Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 1
ÍSRAELSKIR skriðdrekar um- kringdu í gær aðalstöðvar Yassers Arafats, leiðtoga palestínsku heima- stjórnarinnar, í Ramallah á Vestur- bakkanum, aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Palestínumaður hafði sprengt sjálfan sig í loft upp í yfirfullum strætisvagni í Tel Aviv. Týndu fimm manns lífi í hryðju- verkaárásinni og um 60 slösuðust. Ísraelsku hermennirnir skutu af vélbyssum á aðalstöðvarnar og særðust þá tveir lífverðir Arafats, annar alvarlega. Notuðu hermenn- irnir hátalara til að hvetja um 20 Ísraelar bregðast hart við sjálfsmorðsárás sem kostaði fimm manns lífið manns inni í aðalstöðvunum til að gefa sig fram, þar á meðal yfirmann leyniþjónustu heimastjórnarinnar og yfirmann lífvarðar Arafats. Saka Ísraelar þá um að tengjast hryðju- verkum. Ríkti mikil spenna á svæð- inu og var haft eftir palestínskum embættismanni, að reyndu her- mennirnir að ráðast inn í aðalstöðv- arnar, yrði „barist til síðasta manns“. Sprengingin í Tel Aviv var svo öfl- ug, að hún tætti í sundur strætis- vagninn að hluta er honum var ekið um mesta verslunarhverfið í borg- inni. Kemur hryðjuverkið í kjölfar annars í fyrradag en þá lést ísr- aelskur lögreglumaður auk hryðju- verkamannsins. „Slasað fólkið æpti af sársauka. Ég sá líkamshluta á víð og dreif,“ sagði Zohara Pillo, sem varð vitni að sprengingunni. „Ökumaðurinn sat áfram í sæti sínu en hann var látinn.“ Hamas-hreyfingin lýsti í gær yfir, að hún bæri ábyrgð á ódæðinu og boðaði um leið fleiri hryðjuverk. Að- eins nokkrum klukkustundum áður hafði Shlomo Aharonishki, yfirmað- ur ísraelsku lögreglunnar, sagt, að rúmlega mánaðarlangt hlé á hryðju- verkaárásum væri aðeins svikalogn. Í þennan tíma hefði verið komið í veg fyrir nokkrar árásir. Ísraelsher setti í gær aftur á út- göngubann í þeim borgum á Vest- urbakkanum, sem hann ræður, nema í Hebron. Avi Pazner, talsmaður Ísraels- stjórnar, sakaði í gær palestínsku heimastjórnina um að bera ábyrgð á hryðjuverkinu en hún hefur for- dæmt það harðlega. Það gerði líka George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar. Aðalstöðvar Yassers Araf- ats í Ramallah í herkví Tel Aviv. AP, AFP. MIKILL fögnuður braust út í Managua, höfuðborg Nicaragua, í gær þegar meirihluti þjóðþings- ins svipti Arnoldo Aleman, fyrr- verandi forseta landsins, embætti þingforseta. Var það liður í því að svipta hann þinghelgi svo unnt yrði að draga hann fyrir lög og dóm vegna spillingar. Er hann sakaður um hafa dregið sér nærri níu milljarða íslenskra króna af almannafé er hann var forseti landsins frá 1997 og fram í janúar á þessu ári. Baráttu gegn spillingu fagnað  „Feiti maðurinn“/20 AP 220. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. SEPTEMBER 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fór í gær fram á það við banda- ríska þingið, að það veitti honum heimild til að beita „öllum þeim leið- um sem hann teldi við eiga, þ. á m. hervaldi“, til að afvopna og steypa af stóli Saddam Hussein Íraksforseta. Sagði Bush, að Bandaríkjamenn myndu grípa til aðgerða upp á eigin spýtur ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) styngi við fótum. Forsetinn sendi þinginu drög að tillögu er myndi veita honum slíka heimild til herfarar. Þingmenn, bæði repúblíkana og demókrata, er funduðu með forset- anum í gærmorgun, spáðu því, að Bush myndi hljóta stuðning beggja flokkanna. Þingið ætti ekki annars úrkosti. Þingmaðurinn John McHugh lagði þó áherslu á, að hann teldi forsetann ekki vera kominn á fremsta hlunn með að lýsa yfir stríði. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Ivanov, sagði í gær að alþjóð- legir eftirlitsmenn myndu auðveld- lega geta gengið úr skugga um hvort Írakar byggju yfir gereyðingar- vopnum. Ivanov hitti Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, í gær, en Rumsfeld sagði í fyrradag, að hann efaðist um, að jafnvel hið ýtrasta eftirlit gæti skilað tilætluðum árangri. Frakkinn Jacques Baute, sem er yfirmaður Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, sagði í gær, að eft- irlitsmennirnir yrðu nú betur útbún- ir en áður og hefðu notað sl. fjögur ár til að rannsaka ýmsar upplýsing- ar. Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, lýsti yfir í ræðu á allsherj- arþinginu í gær, að Írakar hefðu ekki yfir að ráða gereyðingarvopn- um og ítrekaði, að þeir vildu sam- starf við SÞ. Hann sagði hins vegar, að það væri þó háð því, að samtökin virtu fullveldi Íraks. Ekki er ljóst hvort Írakar eru með þessu að draga í land og setja ný skilyrði fyrir vopnaeftirliti. Bush vill heimild til valdbeitingar Washington, Vín. AFP, AFP.  Reiðubúnir/21 SUÐUR-kóreskur hermaður með fjarstýrðan bryndreka, sem not- aður er við að sprengja og eyða jarðsprengjum. Var byrjað á því í gær á landamærum kóresku ríkjanna til að unnt verði að koma á samgöngum milli þeirra. Norður- Kóreustjórn virðist alveg hafa vent sínu kvæði í kross á skömmum tíma. Hefur hún viðurkennt mann- rán og njósnir, vinnur að sáttum við S-Kóreu og Japan, aflýst eldflauga- tilraunum og heimilað kjarnorku- vopnaeftirlit í landinu. Reuters Veðrabrigði í N-Kóreu Róttæk tillaga um lausn á flóttamanna- vandanum í Danmörku Byggt yfir fólkið í eigin landi MEIRIHLUTI er fyrir því á danska þjóðþinginu að reisa fyrir danskt fé 100 ný þorp í Afganistan til að unnt verði að senda afganskt flóttafólk í Danmörku aftur til síns heima. Hugs- anlegt er, að sami háttur verði hafður á með aðra flóttamannahópa í land- inu. Það er stærsti stjórnarflokkurinn, Venstre, sem hefur lagt þetta til, en hann telur, að þannig geti danska rík- ið sparað sér 5,8 milljarða ísl. kr. á ári. Afganskir flóttamenn í Danmörku eru nú um 5.000 og árlegur kostnaður við dvöl þeirra einna er um 10 millj- arðar ísl. kr. Hefur samstarfsflokkur Venstre í stjórn, Íhaldsflokkurinn, fallist á tillöguna og einnig Danski þjóðarflokkurinn, sem tryggir stjórn- inni meirihluta á þingi. Þá eru tals- menn Radikale Venstre líka mjög já- kvæðir gagnvart tillögunni. Ný Marshall-aðstoð Troels Lund Poulsen, talsmaður Venstre í utanríkismálum, segir, að í raun sé um að ræða nútímalega Marshall-aðstoð, en auk þess að byggja yfir fólkið á að tryggja því að- gang að hreinu vatni, kennslu og læknishjálp. Talað er um, að þetta verði aðeins fyrsta skrefið, næst geti komið að sams konar úrræði fyrir flóttafólk frá Bosníu. „Við erum kannski að tala um tíma- mótalausn á flóttamannavandamálinu í allri Evrópu,“ sagði Eyvind Vess- elbo, talsmaður Venstre í umhverfis- málum. MIKIÐ verðfall varð á mörkuðum víða um heim í gær vegna vaxandi áhyggna af efnahagslífinu og ótta við stríðsátök í Írak. Á Wall Street fór Dow Jones- vísitalan niður fyrir hina sálfræði- legu 8.000 punkta og er nú óttast, að botninum hafi ekki verið náð í júlí eins og áður var talið. Lækk- aði hún um 2,82% og endaði í 7.942,39 punktum. Nasdaq-vísitala tæknifyrirtækja lækkaði um 2,85%, sem er nálægt fimm ára lágmarki, og Euro Stoxx 50 lækkaði um 2,1%. Samdráttur hefur verið í banda- rískum byggingariðnaði þrjá mán- uði í röð og hefur það vakið ótta við, að nýtt samdráttarskeið sé hafið í efnahagslífinu. Spá því margir, að bandaríski seðlabank- inn muni lækka vexti næstkomandi þriðjudag jafnvel þótt það sé ekki talið munu hafa mikil áhrif á gengi hlutabréfa. Mikið verðfall á mörkuðum New York. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.