Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 21
stök áhersla er lögð á að sjómenn,
útgerðarmenn og aðrir aðilar, sem
láta sig öryggismál sjófarenda
varða, taki höndum saman og vinni
markvisst að því að fækka slysum til
sjós og treysta öryggi íslenskra
skipa, áhafna þeirra og farþega sem
með þeim ferðast. Siglingastofnun
Íslands annast framkvæmd áætlun-
arinnar í samvinnu við verkefnis-
stjórn sem skipuð er fulltrúum
stjórnvalda, útgerða, sjómanna og
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Meðal þess sem framkvæmdaáætl-
unin gerir ráð fyrir er: menntun og
þjálfun sjómanna, öryggi farþega-
skipa og farþegabáta, átak í fræðslu
og áróðri ásamt gerð fræðsluefnis
og leiðbeininga um öryggismál,
söfnun og miðlun upplýsinga um ör-
yggi sjómanna, forvarnir í heilbrigð-
ismálum sjómanna, víðtæk notkun
öryggis- og gæðastjórnunarkerfa,
öryggisfulltrúar verði um borð í
skipum og síðast en ekki síst að lög
og reglur verði virt og að rannsókn-
ir á sviði öryggismála sjómanna
verði stundaðar.
Það sem fræðsla er mikilvægur
þáttur í forvörnum gegn slysum,
álagsmeiðslum og óhöppum al-
mennt, er mikil áhersla lögð á góða
fræðslu og gott aðgengi sjómanna
að fræðsluefni um öryggismálin, að
sögn Ingimundar Valgeirssonar,
starfsmanns verkefnisins. Unnið er
að gerð margskonar fræðsluefnis
fyrir sjómenn og verður því dreift
sem víðast, svo sem á sérstakri
heimasíðu um öryggismál sjómanna,
í handbókum, bæklingum og á
myndböndum. Sem dæmi um
fræðsluefni má nefna stuttmyndirn-
ar: Frágangur gúmmíbjörgunar-
báta, Móttaka þyrlu, Æfingar um
borð, Notkun línubyssa, Léttbátur-
inn, Öryggi skips og áhafar, Öryggi
og hífingar, Fallhætta, Frágangur
vafasamra efna, Öryggi við veiðar-
færi og Öryggi í vinnslunni. Fjórar
þessara mynda eru nú þegar tilbún-
ar, en aðrar eru í vinnslu. Nokkrir
bæklingar um öryggismál sjómanna
eru nú þegar komnir í dreifingu, en
þeir eru: Æfingar um borð í skipum,
Nýliðafræðsla í skipum, Eldvarnir í
skipum, Fallhætta í skipum, Öryggi
við hífingar, Öryggi í höfnum og Ör-
yggi smábáta.
Öryggisfulltrúar um borð
Eins og áður er getið, er það liður
í langtímaáætlun um öryggismál að
sérstakir öryggisfulltrúar verði um
borð í íslenskum skipum. Að mati
Hilmars ber að fagna slíku þar sem
þeim er ætlað að verða mikilvægir
tenglar. „Öryggisfulltrúar hafa
ákveðnum skyldum að gegna gagn-
vart örygginu um borð og ber að
koma með athugasemdir og ábend-
ingar um það sem betur má fara og
betur gera. Að sama skapi hvílir sú
skylda á mannskapnum um borð að
nota þann varnarbúnað, sem völ er á
og skipið leggur til.“
Slysavarnaskóli sjómanna hefur
starfað frá árinu 1985 og þurfa allir
sjómenn að sækja námskeið í örygg-
isfræðslu til að fá lögskráningu á
skip. Slíkt námskeið tekur fimm
daga, en nú er unnið að því að
hrinda í framkvæmd endurmenntun
á vegum skólans, sem verða tveggja
daga námskeið, og eiga allir sjó-
menn að sækja sér endurmenntun í
öryggisfræðslu á fimm ára fresti.
