Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 46
MINNINGAR
46 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Stefáns-dóttir Beck fædd-
ist á Egilsstöðum 19.
maí 1952. Hún lést á
Landspítalanum –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut
sunnudaginn 15.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Pálína
Malen Guttormsdótt-
ir húsfreyja, f. 7. júní
1903, d. 14. apríl
1991, og Stefán Sig-
urðsson, bóndi og
oddviti, f. 22. septem-
ber 1904, d. 15. desember 1984,
Ártúni, Hjaltastaðaþinghá. Systk-
ini Margrétar eru: 1) Sigurlaug, f.
13. júlí 1930, maki: Kristmann
Jónsson, f. 14. maí 1929, þau búa á
Egilsstöðum. 2) Sigurður, f. 28.
júlí 1933, maki: Guðný Kjartans-
dóttir, f. 23. október 1940, þau búa
á Þrándarstöðum. 3) Ingibjörg, f.
13. október 1934, hún býr í
Reykjavík. 4) Bergljót, f. 30. októ-
ber 1941, maki: Stefán Geirsson, f.
4. febrúar 1944, þau búa á Ketils-
stöðum í Jökulsárhlíð. 5) Sæunn
Anna, f. 26. maí 1945, maki: Bjarni
Garðarsson, f. 3. ágúst 1943, þau
búa í Hafnarfirði. 6) Guðlaug, f.
19. ágúst 1946, maki: Þorleifur
Pálsson, f. 26. maí 1943, þau búa á
Ísafirði.
Margrét giftist Eiríki Beck lög-
reglumanni, f. 11. nóvember 1951.
Foreldrar hans eru hjónin Guð-
björg H. Beck, f. 18. ágúst 1923,
og Páll Þórir Beck, f. 16. febrúar
1921, þau búa í
Kópavogi. Margrét
og Eiríkur eiga þrjú
börn: 1) Ásta Guðrún
Beck, f. 12. maí 1971,
maki: Ragnar K.
Antoniussen, f. 30.
september 1967. Þau
eiga tvö börn, Grét-
ar Loga, f. 28. apríl
1997, og Ólöfu Rún,
f. 18. október 1998.
2) Páll Þórir Beck, f.
12. janúar 1974,
maki: Inga Freyja
Arnardóttir, f. 27.
september 1974. Þau
eiga eitt barn, Ernu Sif Beck, f. 5.
janúar 2000. 3) María Rut Beck, f.
16. júlí 1984. Öll fjölskylda Mar-
grétar er búsett í Kópavogi.
Margrét ólst upp í foreldrahús-
um í Ártúni í Hjaltastaðaþinghá.
Hún stundaði síðan nám við hér-
aðsskólann á Eiðum. Hún fór til
vinnu til Hafnar í Hornafirði sex-
tán ára gömul og kynnist þar Ei-
ríki eiginmanni sínum. Þau fluttu
til Kópavogs 1973 og bjuggu þar
síðan. Margrét starfaði sem ritari
á Landakotsspítala en lengst af
starfaði hún sem skólaritari við
Kársnesskóla í Kópavogi. Hún tók
að auki þátt í ýmsum störfum með
eiginmanni sínum og stofnaði fyr-
ir tveimur árum öryggisráðgjaf-
arfyrirtæki ásamt manni sínum
og félögum.
Útför Margrétar verður gerð
frá Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 23. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í byrjun vetrar árið 1970 leiddi
Eiríkur sonur okkar, þá 19 ára, unga
og feimna stúlku í stofu á heimili
okkar á Iðavöllum á Höfn í Horna-
firði og kynnti unnustu sína, Margéti
Stefánsdóttur. Hann lét það fylgja
með að þau ætluðu að ganga í hjóna-
band hið allra bráðasta. Var nú sótt
um undanþágu fyrir hinn bráðláta
unga mann og brátt barst skjal frá
forseta Íslands að honum væri heim-
ilt að ganga í hjónaband. Þau gengu
svo upp að altarinu 16. febrúar 1971.
Því er ekki að neita að við foreldr-
arnir vorum nokkuð kvíðin hvernig
ungu hjónunum reiddi af til að byrja
með. Það kom samt fljótt í ljós að
þessi kvíði var óþarfur því hin unga
og elskulega tengdadóttir reyndist
þeim kostum búin sem prýða unga
húsmóður. Af litlum efnum en með
dugnaði og hagsýni bjó hún þeim og
nýfæddri dóttur heimili.
Þau fluttu fljótlega suður og sett-
ust að í Kópavogi. Eiríkur fór strax
að starfa í lögreglunni en Gréta var
heima og gætti bús og barna enda
mun það henni hafa verið kærara en
að vinna utan heimilis síns og það
var því ekki fyrr en börnin þrjú voru
komin að skólaskyldualdri eða nokk-
uð stálpuð að hún réðst í fast starf.
