Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 37 Viðhald í lágmarki. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðvið. Gluggar eru álklæddir. Innréttingar, skápar og hurðir eru vandaðar og hægt er að velja milli þriggja viðartegunda. Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Gólfplötur annarar hæðar og ofar verða einangraðar undir gólfílögn. Í öllum íbúðum er þvottahús auk sér geymslu í kjallara. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna að undanskyldum baðherbergisgólfum sem eru flísalögð. Í öllum íbúðum er dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Settur verður upp tengikassi í hverja íbúð fyrir síma, loftnet og ljósleiðara og verða sjónvarps-, síma- og nettengingar mögulegar í öllum herbergjum. Sér bílastæði í bílageymsluhúsi fylgir öllum íbúðum. Sameign og lóð verða fullfrágengin með snjóbræðslu í stétt fyrir framan húsið. ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is Ítarlegar upplýsingar á www.iav.is Sér inngangur er í allar íbúðir af glerklæddum svalagangi. Í dag, sunnudaginn 22. september, halda Íslenskir aðalverktakar kynningu á íbúðum í smíðum við Laugarnesveg milli kl. 13 og 15. Allar upplýsingar og gögn á staðnum. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Ólafsgeisli til sýnis í dag Í dag milli kl. 13:00 og 15:00 kynnum við glæsilegar sérhæðir í húsunum nr. 121-125 við Ólafsgeisla. Öll húsin eru tví- býlishús og eru byggð á einhverjum fal- legasta byggingarstað í Reykjavík, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og golfvöllinn í Grafarholti. Íbúðar- flötur er u.þ.b. 150 fm og innbyggður bílskúr u.þ.b. 28 fm. Hér býðst þér að búa í næsta nágrenni við ósnortna náttúru í glæsilegu og nútíma- lega hönnuðu húsnæði. Húsin afhendast fullbúin að utan en að innan geta íbúðirnar verið fokheldar eða lengra komnar eftir samkomulagi. Ólafsgeislinn er gullmolinn í Grafarholtinu, staðsettur sunnan- og sólarmegin í holtinu. Sjón er sögu ríkari. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Falleg og vel staðsett studio íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er 44,3 fm og snýr í suður og vestur, gott útsýni og svalir. Húsið klætt að utan og sameign lítur vel út. Verð kr. 7,1 milljón áhvílandi 2,7 mkr. Opið hús í dag hjá Auði milli kl 14 og 16 bjalla merkt 4-4 VALLARÁS 5 - REYKJAVÍK Einbýlishús á einni hæð um 135 fm auk bílskúrs 76 fm. Húsið er timburhús byggt 1960 vel skipulagt, með 4 svefnherbergj- um, falleg aðkoma, skjólgóður garður, upphitaðar stéttir. Bílskúr er steyptur og með öllum lögnum. Mjög vinalegt hús á góðum stað. Verð 21,0 millj. Áhvílandi 5,7 millj í Hús- bréfum. Til afhendingar fljótlega. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 FAXATÚN 25 - GARÐABÆ MEÐ 76 FM BÍLSKÚR OPIÐ HÚS SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 16 DR. ANDREA Honigsfeld, Ful- bright-gestakennari við Kennara- háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag 25. sept- ember kl. 16:15. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í sal 2 í nýbyggingu Kenn- araháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum opinn. Í fyrirlestrinum kynnir Andrea niðurstöður og ályktanir af alþjóð- legri samanburðarrannsókn sinni á einkennum námsvenja unglinga. Í rannsókninni var stuðst við fræðilegan grunn Dunn and Dunn Learning-Style Model. Yfir 1600 unglingar frá fimm löndum tóku þátt í rannsókninni, frá Bermúdaeyjum, Brúnei, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvað er líkt og hvað ólíkt með námsvenjum unglinga eftir aldri þeirra, kyni, skólastigi og þjóðerni. Fyrirlestur um námsvenjur unglinga MENTOR, verkefni um vináttu, er nú að hefjast í annað sinn. Verður upphafsdagur þess í Áskirkju í Reykjavík í dag, sunnudag, og stend- ur milli klukkan 15 og 17. „Mentor-verkefnið vinátta verður starfrækt í annað sinn skólaárið 2002-2003 og eru fjórir grunnskólar í Reykavík þátttakendur í verkefninu að þessu sinni. Skólarnir eru Austur- bæjarskóli, Fellaskóli, Háteigsskóli og Langholtsskóli. Mentor verkefnið er byggt á alþjóðlegri fyrirmynd en það sem er næst okkur er starfrækt í Malmö í Svíþjóð,“ segir m.a. í frétta- tilkynningu. „Mentor-verkefnið vinátta hóf göngu sína á Íslandi haustið 2001 sem samstarfsverkefni Velferðar- sjóðs barna á Íslandi, Háskóla Ís- lands, Kennaraháskóla Íslands og tveggja grunnskóla í Reykjavík. Verkefnið felst í því að háskólastúd- entar verja þremur stundum á viku yfir skólaárið í samveru með grunn- skólabarni á aldrinum 7-12 ára. Kjarni Mentor-verkefnisins vináttu er að háskólastúdentar veiti grunn- skólabörnum stuðning og hvatningu. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvers annars. Nemendur háskólanna tveggja fá tækifæri til að verða fyr- irmynd í lífi grunnskólabarna og já- kvætt afl í lífi þeirra og börnin að mynda tengsl við þroskaðan, fullorð- inn aðila utan fjölskyldu sinnar.“ Mentor- verkefnið vinátta hefst í annað sinn SKRÁNING er hafin í námskeiðið Börn eru líka fólk og er það ætlað börnum 6–12 ára og foreldrum þeirra. Námskeiðið stendur í 10 vik- ur, einu sinni í viku. Það fer fram síð- ari hluta dags, kl. 17:00–18:30. Nám- skeiðið er ætlað börnum sem eiga foreldra sem eru alkóhólistar, of- virkir, með athyglisbrest eða eiga við geðrænan vanda að stríða eða þar sem börn búa við óöryggi af ýmsum toga innan fjölskyldu sinnar. Námskeiðinu er ætlað að skoða með börnum og foreldum hvaða leið- ir þau geta farið til að græða sárin og eins að kenna aðferðir sem geta nýst þeim til að takast betur á við erf- iðleika sem upp geta komið. Sálfræðingur leiðbeinir foreldrun- um og bendir þeim á nýjar leiðir sem þeir geta farið í uppeldinu og gefur þeim ýmis hagnýt ráð sem geta gagnast vel. Barnaráðgjafi – uppeld- isfræðingur veitir börnunum hand- leiðslu. Nánari upplýsingar eru í For- eldrahúsinu eða á heimasíðunni okk- ar, www.foreldrahus.is. Námskeið um forvarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.