Morgunblaðið - 22.09.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Við bjóðum velkomna til starfa
Súsönnu Gunnarsdóttur
hársnyrtimeistara
Súsanna hefur 15 ára reynslu af allri hársnyrtingu, kvenna
jafnt sem karla, en hún lærði og starfaði í fjölmörg ár hjá
Gísla í Hárlínunni, margföldum Íslandsmeistara í hárskurði.
Súsanna er í daglegu forsvari í Hárstúdíói Ness og annast
jafnt hárskurð sem hársnyrtingu af öllu tagi.
F.h. Hárstúdíós Ness
María Björk og Haukur
börn Óskars rakara
Hárstúdíó Ness • Austurströnd 12 • Seltjarnarnesi • Sími 561 2333
Opnunartími: 9-18 virka daga og 9-13 á laugardögum
Hárstúdíó Ness
VIKAN 15/9 – 21/9
ERLENT
INNLENT
SNARPUR jarðskjálfti,
5,5 á Richter, fannst víða
á Norðurlandi á mánu-
dag. Skjálftinn átti upp-
tök sín norður af mynni
Eyjafjarðar. Allmargir
eftirskjálftar fylgdu í
kjölfarið næstu daga.
ÚTLIT er fyrir að sam-
keppni á kjötmarkaði
verði hörð í haust. Of-
framboð hefur verið á
svínakjöti og framleiðsla
á kjúklingum sem verið
hefur í lægð er að aukast
mikið. Sauðfjárbændur
telja að þetta valdi því að
þeir verði í erfiðleikum
með að verja stöðu sína á
markaðnum.
ÁKVEÐIÐ hefur verið
í samráði við Atlantshafs-
bandalagið að íslenskir
flugumferðarstjórar fari
til Pristina til að taka við
flugumferðarstjórn í Kos-
ovo. Ráðgert er að þeir
fari þangað til starfa, að
öllum líkindum í næsta
mánuði.
SKÓLASÓKN 17 og 18
ára unglinga á Íslandi er
áberandi minni en meðal
jafnaldra þeirra á öðrum
Norðurlöndum samkvæmt
samanburði OECD. Hlut-
fall íslenskra unglinga í
þessum árgöngum sem
stunda skólanám er einn-
ig undir meðaltali allra
OECD-ríkjanna.
SKAFTÁRHLAUP
hófst í vikunni. Þegar
rennslið náði hámarki var
það um 650 rúmmetrar á
sekúndu og minna en bú-
ist hafði verið við. Hlaup-
ið kemur úr svonefndum
eystri katli en úr vestari
katlinum hljóp í júlí sl.
17% barna misnotuð
fyrir 18 ára aldur
RÚMLEGA fimmta hver stúlka og
tæplega tíundi hver drengur eru beitt
kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára
aldur, samkvæmt fyrstu tíðnikönnun á
umfangi kynferðislegrar misnotkunar
sem unnin hefur verið hér á landi. Alls
sögðust 17% svarenda hafa verið mis-
notuð, 23% kvenna og 8% karla. Þetta
eru hærri tölur en komið hafa fram í
rannsóknum á hinum Norðurlöndun-
um. Könnun þessi er unnin af Hrefnu
Ólafsdóttur, félagsráðgjaa. Í 67 % til-
vika taldist misnotkunin hafa verið
gróf eða mjög gróf, þ.e. um kynmök
var að ræða eða snertingu kynfæra
barnsins. 66% gerenda tengjast fjöl-
skyldum fórnarlamba sinna.
Samþykkt að rifta
samningi við ÍMS um
rekstur Áslandsskóla
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar sam-
þykkti á aukafundi bæjarstjórnar í
vikunni að rifta samningi Íslensku
menntasamtakanna og bæjarins um
rekstur Áslandsskóla. Bæjarfulltrúar
Samfylkingar greiddu atkvæði með til-
lögunni en minnihluti sjálfstæðis-
manna greiddi atkvæði gegn henni. Í
bókun Samfylkingar segir að krafan
um riftun samningsins styðjist einkum
við þær röksemdir að ÍMS hafi með
stórfelldum hætti vanefnt samning.
Forsendur hans séu brostnar og skóla-
starf í uppnámi. Í bókun D-lista er rift-
uninni mótmælt og sagt að hún eigi sér
enga stoð í almennum réttarreglum.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn
að ráða tímabundið Erlu Guðjónsdótt-
ur í stöðu skólastjóra Áslandsskóla. Á
föstudag mættu tveir skólastjórar til
vinnu í skólanum. Bæjaryfirvöld til-
kynntu síðar þann dag að skólastjóri
sem ÍMS hefðu ráðið yrði framvegis
starfsmaður bæjarins og að óskað
væri eftir að hann myndi kenna sam-
kvæmt stundaskrá.
