Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 44

Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur IngiKristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undarfirði 15. janúar 1907 og andaðist 30. ágúst síðastliðinn. Hann var næstelstur fjögurra barna hjónanna Kristjáns Guðjóns Guðmunds- sonar, f. 1869, d. 1920, og Bessabe Halldórsdóttur, f. 1877, d. 1962. Eldri en hann var Ólafur Þórður, 1903, d. 1981, en yngri voru Jóhanna Guð- ríður, f. 1908, og Halldór, f. 1910, d. 2000. Guðmundur Ingi gekk 2. september 1962 að eiga Þuríði Gísladóttur frá Mýrum í Dýrafirði, f. 6. júlí 1925, dóttir hjónanna Gísla Vagnssonar bónda á Mýrum í Dýrafirði og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Sonur Þuríðar og stjúpsonur Guðmundar Inga er Sigurleifur Ágústsson lagermaður, f. 1954, kvæntur Þórhildi Sverrisdóttur prentsmið og eiga þau tvo syni: Guðmund Inga og Benedikt. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfast- ur alla ævi. Hann stundaði nám í hreppsins, og einnig í skólanefnd héraðsskólans á Núpi. Aðalat- vinna hans var búskapur, en form- lega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944; þangað til var móðir hans talin fyrir búinu. Samhliða búskapnum fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum 1927–1946, en samfellt 1954–1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti. Nokkur afskipti hafði hann einnig af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Fram- sóknarflokkinn: við tvennar kosn- ingar 1942 á Ísafirði, og 1946 í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Um 1960 tók hann einnig nokkurn þátt í störfum samtaka herstöðvaand- stæðinga. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur undir heitunum: Sólstafir 1938, Sólbráð 1945, Sól- dögg 1958, Sólborgir 1963 og Sól- far 1981. Ljóð allra þessara bóka voru endurútgefin í safnritinu Sól- dagar 1993, en þar er einnig að finna viðauka með yngri ljóðum. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi ljóða og lausavísna, greina og frásagna í blöðum, tímaritum og safnbókum. Guðmundur Ingi var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðurs- borgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar. Útför Guðmundur Inga verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14, en jarð- sett verður í Holti. eldri deild Alþýðu- skólans á Laugum 1929–1930 og í eldri deild Samvinnuskól- ans í Reykjavík 1931– 1932, en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann af- skipti af margháttuð- um félagsmálum inn- an sveitar og utan og hélt því áfram meðan heilsa hans leyfði. Hann var í stjórn ung- mennafélagsins Bif- röst í Mosvallahreppi 1922–1937 og 1938– 1942, og ritari Héraðssambands ungmennafélaga Vestfjarða 1932– 1951. Í stjórn Kaupfélags Önfirð- inga sat hann 1935–1937 og 1938– 1978. Hann sat í stjórn Búnaðar- félags Mosvallahrepps 1927–1947, og var formaður Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1947–1983. Hann var fulltrúi á þingum Stétt- arsambands bænda frá stofnun þess 1945, og stjórnarmaður þar 1970–1986. Í hreppsnefnd Mos- vallahrepps sat hann 1938–1956 og 19521982, þar af oddviti sam- fellt frá 1956. Sýslunefndarmaður var hann 1954–1986. Einnig átti hann lengi sæti í skólanefnd Með andláti Guðmundar Inga Kristjánssonar er lokið langri og far- sælli ævi merkismanns. Meðan heils- an leyfði kom hann við sögu á fjöl- mörgum sviðum þjóðlífsins og skilaði drjúgu dagsverki á þeim flestum. Guðmundur Ingi ólst upp í for- eldrahúsum á Kirkjubóli ásamt þremur systkinum, tveimur bræðr- um og einni systur. Meðan börnin voru enn mjög