Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGullpotturinn skiptist í fernt í Berlín /B4 Óvíst hvort Árni Gautur leiki gegn Ungverjum /B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r7. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 2 TVEIMUR skipverjum af skútunni Orbit 2 var bjargað um borð í þyrlur varnarliðsins snemma í gærmorgun en annar þeirra hafði slasast þegar mastur brotnaði og lenti á honum. Norskur togari tók skútuna í tog meðan unnið var að björgunaraðgerð- um en þegar síðast fréttist af skút- unni rak hana stjórnlaust. Samkvæmt upplýsingum frá slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss reyndist breskur skipverji meiddur á fæti og víðar en áverkar hans voru ekki eins alvarlegir og talið var í fyrstu. Hinn skipverjinn sem er kanadískur hlaut væga ofkælingu en er ómeiddur. Í fréttatilkynningu frá Landhelgis- gæslunni kemur fram að björgunar- stöðin í Clyde á Skotlandi hafði sam- band við stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar klukkan 19.40 í fyrrakvöld vegna sendinga frá neyðarbauju 240 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyj- um. Einnig hafði þota Flugleiða num- ið neyðarsendinguna á leið sinni til Ír- lands. Nimrod eftirlitsflugvél var send af stað frá Bretlandi og kom áhöfn hennar auga á neyðarblys sem skotið var frá skútunni um klukkan 23. Haft var samband við skútuna og var áhöfninni tjáð að mastur hefði fallið á annan skipverjann sem hefði fótbrotnað og hlotið innvortis meiðsl. Landhelgisgæslan óskaði eftir því við varnarliðið að það sendi þyrlu eftir skipverjunum en taldar voru líkur á að þyrlur Landhelgisgæslunnar þyrftu að sinna öðrum neyðarköllum. Þá höfðu borist óvenju mörg neyð- arköll norður af landinu en þau reyndust vera fölsk og segir Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að líkur séu á að þau hafi borist frá herskipum og flugvélum sem eru að æfingum þar. Samkvæmt upplýsingum frá varnar- liðinu lögðu þyrlurnar upp frá Kefla- vík klukkan 5:10. Norski togarinn Koralle var þá kominn með laskaða skútuna í tog og Nimrod eftirlitsflug- vél breska flughersins sveimaði. Mennirnir tveir voru hífðir hvor upp í sína þyrluna og sneru áleiðis til Reykjavíkur um áttaleytið. Þær lentu við Landspítalann í Fossvogi um tveimur og hálfri klukkustund síðar. Þyrlur varnarliðsins sóttu skipverja 300 sjómílur á haf út Slasaðist þegar skútu- mastrið lenti á honum Mennirnir voru hífðir um borð í þyrlur suðaustur af Reykjanesi. VIÐGERÐ er hafin á sæstrengnum Cantat3, sem bilaði að morgni 28. ágúst á milli Færeyja og Bretlands. Viðgerðarskip á vegum Teleglobe, sem annast rekstur strengsins, fann strenginn sl. fimmtudag og var þeg- ar hafist handa við að hífa hann upp á dekk til viðgerða. Skv. upplýsing- um Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Landssímans, er áætlað að viðgerð verði lokið 11. september. Öll talsímaumferð til og frá land- inu fer nú fram um gervitungl en netsamband hefur verið flutt yfir á Cantat3-strenginn til Bandaríkj- anna. Allt fjarskiptasamband um sæstrenginn til Evrópu liggur hins vegar niðri þar til viðgerð lýkur. Að sögn Heiðrúnar er komið á fullt talsíma- og netsamband við út- lönd eftir þessum leiðum og er Landssímanum ekki kunnugt um að neinar truflanir hafi orðið. Til að ná sæstrengnum upp í skipið þurfti að skera á hann og var vestari endinn hífður upp síðdegis. Kom þá í ljós eins og talið hafði verið að einangrun strengsins hafði rofnað. Var bútur klipptur af og endinn síðan