Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PATTISON var hér á landií liðinni viku en þá end-urgalt nefnd írskra þing-manna heimsókn Hall-dórs Blöndals, forseta
Alþingis, til Írlands í fyrra. Segir
Pattison að góður vinskapur hafi
myndast með honum og Halldóri en
Pattison, sem nú er varaforseti
neðri deildar þingsins, gegndi fram
að þingkosningum í vor störfum for-
seta þingsins.
Pattison, sem er 66 ára gamall,
hefur setið á írska þinginu síðan
1961. „Ég var viðstaddur þegar
John F. Kennedy, þáverandi forseti
Bandaríkjanna, ávarpaði írska þing-
ið á sögulegum fundi 28. júní 1963.
Varla fimm mánuðum seinna var
hann dáinn. Þetta var hans eina for-
setaheimsókn til Írlands en forfeður
Kennedys komu frá Írlandi, raunar
frá þeim slóðum sem ég bý á,“ segir
Pattison en hann er þingmaður fyrir
kjördæmið Carlow-Kilkenny, sem
tekur til sveita sunnarlega fyrir
miðju Írlands.
Margir tilbáðu de Valera
Pattison kemur fyrst inn á þing
1961, sem fyrr segir, en einungis
tveimur árum áður hafði Eamon de
Valera látið af forsætisráðherra-
embætti og verið kjörinn forseti
landsins.
De Valera var einn af liðsforingj-
um þjóðernissinna í Páskauppreisn-
inni á Írlandi árið 1916 og mátti
þakka fyrir að verða ekki einn
þeirra, sem Bretar tóku af lífi fyrir
landráð eftir að uppreisnin hafði
farið út um þúfur. De Valera var
síðan leiðtogi Íra frá 1917–1922 en
hraktist þá tímabundið í pólitíska
eyðimerkurgöngu vegna afstöðu
sinnar til fullveldissamningsins við
Breta sem olli borgarastyrjöld á Ír-
landi.
Er flokkakerfið á Írlandi enn
byggt á þeim klofningi sem þá varð
í röðum þjóðernissinna en Fianna
Fáil, sem nú er við stjórn á Írlandi,
er flokkurinn sem de Valera og aðr-
ir andstæðingar samningsins 1921
stofnuðu, á meðan Fine Gael varð
flokkur fylgjenda samningsins.
Hafa þessir flokkar myndað helstu
andstæður í írskum stjórnmálum
alla tíð síðan.
De Valera var síðar forsætisráð-
herra 1932–48, 1951–54 og 1957–59
og Pattison tekur undir að óhætt sé
að segja að sjálfsagt muni skuggi de
Valeras alltaf hvíla yfir þessu tíma-
bili írskrar sögu.
„Hann var að vísu orðinn forseti
þegar ég kom inn á þing en því
embætti sinnti de Valera um
margra ára skeið [til 1973]. Ég hitti
hann þó margoft og sat síðan á þingi
með einum sona hans og nú eiga
sæti á þingi tvö barnabarna hans.
De Valera var auðvitað upp á sitt
allra besta fyrir mína tíð í pólitík.
Hann var afar umdeildur, menn
annað hvort dáðu hann eða hötuðu.
Margir nánast tilbáðu hann.“
Hvers vegna var það?
„Vegna þátttöku hans í Páska-
uppreisninni 1916. Þetta voru hetjur
í augum fólks. Þú verður líka að
muna að flestir leiðtoganna voru
teknir af lífi. Hann slapp hins vegar
og þá fyrst og fremst vegna þess að
hann hafði bandarískt vegabréf,“
segir Pattison en móðir de Valeras
var uppalin vestanhafs.
„Það er annars erfitt að fjalla um
þá tíma er de Valera var upp á sitt
besta. Við verðum að muna að
heimsstyrjöld gekk m.a. yfir og þá
áttum við í „efnahagsstríði“ við
Bretland [1932–1938] sem olli harðri
efnahagskreppu. Sömuleiðis stóð
IRA [Írski lýðveldisherinn] fyrir
ódæðum á fimmta og sjötta ára-
tugnum. Sem betur fer var þessi
erfiðleikatíð yfirstaðin er ég kom
inn á þing en þar sátu þó ennþá
margir menn, sem tekið höfðu bein-
an þátt í borgarastríðinu [1922–
1923]. Þeir höfðu ekki allir verið í
sama liði þar.
Það var afar áhugavert að koma
inn á þing og fylgjast með þessum
mönnum. Stundum blossaði gamall
fjandskapur upp.“
Lemass hefði mátt taka fyrr við
Í dag hefur tíminn hins vegar
grætt þau sár, að sögn Pattisons, og
það gerist ekki lengur í umræðum á
írska þinginu að menn vitni til þess-
ara atburða, sem klufu írska þjóð í
herðar niður á þriðja áratugi síð-
ustu aldar – þó að auðvitað sé það
rétt að flokkakerfið sé arfleið þess-
ara átaka.
„Margir eiga þá ósk heitasta að
sjá umbyltingu á flokkakerfinu,“
segir Pattison, en bæði Fianna Fáil
og Fine Gael eru eins konar íhalds-
flokkar, þó gjörólíkir hefðbundnum
íhaldsflokkum.
De Valera hætti beinum afskipt-
um af stjórnmálum 1959. „Hans
hægri hönd, Sean Lemass, var því
nýtekinn við er ég kom inn á þing.
Mörgum fannst það mikil synd að
Lemass tók ekki við mun fyrr.
