Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 53 * 500 kr. inneign á mánu›i í 8 mánu›i. Tilbo›i› gildir til 5. október, bæ›i í áskrift og Frel . Verslanir Símans um allt land. léttkaupsverð: 12.980 kr. Léttkaup 1.000 kr. næstu 12 mánuði. Færist á símreikning. útborgun 980 kr. Nokia 3310 4.000 kr. inneign fylgir me› GSM-síma sem keyptur er hjá Símanum.* Léttkaup1.480 kr. Motorola T191 1.000 kr. næstu 12 mánuði. Færist á símreikning. útborgun léttkaupsverð: 13.480 kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 7 2 4 7 / sia .is Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Tveimur sýningum, Stefnumót og Yfirgrip, lýkur á sunnudag. Á sýn- ingunni Stefnumót eru málverk Jó- hannesar Jóhannessonar og högg- myndir og glerlist Gerðar Helgadóttur. Valgerður Hafstað sýnir eldri og nýrri málverk á sýn- ingunni Yfirgrip. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14–16 Sýningu á ljósmyndum Jóns Kal- dals lýkur í dag. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10- 18, laugardaga til kl. 14. Sýningu lýkur ÍSLAND í hers höndum heitir ný bók Þórs White- head sem væntan- leg er kemur út í haust á vegum Vöku-Helgafells. Í bókinni er saga Íslands í síðari heimsstyrjöld sögð í ljósmynd- um. Í bókinni, sem er 272 blaðsíður að lengd og í stóru broti, birtist á sjötta hundrað mynda; ljósmyndir, teikn- ingar og kort, auk sérstaks bókar- auka með litmyndum. Margar mynd- anna koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir en þeirra hefur Þór aflað í söfnum og hjá einstaklingum á Íslandi, austan hafs og vestan. Meðal myndhöfunda eru ýmsir af virtustu ljósmyndurum heims á liðinni öld. Hverri mynd fylgir ítarlegur texti en að baki hans liggja fjölmörg viðtöl við sjónarvotta og heimildarannsókn, hér heima og erlendis. Stríðsárasaga í ljósmyndum væntanleg Þór Whitehead Á CAFÉ Mílanó stendur nú yfir sýning Ingunnar Jensdóttur á silki- og vatnslitamyndum. Ingunn hefur haldið sýningar árlega í Eden í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem hún sýnir á Café Mílanó. Ingunn starfar einnig sem leik- stjóri. Ein mynda Ingunnar Jensdóttur. Vatnslitamyndir í Café Mílanó ARNALDUR Indriðason sendir frá sér sína sjöttu skáldsögu hjá Vöku-Helgafelli nú í haust. Mýrin eftir Arnald hlaut Glerlykilinn, Nor- rænu glæpa- sagnaverðlaunin í ár og samið hefur verið um útgáfu á verkum hans í ýmsum Evrópulönd- um. Sagan hefst á því að starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst stunginn til bana. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en upplýsingar um æskuár hans, ævin- týraleg og dapurleg í senn, koma lög- reglunni á sporið. Og smám saman raðast brotin saman í mynd af efni- legum pilti sem hlaut undarleg örlög. Aðalpersónur sögunnar eru, eins og í undanförnum bókum Arnaldar, lögreglumennirnir Erlendur, Elín- borg og Sigurður Óli. Arnaldur Indriðason sendir frá sér nýja skáldsögu Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.