Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 55
Raðhús - Víkurhverfi
Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi,
Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með
tvöfaldan bílskúr. Byggingaraðili er Hrauntún ehf.
Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060.
RAUÐI kross Íslands tók í vikunni
við níu af fimmtán hjartastuðtækj-
um sem sett verða í sjúkrabíla fé-
lagsins á höfuðborgarsvæðinu og
víða um land á næstunni. Með til-
komu tækjanna verður hægt að
auka enn frekar lífslíkur sjúklinga í
hjartastoppi.
Ráðgert er að endurnýja hjarta-
stuðtæki í fleiri sjúkrabílum strax á
næsta ári.
Tækin sem um ræðir eru auðveld
í notkun og ýmist hálfsjálfvirk eða
alsjálfvirk. Hægt er að senda upp-
lýsingar í gegnum síma úr þeim á
viðkomandi sjúkrahús þannig að
starfsfólk geti fylgst með sjúklingn-
um meðan á flutningi stendur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tækin voru afhent nýlega. Frá hægri: Haraldur Gunnarsson, framkvæmdastjóri A. Karlssonar, Marinó Már
Marinósson, forstöðumaður sjúkraflutninga hjá RKÍ, og Róbert Lee Tómasson, sölustjóri hjá A. Karlssyni.
Ný hjartastuðtæki í sjúkrabíla
HÓPASTARF þar sem unnið er eft-
ir svonefndum tólf sporum hefur far-
ið vaxandi innan þjóðkirkjunnar og
þegar vetrarstarf kirkjunnar er nú
almennt að hefjast verða kynning-
arfundir í allmörgum kirkjum á höf-
uðborgarsvæðinu og nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni.
„Tólf spora aðferðin á uppruna
sinn í AA-hreyfingunni en í þessu
samhengi er hún unnin í farvegi
kristinnar trúar og ætluð öllum sem
vilja vinna með tilfinningar sínar,
öðlast betri líðan og meiri lífsfyll-
ingu. Unnið er eftir vinnubókinni
Tólf sporin – Andlegt ferðalag og
hefur reynslan af þessu starfi verið
mjög góð þar sem aðferðin hefur
reynst fólki árangursrík leið til auk-
inna lífsgæða,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrstu kynningarfundir haustsins
á tólf spora starfi verða sem hér seg-
ir: Áskirkja, þriðjudaginn 10. sept-
ember kl. 19, Hjallakirkja, Kópa-
vogi, miðvikudaginn 11. september
kl. 20, Hallgrímskirkja, mánudaginn
16. september kl. 20, Neskirkja,
mánudaginn 23. september kl. 20,
Vídalínskirkja, Garðabæ, mánudag-
inn 23. september kl. 19, Kirkja
Óháða safnaðarins, þriðjudaginn 24.
september kl. 18, Fríkirkjan í Hafn-
arfirði, fimmtudaginn 26. september
kl. 20, Glerárkirkja á Akureyri,
mánudaginn 30. september kl. 20.
Fundirnir verða opnir öllum
fyrstu þrjú/fjögur skiptin til að fólk
geti kynnt sér þessa aðferð og kom-
ist að því hvort hún hentar. Fund-
irnir verða síðan vikulega á sama
stað og á sama tíma.
Hópastarf um
tólf sporin
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til-
einkað árið 2002 fjöllum og af því til-
efni hafa Landvernd og Náttúru-
fræðistofnun Íslands tekið höndum
saman um að vekja athygli á mik-
ilvægi fjalla fyrir íslensku þjóðina. Á
heimasíðu verkefnisins www.land-
vernd.is/arfjalla2002 eða www.ni.is/
arfjalla2002 er að finna fróðleik um
fjöll, m.a. um gerðir fjalla, gróður í
fjöllum, jökla, vætti í fjöllum.