„Takmark okkar með öryggisvik-
unni er að taka höndum saman um
öryggi sjómanna og menn verða að
hafa það í huga að þegar stundin
rennur upp þriðjudaginn 1. október
þá skiptir ekki máli hvort pokinn sé
kominn í rennu, hvort verið sé að
vinna aflann, hvort menn séu á frí-
vakt eða hvort verið sé að landa.
Menn fara til æfingarinnar með það
í huga að ekki verður gefinn tími til
að klára verkin ef raunverulegt
neyðarástand skapast,“ segir Hilm-
ar Snorrason að lokum.
join@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 21
Laugavegur 68, sími 551 7015.
Ný sending frá:
AB DONKERS skór
FROU FROU
Lauren Vítal
„HÉR hafa menn alltaf verið sér
meðvitandi um öryggisþáttinn og tel
ég reyndar að það sama gildi um sjó-
menn heilt yfir,“ segir Birgir Sig-
urjónsson, skipstjóri á Bjarti NK
121, en áhöfninni á Bjarti tókst að
loka af eld í vélarrúmi skipsins í
ágúst í fyrra þar sem skipið var að
veiðum á Tangaflaki, um 40 mílur
austur af Norðfjarðarhorni. Tog-
arinn Ljósafell kom til aðstoðar og
kom með Bjart til hafnar í Neskaup-
stað eftir níu tíma tog. Reykkafarar
fóru þá um borð en enginn eldur
fannst í vélarrúmi skipsins. Hins
vegar var þar talsverður reykur og
var þegar hafist handa við að reyk-
ræsta skipið. Einn skipverja af
Bjarti var fluttur á sjúkrahús með
reykeitrun.
Að sögn Birgis varð vélstjórinn
fyrstur var við eldinn þegar hann
fór niður í vélarrúmið um nóttina og
því sé líklegt að eldurinn hafi verið
búinn að krauma í nokkrar mínútur.
Um það bil fimm mínútum síðar fóru
rafalarnir. Drepið var á vélinni með
neyðarstoppi uppi í brú. Viðvör-
unarkerfi fór, einhverra hluta
vegna, ekki í gang fyrr en nokkru
seinna og þá annars staðar í skipinu
en í vélarrúminu. „Aðgerðir voru
strax hafnar um leið og eldurinn
uppgötvaðist og var mannskapurinn
allur með á nótunum um hvernig
bregðast skyldi við.“ Reynt var að
loka öllum opum að vélarrúminu til
að sem minnst loft kæmist að. Erfitt
var um vik að slökkva eldinn vegna
þrengsla og reyks og því gerðu
menn litlar tilraunir til að ráða nið-
urlögum hans. Farið var með
slökkvitæki niður til að byrja með,
en þar sem menn gátu lítið athafnað
sig, létu þeir bara buna úr því.
Þrettán skipverjar voru um borð í
Bjarti, sem er 461 brúttólesta ísfisk-
togari í eigu Síldarvinnslunnar.
Mjög erfitt er að eiga við eld í bát-
um úti á rúmsjó vegna plássleysis og
þrengsla, en þó eiga allar bruna-
varnir að vera um borð. Að sögn
Birgis er farið reglulega yfir örygg-
isatriði og staðsetningu björg-
unartækja um borð í skipinu með
áhafnarmeðlimum. „En við ræsum
ekki út með ímyndaðan eldsvoða og
við erum heldur ekki að hleypa bát-
unum út. Öryggismálin eru meira
rædd og það kom á daginn að menn
gerðu allt rétt í þessum aðstæðum
án þess að það hafi gripið um sig
óðagot. Mannskapurinn hafði allur
sótt öryggisnámskeið Slysavarna-
skóla sjómanna þar sem þeir fengu
m.a. þjálfun í hvernig bregðast eigi
við eldi um borð í skipum. Aftur á
móti má segja að sumir séu sér
meira meðvitandi um öryggismáln
en aðrir, eins og gengur.“
Allir strákarnir
með á nótunum
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Sigurjónsson, skipstjóri á Bjarti
NK 121, sendi áhöfninni á Ljósafelli
SU 70 hlýjar kveðjur eftir níu tíma
tog til Neskaupstaðar.
