Morgunblaðið - 22.09.2002, Side 30
Morgunblaðið/Kristinn
Sesselja Kristjánsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson, sem bæði fá góða dóma fyrir frammistöðu sína, fagna í leikslok.
RAKARINN í Sevilla hefur ratað
á íslenzkar fjalir með löngum en þó
minnkandi millibilum. Óperan var
líklega fyrst sýnd hér á landi árið
1958-59 í Þjóðleikhúsinu og liðu síðan
heil 26 ár fram að fyrri uppfærslu ÍÓ
1984. En með frumsýningunni í
fyrradag, að ógleymdri uppfærslu
Óperustúdíós Austurlands í hitteð-
fyrra, má segja að nú geti þriðja kyn-
slóðin vitjað síns Rakara.
Gioacchino Rossini samdi Il bar-
biere di Siviglia 1815 við fyrsta leik-
ritið úr þríleik Beaumarchais frá
1775 um bartskerann ráðagóða, Ros-
inu og Almaviva greifa. Líkt og 30 ár-
um eldri ópera Mozarts við fram-
haldsleikritið, Brúðkaup Figaros,
ruddi hún fljótt óperum keppinaut-
anna við sömu leikrit af kortinu (Mil-
haud sat að líkindum einn um óperu
sína við lokaleikritið, La mère coup-
able (1965) og mun sú sjaldheyrð).
Hefur sennilega engin önnur gam-
anópera notið viðlíkrar lýðhylli allt
til þessa dags, og lýsir það ekki að-
eins ótrúlegu endingargildi, heldur
líka áberandi vanhæfi gamanóperu-
greinarinnar til sjálfsendurnýjunar á
síðari áratugum.
Það er mikið um grín og ærsl í
þessu heillandi skemmtiverki og oft
hætt við að farsinn keyri um þver-
bak. Því óvæntara og ánægjulegra
var að upplifa hvað ungum og fersk-
um leikstjóra tókst að vinna mikið
með músíkinni og leyfa henni að gefa
í skyn í stað þess að láta hið sýnilega
vaða á súðum. Nánast eini ofleikur-
inn var óðagotið í Don Alonso sem ot-
aði tónsprota sínum svo ótt og títt í
söngkennsluatriðinu að Rosina mátti
þakka fyrir að fá ekki prikið í augun.
Fjórhendur samleikur þeirra á
„kjöltuhljómborðið“ var hins vegar
rakin snilld, eins og margar aðrar
bráðsmellnar hugdettur leikstjórans
er nutu sín vel í látlausri sviðsmynd-
inni. Framvindan var hröð en
óþvinguð og ljóst að sjaldan hefur ís-
lenzkur óperuleikstjóri þreytt frum-
raun sína af meira og músíkalskara
hugviti en Ingólfur Níels Árnason
gerði þetta kvöld. Það örlaði varla á
daufum punkti, og spillti ríflega kort-
érs niðurskurður sízt fyrir, enda
saknaði maður t.a.m. ekki málalengj-
andi hópatriða lögguliðsins í seinni
þættinum.
Hljómsveitin náði fljótlega vel
saman undir stjórn Helges Dorsch
sem var bæði örugg og hvetjandi, og
kannski eins gott, þar eð hvorki var
slegið af tempókröfum í accelerandó-
um né í „parlandó“-söngköflunum.
Reyndar skutust þessi hraðtungu-
hlaup stundum svo langt yfir mörk
hins mögulega að lá við að hættu að
vera fyndin. Samt vannst pláss fyrir
fínni drætti, t.d. í strengjamúsíkinni
við rakstur Dr. Bartolos sem var
engu ósnarpari en hárbeitt hnífstrok
bartskerans. Þokkafullur sembal-
leikur Guðrúnar Óskarsdóttur var
oftast hinn fylgispakasti við secco-
sönglesin og gædd kímnum innskots-
athugasemdum (enda þótt skondin
tilvitnun í Sorgarmars Chopins hafi
tæplega getað staðið í frumriti Ross-
inis). Tíu manna karlakórinn var
hress við hæfi; að vísu frekar hrár í
hæðinni, en á hinn bóginn kannski
ekki nema dæmigert fyrir götusöng-
mennt óbreyttra lagavarða.