„Að þekkja fjöll og ganga á fjall“
er samkeppni fyrir grunnskólanem-
endur í 4. til 10. bekk. Verkefnið felst
í því að hver bekkur nafngreini í
samstarfi 10 fjöll sem er að finna á
heimasíðunni og fari í fjallgöngu í
nágrenninu og taki saman stutta frá-
sögn af henni í máli og myndum. Ef
bekkurinn hefur leyst þessar tvær
þrautir þá getur hann tekið þátt í
ferðahappdrætti árs fjalla. Þeir
heppnu fá ævintýraferð á fjöllum
með Íslenskum ævintýraferðum sem
er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á
þessu sviði – sjá www.adventure.is.
Grunnskólabekkir sem leysa verk-
efnin og vilja vera með „happdrætt-
inu“ verða að senda bréf til Land-
verndar, Ránargötu 18, 101
Reykjavík, eigi síðar en 15. október
nk. eða tölvupóst til landvernd-
@landvernd.is. Í bréfinu á að greina
frá nöfnum fjallanna og því á að
fylgja frásögn af fjallgöngu bekkjar-
ins.
Allir grunnskólar landsins eiga að
hafa fengið upplýsingar um þessa
keppni ásamt veggspjaldi,“ segir í
fréttatilkynningu.
Vekja athygli á
mikilvægi fjalla
SNERPA tölvu- og netþjónusta og
Þekkingarmiðlun, sem er þjálfunar-
og ráðgjafarfyrirtæki, hafa hafið
samstarf um námskeið á Ísafirði.
Snerpa hefur frá árinu 1996 staðið
fyrir m.a. tölvunámskeiðum og mun í
vetur m.a. bjóða upp á nýtt námskeið
í skrifstofutækni þar sem nemendur
eru búnir undir krefjandi störf á
vinnumarkaðinum. Fyrir utan það
að kennt sé á hin hefðbundnu forrit
eins og Office forritin og Internet
verður einnig kennt bókhald, tíma-
stjórnun, framkoma og framsögn,
sölumennska og mannleg samskipti.
Meðal kennara verða Eyþór Eð-
varðsson, Ingrid Kuhlman og Edda
Björgvins frá Þekkingarmiðlun ehf.
auk annarra. Námskeiðin verða
haldin í samstarfi við Fræðslumið-
stöð Vestfjarða og mun fræðslumið-
stöðin útvega aðstöðu fyrir kennsl-
una í nýjum húsakynnum. Allar
nánari upplýsingar varðandi námið
er hægt að nálgast hjá Snerpu, jon-
arnar@snerpa.is og í Fræðslumið-
stöð Vestfjarða, frmst@frmst.is
Samstarf um
tölvuþjónustu
FRAM til sunnudags verða snyrti-
dagar í Smáralind. Meðal þess sem
boðið verður upp á er kynning á
haustlitunum, fjöldi kynninga, kaup-
auka og fjöldi tilboða.
Meðal tilboða má nefna kynningar
á andlits- og baðlínu í Body Shop, á
Twister Babyliss fléttusnúningnum í
Byggt og búið og á Gosh og Clinique
í Lyfju. Þá verður Aveda kynning í
Debenhams, kaupauki frá No Name,
Estee Lauder og Shiseido. Sýni-
kennsla verður í förðun, kynning á
Kanebo og ilmvatnskynningar.
Hagkaup býður upp á förðunarbás
frá Cee, kynningu á ilmvatni frá Fio-
rucci og förðun með Origins.
Hygea verður með Shiseido, Yves
Saint Laurent og Chanel kynningar,
auk kaupauka frá Lancome, Helenu
Rubenstein og Artdeco. Smárasól
verður með tilboð í ljósatíma og
Slenderton og Space kynna hárleng-
ingarlokka, Nee förðunarlínuna,
Davines og Comfort zone. Loks má
geta tilboða frá Top Shop á Urban
Decay og Gosh.
Snyrtidagar
í Smáralind
NÝLEGA hélt Dansráð Íslands sína
árlegu dansráðstefnu í sjötta sinn.