Lengst starfaði hún sem skólaritari
við Kársnesskóla og svo síðast við
eigið fyrirtæki, Meton, ráðgjafar- og
öryggisfyrirtæki. Eins og títt er um
ungt fólk nú á dögum ferðuðust þau
hjón mikið og þá sérstaklega innan-
lands og voru þessar ferðir henni til
mikillar ánægju. Með Kársneskórn-
um og Þórunni Björnsdóttur fóru
þau bæði til Evrópu og Kanada. Í til-
efni af fimmtíu ára afmæli Grétu
hinn 19. maí í vor höfðu þau ráðgert
að fara til Rómaborgar. Þar sem
krabbameinið tók sig upp aftur varð
ekkert úr þeirri ferð en í staðinn
dvöldu þau hjónin ásamt börnum,
mökum þeirra og barnabörnum í
nokkra sólskinsdaga í sumarbústað í
Brekkuskógi. Óvæntur glaðningur
beið Grétu við heimkomuna. Fyrir
framan hús þeirra við Heimalind í
Kópavogi var búið að gróðursetja
breiður af sumarblómum og skraut-
jurtum. Skýringuna fann hún á korti
með kveðju frá samstarfsfólki við
Kársnesskóla. Þau höfðu tekið sig
saman og farið með blómin upp eftir
til að gleðja hana sem þau og gerðu.
Sjúkdómurinn ágerðist nú hratt
en það vakti undrun allra sem til
hans þekkja hvað þessi hægláta
nettvaxna kona var ótrúlega sterk
bæði til líkama og sálar. Hún var
ekki fyrr komin úr sjúkrameðferð en
hún var farin að iðka göngur sér til
styrktar og bar jafnan glaðlegan
svip og létt viðmót. Gréta undi sér
einstaklega vel í sveitinni í kyrrð og
ró. Því fór Margrét dóttir okkar með
henni í sumarbústað þar sem þær
dvöldu tvær síðustu vikuna í ágúst.
Þá var Gréta mjög farin að kröftum.
Sjúkrahúsdvölin varð ekki löng.
Ástvinir hennar voru við dánarbeð á
andlátsstundu. Við tengdaforeldr-
arnir minnumst Grétu með söknuði
og þakklæti fyrir þær dýrmætu gjaf-
ir sem hún færði okkur með lífi sínu.
Guð blessi hana.
Tengdaforeldrar.
Í dag kveð ég tengdamóður mína
Margréti Stefánsdóttur Beck. Ég
kynntist Grétu fyrir rúmum sex ár-
um síðan þegar ég fór að venja kom-
ur mínar á heimili hennar og Eiríks.
Af Grétu geislaði hlýja og ljúfleiki.
Hún var orðvör og hélt skoðunum
sínum fyrir sig, en við kynntumst
smátt og smátt. Ég gat ekki annað
en borið virðingu fyrir henni og
dáðst að kraftinum sem þessi netta
og fínlega kona bjó yfir.
Fjölskyldulíf Eiríks og Grétu var
ólíkt því sem ég átti að venjast. Hver
aflögustund var nýtt í að verka
kræsingarnar sem Eiríkur og Palli
drógu í hús. Allt snerist um veiði-
ferðir og það sem því tilheyrði. Ef að
því varð við komið fór Gréta með í
veiðiferðirnar og var þá vís til að
fiska eða skjóta meira en veiðifélag-
arnir og hafði hún lúmskt gaman af
því.
Gréta var náttúrunnandi, dýr og
fjöll og plöntur voru hennar yndi og
hún var full af fróðleik um þau mál-
efni. Síðar bættist enn eitt áhuga-
málið við, það var golfið. Grétu tókst
að smita alla í fjölskyldunni og fyrr
en varði vorum við öll farin að arka
með henni á völlinn. Þrátt fyrir að
veikindin hefðu sett mark sitt á þrek
hennar var fjölskyldumótið Becks
Open haldið í fjórða sinn í sumar.
Hún tók á móti öllum þáttakendun-
um að móti loknu. Það var gleði-
stund.
Þegar við Palli fluttum í næsta ná-
grenni við Heimalindina fyrir tveim-
ur árum vorum við yfir okkur ánægð
að hafa fundið heimili svo nálægt Ei-
ríki og Grétu. Það gerði okkur kleift
að rölta til þeirra með Ernu Sif sof-
andi í vagninum, hlaupa á milli með
sláttuvélina og sækja lykla ef maður
var læstur úti. Við sáum fyrir okkur
hversu þægilegt það yrði fyrir börn-
in okkar að eiga afa og ömmu í næsta
húsi. Í veikindunum urðum við
ennþá ánægðari að búa svo nærri.
Þá kom Gréta oft við hjá okkur í
gönguferðum sínum og fékk sér
vatnsopa áður en lengra var haldið.
