Morgunblaðið - 22.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
„Nýtist við flest
fagsvið í þjóð-
félaginu“
Verkefnastjórnunar-félag Íslandsstendur fyrir al-
þjóðlegri ráðstefnu á Hótel
Loftleiðum dagana 25.–27.
september nk. Ráðstefnan,
sem er öllum opin, nefnist á
ensku „No battle’s won in
bed“ og er heiti hennar tek-
ið úr Hávamálum. Upplýs-
ingar um skráningu á ráð-
stefnuna er að finna á
heimasíðu félagsins,
www.vsf.is/nordnet2002.
– Hvað er Verkefna-
stjórnunarfélag Íslands?
„Verkefnastjórnunar-
félag Íslands er áhuga-
mannafélag sem var stofn-
að árið 1984. Félagið er
öllum opið og eru meðlimir
þess einstaklingar, fyrir-
tæki og stofnanir. Félagið
leitast við að kynna og efla aðferðir
verkefnastjórnunar á sem flestum
sviðum þjóðfélagsins.
Undanfarin ár hefur félagið til
að mynda unnið markvisst að út-
breiðslu á aðferðum verkefna-
stjórnunar, meðal annars með því
að standa fyrir ráðstefnum og
námstefnum. Við erum einnig
ábyrg fyrir alþjóðlegri vottun
verkefnastjóra hér á landi og fer sá
þáttur starfsins vaxandi vegna
aukins áhuga og þrýstings fyrir-
tækja og reyndra verkefnastjóra.
Útgáfustarfsemi félagsins felst í
útgáfu á fréttablöðungum og fag-
blaði auk þess sem það gefur út
ensk-íslenskan hugtakalykil um
verkefnastjórnun. Hugtakalykill-
inn er grunnrit á íslensku um fag-
ið. Þá höfum við verið virk í alþjóð-
legu samstarfi og er félagið meðal
annars aðili að norrænu verkefna-
stjórnunarsamtökunum, Nordnet,
og alþjóðasamtökum verkefna-
stjórnunarfélaga, IPMA.“
– Hvað felst í hugtakinu verk-
efnastjórnun?
„Verkefnastjórnun er stjórnun-
arfræði sem nýtist alls staðar í
þjóðfélaginu. Vinnuumhverfi fyrir-
tækja hefur mikið verið að breyt-
ast undanfarin ár, færst frá því að
vera stíft deildarskipulag í átt að
meira verkefnaskipulagi þar sem
unnið er þvert á deildarskiptingu.
Hlutverk verkefnastjórans felst í
umsjón og samhæfingu verkefna.
Verkefnin geta verið ólík, rann-
sóknarverkefni, vöruþróun, skipu-
lagning stórra viðburða, hugbún-
aðarverkefni og bygging versl-
unarmiðstöðva og svo framvegis.
Sú verkefnastjórnun sem við erum
að útbreiða gengur út á að menn
beiti ákveðinni aðferðafræði við
stjórnun þessara verkefna þannig
að það sé unnið mjög markvisst í
þessu ferli, bæði við að skilgreina
þarfir, undirbúning og áætlana-
gerð, við eftirlit með framkvæmd,
uppgjör og lok verkefnisins. Verk-
efnastjórnun nýtist því við flest
fagsvið í þjóðfélaginu.“
– Hvaða fyrirlestrar verða í boði
á ráðstefnunni?
„Á ráðstefnunni mun
kenna margra grasa og
er efni hennar mjög
áhugavert fyrir flesta
þá sem koma að verk-
efnavinnu með ein-
hverjum hætti.
Einn lykilfyrirlesara ráðstefn-
unnar að þessu sinni er Bretinn
Robert Paterson frá Pricewater-
houseCoopers, en hann mun fjalla
um verkefnastjórnun í einkavæð-
ingarferli ríkisstofnana. Einka-
væðing hefur mikið verið í um-
ræðunni undanfarið og deildar
meiningar um ágæti hennar. Það
verður því áhugavert að endur-
skoða það ferli og hvað úrskeiðis
hefur farið svo unnt verði að læra
af því.
Samruni stórra fyrirtækja er
annað málefni sem hefur verið
mikið í umræðunni. Oft og tíðum
er um flókið ferli að ræða og er
samruni tölvufyrirtækjanna Hewl-
ett-Packard og Compaq ágætt
dæmi um slíkt. Til þess að fjalla
um þessi mál höfum við fengið
Sten Mortensen, framkvæmda-
stjóra Hewlett-Packard í Dan-
mörku.
