
greina þess og skoða félagsheim-
ilið,“ segir Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri. „Félagið rekur
barna og unglingastarf á Reykja-
víkursvæðinu í 32 deildum, sum-
arbúðir í Vatnaskógi fyrir drengi
en einnig feðga á haustin, sum-
arbúðir í Vindáshlíð fyrir stúlkur,
miðbæjarstarf í Austurstræti 20
sem hefur að markmiði að ná til
ungmenna miðborgarinnar sem
sum eiga í erfiðleikum og Ömmu-
kaffi í því húsi. Þá á félagið og
rekur unglingarútu sem er tveggja
hæða enskur strætisvagn sem er
eins konar félagsmiðstöð á hjólum.
Starfsemi í henni fer fram víðs
vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig hefur leiðtogadeild verið
komið á fót sem sér um þjálfun
verðandi leiðtoga í starfi félags-
ins.“
Kynjaskiptar aðaldeildir fyrir
karlmenn og konur eru starfrækt-
ar yfir vetrarmánuðina og almenn-
ar samkomur eru haldnar á sunnu-
dögum kl. 17 en einnig svo
kallaðar Vökur kl. 20 á sunnudags-
kvöldum yfir vetrarmánuðina
(hefjast 15. sept.) en þar er lögð
áhersla á nútímatónlist og sveigj-
anlegt form. Einnig á félagið og
rekur ásamt systurfélögum sínum
(Kristilegri skólahreyfingu og
Kristniboðssambandinu) Biblíu-
skólann við Holtaveg sem býður
upp á fjölbreytt námskeiðahald yf-
ir veturinn, m.a. Alfa-námskeið, en
slíkt námskeið hefst 10. septem-
ber.
Kristileg skólasamtök hafa fjöl-
breytt starf fyrir unglinga á aldr-
inum 16–20 ára og Kristilegt stúd-
entafélag fyrir 20 ára og eldri.
Fjölskyldusamkoma verður kl.
17 á sunnudaginn með fjölbreyttri
dagskrá og grillveislu á eftir.
KFUM og KFUK með
hausthátíð um næstu helgi
Pennar seldir
til styrktar
Krabbameins-
félaginu
UM helgina verða seldir pennar
um land allt til styrktar starfi
Krabbameinsfélagsins, en slík sala
er orðin árviss. Selt verður við
verslanir og gengið í hús þar sem
því verður við komið. Allur ágóði
rennur til aðildarfélaga Krabba-
meinsfélags Íslands en það eru 25
svæðisbundin krabbameinsfélög og
fimm stuðningshópar, sem stofn-
aðir hafa verið til að sinna fé-
lagslegri þjónustu við þá sem hafa
fengið krabbamein. Undanfarin ár
hefur verið unnið að því að efla
starf svæðisbundnu félaganna.
Hafa nokkur þeirra þegar tekist á
við veigamikil verkefni í heima-
byggð sinni, einkum á sviði
fræðslu og forvarna. Pennasölunni
er ætlað að styðja við þessa starfs-
þætti. Krabbameinsfélagið væntir
þess að landsmenn taki sölufólki
vel og noti þetta tækifæri til að
efla baráttuna gegn krabbameini.
Krabbameinsfélag Íslands hefur
með höndum fjölþætta starfsemi:
Leit að krabbameini í leghálsi og
brjóstum kvenna, skráningu
krabbameins, krabbameinsrann-
sóknir, fræðslu um krabbameins-
varnir og ýmiss konar stuðning við
sjúklinga.
Starfsmenn Orkubús
Vestfjarða
Fallið verði frá
sameiningu
orkufyrirtækja
AÐALFUNDUR starfsmanna-
félags Orkubús Vestfjarða fagnar
og styður ályktun 47. fjórðungs-
þings Vestfirðinga um orkumál.
Hvetur aðalfundurinn sveitarstjórn-
armenn og þingmenn hins nýja
norðvesturkjördæmis til að fylgja
ályktuninni eftir við iðnaðarráð-
herra og þingmenn.
Ályktun fjórðungsþingsins var á
þá leið að skora á iðnaðarráðherra
að falla frá áformum um samein-
ingu RARIK, Orkubús Vestfjarða
og Norðurorku með höfuðstöðvar á
Akureyri. Segir að nái þessi áform
fram að ganga muni störfum fækka
á Vestfjörðum þrátt fyrir sam-
komulag við ríkisstjórnina um að
efla þessa starfsemi í fjórðungnum.