Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 53
* 500 kr. inneign á mánu›i í 8 mánu›i. Tilbo›i› gildir til 5. október, bæ›i í áskrift og Frel .
Verslanir Símans um allt land.
léttkaupsverð: 12.980 kr.
Léttkaup
1.000 kr. næstu 12 mánuði.
Færist á símreikning.
útborgun
980 kr.
Nokia 3310
4.000 kr. inneign fylgir me› GSM-síma sem
keyptur er hjá Símanum.*
Léttkaup1.480 kr.
Motorola T191
1.000 kr. næstu 12 mánuði.
Færist á símreikning.
útborgun
léttkaupsverð: 13.480 kr.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
7
2
4
7
/ sia
.is
Listasafn Kópavogs,
Gerðarsafn
Tveimur sýningum, Stefnumót og
Yfirgrip, lýkur á sunnudag. Á sýn-
ingunni Stefnumót eru málverk Jó-
hannesar Jóhannessonar og högg-
myndir og glerlist Gerðar
Helgadóttur. Valgerður Hafstað
sýnir eldri og nýrri málverk á sýn-
ingunni Yfirgrip.
Listasafn Kópavogs er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 11-17.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14–16
Sýningu á ljósmyndum Jóns Kal-
dals lýkur í dag.
Gallerí Fold er opið daglega kl. 10-
18, laugardaga til kl. 14.
Sýningu lýkur
ÍSLAND í hers
höndum heitir ný
bók Þórs White-
head sem væntan-
leg er kemur út í
haust á vegum
Vöku-Helgafells.
Í bókinni er saga
Íslands í síðari
heimsstyrjöld
sögð í ljósmynd-
um. Í bókinni, sem er 272 blaðsíður að
lengd og í stóru broti, birtist á sjötta
hundrað mynda; ljósmyndir, teikn-
ingar og kort, auk sérstaks bókar-
auka með litmyndum. Margar mynd-
anna koma nú í fyrsta sinn fyrir
almenningssjónir en þeirra hefur Þór
aflað í söfnum og hjá einstaklingum á
Íslandi, austan hafs og vestan. Meðal
myndhöfunda eru ýmsir af virtustu
ljósmyndurum heims á liðinni öld.
Hverri mynd fylgir ítarlegur texti en
að baki hans liggja fjölmörg viðtöl við
sjónarvotta og heimildarannsókn, hér
heima og erlendis.
Stríðsárasaga
í ljósmyndum
væntanleg
Þór Whitehead
Á CAFÉ Mílanó stendur nú yfir
sýning Ingunnar Jensdóttur á silki-
og vatnslitamyndum. Ingunn hefur
haldið sýningar árlega í Eden í
Hveragerði en þetta er í annað sinn
sem hún sýnir á Café Mílanó.
Ingunn starfar einnig sem leik-
stjóri.
Ein mynda Ingunnar Jensdóttur.
Vatnslitamyndir
í Café Mílanó
ARNALDUR
Indriðason sendir
frá sér sína sjöttu
skáldsögu hjá
Vöku-Helgafelli
nú í haust. Mýrin
eftir Arnald hlaut
Glerlykilinn, Nor-
rænu glæpa-
sagnaverðlaunin í
ár og samið hefur
verið um útgáfu á
verkum hans í ýmsum Evrópulönd-
um. Sagan hefst á því að starfsmaður
á stóru hóteli í Reykjavík finnst
stunginn til bana. Hann reynist hafa
verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en
upplýsingar um æskuár hans, ævin-
týraleg og dapurleg í senn, koma lög-
reglunni á sporið. Og smám saman
raðast brotin saman í mynd af efni-
legum pilti sem hlaut undarleg örlög.
Aðalpersónur sögunnar eru, eins
og í undanförnum bókum Arnaldar,
lögreglumennirnir Erlendur, Elín-
borg og Sigurður Óli.
Arnaldur
Indriðason
sendir frá sér
nýja skáldsögu
Arnaldur
Indriðason