ung (það elsta sjö ára og það yngsta á fyrsta ári) veiktist Kristján faðir þeirra alvarlega og var rúmliggjandi í tæpan áratug þar til hann lést. Það kom því í hlut Bessu húsfreyju að sjá um búreksturinn og gerði hún það fyrst með aðstoð vinnufólks, en síðan barnanna eftir því sem þau uxu úr grasi. Kristján og Bessa voru bæði bók- hneigð og skáldmælt og héldu börn- unum vel að námi, og ung þjálfuðust þau í að setja saman vísur. Þessi heimafræðsla reyndist þeim öllum gott veganesti, eins og kom í ljós þeg- ar þau urðu skyld til að fara í farskóla hreppsins við tíu ára aldur. En næstu árin eftir ferminguna gat ekki orðið um frekari skólagöngu að ræða hjá neinu þeirra; þarfir búsins komu í veg fyrir það. Öll fóru þau í skóla síð- ar, elsti bróðirinn Ólafur í Kennara- skólann, Guðmundur Ingi og Jó- hanna í Laugaskóla, og Ingi síðar í Samvinnuskólann, en Halldór tók gagnfræðapróf á Núpi. Þó að formleg skólaganga þeirra yrði ekki lengri en þetta urðu þau systkinin öll víðlesin og fjölmenntuð. Ólafur kom ekki aftur til langdval- ar á Kirkjubóli, en hin þrjú bjuggu öll áfram heima. Guðmundur Ingi var þeirra elstur, og var fyrir þeim við búreksturinn ásamt móður sinni. Formlega tók hann þó ekki við búinu sem bóndi fyrr en líða tók á heims- styrjaldarárin síðari. Þau systkinin sléttuðu og stækk- uðu túnið og fengin var hestasláttu- vél til að auka heyskapinn. Jafnframt sinntu þau garðrækt, og Jóhanna kom upp blóma- og trjágarði rétt hjá bænum sem Kristján faðir þeirra hafði reist 1904. Þótt hún sé komin á tíræðisaldur sinnir hún garðinum enn eftir því sem kraftar hennar leyfa. Kennsluferil sinn hóf Guðmundur Ingi 1927 tvítugur að aldri. Eftir það kenndi hann meira og minna í hreppnum til 1974 eða samtals í 30 vetur. Þótt hann væri ekki með kennara- próf reyndust kennsla hans og skóla- stjórn farsæl og bera gamlir nem- endur hans honum vel söguna. Margvísleg félagsstörf tóku jafnan mikið af tíma hans. Ungur heillaðist hann af ungmennafélagshreyfing- unni, samvinnuhreyfingunni og stefnu Framsóknarflokksins, og starfaði talsvert innan vébanda þeirra allra. Einnig varð hann for- ystumaður í samtökum bænda, bæði heima í héraði og á landsvísu, og að sveitarstjórnarmálum starfaði hann bæði vel og lengi. Þekktastur er Guðmundur Ingi þó fyrir skáldskap sinn, þó að útgefnar ljóðabækur hans séu ekki mjög margar og langt á milli þeirra sumra. Í þeim er víða slegið á strengi sem hrífa marga. Um og eftir miðja síð- ustu öld var hinsvegar ekki í tísku hjá bókmenntaelítunni sem svo var köll- uð að vegsama ljóð „framsóknar- bónda í sveit“, hvað þá ef hann var líka samvinnumaður, ungmenna- félagi og bindindismaður. Þeir for- dómar hafa þó verið mjög á undan- haldi síðustu árin, og því eru ljóð Guðmundar Inga nú metin af meira jafnvægi og sanngirni en gert var um skeið. Það sýna meðal annars þær góðu viðtökur sem heildarsafnið Sól- dagar fékk þegar það kom út 1993. Átta ára gamall var ég sendur til sumardvalar á Kirkjubóli og þar var ég líka næstu sjö sumur á eftir, síðast árið 1953. Þessi sumur á Kirkjubóli voru mér mikill skóli og gáfu mér lífs- reynslu sem ég tel nánast forréttindi að hafa fengið að öðlast. Á sumrin voru jafnan á Kirkjubóli nokkur aðkomubörn eða unglingar, og urðu enn fleiri síðar. Búskapar- hættir þar voru eftir gamla laginu og við mörg verkanna var þörf á hverri hönd sem völ var á. Það átti ekki síst við um heyskapinn, en í honum tóku stálpuð börn og unglingar fullan átt. Þau unnu við hlið fullorðna fólksins og undir stjórn þess, og yfirleitt fór vinnan ekki þegjandi fram, enda eng- in vélahljóð til að