Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 22.09.2002, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 53 DAGBÓK  Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Holti, Garðahverfi, Garðabæ. Sjálfboðaliðar óskast Vinalína Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem vilja starfa sem sjálfboðaliðar hjá Vinalínunni, sem er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri, verður haldinn mánudaginn 23. september kl. 20:00 í Sjálfboðamiðstöðinni á Hverfisgötu, 105 Rvík. Upplýsingar í síma 551 8800. Dagsnámskeið í haustskreytingum er hafið Meðal annars verður kenndur haustkrans, karfa/skreyting, skreyting í glugga og frjálst val. Skráning í síma 555 3932 • Upplýsingar í síma 897 1876 Blómaskreytingar VR-styrkurUffe Balslev blómaskreytir Snorrabraut 38, sími 562 4362 Stórrýmingarsala 30-50% afsláttur Rýmum fyrir nýjum vörum Kápur frá 2.000 kr. Tannlæknir Hef hafið störf að loknu námi á Tannlæknastofu Elínar Sigurgeirsdóttur, Grensásvegi 48, Reykjavík. Tímapantanir og upplýsingar í síma 553 4530. Verið velkomin. Gísli Einar Árnason - tannlæknir. ALDREI er trygging fyrir því að blekkisögn heppnist, en ef áhættan er engin sakar ekki að reyna. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á10 ♥ – ♦ G865 ♣D1087543 Vestur Austur ♠ 843 ♠ K ♥ ÁDG95 ♥ K1086432 ♦ ÁD1043 ♦ K7 ♣– ♣K92 Suður ♠ DG97652 ♥ 10 ♦ 92 ♣ÁG6 Spilið kom upp í sveita- keppni á sumarleikum Bandaríkjamanna. Norður er gjafari og það blasir við að opna á einhvers konar laufhindrun. Flestir myndu láta þrjú lauf duga, en fjögur lauf er líka möguleiki ef kerfið býður upp á þann möguleika: Vestur Norður Austur Suður – 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Margir nota opnun á fjór- um laufum til að sýna átta slaga hönd í hjarta, sem er svonefnd „Namyats“-sagn- venja (Stayman afturábak). Svo er líka til í því að láta sögnina vera tvíræða: ann- aðhvort laufhindrun eða rennandi hjartalitur. Sagn- irnar að ofan benda til þess að sú hafi verið regla NS, en svo var ekki. Opnunin sýndi bara lauf og ekkert annað! Suður gerði sér hins vegar grein fyrir því að AV ættu a.m.k. geim í hjarta, ef ekki slemmu, og ákvað að „stela litnum“. Og það tókst svona vel, suður varð sagnhafi í fjórum hjörtum með eitt tromp á móti engu! Sagnhafi ætti ekki að fá nema einn slag á spaðaás, en hann fékk slag á tromp með því að stinga tígul! Átta niður og 400 til AV, sem gaf blekk- ingameistaranum 11 IMPa í plúsdálkinn, því hinum meg- in spiluðu AV 6 hjörtu, sem standa á borðinu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0–0–0 h6 9. Be3 Dc7 10. f4 Bd7 11. Kb1 b5 12. Bd3 Ra5 13. De1 Rc4 14. Bc1 b4 15. Rce2 a5 16. h3 e5 17. Rf5 g6 18. Rxd6+ Bxd6 19. Bxc4 Dxc4 20. Hxd6 Be6 21. b3 Dc5 22. fxe5 Rxe4 23. Rf4 Rc3+ 24. Ka1 Bf5 25. Rd3 Bxd3 26. Hxd3 a4 27. Bb2 axb3 28. Bxc3 Lokafléttan sem sýnd er með skák- þjálfaranum Zigurds Lanka var tefld í Nice í Frakklandi 1995. Hún er óvenju- leg fyrir þær sakir að í sókninni eru ein- ungis drottning, hrókur og tvö peð og fyrir hitt að kóngur svarts og kóngshrókurinn hafa ekki fært sig frá upp- hafi skákarinnar! Lanka hafði svart gegn Milan Mrdja. 28... Hxa2+ 29. Kb1 Ha1+! og hvítur gafst upp enda mát eftir 30. Kxa1 Da5+ 31. Kb2 Da2+ 32. Kc1 Dxc2# og 30. Bxa1 Dxc2#. 7. mótið í Bikarsyrpu Halló hefst kl. 20.00 á skákþjón- inum ICC. Öllum er velkom- ið að taka þátt í mótinu. Svartur á leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Í ÞÆTTINUM Íslenskt mál 14. þ.m. er fjallað um ýmis orð í máli okkar, sem honum bárust í bréfi og ekki er sama, hvernig eru notuð í máli okkar. Þar var vikið að því, að lesandi Mbl. hefði séð kanínu látna í Öskjuhlíðinni. Vitaskuld er það réttmæt athuga- semd, að dýr finnast ekki látin, heldur dauð. Á þetta við um allar skepnur. Þetta er enn eitt dæmi um það, að menn eru að reyna að vanda mál sitt, en at- huga ekki alltaf, hvað á við hverju sinni og fara þá yfir markið og meira en það. Auðvitað sá lesandinn kan- ínuna dauða í Hlíðinni, en hefði þetta verið maður, hefði lesandinn séð hann látinn. Fyrir löngu hefur verið bent á sams konar misræmi í pistlum mínum og þá einnig í sambandi við lo. dáinn. Bréfritari minn- ist á annað orðfæri, sem stingur í stúf við eðlilega málkennd. Eitt