Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 55 Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherbergi. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Byggingaraðili er Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. RAUÐI kross Íslands tók í vikunni við níu af fimmtán hjartastuðtækj- um sem sett verða í sjúkrabíla fé- lagsins á höfuðborgarsvæðinu og víða um land á næstunni. Með til- komu tækjanna verður hægt að auka enn frekar lífslíkur sjúklinga í hjartastoppi. Ráðgert er að endurnýja hjarta- stuðtæki í fleiri sjúkrabílum strax á næsta ári. Tækin sem um ræðir eru auðveld í notkun og ýmist hálfsjálfvirk eða alsjálfvirk. Hægt er að senda upp- lýsingar í gegnum síma úr þeim á viðkomandi sjúkrahús þannig að starfsfólk geti fylgst með sjúklingn- um meðan á flutningi stendur. Morgunblaðið/Jim Smart Tækin voru afhent nýlega. Frá hægri: Haraldur Gunnarsson, framkvæmdastjóri A. Karlssonar, Marinó Már Marinósson, forstöðumaður sjúkraflutninga hjá RKÍ, og Róbert Lee Tómasson, sölustjóri hjá A. Karlssyni. Ný hjartastuðtæki í sjúkrabíla HÓPASTARF þar sem unnið er eft- ir svonefndum tólf sporum hefur far- ið vaxandi innan þjóðkirkjunnar og þegar vetrarstarf kirkjunnar er nú almennt að hefjast verða kynning- arfundir í allmörgum kirkjum á höf- uðborgarsvæðinu og nokkrum stöð- um á landsbyggðinni. „Tólf spora aðferðin á uppruna sinn í AA-hreyfingunni en í þessu samhengi er hún unnin í farvegi kristinnar trúar og ætluð öllum sem vilja vinna með tilfinningar sínar, öðlast betri líðan og meiri lífsfyll- ingu. Unnið er eftir vinnubókinni Tólf sporin – Andlegt ferðalag og hefur reynslan af þessu starfi verið mjög góð þar sem aðferðin hefur reynst fólki árangursrík leið til auk- inna lífsgæða,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrstu kynningarfundir haustsins á tólf spora starfi verða sem hér seg- ir: Áskirkja, þriðjudaginn 10. sept- ember kl. 19, Hjallakirkja, Kópa- vogi, miðvikudaginn 11. september kl. 20, Hallgrímskirkja, mánudaginn 16. september kl. 20, Neskirkja, mánudaginn 23. september kl. 20, Vídalínskirkja, Garðabæ, mánudag- inn 23. september kl. 19, Kirkja Óháða safnaðarins, þriðjudaginn 24. september kl. 18, Fríkirkjan í Hafn- arfirði, fimmtudaginn 26. september kl. 20, Glerárkirkja á Akureyri, mánudaginn 30. september kl. 20. Fundirnir verða opnir öllum fyrstu þrjú/fjögur skiptin til að fólk geti kynnt sér þessa aðferð og kom- ist að því hvort hún hentar. Fund- irnir verða síðan vikulega á sama stað og á sama tíma. Hópastarf um tólf sporin SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til- einkað árið 2002 fjöllum og af því til- efni hafa Landvernd og Náttúru- fræðistofnun Íslands tekið höndum saman um að vekja athygli á mik- ilvægi fjalla fyrir íslensku þjóðina. Á heimasíðu verkefnisins www.land- vernd.is/arfjalla2002 eða www.ni.is/ arfjalla2002 er að finna fróðleik um fjöll, m.a. um gerðir fjalla, gróður í fjöllum, jökla, vætti í fjöllum. „Að þekkja fjöll og ganga á fjall“ er samkeppni fyrir grunnskólanem- endur í 4. til 10. bekk. Verkefnið felst í því að hver bekkur nafngreini í samstarfi 10 fjöll sem er að finna á heimasíðunni og fari í fjallgöngu í nágrenninu og taki saman stutta frá- sögn af henni í máli og myndum. Ef bekkurinn hefur leyst þessar tvær þrautir þá getur hann tekið þátt í ferðahappdrætti árs fjalla. Þeir heppnu fá ævintýraferð á fjöllum með Íslenskum ævintýraferðum sem er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á þessu sviði – sjá www.adventure.is. Grunnskólabekkir sem leysa verk- efnin og vilja vera með „happdrætt- inu“ verða að senda bréf til Land- verndar, Ránargötu 18, 101 Reykjavík, eigi síðar en 15. október nk. eða tölvupóst til landvernd- @landvernd.is. Í bréfinu á að greina frá nöfnum fjallanna og því á að fylgja frásögn af fjallgöngu bekkjar- ins. Allir grunnskólar landsins eiga að hafa fengið upplýsingar um þessa keppni ásamt veggspjaldi,“ segir í fréttatilkynningu. Vekja athygli á mikilvægi fjalla SNERPA tölvu- og netþjónusta og Þekkingarmiðlun, sem