ÍRAKAR féllust á það í síðustu viku, að
vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna fengju að snúa aftur til Íraks án
nokkurra skilyrða. Fagnaði Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri samtakanna,
þeim fréttum en viðbrögðin hafa að
mörgu leyti verið ólík. Rússar, Kínverj-
ar, arabaríkin og fleiri vilja láta á eft-
irlitið reyna en Bandaríkjastjórn varar
við enn einum bellibrögðum Saddams
Husseins, forseta Íraks. George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, varaði SÞ
við og sagði, að öryggisráðið yrði að
taka af skarið og grípa til aðgerða gegn
Saddam. Hefur Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, tekið í sama streng
og Bretar og Bandaríkjamenn vinna að
nýrri samþykkt um Írak, sem miðar að
því, að hervaldi verði beitt, fari Íraks-
stjórn ekki í einu og öllu að samþykkt-
um öryggisráðsins. Til að hnykkja á því
ætlar Bush að fara fram á það við
Bandaríkjaþing, að það gefi honum
heimild til hernaðar verði þess þörf.
Jafnframt hefur Bandaríkjastjórn gefið
í skyn, að hún muni koma í veg fyrir, að
vopnaeftirlitsmenn verði sendir til
landsins, samþykki öryggisráðið ekki
nýja og harðorða ályktun um Írak.
Arafat einangraður
ÍSRAELSKUR her umkringdi aðal-
stöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Pal-
estínumanna, í Ramallah á Vestur-
bakkanum á fimmtudagskvöld en þá
hafði Ísraelsstjórn samþykkt á skyndi-
fundi að einangra hann alveg. Var grip-
ið til þess eftir hryðjuverk í Tel Aviv en
þá sprengdi Palestínumaður sig upp í
yfirfullum strætisvagni. Kostaði það
sex manns lífið og um 60 slösuðust. Ísr-
aelar handtóku yfir 40 manns, drápu
einn lífvarða Arafats og særðu tvo.
Sprengdu þeir síðan upp allar bygging-
ar í höfuðstöðvunum nema aðsetur
Arafats. Ákallaði hann heimsbyggðina
á föstudag og bað um hjálp en viðbrögð
voru lítil.
Bush vill heimild
til hernaðar MIKIL stefnubreyting
hefur orðið hjá Norður-
Kóreustjórn á skömmum
tíma. Vinnur hún nú að
sáttum við nágranna sína
og segja má, að vatnaskil
hafi orðið með fundi Kim
Jong-Ils, leiðtoga N-Kór-
eu, og Junichiro Koiz-
umis, forsætisráðherra
Japans. Kim viðurkenndi
þá, að N-Kóreumenn
hefðu rænt 11 Japönum
og baðst afsökunar á því.
Hefur hann heimilað
vopnaeftirlit í landinu,
hætt við eldflaugatilraun-
ir og komið verður á
samgöngum milli Kóreu-
ríkjanna.
DANIR hafa fitjað upp
á nýrri aðferð við að
leysa flóttamannavand-
ann í Danmörku og Evr-
ópu og felst hún í því að
byggja yfir það fólk, sem
leitað hefur hælis, í sínu
eigin heimalandi. Hyggj-
ast þeir reisa 100 þorp í
Afganistan fyrir þá afg-
önsku flóttamenn, um
5.000, sem nú eru í Dan-
mörku. Er mikill ein-
hugur um þetta á danska
þinginu.
MIKIL spenna er í
Þýskalandi vegna þing-
kosninganna, sem þar
verða í dag. Samkvæmt
skoðanakönnun Allens-
bach-stofnunarinnar á
föstudag, þeirri síðustu
fyrir kosningar, fær jafn-
aðarmannaflokkur Ger-
hards Schröders kanslara
37,5% atkvæða en kristi-
legu flokkarnir 37%.
Frjálsum demókrötum
var spáð 9,5% og Græn-
ingjum 7,5%.
SÝNING á íslenskum handritum
verður opnuð í Þjóðmenningarhús-
inu 5. október. Sýningin er sam-
starfsverkefni Þjóðmenningarhúss
og Stofnunar Árna Magnússonar og
verður hún flaggskip í sýningarstarfi
Þjóðmenningarhússins næstu árin.
Stofnun Árna Magnússonar hefur
lengi skort aðstöðu til að sýna lands-
mönnum og erlendum gestum hand-
ritin að miðaldabókmennum okkar
en hliðstæður þeirra er ekki að finna
í neinu öðru landi. Meðal þeirra ger-
sema sem sýndar verða eru Kon-
ungsbók Eddu og handrit af Íslend-
ingasögum. Gísli Sigurðsson hand-
ritafræðingur er sýningarstjóri, en
hönnuður sýningarinnar Steinþór
Sigurðsson leikmyndateiknari.