trufla. Ungviðið fékk því tækifæri til að læra margt með beinum og óbeinum hætti, ekki aðeins um vinnubrögðin við verkið, heldur um allt milli himins og jarðar, aðeins ef eyrun voru höfð opin. Þessi menntunartækifæri lærði ég þó ekki að nýta mér að ráði fyrr en síðustu árin, en þá reyndist mér oft býsna lærdósmsríkt að standa við slátt með þeim bræðrum, Guðmundi Inga og Halldóri, spyrja þá um ýmislegt og fá jafnan greinargóð svör, eða aðeins að fylgjast með samtölum þeirra sín á milli. Á Kirkjubóli var enn við lýði sá forni búskaparþáttur að færa frá, en í því fólst að snemma sumars voru lömb tekin frá mæðrum sínum, þau rekin á fjall en ærnar mjólkaðar í kví- um og úr mjólkinni unnið langtum betra og kraftmeira smjör en fæst úr kúamjólk og súrt skyr sem líka var sérstakt lostæti. Umsjón með kvía- ánum var í höndum unglinga eða stálpaðra barna, yfir þeim var fyrst setið á daginn, en síðan var þeim sleppt lausum og þurfti þá að smala þeim í kvíarnar tvisvar á hverjum sól- arhring. Hér er ekki staður til að lýsa þessu nánar, en ellefu ára var ég orð- inn aðalsmalinn á bænum og gegndi því starfi þar til fráfærurnar lögðust niður, en síðast var fært frá sumarið 1951. Fyrsta sumarið mitt á Kirkjubóli var ég rekkjunautur Guðmundar Inga, svo að hann varð í rauninni einskonar fósturfaðir minn strax í upphafi. Síðustu árin mín, eftir að nýtt íbúðarhús var komið í stað torf- bæjar afa míns, svaf ég jafnan í auka- rúmi í herbergi hans, en hann var þá ennþá einhleypur. Ég var þá kominn um og yfir fermingu og farinn að hafa áhuga á fleiru en áður, þar á meðal bæði skáldskap og pólitík. Á þessum árum fékk ég stundum tækifæri til að fylgjast með því hvernig hann vann við ljóðagerð sína. Guðmundur Ingi var ekki skrif- borðsskáld eða pappírsskáld. Hann „skrifaði“ ekki ljóð, eins og stundum er sagt núna að ljóðskáld geri. Hann ORTI þau. Þau urðu til í huga hans þar sem hann var staddur hverju sinni, oft við vinnu sína utanhúss eða innan. Þá tautaði hann oft eða raulaði fyrir munni sér heilar og hálfar hend- ingar, stundum þær sömu aftur og aftur með nýju orðalagi, hló stundum jafnvel með sjálfum sér hálfupphátt. Lokafrágangurinn var fólginn í því einu að hreinskrifa það sem þegar lá fyrir fullskapað í huganum, og ef til vill að snurfusa það lítillega í leiðinni. Þegar Kirkjubólsárum mínum lauk urðu samskipti mín við Guð- mund Inga eðlilega minni og sam- fundir okkar færri. Heill áratugur leið þá án þess að ég kæmi að Kirkju- bóli, en auðvitað hitti ég hann stund- um þegar hann var á ferð hér syðra. Síðustu árin hefur ferðum mínum þangað hinsvegar aftur fjölgað nokk- uð. Þegar Guðmundur Ingi varð fimm- tugur orti hann stutt ljóð, þar sem hann leit yfir farinn veg. Því ljóði lýk- ur með orðunum: Mér hefur mann- heimur verið/mildur og ríkur í senn. Í þessum orðum og þessu ljóði raunar öllu finnst mér lífsviðhorf hans koma mjög vel fram, mildi hans, nærgætni hans gagnvart öðrum, umburðar- lyndi og sá eiginleiki að sjá jafnan fremur kosti annarra manna en galla þeirra. Orðum ljóðsins mætti í raun- inni alveg eins snúa við. Hafi mann- heimur orðið Guðmundi Inga „mildur og ríkur“ hefur hann sjálfur verið mannheimi það sama. Hann hefur auðgað umhverfi sitt og samtíð með mildi sinni og góðvild, með sínu góða hjartalagi. Það var Guðmundi Inga mikið gæfuspor þegar hann gekk að eiga Þuríði Gísladóttur. Sambúð þeirra hefur verið farsæl og hún stutt hann með ráðum og dáð, bæði við störf hans að búskap og kennslu og ekki síður eftir að heilsa hans bilaði og hann þurfti mikillar umönnunar við heima og á vistheimilinu á Flateyri. Ég votta