Morgunblaðið - 22.09.2002, Side 19

Morgunblaðið - 22.09.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 19 Í LÝÐRÆÐISRÍKI eins ogokkar eiga einstaklingar,formlega séð, jafnan réttgagnvart opinberri þjónustu.Hitt vitum við öll, að þetta er engan veginn tilfellið. Það skiptir verulega máli hvort þú ert Jón eða Séra Jón, þegar kemur að því að smokra sér upp eftir biðlistum, eða gegnum nálaraugu eftirlitsstofnana. Við tölum hins vegar ekkert mjög mikið um þetta, enda trúa flestir Íslendingar því að þeir séu Séra Jón og ekkert minna og því ekki rétt að vera að gera mikið veður út af svona hlutum. Hver veit hvenær við þurfum á Séra-þjónustu að halda? Ég gerði mér fyrst almennilega grein fyrir þessu þegar ég heyrði ákveðna setningu á fjarlægum stað fyrir mörgum ár- um. Oft hef ég rifjað téða setn- ingu upp síðan og ætíð virðist hún jafnfullkominn sannleikur um hið íslenska kerfi. Fyrir allnokkrum árum dvaldi ég um nokkurra ára skeið í Bandaríkj- unum við nám og vegna þessa þurfti ég að eiga veruleg samskipti við stofnun sem ber hið geðþekka nafn Lánasjóður íslenskra náms- manna. Fátt í samskiptunum við þá mikilvægu og þörfu stofnun reynd- ist jafngeðþekkt og nafnið. Megineinkenni samskiptanna voru þau, að námsmaðurinn var sýknt og heilagt að sýna fram á að hann eða hún væri ekki að sölsa undir sig lánsfé, ásamt tilheyrandi verðtryggingu og vöxtum, með glæpsamlegum svikum og prettum. Stafsmenn LÍN virtust vera eins konar skilorðsfulltrúar í óða önn við að koma í veg fyrir óhæfuverk ís- lenskra síbrotamanna sem væru að leika sér í útlöndum og þættust vera í skóla. En það var svo undarlegt, að hjá sumum námsmönnum virtist allt engu að síður ganga vand- kvæðalaust. Greiðslurnar frá LÍN bárust á tilsettum tíma, allt var eins og stafur á bók. Þó var enginn munur á námsframvindunni. Maður kunni nú ekki við að vera mikið að spyrja viðkomandi kollega sína út í þetta, en öfundaði þá óneitanlega af þeirri frábæru þjónustu sem þeir virtust svo einstaklega lánsamir að njóta. Svo var það undir lok námstím- ans að skýringin fékkst á þessu öllu saman. Skýringin fólst í einni setn- ingu sem ung kona og fyrrverandi námsmaður sagði við undirritaðan í tuskubúð á Venice Beach í Los Angeles. Þegar ég hafði borið mig eitthvað illa eftir samskipti við LÍN, kinkaði konan kolli, afar skilkningsrík í framan, og sagði um leið og hún dæsti til að ítreka sam- hygðina: „Það er svo erfitt að eiga við Lánasjóðinn, ef maður þekkir engan sem vinn- ur þar.“ Og viti menn, þarna reyndist komin skýringin á því hvers vegna sumir námsmenn lentu aldrei í neinum vandræðum gagnvart LÍN. Það kom sem sé í ljós að hinir lán- sömu námsmenn áttu allir frænd- fólk eða kunningja eða gamla bekkjarfélaga sem unnu hjá LÍN eða þá að foreldrar námsmannsins áttu kunningja eða bekkjarfélaga, o.s.frv. Nú orðið eru samskipti mín við LÍN alveg ljómandi. Þeir rukka og ég borga af láninu. En varla líður svo vika að mér verði ekki hugsað til setningarinnar góðu, svo augljóst sem það er hvað það skiptir miklu máli fyrir sérhvern Íslending, sem þarf að eiga samskipti við „kerfið“, að þekkja einhvern sem vinnur þar. Maður hættir sér nú varla út í að ímynda sér hvernig það er fyrir út- lendinga, eða Íslendinga sem ekki eiga djúpar rætur og stóran frænd- garð í íslensku samfélagi. Eiga þeir yfirhöfuð möguleika? HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Þekkirðu ekki einhvern? um jól in Al ica nte Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Beint leiguflug me› Fluglei›um til Alicante 18. desember og 6. janúar. 33.240kr.* Ver›dæmi: *miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11ára ferðist saman. 37.630 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Munið að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum, VR ávísunum og Fríkortspunktum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Takmarkað sætaframboð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.