„Innan DÍ eru starfandi danskennar-
ar í dans- og grunnskólum landsins og
er ráðstefnan vettvangur þar sem
málefni danskennslu á Íslandi eru
rædd. Mikil og góð umræða var um
danskennaranámið á Íslandi en fram
til þessa hefur Dansráð Íslands staðið
fyrir menntun íslenskra danskenn-
ara. Nú er stefnt að því að koma nám-
inu í ákveðinn farveg hjá Kennarahá-
skóla Íslands. Á ráðstefnunni voru
einnig tekin nokkur lauflétt spor og
hugað að nýjungum í danskennslu.
Keppni var haldin meðal dans-
kennara um Dans ársins 2002. Þessi
keppni er orðin árlegur viðburður hjá
DÍ. Dans ársins á að vera auðlærður
og skemmtilegur dans sem á að höfða
til sem flestra. Markmiðið með hon-
um er að fá fólk á öllum aldri til að
dansa. „Elvis tvist“ var kosinn dans
ársins í ár. Kara Arngrímsdóttir,
danskennari hjá Dansskóla Jóns Pét-
urs og Köru, er höfundur dansins.
Dansráð Íslands óskar henni til ham-
ingju með dansinn og þakkar henni
fyrir framlagið,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Dansráðstefna DÍ
EFTIRFARANDI ályktanir stjórn-
ar SUNN, Samtaka um náttúru-
vernd á Norðurlandi, voru sam-
þykktar á stjórnarfundi nýlega.
„Stjórn SUNN andmælir hug-
myndum um fleiri stíflur í Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu. Virkjanir
þær sem þar voru byggðar fyrir
nokkrum áratugum ásamt stíflum
við ósa árinnar í Mývatnssveit ollu
miklum landspjöllum. Stjórn SUNN
telur að virkjanir á vatnasvæði Lax-
ár komi ekki til greina og um það
hafi verið samið fyrir þremur ára-
tugum. Þá bendir stjórnin á að flýta
þurfi gerð rammaáætlunar um nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma þannig
að auðveldara verði fyrir stjórnvöld
og almenning að ræða saman um ein-
stakar framkvæmdir.“
Síðari ályktunin fjallar um borg-
aralega óhlýðni og landvörslu:
„Stjórn SUNN undrast fremur
harkaleg viðbrögð Náttúruverndar
ríkisins gagnvart því að landverðir í
Herðubreiðarlindum og við Drekagil
tjáðu tilfinningar sínar um sam-
komulag stjórnvalda við Alcoa um ál-
ver og framkvæmdir á hálendinu
með því að draga fána í hálfa stöng.
Bent er á að alþjóðleg hefð er fyrir
því að nota fána til að tjá tilfinningar
og sjónarmið. Stjórn SUNN lítur á
það sem minniháttar „agabrot“ að
nota „opinberar“ flaggstengur og
hvetur Náttúruverndina til að taka
borgaralega óhlýðni landvarðanna
sem mildilegustum höndum. Jafn-
framt skorar stjórn SUNN á Nátt-
úruverndina og umhverfisráðherra
að efla stórlega landvörslu. Í sumar
var dregið úr landvörslu á nokkrum
stöðum, svo sem í Mývatnssveit.
Slíkt er ekki viðunandi og verður að
vera tímabundið ástand.“
Andmæla hug-
myndum um
fleiri stíflur
OPIÐ hús verður hjá skátafélögum
víðsvegar um land í dag kl. 14–16. Þá
verður skráning fyrir starfsárið og
innritun nýrra félaga. Eftir vel
heppnað og fjölmennt landsmót í
sumar tekur við vetrarstarf með úti-
legum, dagsferðum og samveru-
stundum.
