Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 68

Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HLUTABRÉF Baugs hækkuðu um 1,9% í verði í gær eftir að stjórn Arc- adia tilkynnti að hún myndi mæla með yfirtökutilboði Philips Greens í félagið. Lokaverð bréfanna var 10,30 krónur og markaðsverð Baugs 24,5 milljarðar króna. Verð hlutabréfa fé- lagsins hækkaði um 21,2% í síðustu viku og markaðsvirðið um 4,3 millj- arða króna. Baugur sendi frá sér tilkynningu eftir að ljóst varð að stjórn Arcadia myndi mæla með sölu á Arcadia og þar kom fram að ávinningur Baugs af væntanlegri sölu yrði mikill þrátt fyrir mikinn kostnað við undirbún- ing sameiginlegs tilboðs Baugs og Philips Greens. Hagnaður af sölu bréfanna verður að sögn Baugs um 8 milljarðar króna eftir skatta og kostnað, en heildarverð sem Baugur fær fyrir hlut sinn er um 21 millj- arður króna. Skuldir Baugs vegna hlutabréfanna í Arcadia eru um 3,6 milljarðar króna og því mun lausa- fjárstaða félagsins batna um 18 milljarða króna við söluna, en tilboð- ið hljóðar upp á staðgreiðslu hluta- fjárins. Í tilkynningunni kemur fram að Baugur hafi ekki tekið ákvörðun um hvernig fjármununum verði varið, en þeim verði þó varið til að efla félagið frekar í sókn á erlendum vettvangi. Samningarnir kvalræði Philip Green lýsir samningavið- ræðunum við Baug í samtali við The Daily Telegraph. Þar segir hann að erfitt hafi reynst að ná samkomulagi um að Baugur keypti þrjár verslun- arkeðjur út úr Arcadia þar sem keðj- ur félagsins séu tengdar og flókið að skilja þær í sundur. Green segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni selja Baugi keðjurnar, en segir samningaviðræðurnar hafa verið hreint kvalræði. Á endanum hafi hann séð að samningar myndu ekki nást um kaup Baugs á versl- unarkeðjunum og þá hafi hann sett Baugsmönnum úrslitakosti. Eins og fram hefur komið lauk samningaviðræðunum milli Greens og Baugs með því að Baugur sam- þykkti að selja Green 20% hlut sinn í Arcadia án skilyrða um verslunar- keðjurnar. Baugur hagnast um 8 millj- arða á sölunni á Arcadia Bætt lausafjárstaða upp á 18 millj- arða nýtt til frekari sóknar erlendis  Stjórn/22 RÉTTAÐ verður í Fossrétt á Síðu í dag. Til stóð að rétta þar í gær en gangnamenn voru seinir af fjalli og nokkuð liðið á daginn þegar komið var með safnið. Björn bóndi Helgason á Fossi á Síðu var að binda lausa enda í rétt- inni í góða veðrinu í gær og ekki var laust við að lesa mætti nokkra eftirvæntingu úr svip bæði bóndans og hástökkvarans hans Glóa. Í dag verður einnig m.a. réttað í Auðkúlurétt í Austur-Húnavatns- sýslu, Skaftárrétt í Vestur- Skaftafellssýslu, Skarðarétt í Skagafirði og Stafnsrétt í Svart- árdal í Austur-Húnavatnssýslu og á morgun m.a. í Hraunsrétt í Aðaldal og Reynistaðarrétt í Skagafirði. Bóndinn, hundurinn og féð Morgunblaðið/RAX arflokksins á Selfossi í gær að aðalmarkmið Framsóknarflokksins í alþingiskosningunum á komandi vori ætti að vera að stýra næstu ríkisstjórn. „Ég er tilbúinn að leiða hann á þeim forsendum,“ sagði hann. Haustfundurinn fór fram á Sel- fossi í gær og fyrradag. Á vinnu- fundinum í gær sagði Halldór Ás- grímsson meðal annars að Framsóknarflokkurinn hefði alla burði til að ná ágætis árangri í al- þingiskosningunum næsta vor. Flokkurinn hefði starfað í ríkis- stjórn í nær tvö kjörtímabil og hann hlyti að setja sér það mark- mið