„ÉG TEL að öryggismálin á okkar
skipi séu í eins góðu lagi og þau frek-
ast geta orðið. Björgunaræfingar
fara fram á fyrstu útleið eftir hver
mánaðamót og fer lengd æfinganna
eftir því hvers eðlis þær eru. Stund-
um er farinn hefðbundinn hringur
um skipið, öryggisbúnaðurinn skoð-
aður og yfirfarinn og mönnum sýnt
hvar helstu tól og tæki er að finna.
Reykköfun eða æfing í notkun létt-
báta tekur heldur lengri tíma. Við
færum svo hverja einustu björgunar-
æfingu inn í eftirlitsdagbók sem yf-
irfarin er af Siglingamálastofnun,“
segir Víðir Benediktsson, fyrsti
stýrimaður á Kaldbak EA, ísfisktog-
ara Útgerðarfélags Akureyringa.
Segja má að hurð hafi skollið nærri
hælum þegar Víðir lenti í því í mars
síðastliðnum að slasa sig um borð þar
sem Kaldbakur var á þorskveiðum
fyrir austan Hvalbak í suðvestanátt
og átta vindstigum. Verið var að taka
trollið þegar stroffa slitnaði með
þeim afleiðingum að gilskrókurinn
flaug í gegnum rúðu í brúnni og í öxl
Víðis, þar sem hann stóð og var að
fylgjast með því sem fram fór á
dekki. Víðir, sem var skipstjóri í
túrnum, sagði að krókurinn hefði
komið eins og fallbyssukúla í gegnum
10 mm þykkt öryggisglerið með þeim
afleiðingum að hann lá kylliflatur í
glersallanum á gólfinu á eftir. Mikið
mildi þótti að hann skyldi ekki fá
krókinn, sem er um 10 kg að þyngd, í
höfuðið. Víðir var fluttur á sjúkrahús
í Neskaupstað og síðan áfram með
sjúkraflugi til Akureyrar. „Þetta
óhapp mitt var auðvitað einskær
óheppni og í raun er ekkert sem
hægt er að laga í kjölfar þess. Þetta
er svipað og ef menn lenda í því að
detta í tröppum. Tröppunum verður
ekkert breytt á eftir.“
Víðir segist ekki hafa orðið var við
annað en að menn skynji nauðsyn
björgunaræfinga enda þyrftu þeir al-
farið að treysta á sjálfa sig ef eitt-
hvað kemur upp á úti á rúmsjó. „Með
tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna
hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í
öryggismálum sjómanna. Að
minnsta kosti hafa margir, sem lent
hafa í hrakningum, borið því vitni að
öryggisfræðsla skólans hafi rifjast
upp fyrir mönnum á örlagastundum.
Að mínu mati ættu menn þó að fara
með reglulegu millibili á svona nám-
skeið því bæði vilja hlutirnir fjara út í
kollinum á manni og eins koma nýj-
ungar fram á sjónarsviðið í björg-
unarbúnaði eins og öðru. Það eru að
verða sex ár síðan áhöfnin á Kaldbak
fór á námskeið og finnst mér nú kom-
inn tími til að fara að hressa upp á
minnið. Að sama skapi finnst mér að
útgerðarmenn mættu vera meðvit-
aðri um fræðsluna og þann örygg-
isbúnað, sem á boðstólum er hverju
sinni. Þrátt fyrir að ég sé ekki að
kvarta, veit ég að víða er pottur brot-
inn í aðbúnaði og öryggi skipa vegna
þess að hlutirnir snúast alltaf fyrst
og síðast um peninga. Rétt er að
skipstjórinn á að sjá til þess að hlut-
irnir séu í lagi um borð, en skipstjór-
inn hefur því miður enga prókúru á
heftin hjá þessum körlum.“
Einskær óheppni
Morgunblaðið/Kristján
Víðir Benediktsson, skipstjóri á Kald-
bak EA, ásamt Magnúsi syni sínum.