„Skátahreyfingin byggir á reynd-
um og margsönnuðum gildum sem
snúa að uppeldisfræði og jafningja-
fræðslu. Einstaklingurinn öðlast fé-
lagslegan og andlegan þroska með
því að takast á við fjölbreytt og
spennandi verkefni í samvinnu við
jafnaldra sína án þess að vera í sam-
keppni við þá. Útilíf spilar stórt hlut-
verk í skátastarfi og innleiðir heil-
brigða lífshætti, virðingu og
kunnáttu gagnvart náttúrunni. Starf
innan skátafélaga stendur öllum til
boða sem náð hafa lágmarksaldri
sem er 8–10 ára eftir skátafélögum,“
segir í fréttatilkynningu.
Innritun í skáta-
félög í dag
HAUSTHÁTÍÐ Árbæjar verður
haldin sunnudaginn 8. september í
Fylkishöllinni. Dagskráin hefst kl. 11
með fjölskyldumessu í Árbæjar-
kirkju. Kl. 11:45 verður svo skrúð-
ganga frá Árbæjarkirkju niður í
Fylkishöll þar sem skemmtidagskrá
og kynning á íþrótta- og tómstunda-
starfi fyrir veturinn 2002–2003 fer
fram.
Meðal þess sem verður á boðstól-
um er: andlitsmálun, Króni og Króna
koma fram í boði SPV, söng-, dans- og
íþróttaatriði á sviði, meðal annarra
Bent úr Rottweiler-hundum, leiktæki
frá Sprell, veltibíll Sjóvár-Almennra,
rallíbíll MS, leiktæki ÍTR, hestar
teymdir undir börnum, útileikir, veit-
ingasala og pylsusala, dagvaka og síð-
ast en ekki síst kynning á öllu íþrótta-
og tómstundastarfi sem í boði er í Ár-
bænum fyrir veturinn 2002–2003.
Hausthátíð í
Árbæjarhverfi
DANSFÉLAGIÐ Hvönn byrjar
vetrarstarfið 21. september nk.
Verður boðið upp á danskennslu
fyrir byrjendur og fyrir þá sem
lengra eru komnir í öllum aldurshóp-
um í vetur. Kenndir verða allir all-
mennir samkvæmisdansar, barna-
dansar, standard- og suður-
amerískir dansar ásamt kántrí og
gömludönsunum.
Aðalkennari verður Hildur Ýr
Arnarsdóttir danskennari. Henni til
aðstoðar verða margfaldir Íslands-
og Norðurlandameistarar þau Ísak
og Helga Dögg. Kennt verður í HK-
húsinu við Digranesveg í Kópavogi.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á
netfanginu www.islandia.is/danshus-
id
Hvönn að hefja
vetrarstarfið
ÞJÁLFUNARNÁMSKEIÐ fyrir
foreldra barna með athyglisbrest, of-
virkni og börn með hegðunarvanda
eru að hefjast. Námskeiðin eru ætluð
foreldrum barna á aldrinum fjögurra
til tólf ára og eru haldin vikulega einn
og hálfan tíma í senn. Í hverjum nám-
skeiðshópi eru foreldrar 8–9 barna.
Námskeiðstímar eru níu talsins.
Áhersla er lögð á fræðslu, umræð-
ur og heimaverkefni. Heimavinnan
felst í því að prófa og æfa nýjar leiðir
í samskiptum við börnin. Kennt er að
styrkja æskilega hegðun með athygli
og hrósi og með umbunarkerfi. Einn-
ig er fjallað um leiðir til að setja
hegðun barnanna mörk á skilvirkan
máta. Meginmarkmiðið er að breyta
samskiptamynstri foreldra og barns
og bæta þannig líðan allrar fjölskyld-
unnar.
Eirð er fræðsluþjónusta um upp-
eldi og geðheilsu barna og unglinga
og þeir sem kenna á námskeiðinu eru
fagmenn sem hafa áralanga reynslu
af því að halda námskeið af þessu
tagi. Skráning og nánari upplýsingar
um námskeiðin eru á póstfangi Eirð-
ar, eird@isl.is. Þeir foreldrar sem
þegar hafa skráð sig á biðlista eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band og staðfesta þátttöku.
Foreldranámskeið
Eirðar að hefjast