Ein mestu verðmæti
þjóðarinnar
Málfríður Finnbogadóttir skrif-
stofustjóri Þjóðmenningarhússins
segir að þegar reynsla var komin á
húsið eftir endurnýjun þess hafi hug-
myndir um að hafa handritin til sýnis
þar vaknað að nýju, en Handrita-
stofnun var einmitt til húsa í rýminu
þar sem sýningin verður nú. „Við-
ræður milli Stofnunar Árna Magn-
ússonar og Þjóðmenningarhúss um
handritasýningu af þessu tagi tóku
um ár og sýningin er nú að taka á sig
endanlega mynd. Þótt húsið sé ný-
uppgert settum við fram auknar ör-
yggiskröfur vegna sýningarinnar.
Handritin eru eitt það verðmætasta
sem þjóðin á og við fórum aftur í
gegnum öll öryggismál; við þurftum
að styrkja glugga, breyta loftræsti-
kerfinu, endurskoða myndavélakerf-
ið og fleira sem tengist öryggismál-
unum. Þótt brunavarnir í húsinu hafi
verið í góðu lagi, þá fórum við aftur í
gegnum þær til að vera viss um að
allt væri eins öruggt og hugsast get-
ur. Við þurftum til dæmis að skipta
út teppi í sýningarrýminu og leggja
annað sérstaklega eldþolið. Þá mun
öryggisvarsla verða hert og nætur-
vörður á vakt allan tímann sem
handritin eru hér. Allt sem hér er
gert miðar að því að hundrað prósent
öryggis sé gætt í öllum þeim þáttum
er snúa að þessum miklu verðmæt-
um. Þá höfum við einnig gert áætlum
um það hvernig flúið verður með
handritin ef á þarf að halda.“
Sérhannaðir öryggisskápar
Gríðarleg vinna liggur þegar að
baki við undirbúning sýningarinnar
og að mörgu er að hyggja, eins og
fram kom í máli Málfríðar Finnboga-
dóttur. Þar er ekki einungis um að
ræða efnivið sýningarinnar; – það
sem sýna skal, heldur alla umgjörð
hennar og öryggisbúnað. Ljóst er að
öryggiskröfur eru gífurlegar og þess
verður í hvívetna gætt að handritin
skaðist ekki við það aukna álag sem
sýningu á þeim fylgir. Rými/Ofna-
smiðjan hefur hannað sérstaklega
tvo stóra sýningarskápa þar sem
handritunum verður komið fyrir.
Ekki er sama hvaða efni koma ná-
lægt handritunum og eru skáparnir
því 98% loftþéttir. Rakastig og hita-
stig verður að vera nákvæmt og lýs-
ing við handritin má ekki vera meiri
en 50 lux. Ekkert rafmagn kemur
nærri skápunum sjálfum, en lýsing
verður á brautum umhverfis þá.
Handritasýningin verður ein sú
viðamesta sem hér hefur verið hald-
in og er henni ætlað að gefa mynd af
handritunum bæði í fortíð og nútíð
og endurspegla hvernig efni þeirra
hefur lifað með þjóðinni. Handritin
sjálf verða til sýnis, en ýmiss konar
ítarefni verður einnig til staðar bæði
á tölvum og prenti.
Þótt öryggiskröfur séu svo miklar
sem raun ber vitni er sýningin þó
hönnuð með þeim hætti, að handritin
verði aðgengileg og vel sýnileg öllum
sem sýninguna sækja. Í forsal verða
handritin kynnt með ítarlegum upp-
lýsingum um sögu þeirra. Úr for-
salnum er svo gengið inn í fyrra
handritaherbergið, þar sem örygg-
isskápunum hefur nú verið komið
fyrir. Þaðan er gengt inn í millirými,
þar sem sýnt verður hvernig hand-
ritin urðu til, og ýmsir verklegir
þættir handritaskrifanna verða
sýndir. Þaðan er svo haldið inn í ann-
að handritaherbergi. Í handritaher-
bergjunum verður ekkert annað en
handritin sjálf, svo að gestir sýning-
arinnar geti notið þeirra til fulls. Til
að auka enn á verndun handritanna
verða þau opin á mismunandi stöð-
um frá einni viku til annarrar. Til-
gangur þess er ekki endilega sá að
gefa sýningargestum færi á að sjá
sem flestar opnur þeirra, þótt það sé
vissulega kostur, heldur er þar fyrst
og fremst verið að hugsa um að jafna
álagið á síður handritanna og kjöl
þeirra.
Gífurlegar öryggiskröfur verða á handritasýningu
sem opnuð verður í Þjóðmenningarhúsinu í október
Venjulegum gólfteppum
skipt út fyrir eldþolin teppi
Morgunblaðið/Þorkell
Hersteinn Brynjólfsson handritaforvörður fylgist með uppsetningu ör-
yggisskápa, en þeir voru sérstaklega hannaðir fyrir sýninguna.
Steinþór Sigurðsson leikmyndateiknari við líkan sitt af sýningunni.
Málfríður Finnbogadóttir, skrif-
stofustjóri Þjóðmenningarhúss.