Stundum var ferðin bara fram og til
baka, hvert skref var sigur.
Elsku Gréta, ég lofa þér því að
Erna Sif mun ætíð varðveita minn-
ingu ömmu sinnar. Ég þakka Guði
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og kveð í djúpri þökk og virðingu.
Okkur langar að senda þér bænina
sem þú sendir Ernu Sif og við mun-
um kenna nýja barninu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Inga Freyja Arnardóttir.
Af öllum þeim gæðum
sem okkur veitir
viturleg forsjá
til ánægjuauka
er vináttan dýrmætust.
(Epíkúros.)
Við Gréta kynntumst fyrir all
löngu í Kársnesskóla. Það var ekki
annað hægt en að laðast að þessari
rólegu brosmildu konu. Það gerðu
allir, bæði fullorðnir og börn. Þau
voru ófá skiptin sem hún huggaði
grátandi barn eða setti plástur á
„meiddið“. Gréta varð fljótt hluti
þess hóps sem gerði Kársnesskóla
svo einstakan að þeir sem voru einu
sinni þangað komnir vildu hvergi
annars staðar vera. Það kom strax í
ljós að hún var hrein gersemi fyrir
skólastarfið enda svo dugleg og bón-
góð að af bar.
Gréta var mikil hagleikskona, það
hreinlega lék allt í höndunum á
henni, útprjónaðar peysur á barna-
börnin, falleg kort og pappírsskurð-
ur svo eitthvað sé nefnt. Útskorna
jólaskrautið var eitt af því sem bar
vott um að þar var á ferð listakona
sem hefði náð langt á því sviði hefði
hún kosið það. Fyrir hver jól
skreytti Gréta kennarastofuna og
fleiri staði með pappírsskrautinu
sínu. Þá voru jólin komin í Kársnes-
skóla.
Gréta var ein þeirra sem hafði
mikil áhrif á samferðafólk sitt með
því einu að vera hún sjálf. Henni var
kurteisi í blóð borin, hún var jákvæð
og bjartsýn, sterk og ótrúlega kjark-
mikil. Kjarkur hennar kom fram á
mörgun sviðum, m.a. með því að láta
hópa aldrei stjórna sér né taka þátt í
baktali. Öll þessi ár sem ég hef þekkt
hana Gretu hef ég aldrei heyrt hana
tala illa um nokkurn mann.
Kjarkur hennar kom ekki síst
fram í baráttunni við krabbameinið,
hún var ætíð sterk og full bjartsýni.
Hún lét ekki beygja sig, það var
sama hversu veik hún var, hún hélt
innri ró sinni og virðingu.
Undanfarin ár óx vinátta okkar
Grétu svo að við urðum trúnaðarvin-
konur og gátum rætt það sem okkur
lá á hjarta. Þegar ég dáðist að hug-
rekki hennar og jákvæðni þá sagðist
hún eiga svo margt að þakka, Eirík,
börnin, yndislegu barnabörnin, fjöl-
skyldu og frændgarð. „Ég á svo góða
að, ég er svo rík, enda hef ég verið
alveg ótrúlega heppin í lífinu,“ sagði
þessi fársjúka kona.
Fyrir þremur vikum fór hún í
sumarbústað með bestu vinkonu
sinni, systur Eiríks. Hún ljómaði af
tilhlökkum þegar hún talaði um
þessa ferð því nú átti loks að láta
verða af því að læra bútasaum. Hún
ætlaði að sauma sessur á eldhússtól-
ana. Þegar ég lít yfir síðustu SMS
skilaboðin frá henni er hún þar að
þakka mér fyrir í hverju þeirra. Ef-
laust hefur hún vitað hversu skamm-
ur tími var til stefnu. Ég veit ekki
hvort ég gat nokkru sinni þakkað
henni nægilega fyrir allt sem hún
var mér, allt sem hún kenndi mér,
eða fyrir að vera mér svo dýrmætur
vinur. Ég veit bara að ég sakna
hennar mjög mikið um leið og ég er
innilega þakklát fyrir að hafa fengið
MARGRÉT S.
BECK
!
!" !#
$
%&$'# & %
%($)#
%)
)
&% &%&$ $
!
"
# $ !"#" "$ $
% $ " & '
"% "" ' (&)*+%&) ,- $
+% )" ' "*! . %% $
&* $ &% ! / '
0* "% " ' *1-% $
&*, *"% " $ */& '
'* ) &
!"
! " #
!
$
! ! & '
# $ %
&'$()
)
* +" *()
,) * " -
(!
) " *() ) .! '
+ *() / $
/ $
0 0
! !
! " # # $ #
! % # "
& " ! %" #
' #
'" ' #
&() )
!
" #!$ % &!'(
!
""#
% )##*(
+"'
# (
+ )##*( $ $ # (
,,- *+ ,,,-.