er þjálfunar- og ráðgjafarfyrirtæki, hafa hafið samstarf um námskeið á Ísafirði. Snerpa hefur frá árinu 1996 staðið fyrir m.a. tölvunámskeiðum og mun í vetur m.a. bjóða upp á nýtt námskeið í skrifstofutækni þar sem nemendur eru búnir undir krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Fyrir utan það að kennt sé á hin hefðbundnu forrit eins og Office forritin og Internet verður einnig kennt bókhald, tíma- stjórnun, framkoma og framsögn, sölumennska og mannleg samskipti. Meðal kennara verða Eyþór Eð- varðsson, Ingrid Kuhlman og Edda Björgvins frá Þekkingarmiðlun ehf. auk annarra. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við Fræðslumið- stöð Vestfjarða og mun fræðslumið- stöðin útvega aðstöðu fyrir kennsl- una í nýjum húsakynnum. Allar nánari upplýsingar varðandi námið er hægt að nálgast hjá Snerpu, jon- arnar@snerpa.is og í Fræðslumið- stöð Vestfjarða, frmst@frmst.is Samstarf um tölvuþjónustu FRAM til sunnudags verða snyrti- dagar í Smáralind. Meðal þess sem boðið verður upp á er kynning á haustlitunum, fjöldi kynninga, kaup- auka og fjöldi tilboða. Meðal tilboða má nefna kynningar á andlits- og baðlínu í Body Shop, á Twister Babyliss fléttusnúningnum í Byggt og búið og á Gosh og Clinique í Lyfju. Þá verður Aveda kynning í Debenhams, kaupauki frá No Name, Estee Lauder og Shiseido. Sýni- kennsla verður í förðun, kynning á Kanebo og ilmvatnskynningar. Hagkaup býður upp á förðunarbás frá Cee, kynningu á ilmvatni frá Fio- rucci og förðun með Origins. Hygea verður með Shiseido, Yves Saint Laurent og Chanel kynningar, auk kaupauka frá Lancome, Helenu Rubenstein og Artdeco. Smárasól verður með tilboð í ljósatíma og Slenderton og Space kynna hárleng- ingarlokka, Nee förðunarlínuna, Davines og Comfort zone. Loks má geta tilboða frá Top Shop á Urban Decay og Gosh. Snyrtidagar í Smáralind NÝLEGA hélt Dansráð Íslands sína árlegu dansráðstefnu í sjötta sinn. „Innan DÍ eru starfandi danskennar- ar í dans- og grunnskólum landsins og er ráðstefnan vettvangur þar sem málefni danskennslu á Íslandi eru rædd. Mikil og góð umræða var um danskennaranámið á Íslandi en fram til þessa hefur Dansráð Íslands staðið fyrir menntun íslenskra danskenn- ara. Nú er stefnt að því að koma nám- inu í ákveðinn farveg hjá Kennarahá- skóla Íslands. Á ráðstefnunni voru einnig tekin nokkur lauflétt spor og hugað að nýjungum í danskennslu. Keppni var haldin meðal dans- kennara um Dans ársins 2002. Þessi keppni er orðin árlegur viðburður hjá DÍ. Dans ársins á að vera auðlærður og skemmtilegur dans sem á að höfða til sem flestra. Markmiðið með hon- um er að fá fólk á öllum aldri til að dansa. „Elvis tvist“ var kosinn dans ársins í ár. Kara Arngrímsdóttir, danskennari hjá Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru, er höfundur dansins. Dansráð Íslands óskar henni til ham- ingju með dansinn og þakkar henni fyrir framlagið,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Dansráðstefna DÍ EFTIRFARANDI ályktanir stjórn- ar SUNN, Samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi, voru sam- þykktar á stjórnarfundi nýlega. „Stjórn SUNN andmælir hug- myndum um fleiri stíflur í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Virkjanir þær sem þar voru byggðar fyrir nokkrum áratugum ásamt stíflum við ósa árinnar í Mývatnssveit ollu miklum landspjöllum. Stjórn SUNN telur að virkjanir á vatnasvæði Lax- ár komi ekki til greina og um það hafi verið samið fyrir þremur ára- tugum. Þá bendir stjórnin á að flýta þurfi gerð rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma þannig að auðveldara verði fyrir stjórnvöld og almenning að ræða saman um ein- stakar framkvæmdir.