Meðal annarra mála sem fjallað
verður um má nefna fjármögnun
stórverkefna á borð við virkjanir,
sem er nú orðin að ákveðinni fag-
grein innan verkefnastjórnunar,
og mun Alexander Guðmundsson
frá Íslandsbanka fjalla um þau
mál. Meðal fjölda annarra áhuga-
verðra erinda á ráðstefnunni má
nefna að Ríkharður Kristjánsson
mun fjalla um verkefnastjórnun
vegna NATO fundarins sem hald-
inn var hér í vetur.“
– Er mikill áhugi á ráðstefnunni
hér heima fyrir og erlendis?
„Stærsti hluti fyrirlesaranna
kemur að utan, þótt Íslendingar
muni að sjálfsögðu líka flytja þar
erindi og við höfum fengið góð við-
brögð hér heima sem og erlendis.
Þetta er þriðja alþjóðlega ráð-
stefnan sem Verkefnastjórnunar-
félagið hefur staðið fyr-
ir. Reiknað er með að
um helmingur ráð-
stefnugesta komi að ut-
an. Það er gríðarlegt
átak fyrir áhugamanna-
félag að standa að ráðstefnu sem
þessari, en með henni viljum við
veita íslenskum verkefnastjórum
tækifæri til að sækja alþjóðlega
ráðstefnu, sem þeim gæfist að öðr-
um kosti ekki færi á. Áhugi fyr-
irtækja talar líka sínu máli, en
mörg hafa sýnt okkur mikinn
stuðning enda sjá þau sér hag í því
að aðferðafræði verkefnisstjórn-
unar nái sem mestri útbreiðslu.“
Hildur Hrólfsdóttir
Hildur Hrólfsdóttir fæddist í
Reykjavík 13. júní 1963. Hún út-
skrifaðist sem efnafræðingur frá
Háskóla Íslands og síðan sem
master í efnaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Kaupmanna-
höfn árið 1995. Hildur er for-
maður Verkefnastjórnunar-
félags Íslands. Hún hefur gegnt
hlutverki verkefnastjóra Lands-
virkjunar frá 2001, en starfaði
áður sem verkfræðingur hjá
verkfræðistofunni Hönnun. Þá
vann Hildur að rannsóknar-
störfum við Háskóla Íslands um
árabil og gegndi einnig sérfræði-
stöðu hjá Iðntæknistofnun.
Áhugi fyrir-
tækja talar
sínu máli
DOUGLAS C-117D flugvél Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, sem gefin hefur verið á flugminjasafnið að
Hnjóti í Örlygshöfn, var hlutuð í sundur og komið fyrir
á flutningabílum sem flytja hana vestur að Örlygshöfn
við Patreksfjörð. Flutningaflugvélin hefur staðið sem
minnisvarði á Keflavíkurflugvelli undanfarinn aldar-
fjórðung. Skrokkur vélarinnar er fluttur á einum bíl,
mótorar ásamt hjólastelli á öðrum og vængirnir á þeim
þriðja. Flugvélin, sem er af gerðinni Douglas C-117D er
endurbætt útgáfa af hinum fræga Douglas DC-3
„Þristi“. C-117D eða „Súper-Þristarnir“ eins og vél-
arnar hafa verið kallaðar leystu á sínum tíma af hólmi
nokkrar C-47 flugvélar sem þjónað höfðu Varnarliðinu
frá upphafi.
Þessi tiltekna flugvél var smíðuð árið 1944 og þjón-
aði lengi í flutningadeildum bandaríska flotans við
Kyrrahaf og víðar en kom til varnarliðsins í september
árið 1973. Flugminjasafnið naut aðstoðar slökkviliðsins
á Keflavíkurflugvelli, Íslenskra aðalverktaka og ÓR-
krana við að taka flugvélina í sundur og undirbúa fyrir
flutninginn en um hann sá verktakafyrirtækið Alefli í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„Súper-Þristur“ á leið að Hnjóti
SKÁKLANDSLIÐIÐ kemur saman
þrjá morgna í viku til að gera Qi-
Gong-æfingar undir stjórn Gunnars
Eyjólfssonar leikara, til að und-
irbúa þá fyrir ólympíuskákmót sem
fram fer í Bled í Slóveníu í vetur.
Helgi Áss Grétarsson stórmeistari,
sem hefur iðkað Qi-Gong frá árinu
1996 segir að æfingarnar auki and-
legt úthald og efli einbeitingu.
