Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 59 DAGBÓK FYRIR mörgum árum spil- aði Frakkinn Paul Chemla á bridshátíð hér á landi með vini sínum Omar Sharif. Það þótti afrek að koma Chemla til Íslands, því hann er bæði heimakær og einstaklega flughræddur. En löngunin til að spila er sterk og ein- hvern veginn hefur hann dröslast yfir Atlantshafið til að taka þátt í opna heims- meistaramótinu í Montreal, sem nú er nýlokið. Þar var hann í franskri sveit sem var slegin út í 16-liða úrslitum Rosenblum-keppninnar. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 654 ♥ ÁG3 ♦ 1054 ♣DG32 Vestur Austur ♠ K973 ♠ G ♥ 10875 ♥ 62 ♦ ÁG3 ♦ D9876 ♣105 ♣K9876 Suður ♠ ÁD1082 ♥ KD94 ♦ K2 ♣Á4 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Spilið að ofan kom upp í riðlakeppni Rosemblum og Chemla var við stýrið í suð- ur. Vestur kom út með hjarta. Chemla tók slaginn með ás í borði og svínaði strax laufdrottningu. Þegar hún hélt, spilaði hann næst spaða á gosa, drottningu og kóng. Vestur kom sér út á hjarta og Chemla tók slag- inn heima og lagði niður spaðaás. Samningurinn virðist hljóta að tapast, því vestur á tvo slagi á tromp og tígulás- inn á eftir kóngnum. En Chemla er ekki fæddur í gær. Hann tók annan spa- ðaslag og spilaði blindum inn á hjartaás. Þegar austur fylgdi ekki lit í þann slag var ljóst að hann hafði byrjað með tíu spil í láglitunum. Samt sagði hann aldrei neitt; opnaði hvorki létt í þriðju hendi né barðist yfir tveimur spöðum. Chemla ályktaði sem svo að austur ætti ekki tígulásinn til hliðar við laufkónginn. Og hætti við að spila tígli á kónginn. Þess í stað fór hann heim á laufásinn, tók fjórða hjartað og sendi síðan vestur inn á spaðaníu. Vestur átti enga útgönguleið og varð að spila tígli frá ásnum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þegar þú glímir við ver- aldleg málefni hefurðu fæt- urna á jörðunni en það sama gildir ekki þegar viðkvæm- ari mál liggja á borðinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef þú átt þér draum og trúir nógu mikið á hann er líklegt að hann rætist einn góðan veðurdag. Láttu ekki öfund annarra slá þig út af laginu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þegar þú hefur tekið ákvörð- un verður þér helst ekki haggað. Mundu að öllum orð- um fylgir ábyrgð og reyndu að leiða átökin sem mest hjá þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú stendur á tímamótum og ættir ekki að líta um öxl. Njóttu þeirra og láttu þau lyfta þér áfram til nýrra átaka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur verið fræðandi og skemmtilegt að kynnast fólki frá öðrum löndum. Það eru þau auðæfi sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinarhótin berast þér úr öll- um áttum og þér er ekki of gott að njóta þeirra. En mundu að gera sömu kröfur til annarra og þú gerir til sjálfs þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunn- ar. Opnaðu augun með já- kvæðum huga og þá eru þér allir vegir færir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt eftir að sjá að þú átt sitthvað eftir ólært í róman- tískum málefnum. Stattu vörð um heilsu þína og ham- ingju. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tryggðu þér hjálp annarra til að axla ábyrgð á öðrum eða til að þrífa sameignina. Þú verð- ur bara að fá utanaðkomandi hjálp til að kippa hlutunum í lag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er lítilmannlegt að geta ekki glaðst yfir velgengni annarra, þótt þú sért ekki á sama róli. Mundu að góð vin- átta er gulli betri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst hægt miða með starfsframann en vertu róleg- ur. Gefðu þér tíma til að skipuleggja upp á nýtt og hefstu svo handa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú hafir í mörg horn að líta á vinnustað þínum, máttu ekki láta það bitna á þínum nánustu. Taktu þér tak. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvís- andi upplýsingum. Þetta staðfestir að þú gjörþekkir aldrei aðra manneskju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HUGSJÓNIN Ég sótti þig heim yfir sædjúpin blá í sólgeisla megin-veldi og fór í þeim vændum fjarska langt, ég flaug það á morgni og kveldi. Og til þess ég svefninn seldi. En undan fórstu, er ungur ég var, að endingu lengst upp til skýja, en leizt þó um öxl til að lokka mig og leiða í staðleysu nýja. – Þá lærði ég – lífið að flýja. En illt er að lifa í eltinga-leik. Hver eftirför mín varð að strandi. Á fjalli varstu, er hnaut ég í hlíð. Á himni, er lá ég á sandi, þú þeystir á glóandi gandi. – – – Guðmundur Friðjónsson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 c5 5. d5 Ba6 6. e3 exd5 7. cxd5 Bxf1 8. Kxf1 g6 9. Rc3 Bg7 10. g3 0-0 11. Kg2 d6 12. e4 b5 13. Bg5 Rbd7 14. Rxb5 Db6 15. Rc3 Dxb2 16. Bd2 Db7 17. Dc2 Rg4 18. Hab1 Da6 19. Rb5 Hab8 20. a4 Hfc8 21. Hhc1 c4 22. h3 Rge5 23. Rxe5 Rxe5 Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu á Seltjarnarnesi. Helgi Áss Grétars- son (2.505) hafði hvítt gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni (2.588). 24. Rc7! Hxb1 24. ... Hxc7 myndi einnig tapa eft- ir 25. Hxb8+ Hc8 26. Hxc8+ Dxc8 27. f4 Rd3 28. Dxc4. Framhaldið varð: 25. Rxa6 Hxc1 26. Bxc1 Rd3 27. Bd2 Bd4 28. Rb4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Hlutavelta 90ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 8. september, er níræð Hall- dóra Ólafsdóttir, Þingskál- um 12, Hellu. Eiginmaður hennar var Hannes Árnason sem lést 1990. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á Café-Árhús, Hellu, af af- mælisdaginn milli kl. 15 og 18. Vonast hún til að sjá sem flesta. 75ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 8. september, er 75 ára Stein- unn G. Kristiansen. Af því tilefni tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum í salnum á Vesturgötu 7 á afmælisdag- inn frá kl. 16–18. Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.200 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Helene Rún Benjamínsdóttir og Anja Rún Egilsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík             FRÉTTIR BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, vígir á morgun, sunnudag, þrjá guðfræðinga til þjónustu. Fer hún fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 14. Vígsluþegar eru Fjölnir Ásbjörns- son, cand. theol., sem vígist til afleys- ingaþjónustu sem sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli, Skagafjarð- arprófastdæmi, Helga Helena Stur- laugsdóttir, cand. theol., sem vígist til afleysingaþjónsutu sem sóknar- prestur í Setbergsprestakalli, Snæ- fells- og Dalaprófastsdæmi, og Þor- valdur Víðisson, cand. theol., sem vígist sem prestur til Vestmanna- eyjaprestakalls, Kjalarnesprófasts- dæmi. Vígsluvottar verða séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahús- prestur, séra Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði, séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, og séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprest- ur í Grindavík, sem lýsir vígslu. Séra Jakob Ág. Hjálmarsson sóknar- prestur í Dómkirkjunni þjónar fyrir altari. Prestvígsla í Dóm- kirkjunni á sunnudag               ! ""  #"$    %    !& ' !  #( !  )!% *!!         $  &   (%     ! & ✭            ✭    ✭      ✭      ✭     ! " #"$ %   $ &  '   &  (   "  )  ! #   +& "  !& ,   - . /--   - ! !! & 0"" !  !      123 224  123 53& Ertu með mat á heilanum? Einkatímar fyrir búlumíur eða anorexíur. 5 vikna námskeið verður haldið fyrir matarfíkla (ofætur)+ 2 einkatímar, 16. september nk. Þetta gætu verið fyrstu sporin til varanlegs bata. Stuðst er við 12 spora kerfi. Upplýsingar gefur Inga Bjarnason í síma 552 3132 á milli kl. 18.00 og 20.00, annars símsvari. Konur og kynferði Helgarnámskeið 26.-29. sept. Átt þú slæmar minningar tengdar kynlífi? Ert þú tilbúin að vinna úr þeim, hleypa gleði inn í skuggana og skapa þína eigin framtíð? Tilfinningalosun og heilun: Líföndun, fyrirlestrar, raddheilun, yoga, hugleiðsla o.fl. Guðrún Arnalds, hómópatía, nudd og líföndun, s. 896 2396/561 0151 Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill s. 861 3174 Íris Sigurðardóttir, blómadropar - heilun, s. 866 2420 isblom@simnet.is  Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 1. september. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Jónsson, Hvassaleiti 56.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.