að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson sagðist telja að kominn væri tími til að Fram- sóknarflokkurinn stýrði ríkis- stjórninni. „Við hljótum að berjast HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, sagði á haustfundi þing- flokks og landstjórnar Framsókn- fyrir því sem aðalmarkmiði í kosn- ingabaráttunni og reyna að skapa okkur það traust,“ sagði hann, en bætti við að hann segði þetta ekki vegna þess að hann bæri ekki fulla virðingu fyrir öðrum flokkum og þar með töldum samstarfsflokkn- um, en kominn væri tími til að Framsóknarflokkurinn fengi þetta tækifæri og að íslenskir kjósendur gæfu honum það. Formaður Framsóknarflokksins benti á að þetta tækifæri gæfist ekki nema flokkurinn fengi nauð- synlegt traust og fylgi. Það væri mikill misskilningur þegar menn héldu að það væri sjálfsagt að Framsóknarflokkurinn yrði með í þessu og hinu stjórnarmynstrinu, sama hvernig hann liti út. 1978 hefði Framsóknarflokkurinn orðið að sætta sig við að tapa kosning- unum en fara síðan í ríkisstjórn með Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu sem minnsti flokkur- inn. Þá hefði Framsóknarflokkur- inn m.a. farið með forsætisráðu- neytið, fjármálaráðuneytið og ut- anríkisráðuneytið, en ekki hefði verið létt fyrir flokkinn að fara inn í þá ríkisstjórn og vera þar í for- ystu. Flokkurinn yrði að koma þeim boðum skýrt til skila að ætl- uðust menn til mikils af Fram- sóknarflokknum, eins og menn ættu að gera því hann hefði fulla burði til að vera í forystu, yrði hann að fá stuðning. „Án þess stuðnings getum við lítið og það er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið að Framsóknarflokkurinn verði í rík- isstjórn. Hann verður því aðeins í ríkisstjórn verði honum trúað fyrir því.“ Halldór Ásgrímsson á haustfundi Framsóknarflokksins um alþingiskosningarnar Aðalmarkmið flokksins að stýra næstu ríkisstjórn  Evrópumálin/10 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær danskt par í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi eftir að toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli stöðv- aði þau með 385 g af hassi. Fannst það í handfarangri kon- unnar, sem er fimmtug, en 31 árs gamall sambýlismaður kvaðst eiga jafna aðild að smyglinu. Sögðust þau hafa keypt hassið í Kaupmannahöfn með það í huga að selja það á Íslandi. Hagnaðinum hefðu þau síðan ætlað að verja til að greiða fyrir skemmti- ferð til Feneyja næsta sumar. Hass til Feneyjaferðar DAGUR B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að hann sé þess fullviss að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fari ekki í framboð til Alþingis. „Hún verður áfram borgarstjóri í Reykjavík,“ fullyrðir Dagur. Síðan segir: „Ástæða þess að ég tel nær úti- lokað að Ingibjörg Sólrún fari fram til Alþingis er einföld. Skýrar yfir- lýsingar hennar um hið gagnstæða í borgarstjórakosningunum í vor. Það eru ekki aðeins pólitískir andstæð- ingar sem vilji höggva í trúverðug- leika hennar sem spyrja hvort þær yfirlýsingar standi ekki, heldur einn- ig margt af harðasta stuðningsfólki hennar. Þessi spurning skiptir lyk- ilmáli þar sem pólitískur styrkur Ingibjargar Sólrúnar byggist ekki síst á trúverðugleika. Styrk hennar til að fylgja eigin sannfæringu.“ Ingibjörg fer ekki fram  Óbreytt/35 Dagur B. Eggertsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.