Qi-Gong er ævaforn kínversk
leikfimi sem Gunnar segir að efli
hugarafl, anda, efni, líkama og sál.
„Qi-Gong-iðkun styður við kjarn-
ann sem þeir hafa fengið í vöggu-
gjöf, að geta skilið skák betur en
aðrir. Æfingarnar efla og styrkja
kjarnann í viðkomandi einstaklingi
og hjálpa honum að skynja sköp-
unarkraftinn í sér og sjá nýja sýn í
því sem hann er heltekinn af, það er
að tefla skák,“ segir Gunnar en
hann hefur á síðustu árum farið í
nokkur skipti með íslenska landlið-
inu á alþjóðleg skákmót.
Qi-Gong þýðir leið að lífsorku og
telur Gunnar að æfingarnar gefi
skákmönnunum styrk og hjálpi
þeim að kynnast veikleikum sínum
og styrkleikum, sigrast á veikleik-
unum og efla styrkinn. „Æfing-
arnar herða mann í andlæti og
hvíla hugann. Við látum heilann í
friði svo hann vinni enn þá betur
þegar við leitum á náðir hans um
upplýsingar og hvernig við eigum
að leysa ákveðin vandamál. Í Qi-
Gong ræktum við jurt skynsemi,
heilbrigðis og langlífis. Jarðveg-
urinn þarf að vera frjór en gæta
ber að því að illgresi nái ekki að
skjóta rótum í svo frjóum jarðvegi,“
segir Gunnar.
Meðan á ólympíuskákmótinu
stendur mun Gunnar stjórna Qi-
Gong-æfingum á hverjum morgni
og vinna síðan sérstaklega með
þeim sem tefla þann daginn. „Ég
segi við þá að ég fari til að vinna og
þeir til að sigra,“ segir Gunnar. „Ég
er þeim til halds og trausts, ég kann
mannganginn það er allt og sumt.
Ég bara dáist að snillingum, dáist
að fólki sem er snillingar á ein-
hverju sviði og þeir eru snillingar í
skáklistinni.“
Erfiðasta æfingin að
gera ekki neitt
Gunnar kynntist Qi-Gong árið
1945 þegar hann var í leiklist-
arnámi í London. Hann segir að æf-
ingarnar tengist trúarbrögðum
ekki á neinn hátt. „Þetta er við-
urkenning á mikilvægi þess að
halda skilningarvitunum við og
verja þau áföllum. Vímugjafar eru
t.d. stjórhættulegir og sljóvga
skilningarvitin. Í þessu felst virðing
fyrir skilningarvitunum og ræktun
þeirra.“
Hann segir að alls taki æfinga-
hringurinn um 40 míntútur, æfing-
arnar krefjist mikillar einbeitingar.
„Erfiðasta æfingin er að gera ekki
neitt. Það er mjög erfitt að standa
eins og tré vel rætt í frjórri mold,
vegur milli himins og jarðar. Lífs-
orkan kemst vel af án okkar, en við
komumst ekki af án lífsorkunnar.
Það er hvers og eins að dæma hvort
hann hefur gott af þessu og hvort
hann getur nýtt þetta í skákinni eða
ekki,“ segir Gunnar.
Helgi Áss Grétarsson stórmeist-
ari segir að æfingarnar hafi hjálpað
honum og aukið andlegt úthald. Nú
sé lettneskur skákþjálfari á landinu
og hann hafi síðustu þrettán daga
hlustað á fyrirlestra hans um skák í
átta tíma dag hvern og síðan teflt
eftir það. „Ég hef því þurft orku til
að sinna skák í 10–12 tíma á dag og
ég get fullyrt það að það hefur
hjálpað mér að vera í Qi-Gong,“
segir Helgi Áss. Hann segir að Qi-
Gong-iðkunin hafi einnig hjálpað
honum í námi. „Það er mjög mik-
ilvægt að hafa jákvæða afstöðu
gagnvart þessu, það er mjög skilj-
anlegt að fólki finnist þetta skrýtið
og ég ber virðingu fyrir þeirri af-
stöðu en ef maður byrjar í þessu og
tekur þessu opnum huga gerir
þetta manni gott. Hafi menn nei-
kvæða afstöðu gerir þetta aðeins
illt verra,“ segir Helgi Áss.
Skáklandsliðið iðkar ævaforna kínverska leikfimi
Mikilvægt að nálgast Qi-
Gong með opnum huga
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák, hvílir hugann á Qi-Gong-
æfingu undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar leikara.