Langmest mæddi þó á einsöngv-
urum, og stóðu þeir sig með miklum
ágætum, enda þótt aðeins Sesselja
Kristjánsdóttir kæmist nálægt því
að mæta hálsbrjótandi flúrsöngs-
kröfum Rossinis, þ.e.a.s. þegar
tempó leyfðu. Ásamt Ólafi Kjartani
Sigurðarsyni og Ólafi Davíðssyni
þreyttu hún hér frumraun sína sem
fastráðinn söngvari Íslenzku óper-
unnar. Titilhlutverkið var í höndum
Ólafs Kjartans er hreppti óskipta at-
hygli salarins þegar í „Largo al fact-
otum“, einhverri kunnustu og orku-
frekustu búffóaríu sem um getur. Þó
að hlutverkið væri eiginlega samið
fyrir háan barýton fór Ólafur furðu-
létt með hæstu partana, ávallt geisl-
andi af undirförlu fjöri, og hefði auð-
heyranlega vel getað leyft sér að
slaka aðeins betur á, enda af ærnum
krafti að taka.
Hinn sviðsreyndi tenór Gunnar
Guðbjörnsson söng hlutverk Almav-
iva greifa með bravúr sem von var og
sló á bæði ljúfa og lævísa strengi af
fullkomnu áreynsluleysi og undra-
verðri birtu, þó að sjónleikur hans
væri heldur stirður fram að atriðinu
sem Don Alonso. Ekki varð annað
heyrt af söng Sesselju Kristjánsdótt-
ur en að hún væri þegar komin í
toppform þrátt fyrir skamman feril.
Hlutverk Rosinu virtist nánast sér-
saumað á hana, enda var sviðsfram-
koman heillandi, túlkunin gegnmús-
íkölsk og að virtist með öllu
fyrirhafnarlaus og mezzoröddin í
einu orði sagt bráðfalleg. Í „Una voce
poco fa“ ornaði manni bæði um hlust
og hjarta, og seinni ein- og sam-
söngsatriðin voru mörg ekki síðri.
Davíð Ólafsson söng tortryggna
nirfilinn Dr. Bartolo af hófstilltri en
kitlandi kerskni. Davíð hefur áður
sýnt eftirtektarverð kómísk tilþrif á
söngpalli, og hér fór hann á þvílíkum
kostum, bæði í leik og söng, að tæp-
lega varð betur gert af öðrum
jafnungum hérlendum söngvara.
Kontrastinn milli æruþrunginnar
bassaraddar og hins markvissa
„deadpan“ sjónleiks Davíðs var dýr-
legur og kom manni til að kenna svo-
lítið í brjósti um karlgerpið um leið
og maður fékk hláturskrampa í kvið-
vöðvum. „Menúett“ hans við Figaro
var meðal glettnustu hápunkta
kvöldsins.
Af smærri hlutverkum var stærst
Don Basilio, og fór ungi Rússinn
Stanislav Shvets með rógsaríuna al-
ræmdu og önnur söngatriði þessa
uppblásna tónlistarkennara af við-
eigandi slóttugum myndugleik, bor-
inn uppi af óvenjuhljómmikilli bjartri
bassarödd. Berta Signýjar Sæ-
mundsdóttur vorkenndi vitlausu
bralli yngra fólksins af sannfærandi
armæðu, og Hrólfur Sæmundsson
(Fiorello), Jón Leifsson (herforing-
inn) og Sigurjón Guðmundsson í
gervi lögmannsins gerðu einnig sitt
og vel það til að halda uppi spræku
fjöri allt til loka. Enda voru viðtökur
óperugesta ekki af verri endanum.
Hin velsmurða brosvél Rossinis
hafði slegið í gegn eina ferðina enn,
og bar sópandi velupplögð uppfærsla
Íslenzku óperunnar öll einkenni
ósvikins kassastykkis.
Rakarinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson.
TÓNLIST
Íslenzka óperan
G. Rossini: Rakarinn í Sevilla. Texti: C.
Sterbini. Gunnar Guðbjörnsson (Almav-
iva), Sesselja Kristjánsdóttir (Rosina),
Ólafur Kjartan Sigurðarson (Figaro), Dav-
íð Ólafsson (Bartolo), Stanislav Shvets
(Basilio), Signý Sæmundsdóttir (Berta),
Hrólfur Sæmundsson (Fiorello), Jón Leifs-
son (herforingi) og Sigurjón Guðmunds-
son (lögmaður). Leikstjóri: Ingólfur Níels
Árnason. Kór og hljómsveit Íslenzku óp-
erunnar u. stj. Helges Dorsch. Föstudag-
inn 20. september kl. 20.
RAKARINN Í SEVLLA
Hnífbeitt
bartskeraháð
Ríkarður Ö. Pálsson
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ásgrímur Jónsson
Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16
í dag kl. 12.00-17.00.
Seld verða rúmlega 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið í kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal.
