Morgunblaðið - 20.09.2002, Page 11

Morgunblaðið - 20.09.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 11 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opið mán.-fös. 11-18 laugardag 11-16 GERÐU GÓÐ KA UP Loksins gallarnir komnir aftur Kr. 2.990 - Margir litir - allar stærðir Galli 2.990 Rendur galli m. hettu St. S-XL Litir: Svart, rautt, grátt, dblátt Galli 2.990 Galli án hettu St. S-XL Litir: Svart, rautt, grátt, dblátt Barnagalli 2.500 St. 50-100 Litir: Rautt, blátt Póstsendum Nýtt kortatímabil ÝMIS tækifæri eru fyrir hendi til að auka viðskiptatengsl íslenskra og írskra fyrirtækja. Þá mætti gera Ír- um betur grein fyrir því hversu Ís- land er gott heim að sækja. Þetta er mat Rorys O’Hanlons, forseta neðri deildar írska þingsins, en hann fer fyrir nefnd írskra þingmanna sem dvalist hefur á Íslandi undanfarna daga í boði Halldórs Blöndals, for- seta Alþingis. O’Hanlon og Séamus Pattison, varaforseti neðri deildar írska þingsins, heimsóttu Alþingishúsið í gær og tók Halldór á móti þeim. Er O’Hanlon þar til vinstri en Pattison til hægri. Greiða atkvæði um Nice-sáttmálann öðru sinni Þá hitti írska sendinefndin að máli fulltrúa þingflokkanna á Alþingi og sagði O’Hanlon að gott tækifæri hefði þar gefist til skoðanaskipta um ýmis mál sem sameiginleg væru ey- ríkjum í útjaðri Evrópu. Evrópu- málin bar m.a. nokkuð á góma en til- kynnt var í gær að Írar myndu greiða atkvæði um Nice-sáttmálann svokallaða öðru sinni 19. október nk. Nice-sáttmálinn var felldur í at- kvæðagreiðslu í fyrra en þess er beðið í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins að Írar greiði atkvæði um hann á nýjan leik enda stækkun sambandsins til austurs háð því að öll aðildarríkin hafi staðfest hann. Kosningaþátttaka var einungis 35% er Írar greiddu síðast atkvæði um sáttmálann en O’Hanlon segir að mun meiri kraftur hafi einkennt að- draganda þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar núna. Það sé síðan verkefni almennings á Írlandi að ákveða hvort rétt sé að samþykkja sáttmál- ann. Ísland gott heim að sækja Morgunblaðið/Golli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fertugan karlmann, Guðmund Helga Svavarsson, í sex ára til fangelsi fyrir skjalafals, fjársvik og þjófnað á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári. Ákærði var dæmdur í 17 ára fangelsi árið 1991 fyrir morð sem hann framdi á bensínstöð í Stóragerði í Reykja- vík, rán og fleiri brot, en fékk reynsluslausn 29. júní í fyrra. Hann framdi í kjölfarið fjölda af- brota, aðallega fjársvik og auðg- unarbrot. Dómurinn taldi að Guðmundur Helgi hefði með þessum afbrotum rofið skilorð reynslulausnarinnar. Frá refsingu hans dregst gæslu- varðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 14. apríl sl. Ragnar Davíð Bjarnason, sem átti aðild að einu málanna sem Guðmundur var sakfelldur fyrir, var dæmdur í 2 ára fangelsi en hann var einnig á reynslulausn. Guðmundur Helgi var jafnframt dæmdur til að greiða ýmsum fyr- irtækjum samtals um 1.250 þúsund krónur í skaðabætur. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Verjandi Guðmundar Helga var Sigurður Kári Kristjánsson hdl. og verjandi Ragnars Davíðs Hilmar Ingimund- arson hrl. Dæmdur í sex ára fangelsi DÁNARTÍÐNI meðal ungs og miðaldra fólks er afar lág hér á landi. Í nýrri samantekt Hagstof- unnar um dánarorsakir á árinu 1998 og þróunina á árunum 1981 til 1998 kemur fram að langflest dauðsföll eiga sér stað í hárri elli sem hefur í för með sér hátt hlut- fall dauðsfalla af völdum lang- vinnra sjúkdóma. Algengustu dán- arorsakir eru blóðrásarsjúkdómar og krabbamein. Aðrar fremur al- gengar dánarorsakir eru slys og öndunarfærasjúkdómar. Slys algengari meðal drengja Dánartíðni er hærri meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum, allt frá ungbörnum og fram á gam- als ár. Í samantekt Hagstofunnar kemur ennfremur fram að á síð- ustu tveimur áratugum hafa börn og ungir karlar hagnast mest á bættum lífslíkum á Íslandi. Dán- artíðni meðal barna og ungmenna er mjög lág hér á landi. Hagstofan segir, að þetta eigi sér í lagi við um ungbarnadauða og Ísland sé nú í hópi fárra landa í heiminum þar sem ungbarnadauði er undir 5 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Kvillar í upphafi burðarmáls og meðfæddar vanskapanir eru al- gengustu dánarorsakir meðal yngstu barnanna. Munur milli kynjanna vex þegar eins árs aldrinum er náð og stafar það einkum af því að slys eru al- gengari meðal drengja en stúlkna, segir í samantekt Hagstofunnar. Ytri orsakir áverka og eitrana eru sem fyrr algengustu dánar- mein beggja kynja í aldurshópnum 15–29 ára og meðal karla í aldurs- hópnum 30–44 ára. Dánartíðni er mun hærri meðal karla en kvenna af þessum orsökum. Munur á dán- artíðni milli kynjanna er langmest- ur í aldurshópnum 15–29 ára. Á aldrinum 30–44 ára fer að bera á dauðsföllum af völdum sjúkdóma í blóðrásarkerfi meðal karla, en fá- ar ungar konur deyja úr þessum sjúkdómum. Á síðustu áratugum hefur dánartíðni af völdum blóð- rásarkerfissjúkdóma meðal karla á þessum aldri lækkað. Algengasta dánarorsök kvenna á aldrinum 30– 44 ára eru æxli. Ytri orsakir eru al- gengasta dánarorsökin meðal karla á þessum aldri en hún er í þriðja sæti hjá konum. Hagstofan segir, að þótt dauðs- föllum af völdum óhappa og sjálfs- víga haldi áfram að fjölga bæði meðal karla og kvenna eftir að 45 ára aldrinum er náð séu dauðsföll af völdum langvinnra sjúkdóma mun algengari í þessum aldurshópi en meðal yngra fólks. Eftir að 65 ára aldri er náð er mynstur dánarorsaka mun áþekk- ara milli kynjanna en í yngri ald- urshópunum. Sjúkdómar í blóðrás- arkerfi, æxli og öndunarfærasjúk- dómar eru algengustu dánaror- sakir meðal þeirra allra elstu. Dánartíðni með- al barna og ung- menna mjög lág

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.