„SLYSAVARNASKÓLI sjómanna
hefur gert stórátak í öryggismálum
og á heiður skilinn fyrir að hafa
stuðlað að hugarfarsbreytingu í flot-
anum á undanförnum árum. Skips-
félagar mínir hafa sagt mér að sú
þekking, sem þeir hafi fengið í skól-
anum, hafi verið það eina sem kom-
ist hefði að í kollinum á þeim þegar
ég datt í sjóinn. Nú væri komið að
því að þeir þyrftu að nýta sér þekk-
inguna,“ segir Jón Björnsson, háseti
á Kaldbak EA. Áhöfn togarans
tókst að bjarga Jóni úr sjónum eftir
að hann féll útbyrðis að kvöldi 11.
desember í fyrra í svartamyrkri og
suðvestanþræsingi í Eyjafirði.
Jón var nýkomin á vakt og voru
auk hans fimm menn að vinna á
dekkinu við að skipta um svonefnda
grandara, stálvíra fremst á botn-
vörpunni. Þeir eru í rúllum og er
slakað út aftur með skipinu. Þegar
verið var að renna vírnum aftur eft-
ir skipinu kom sláttur á hann með
þeim afleiðingum að hann lenti á
Jóni sem var aftasti maður á dekki,
rétt við skutrennuna. Hann fékk
vírinn framan á bringuna og gerði
sér fljótt grein fyrir hvað var að
gerast. „Mín fyrsta hugsun þegar
ég féll niður rennuna var að forðast
vírinn enda vissi ég að þetta yrði
búið ef hann næði mér,“ sagði Jón
skömmu eftir slysið.
Hann var klæddur í úlpu, gúmmí-
buxur, stígvél, með hvítan skíða-
hjálm á höfði og með líflínuna í belt-
inu. Til að létta sig, fór hann strax
að reyna að losa sig úr fötunum og
ákvað að eyða ekki kröftunum í
stöðug hróp, köll og sund, heldur
reyndi að halda ró sinni, troða mar-
vaðann og hrópa með reglulegu
millibili. „Ég var alltaf viss um að
strákarnir myndu bjarga mér úr
sjónum. Þeir sáu þegar ég fór út
með vírnum og gerðu allt rétt. Ann-
ars væri ég ekki hér,“ sagði Jón,
sem sá þegar félagar hans settu út
björgunarbátinn og hófu leit með
aðstoð ljóskastara. Jón mun hafa
verið í 5 gráðu heitum sjónum í 10–
20 mínútur þegar hann bjargaðist
og skipti hvíti hjálmurinn á hafflet-
inum sköpum við leitina.
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að
öryggisbúnaðurinn um borð sé í
topplagi. Það er á hinn bóginn ekki
nóg að vera með toppbúnað ef
mennirnir kunna ekki að nota
hann,“ segir Jón, sem viðurkennir
að vissulega hefði hann getað verið
betur búinn þetta örlagaríka kvöld.
„Ég var til dæmis ekki í flotgalla, en
hefði auðvitað átt að vera í honum.
Það má skella skuldinni á ákveðið
kæruleysi, en þar sem ákveðið puð
getur fylgt því að skipta um grand-
ara, höfum við stundum komið okk-
ur undan því að fara í flotgallana
auk þess sem ég taldi enga hættu á
ferðum þarna á útstíminu. Nú hefur
þeim vinsamlegu tilmælum verið
beint til okkar allra að nota flotgalla
ef við erum að vinna á dekki og
finnst öllum það sjálfsagt, sér-
staklega eftir það sem kom fyrir
mig, enda virðist sem eitthvað þurfi
alltaf að koma fyrir til að vekja
menn til umhugsunar,“ segir Jón.
Erum nú allir í flotgöllum
Morgunblaðið/Kristján
Jón Björnsson, skipverji á Kaldbak
EA, í faðmi fjölskyldunnar, eiginkon-
unnar Jóhönnu Guðmundsdóttur,
Freydísar Önnu, Guðmundar Freys og
Björns Stefáns.