ÞETTA er kvennasaga. Saga
systra, mæðgna, frænkna, ástur, hat-
urs og dauða. Fyrst var ég alveg viss
að myndin væri gerð upp úr bók sem
gerist á tveimur tímum, en svo er
ekki. Því myndin er ótrúlega klassísk
og í rauninni gamaldags, en hún virk-
ar. Alveg einsog gott fjölskyldudrama
skrifað árið 1930. En myndin gerist í
nútímanum og einnig fyrir um 30-40
árum.
Móðir systranna Gloríu, Lidiu og
Önnu deyr og hennar hinsta ósk er að
ösku sinni verði skipt í þrjá hluta og
að dætur hennar fari með hana á þrjá
ólíka staði. Systurnar, sem lítið um-
gangast nú til dags, kynnast hvor
annarri upp á nýtt og komast líka að
stóru fjölskylduleyndarmáli þegar
þær rifja upp æskuminningar.
Myndin er á allan hátt smekklega
unnin. Hún flakkar fram og aftur í
tíma og eru skil milli tímabilanna
rauð, sem tákna reiði móðurinnar
sem er mikil áhrifamanneskja í
myndinni. Kvikmyndatakan er öll hin
fallegasta og ekki skemmir stórkost-
legt landslag. Leikurinn er líka góður
en einhvern veginn fannst mér bún-
ingarnir of gamaldags. Þegar myndin
átti að gerast á árunum ’55-’65 var
einsog við værum komin 100 ár aftur í
tímann. Engan veginn frumleg mynd,
en vönduð og hentar vel þeim sem
vilja sjá eitthvað gamaldags og gott.
Leikstjórn: Gracia Querejeta. Handrit:
Manuel Gutiérrez Aragón, Elías Querej-
eta og Gracia Querejeta. Aðalhlutverk:
Mercedes Sampietro, Adriana Ozores og
Rosa Mariscal. Spænsk. 97 mín. 1999.
CUANDO VUELVAS A MI LADO/ÞEGAR ÞÚ
KEMUR AFTUR TIL MÍN Ferð inn í
fortíðina
Hildur Loftsdóttir
MONCHO litli hefur verið mikið
asmaveiknur og fer nú í fyrsta
sinn skólann í skólann, dauð-
hræddur um að kennarinn muni
lemja hann. En það gerir hann
ekki. Don Gregorio er góður mað-
ur sem hefur fullt að gefa og eftir
alla innilokunina er Moncho meira
en æstur að gleypa við allri hans
þekkingu, hvort sem hún snýr að
tungu fiðrildanna eða ástum
kvenna.
Don Gregorio á sér þá einu ósk
að þessi kynslóð nemenda sinna fái
að lifa í frelsi. Hann er trúleysingi
og lýðveldissinni, einsog reyndar
faðir Monchos sem fer ekki hátt
með það. Því undir niðri í þjóð-
félaginu kraumar undirbúningur
spænsku borgarastyrjaldarinnar.
Ómeðvitandi um það uppgötvar
Moncho heiminn á sinn einlæga og
fallega hátt með góðri aðstoð vinar
síns Don Gregorio, og er myndin
er að langmestu leyti uppvaxtar-
og þroskasaga hans. Myndin ber
einkenni þess að vera gerð eftir
bók þar sem hún er frekar röð
skemmtilegra uppákoma, en að
sögufléttan stefni í eina átt til að
komast að vissri niðurstöðu í lokin.
Þrátt fyrir það heldur myndin al-
gerlega, því sögurnar eru svo
skemmtilegar, og ofur fallegar,
auk þess sem þeir Fernán-Gómez
og Lozano eru dásamlegir í hlut-
verkum sínum. Svei mér ef þeir
minntu ekki örlítið á félagana tvo í
Cinéma Paradiso.
Það er ekki fyrr en í bláenda
myndarinnar að hún fer inn á aðr-
ar brautir og alvarlegri, og að
myndin öll fær fyrir vikið meiri
vigt. Manuel Riva höfundur stutt-
sagnanna sem myndin byggist á,
var á Íslandi í tengslum við hátíð-
ina og biður áhorfendur myndar-
innar að spyrja sig eftir sýningu
hennar: „Hvað hefði ég gert?“ Það
er stór spurning.
KVIKMYNDIR
Spænsk kvikmyndahátíð í
Regnboganum
Leikstjórn: José Luis Cuerda. Handrit:
Rafael Azcona og José Luis Cuerda eftir
smásögum Manuel Rivas. Aðalhlutverk:
Fernando Fernán-Gómez, Manuel Loz-
ano, Uxía Blanco, Gonzalo Martin Uriarte
og Alexis de los Santos. Spænsk, 96
mín. 1999.
LENGUA DE LAS MARIPOSAS/TUNGA
FIÐRILDANNA Náttúr-
an og
frelsið