“ Síðari ályktunin fjallar um borg- aralega óhlýðni og landvörslu: „Stjórn SUNN undrast fremur harkaleg viðbrögð Náttúruverndar ríkisins gagnvart því að landverðir í Herðubreiðarlindum og við Drekagil tjáðu tilfinningar sínar um sam- komulag stjórnvalda við Alcoa um ál- ver og framkvæmdir á hálendinu með því að draga fána í hálfa stöng. Bent er á að alþjóðleg hefð er fyrir því að nota fána til að tjá tilfinningar og sjónarmið. Stjórn SUNN lítur á það sem minniháttar „agabrot“ að nota „opinberar“ flaggstengur og hvetur Náttúruverndina til að taka borgaralega óhlýðni landvarðanna sem mildilegustum höndum. Jafn- framt skorar stjórn SUNN á Nátt- úruverndina og umhverfisráðherra að efla stórlega landvörslu. Í sumar var dregið úr landvörslu á nokkrum stöðum, svo sem í Mývatnssveit. Slíkt er ekki viðunandi og verður að vera tímabundið ástand.“ Andmæla hug- myndum um fleiri stíflur OPIÐ hús verður hjá skátafélögum víðsvegar um land í dag kl. 14–16. Þá verður skráning fyrir starfsárið og innritun nýrra félaga. Eftir vel heppnað og fjölmennt landsmót í sumar tekur við vetrarstarf með úti- legum, dagsferðum og samveru- stundum. „Skátahreyfingin byggir á reynd- um og margsönnuðum gildum sem snúa að uppeldisfræði og jafningja- fræðslu. Einstaklingurinn öðlast fé- lagslegan og andlegan þroska með því að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni í samvinnu við jafnaldra sína án þess að vera í sam- keppni við þá. Útilíf spilar stórt hlut- verk í skátastarfi og innleiðir heil- brigða lífshætti, virðingu og kunnáttu gagnvart náttúrunni. Starf innan skátafélaga stendur öllum til boða sem náð hafa lágmarksaldri sem er 8–10 ára eftir skátafélögum,“ segir í fréttatilkynningu. Innritun í skáta- félög í dag HAUSTHÁTÍÐ Árbæjar verður haldin sunnudaginn 8. september í Fylkishöllinni. Dagskráin hefst kl. 11 með fjölskyldumessu í Árbæjar- kirkju. Kl. 11:45 verður svo skrúð- ganga frá Árbæjarkirkju niður í Fylkishöll þar sem skemmtidagskrá og kynning á íþrótta- og tómstunda- starfi fyrir veturinn 2002–2003 fer fram. Meðal þess sem verður á boðstól- um er: andlitsmálun, Króni og Króna koma fram í boði SPV, söng-, dans- og íþróttaatriði á sviði, meðal annarra Bent úr Rottweiler-hundum, leiktæki frá Sprell, veltibíll Sjóvár-Almennra, rallíbíll MS, leiktæki ÍTR, hestar teymdir undir börnum, útileikir, veit- ingasala og pylsusala, dagvaka og síð- ast en ekki síst kynning á öllu íþrótta- og tómstundastarfi sem í boði er í Ár- bænum fyrir veturinn 2002–2003. Hausthátíð í Árbæjarhverfi DANSFÉLAGIÐ Hvönn byrjar vetrarstarfið 21. september nk. Verður boðið upp á danskennslu fyrir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komnir í öllum aldurshóp- um í vetur. Kenndir verða allir all- mennir samkvæmisdansar, barna- dansar, standard- og suður- amerískir dansar ásamt kántrí og gömludönsunum. Aðalkennari verður Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari. Henni til aðstoðar verða margfaldir Íslands- og Norðurlandameistarar þau Ísak og Helga Dögg. Kennt verður í HK- húsinu við Digranesveg í Kópavogi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu www.islandia.is/danshus- id Hvönn að hefja vetrarstarfið ÞJÁLFUNARNÁMSKEIÐ fyrir foreldra barna með athyglisbrest, of- virkni og börn með hegðunarvanda eru að hefjast. Námskeiðin eru ætluð foreldrum barna á aldrinum fjögurra til tólf ára og eru haldin vikulega einn og hálfan tíma í senn. Í hverjum nám- skeiðshópi eru foreldrar 8–9 barna. Námskeiðstímar eru níu talsins. Áhersla er lögð á fræðslu, umræð- ur og heimaverkefni. Heimavinnan felst í því að prófa og æfa nýjar leiðir í samskiptum við börnin. Kennt er að styrkja æskilega hegðun með athygli og hrósi og með umbunarkerfi. Einn- ig er fjallað um leiðir til að setja hegðun barnanna mörk á skilvirkan máta. Meginmarkmiðið er að breyta samskiptamynstri foreldra og barns og bæta þannig líðan allrar fjölskyld- unnar. Eirð er fræðsluþjónusta um upp- eldi og geðheilsu barna og unglinga og þeir sem kenna á námskeiðinu eru fagmenn sem hafa áralanga reynslu af því að halda námskeið af þessu tagi. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin eru á póstfangi Eirð- ar, eird@isl.is. Þeir foreldrar sem þegar hafa skráð sig á biðlista eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band og staðfesta þátttöku. Foreldranámskeið Eirðar að hefjast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.