sinn mun hafa staðið hér í Mbl.: þeg- ar „vanfærar hreinkýr fór- ust“. Hér virðist höfundur þáttarins einungis beina sjónum sínum að so. farast um hreinkýrnar, enda á so. að drepast við í þessu sam- bandi: þegar „vanfærar kýr drápust“. En ég býst við, að fleiri en ég hnjóti einnig um lo. vanfær á þessum stað, enda á það ekki heldur við hér. Kýrin er kálffull og kýrnar kálf- fullar, en ekki vanfær eða þær vanfærar. Vanfær er samkv. OM einvörðungu í þessu sambandi haft um konu, sem er barnshaf- andi. Ýmis önnur orð koma upp í huga minn, sem menn nota ekki rétt og trúlega þá af einhverjum tepruskap. Hér ber því margt að varast í meðferð málsins. Vel má vera, að ég minnist síðar á ýmis dæmi þessa. – Að endingu þakka ég nemanda mínum frá fyrri árum góðar ábend- ingar í bréfi, en þær koma síðar til umræðu. – J.A.J. ORÐABÓKIN Kálffullar kýr LJÓÐABROT LJÁÐU MÉR VÆNGI „Grágæsa móðir! ljáðu mér vængi“, svo ég geti svifið suður yfir höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja ljósið skugga tröf; ein ég hlýt að eiga töf eftir á köldum ströndum, ein ég stend á auðum sumarströndum. Hulda Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22. september, er sextug Erla Guðmundsdóttir, bókunar- stjóri hjá Kynnisferðum. Eiginmaður hennar er Stef- án Ólafsson. 100 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánu- daginn 23. september, er 100 ára Guðrún Eggerts- dóttir Norðdahl frá Hólmi, Stórholti 17, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Sig- urður Júlíus Eiríksson, lát- inn 1966. Guðrún er að heiman en tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Fé- lagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, 1. hæð, að kvöldi afmæl- isdagsins kl. 20.30–22.30.                 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert agaður og átt auðvelt með að takast á við stór verkefni sem krefjast mikils af þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það þarf lag til að stefna öllum þáttum þannig að þeir beri að þeim brunni, sem þú vilt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ættingi þinn kallar á at- hygli þína en þú ert of önnum kafinn við aðra hluti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Breytingar breytinganna vegna hafa sjaldnast nokkuð upp á sig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er í húsi sporð- drekans sem gerir þig ákafari en oft áður. Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert nú tilbúinn til að ráðast í þau verkefni sem eru þér ekki beint hug- leikin en þó nauðsynleg. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þér líki betur fá- menni en margmenni er ástæðulaust að loka sig úti frá öllum mannamót- um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur ákveðnar skoð- anir sem geta valdið ágreiningi við maka eða náinn vin í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þar sem Venus er ný- komin inn í stjörnumerki þitt áttu auðvelt með að samsinna þeim sem verða á vegi þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur lengi velt mál- unum fyrir þér og nú er komið að því að þú segir hug þinn og sjáir hvaða undirtektir hugmyndir þínar fá. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að takast á hendur ítarlega rann- sókn á málefni, sem þú berð nú fyrir brjósti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þinn hlutur. Hafðu léttleikann í fyrirrúmi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR Í HAUST halda til framhaldsnáms alls fjórtán íslenskir Fulbright- styrkþegar. Af þeim eru fjórir sem hlotið hafa styrk frá einkaaðilum. Minningarsjóður Pálma Jónssonar hefur undanfarin tvö ár styrkt þrjá nemendur til framhaldsnáms í Bandaríkjunum í læknisfræðilega tengdum greinum. Eftirtaldir styrk- þegar hlutu styrk frá Minningar- sjóðnum: Halla Björg Ólafsdóttir, Penn State University, Hans Tómas Björnsson, The Johns Hopkins School of Medicine, og Ragnar Ólafsson, University of Michigan. Einnig hefur Íslensk erfðagrein- ing styrkt einn styrkþega undanfar- in tvö ár. Í ár hlýtur Óli Þór Atlason þann styrk og hefur nám við University of Chicago. Styrkirnir eru að upphæð 12.000 dollarar hver. Styrkja Fulbright-styrk- þega til framhaldsnáms

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.