henni og öðrum aðstand- endum mínum dýpstu samúð, og þá ekki síst Jóhönnu frænku minni, sem nú er ein eftir af systkinahópnum á Kirkjubóli. Kristján Bersi Ólafsson. Sólskinið tollir betur við suma menn en aðra. Slíka menn má kalla sumarvæna. Engan mann höfum við þekkt sumarvænni Guðmundi Inga skáldbónda á Kirkjubóli. Það var samfellt sólskin í hugsun hans, orð- um og gerðum. Nú er lífi hans lokið eftir langan dag. Kveðja okkar til hans á lokadegi er hlý, send í sólgullnum roða sól- arlagsins. Það er margs að minnast, þegar við hugsum til Guðmundar Inga, eða Inga eins og við kölluðum hann alltaf. Allar eru minningarnar góðar og sól- skini vafðar. Lítil stúlka lagði leið sína frá Hafn- arfirði að Kirkjubóli til ömmu sinnar og föðursystkina. Þangað var gott að koma og þar var gott að fá nesti fyrir gönguferð lífsins. Það nesti hefur orðið drjúgt og dugað vel. Einn af þeim sem það nesti skömmtuðu var Guðmundur Ingi. Hann var hljóðlátur en hlýr frændi, glaðlyndur og góðlyndur. Aldrei brýndi hann róminn eða skammaðist við krakkana á Kirkju- bóli. Þess þurfti hann ekki með. Það var óskráð lögmál að gera allt sem hann vildi, umyrðalaust og með glöðu geði. Hann var maður þeirrar gerðar. Mörg barnanna okkar urðu þeirr- ar gleði og gæfu aðnjótandi að fá að dveljast á Kirkjubóli í skjóli frænd- fólksins þar. Þar var dvölin þeim kær. Þar mótuðust þau og mönnuð- ust bæði meðvitað og ómeðvitað. Heimilisbragur og heimilishættir á Kirkjubóli voru hverju barni góður og gagnlegur skóli. Þar átti hver heimamaður hlut að máli, hvort sem það var Bessa amma, Guðmundur Ingi, Hanna eða Halldór. Og öll slógu þau hörpu Braga og kunnu ósköpin öll af þjóðlegum fróð- leik, sögnum, sögum og ljóðum sem þau miðluðu óspart. Þetta síaðist inn í barnssálirnar og auðgaði önn hvers- dagsins. Þetta kunnum við vel að meta og fyrir það stöndum við í ævar- andi þakkarskuld við Kirkjubólsfólk- ið. Ein af annarri birtast þær myndir minninganna. Ingi að slá með hesta- sláttuvélinni. Kliðurinn í sláttuvélinni blandast kveðanda sláttumannsins. Hann er að yrkja. Skáldskapurinn er samofinn starfinu. Ingi í flekk að rifja með fróðleik og gamanyrði á vörum. Töðuangan og samantekt. Mosvallahornið horfir með velþóknun á heyvinnuna um leið og það teygir sig upp til himins. Ingi í hlöðunni að koma þar heyinu fyrir, sæll og sumarglaður. Það verð- ur gaman að gefa það á garðann, þeg- ar vetur gengur í garð. Barnssálir skynja gleði skáldbóndans. Ást á sveitinni og lífinu þar skjóta rótum. Lambær á vori, fé af fjalli á hausti, sauðkindur í húsi að vetri, fjárhús- ilmur og hornaspil, allt er þetta sam- ofið minningunni um Inga. Guðmundur Ingi var gefandi í allri umgengni. Glettni og gamansemi, fróðleiksþrá og ánægja af því að fræða aðra, áhugi uppalandans, vor- hugur og vinarþel, skapandi og skáldleg hugsun, allt þetta setti mark sitt á alla umræðu við hann og sam- verustundir. Þær stundir geymast vel og gleymast ekki. Björt og fögur sumarsólin var förunautur Guðmundar Inga. Sól- skinið var honum áskapað og mótaði hugsun hans og verk öll. Nöfnin á ljóðabókunum hans tala skýru máli um það. Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir, Sólfar og Sóldagar. Þeir eru ekki gæfulausir sem götuna ganga með slíkum manni. Kímið blik í auga, glaðlegt bros á vör, íslenskur skapandi andi, máttur moldar og gróðurs, vermandi vinátta, handtak þrungið sumaryl, – þetta kemur í hugann, þegar við hugsum til þín Ingi. Þakklætið fyrir kynnin öll fyllir huga okkar og hjarta á kveðjustund. Það var gott að vera samferðamaður þinn og það er gott að hugsa til þín. Með minningunum um þig er gott að búa. Enn og aftur, hjartans þakkir fyrir allt. Þura og Hanna. Við og fjölskylda okkar sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Þið eru ekki fátækar að hafa átt slíkan eiginmann og bróður. Það brennur bjartur eldur á arni minninganna, sem gott er að ylja sér við. Í sumarlok siglir sólhugi fari sínu til nýrra sólarlanda. Góða ferð Guð- mundur Ingi og guð blessi þig og ferð þína. Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaníasson. Við andlát Guðmundar Inga koma bæði í hugann minningar frá gamalli tíð og þeirri sem nær er; hlýjar minn- ingar um samskipti fölskyldu minnar á Flateyri og fjölskyldunnar á Kirkjubóli í Bjarnardal. Fyrstu minningar eru þegar við systkinin, Einar Oddur og ég, kom- um í gamla torfbæinn á Kirkjubóli til að kveðja Friðrikku ömmu sem lá þá banaleguna á heimili systur sinnar, Bessabe. Ég man ennþá hvað mér fannst dimmt á loftinu. Þetta var árið sem mér varð ljóst að við getum ekki vitað hve langur tími okkur er skammtaður hér í þessu jarðlífi. Pabbi hafði látist nokkrum mánuðum fyrr, berklar og önnur veikindi voru hjá föðurfjölskyldu minni og urðu þess m.a. valdandi að Friðrikka amma í Sveinshúsi fór inn í fjörð – og þá eiginlega til að deyja. Nokkrum sinnum dvaldist ég sem stálpaður krakki á Kirkjubóli við ber- jatínslu. Þótt ung væri skynjaði ég mjög sterkt hið sérkennilega og að sumu leyti forna andrúmloft sem þarna ríkti. Fráfærurnar voru til dæmis ekki aflagðar á Kirkjubóli fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar því það var ekki verið að kasta gömlum siðum fyrir róða á þeim bæ nema ærnar ástæður lægju að baki. Og þarna ríkti, svo sem kunnugt er, mik- il ást og sannur áhugi á öllu er ljóð- list, kveðskap, íslenskri tungu og bókmenningu viðkemur. Allir gátu ort. Ég minnist þess t.d. að fyrriparti var kastað fram af einhverjum um það leyti sem gengið var til daglegra verka og að kvöldi beðið eftir að heyra og skemmta sér við að hlýða á hvað andinn hefði blásið hverjum og einum í brjóst. Ég man hvað ég dáð- ist að hagmælsku þeirra systkina. Í mínum huga voru þetta eins og sann- ir galdrar. Í bernsku minni á Flateyri voru tengslin við frændfólkið á Kirkjubóli ávalt skýr. Hnausþykkur rjóminn, fluttur til okkar fyrir stórhátíðir í þriggjapela glerflöskum klæddum ullarsokkum, bar m.a. vitni um þann hlýhug sem borinn var til okkar á mölinni. Svo fór að við systkinin lærðum stöku ljóð og ljóðlínur eftir Guðmund Inga. Okkur fannst sum ljóðin svo skrítin og skemmtileg að ljóðlínur urðu að viðkvæði við ákveðnar at- hafnir. „Tíu krónur og trúna á landið – er allt sem ég á“ sögðum við gjarn- an þegar við hefðum viljað eiga fyrir einhverju sem fjárráðin leyfðu ekki. Og það var eins og auðveldara væri að sætta sig við hlutskipti sitt og reyna að taka trúna á landið sem jafngilda fjármunum sem ekki væru í sjónmáli. Gott veganesti hefur það líka reynst. Og æði oft þegar við krakkarnir áttum þess kost að snæða hjallþurrkaðan rikling eða annað þurrkað góðgæti sammæltumst við með frænda okkar og höfðum yfir ljóðlínurnar með tilþrifum: „Harð- fiskur það er nú matur maður – með- an smjer er til!“ Mér þykir ekki ólík- legt að á svipaðan hátt hafa aðrir tileinkað sér skáldskap Guðmundar Inga og lært að meta hann – fundið samhljóm með hinum hversdagslegu yrkisefnum en jafnframt skynjað hina tæru ást hans á landinu og störf- unum sem lífið krefst og eru hlut- skipti okkar flestra – stundum upp- spretta sannrar hamingju. Guðmundur Ingi átti sér langa ævi og farsæla í Önundarfirði. Eða eins GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.