Hann var öflugur leiðtogi og tók til
hendinni, undirbjó m.a. jarðveginn
fyrir inngöngu Írlands í Efnahags-
bandalag Evrópu [sem þá var] 1970.
Í ýmsum skilningi lagði hann
grunninn að framförunum, sem sjá
hefur mátt stað á Írlandi undanfarin
ár og áratugi.“
Segir Pattison að Lemass hafi
horfið frá þeirri hafta- og vernd-
artollastefnu, sem einkennt hafði
stjórnarhætti á Írlandi allt frá því
að landið hlaut fullveldi 1921. Voru
þessar breytingar og aðild að EBE
ýmsum iðngreinum þungbærar í
fyrstu. „En á móti naut landbún-
aður okkar mjög góðs af aðildinni.“
Írar hafa síðan lagt áherslu á að
fjárfesta í menntun og byggja upp
hátækniiðnað og hefur sú stefna
skilað sér margfalt á síðustu árum,
að sögn Pattisons.
„Sem þingmaður Verkamanna-
flokksins var ég á móti inngöngu í
EBE á sínum tíma. Við töldum
rangt að stíga skrefið til fulls inn í
bandalagið, m.a. vegna áhrifanna á
þær iðngreinar, sem ávallt höfðu
skipt okkur miklu máli. En þegar
almenningur hafði ákveðið í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að samþykkja
aðild snerum við blaðinu við og höf-
um ávallt síðan stutt frekari sam-
vinnu og samruna á þessum vett-
vangi.“
Pattison segir varðandi fyrri
þjóðaratkvæðagreiðsluna um Nice-
sáttmála Evrópusambandsins, sem
haldin var í fyrra, að þar skipti
mestu hversu fáir neyttu atkvæð-
isréttar síns; einungis 35% lands-
manna mættu á kjörstað. Stjórn-
málamenn hafi sofið ofurlítið á
verðinum, kannski vegna þess
hversu löng hefð er fyrir því að Írar
samþykki öll frekari skref á Evr-
ópubrautinni.
Raunin varð hins vegar önnur og
sáttmálinn var felldur í atkvæða-
greiðslu, sem hleypti stækkun ESB
til austurs í uppnám.
Pattison segist hins vegar telja
líklegt að Írar samþykki sáttmálann
í nýrri atkvæðagreiðslu, sem boðuð
hefur verið 19. október nk. Menn
taki hlutina mun alvarlegar í að-
draganda þessara kosninga. Sett
hafi verið á laggirnar nefnd til að
ræða efni sáttmálans og kynna fyrir
almenningi. Fólk sé því örugglega
betur upplýst nú en það var í fyrra.
Að vísu sé hætta á að sumir vilji
refsa ríkisstjórn Berties Aherns
fyrir að svíkja ýmis loforðanna, sem
gefin voru fyrir þingkosningar í vor.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafi
hins vegar beint þeim tilmælum til
almennings að nota atkvæði sitt
ekki með þeim hætti. Önnur tæki-
færi muni gefast til að taka í lurginn
á Ahern og stjórn hans.
Aðspurður segir Pattison að átök-
in á Norður-Írlandi séu ekki ofar-
lega í huga fólks á syðri hluta eyj-
unnar hvað viðkemur pólitísku
viðhorf þess. Sem betur fer sé nú
líka sú staða komin upp að til friðar
horfi eftir þriggja áratuga átök.
Pattison rifjar upp mikið uppnám,
sem varð 1971, er upp komst að
nokkrir háttsettir einstaklingar í
írska stjórnkerfinu höfðu komið að
vopnasmygli til lýðveldissinna á
Norður-Írlandi. Meðal annars rak
Jack Lynch, þáverandi forsætisráð-
herra, tvo ráðherra úr ríkisstjórn
sinni vegna málsins, þeirra á meðal
Charles nokkurn Haughey.
Pólitísk hneykslismál
Haughey átti eftir að snúa aftur í
framlínu stjórnmálanna en hann tók
við leiðtogaembætti í Fianna Fáil af
Lynch og gegndi forsætisráð-
herraembættinu margoft á áttunda
og níunda áratugnum. „Það má
segja margt um Haughey og ljóst er
að enn á eftir að skrifa nokkra kafla
í ævisögu hans,“ segir Pattison.
Er hann þar að vísa til rannsókn-
ar sérstakra dómstóla, sem settir
voru á laggirnar 1997, á spillingu í
írskum stjórnmálum, einkum
meintri spillingu Haugheys. Engin
endanleg niðurstaða hefur enn feng-
ist en sögusagnir hafa verið á kreiki
um langt skeið að Haughey hefði
oftar en einu sinni og oftar en tvisv-
ar sinnum þegið „fjárhagsaðstoð“
Tíminn hefur grætt gömul
Séamus Pattison hefur
sannarlega lifað tímana
tvenna en meira en fjórir
áratugir eru nú liðnir síðan
hann var fyrst kjörinn á
írska þingið. „Þetta er lang-
ur tími. Þetta er heil lífstíð.
Ég hef horft upp á miklar
breytingar,“ segir hann í
samtali við Davíð Loga
Sigurðsson. Hann segir
ánægjulegt að sjá þann
mikla kraft sem býr í ungu
fólki á Írlandi.
Séamus Pattison hefur setið á írska þinginu síðan 1961.
’ Þetta voru hetjur íaugum fólks. Þú
verður líka að muna
að flestir leiðtoganna
voru teknir af lífi. ‘
Morgunblaðið/Kristinn