festur við bauju. Því næst var hafist handa við að ná upp endanum Evrópumegin og viðgerð hafin. Áætlað að við- gerð verði lokið 11. september Viðgerðarskip við Cantat3-strenginn DÝRBÍTUR hefur lagst á fé frá bæn- um Gröf II í Víðidal og hafa alls 17 kindur drepist af hans völdum, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi. Á miðvikudagsmorgun gekk bónd- inn á Gröf II fram á dauða á og við smölun kom í ljós að sex kindur voru dauðar af völdum dýrbítsins og 11 til viðbótar voru svo illa á sig komnar að nauðsynlegt reyndist að lóga þeim. Átta til viðbótar eru særðar. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi telur bónd- inn sig hafa séð hund frá nágrannabæ atast í fénu. Mælst hefur verið til þess að hundurinn verði tjóðraður en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verði lógað. Dýrbítur leggst á fé í Víðidal SPÁÐ er ágætis veðri víða um land um helgina og jafnvel eitthvað fram eftir næstu viku. Spáð er einkum góðu veðri norðan lands og austan. Morgunblaðið/Ómar Haustblíða um helgina BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Átak hefur beint því til Vegagerðar- innar að hún stöðvi reglubundnar ferðir á vegum Hagvagna í Hafnar- firði milli níu gististaða í Reykjavík og sýningarsvæðis Íslensku sjávarút- vegssýningarinnar í Smáranum í Kópavogi. Bifreiðastjórafélagið Átak vísar til álits Jóns Magnússonar hrl., þar sem segir að ekki sé heimild í lög- um fyrir þessum ferðum Hagvagna. „Hagvagnar í Hafnarfirði auglýsa ákveðnar brottfarir á tímabilinu kl. 8.40 til 9.30 að morgni frá níu til- greindum stærstu gististöðum í Reykjavík á sýningarsvæði sjávarút- vegssýningarinnar og brottför frá sýningarsvæði sjávarútvegssýningar- innar til sömu gististaða kl. 18 dag hvern sem sýningin stendur. Far- gjald fyrir hvern farþega er kr. 300,“ segir í áliti Jóns Magnússonar. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé heimild í lögum fyrir þessari starf- semi Hagvagna. „Ljóst er að Hag- vagnar hafa hvorki sérleyfi né einka- leyfi á fólksflutningum milli gististaða og sjávarútvegssýningar,“ segir m.a. í álitinu. Í ljósi álitsins vill bifreiðastjóra- félagið Átak að Vegagerðin stöðvi umræddan akstur. „Leigubílstjórar eru orðnir langþreyttir á því að láta hópferðabíla taka af sér þá litlu vinnu sem til kemur með svona uppákom- um,“ segir Jón Stefánsson, varafor- maður Átaks, og vísar til vinnu vegna sjávarútvegssýningarinnar. Í áliti lögmanns Átaks segir: „Vegagerðinni sem hefur eftirlit með leiguakstri og fólksflutningum ber að sjá til þess að ákvæðum laganna sé framfylgt og þau leyfi sem aðilar hafa keypt til fólksflutninga hafi það inni- hald sem lögin hafa markað þeim. Það er því eðlilegt að bifreiðastjórafélagið Átak beini því til Vegagerðarinnar að stofnunin hlutist til um að akstur sá sem hér um ræðir á vegum Hagvagna verði stöðvaður því ekki verður annað séð en hann brjóti gegn lögvörðum rétti leigubifreiðastjóra miðað við ákvæði laga um einstaklingsbundnar ferðir og hópferðir.“ Þreyttir á að hópferða- bílar taki vinnu af þeim ÞRÍR íslenskir slökkviliðsmenn eru í sendinefnd frá norrænum slökkvi- liðum sem verða við minningarat- höfn um þá slökkviliðsmenn sem féllu í hryðjuverkunum í New York 11. september sl. Við athöfn hinn 12. september mun sendinefnd frá samtökunum af- henda minningarskjöld um slökkvi- liðsmenn sem létu lífið við björgun- arstörf í World Trade Center. Votta föllnum starfsbræðrum virðingu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.