Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 39 hlutverki“ að það gleymist að mörgum stofnunum er ætlað að ná öðrum og háleitari árangri en að veita umsagn- ir? Ég vona alltént að ekki sé mein- ingin að Landgræðslan verði einhvers konar umsagnarkontór, en hafi hvorki vald né getu til góðra verka í þágu ís- lenskrar náttúru. Árangur Land- græðslunnar er fyrst og fremst háður faglegum styrk hennar. Rányrkja Undirritaður hefur oft velt fyrir sér framtíð landgræðslustarfs á Íslandi, ekki síst í ljósi tregðunnar til að taka raunverulega á augljósum vanda. Gunnarsholt, höfuðból landverndar á Íslandi, á „upprekstrarrétt“ á eina mestu auðn landsins, Rangárvallaaf- rétt, og borgar líkast til ennþá fjall- skilagjald enda þótt enginn sé rekst- urinn. Það getur varla talist annað en styrkur við áníðslu á ónýtu landi. Stefnuskrá framboðslista í heimahér- aði Landgræðslu ríkisins í kosningun- um í vor er kannski talandi dæmi um nýja strauma: „Nýting afrétta. Nýting afrétta verður með óbreyttum hætti í góðu samráði við Landgræðslu ríkis- ins.“ Er nú rányrkja best stunduð í góðu samráði við þá sem eiga að gæta hagsmuna landsins? Þá er nú líklega farsælla að leggja Landgræðslu rík- isins niður. Úrelt ný lög? Það frumvarp sem nú liggur fyrir er að sumu leyti skref aftur á bak. Það tekur ekki á þeim vanda sem helst brennur á gróðri og jarðvegi landsins. Er það vilji hins háa Alþingis að setja úrelt lög? Lög sem þjóðin og þeir sem fást við verndun landsins verða síðan að sitja uppi með um ókomna framtíð? Vandanum verður þá velt áfram án þess að tekin sé skýr afstaða til þess hvernig staðið verður að málum. Ef ný lagasetning er ekki tilefni til að móta stefnu til framtíðar, hvenær þá? Höfundur er náttúrufræðingur. Verkefni hans, „Jarðvegsvernd“, sem unnið var að á vegum Rala og L.r., vann til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 1998. EGILL Skallagrímsson var í fréttum nýlega; leitað var beina hans undir Mosfelli. Saga hans er stöðugt í umræðunni. Í bygg- ingu sögunnar leika erfðamálin aðalhlutverk; mér virðist þessu ekki nægur gaumur gefinn. Í Egils sögu Skalla-Grímsson- ar er sagt frá tveimur erfða- málum og hliðstæðum. Mynda þau saman aðalgrind sögunnar. Í hvorutveggja málinu er tilkalli um arf hafnað því að sækjandi sé hórgetinn og skuli því arf- laus. Það hafði lent á Þórólfi Kveldúlfssyni að hafna endan- lega tilkalli Hildiríðarsona um arf. Björgólfur faðir þeirra hafði gamall tekið Hildiríði sér til fylgilags. Því eru Hildiríðarsyn- ir kallaðir hórgetnir. Hefst lang- ur vígaslóði. Egill freistar þess að ná arfi sem Ásgerði konu hans beri. En Björn faðir henn- ar hafði numið Þóru, móður hennar, á brott og auðvitað gegn vilja frænda hennar. Ás- gerður er kölluð hórgetin eða þýborin. Hafnað er tilkalli Egils um arf. Hefst vígaslóði annar og langur. Lesendur taka ólíka af- stöðu í þessum tveimur málum, þótt hliðstæð séu, líklega vegna þess hversu ólíkt höfundurinn afgreiðir málin tvö. Þessi að- algrind atburðarásar er svo skreytt með lífrænna söguefni. Vel kann meginefni Egils sögu að vera sagnfræðilega rétt. Ketill hængur frændi þeirra Kveld-Úlfs niðja hefndi fyrir Þórólf eldra; Ketill nam síðar land um Rangárvelli, er forfaðir þeirra í Odda sem fóstruðu Snorra Sturluson. Ketill hafði búið norður á Hálogalandi, ekki langt frá Þórólfi og Sigríði í Sandnesi og hefur þekkt vel til. En Rannveig dóttir Sigríðar, skyld Kveld-Úlfs niðjum, verður húsfreyja í Fljótshlíð. Í þeim héruðum geymast sagnir vel svo sem Þórður Tómasson hefur sannað. Snorri býr á Borg um hríð þar sem Egill forfaðir hans hafði búið og Mýramenn þar allt í kringum hann. Með aðalgrind er léttara að muna langa sögu – en lífi hverr- ar sögu ræður þó myndauðgi hennar og sjónnæmi þess er á hlýðir. Þetta er spurning um myndminni. Snorri goði hefur þekkt vel til Egils. Þuríður dótt- ir hans er aðalheimild Ara fróða, en sonarsonur Ara var nánasti vinur Guðnýjar móður Snorra Sturlusonar. Gömul kona sem ég þekkti átti vini fædda fyrir móðuharðindi, það er nær jafnlangt og frá Agli til Snorra Sturlusonar. Valgarður Egilsson Um Egils sögu Höfundur er læknir og rithöfundur. Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. E LD AV É LA R • O FN A R • H E LL U B O R Ð • V IF T U R ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! alltaf á þriðjudögum ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.