Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 56

Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD kl. 22 verður sýndur fyrsti þáttur vetrarins í hinni vinsælu þáttaröð Djúpu lauginni á Skjá einum. Eins og margir muna fengu tíu einstaklingar að sjá um prufuþátt í vor og tveir þeirra voru valdir úr sem stjórn- endur þáttarins í vetur, þau Kolbrún Björnsdóttir og Hálfdán Steinþórsson. Ögrun eða athyglissýki? „Það eru búið að vera brjálað að gera við undirbúning þáttarins, og þetta er mjög skemmtileg vinna,“ segir Kolbrún. „Já, ég var á sjónum svo við Kolla hittumst ekki fyrr en fyrir mánuði, en í þennan mánuð hafa tekist miklir kærleikar með okkur,“ bætir Hálfdán við, og þau brosa hvort til annars, greinilega strax orðin bestu vinir. Kolbrún, sem er hárgreiðslumeistari, segist hafa sótt um starfið til að ögra sér, enda haldin mikilli myndavéla- fælni. „Ég gat ekki ímyndað mér að ég kæmist alla leið og fengi starfið, en núna strax hef ég losnað við fælnina. Samt myndi ég eiginlega vilja gera þetta með öðru and- liti. Ég held að þetta verði kannski svolítið mikið eftir veturinn.“ „Maður er auðvitað athyglissjúkur,“ botnar Hálfdán með glott á vör. „Nei, nei, ég vildi ögra sjálfum mér með að prófa að sækja um, breikka sjóndeildarhringinn,“ segir Hálfdán sem m.a hefur búið í kommúnu í London. Gaman að taka þátt Þau segja þáttinn verða svipaðan og áður, allavega sé leikurinn sjálfur alveg eins. „Síðan er nýtt sett, og nýtt Djúpu laugar-lag verður frumflutt í þættinum í kvöld. Við verðum líka með skemmtilegt sófaviðtal í kvöld, og langar að hafa það fastan lið að spjalla við einstakling sem er sérfróður á einhvern hátt um þessi mál,“ segir Kolbrún. Einnig segja þau ævintýraferðirnar verða svipaðar, en jafnvel enn ævintýralegri en áður. Hins vegar muni nú reyna meira á samvinnu stefnumótaparsins en oft áður. Nýju stjórnendurnir vita nefnilega hvernig er að vera báðum megin við borðið. „Við Kolla höfum bæði farið í þáttinn sem keppendur. Ég fékk að velja mér dömu, og Kolla var valin til að fara á stefnumót,“ útskýrir Hálfdán. „Og það kom mér á óvart hversu ótrúlega gaman er að taka þátt í Djúpu lauginni,“ segir Kolla. „Þannig að bíðið með að binda ykkur þangað til þið haf- ið komið í þáttinn,“ segir Hálfdán. Og til að sækja um þátttöku er best að fara inn á strik.is og þaðan inn á Djúpu laugina. En fyrst er um að gera að skella sér í partí á Vídalín sem haldið verður eftir að útsendingu fyrsta þáttarins lýkur, en það er bannað lenda á „séns“, því… „…það er skilyrði að vera á lausu til að taka þátt í Djúpu lauginni,“ ítrekar Kolla að lokum. Djúpa laugin full að nýju Bíðið með að binda ykkur! Morgunblaðið/Kristinn Hálfdáni og Kolbrúnu finnst mesta áskorunin að leiða saman fólk sem á eitthvað sameiginlegt. Leitandi einstæðum sálum ætti að vegna vel í höndum sálfræðinemans og hárgreiðslukonunnar sem munu leiða saman líka einstaklinga í beinni útsendingu í vetur. Alltaf á þriðjudögum Sýnd kl. 4 og 5. Íslenskt tal. Vit 429 Það er einn í hverri fjölskyldu!  Kvikmyndir.is Roger Ebert Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.15 B.i. 12. Vit 427  Kvikmyndir.com  DV 1/2 SK.RadioX i ir.ir rti ir. . i Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Vit 423 FRUMSÝNING M E L G I B S O N Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri gamanmynd sem kemur verulega á óvart. 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is 27 þúsund áhorfendur ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SG. DV  SV Mbl Sýnd kl. 6. Líf þitt mun aldrei verða eins! Sjáið myndina í frábæru nýju hljóðkerfi Háskólabíós  ÓHT Rás2  SK Radíó X Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10. Enskt tal. FRUMSÝNINGM E L G I B S O N Sýnd kl. 5.45, 8 10.20. B. i. 12. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. „Ótrúlega fyndin, fjörug og frumleg mynd sem fengið hefur frábæra dóma.“ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hverfisgata 26 - Tel.: 511 3240 Bjarni Tryggva spilar alla helgina sex fet undir Við erum best geymda um helgar Opið til kl. 5.30 The Merry Ploughboys föstudag. Það eru Dublin dagar þessa daganna og alltaf Írsk stemming á Celtic.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.