Morgunblaðið - 22.09.2002, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALAG Leaves um poppheima
hefur hingað til verið farsælt og í
raun réttri snurðulaust. Á u.þ.b. ári
eru þeir búnir að spila á tugum tón-
leika, gefa út breiðskífu, nokkrar
smáskífur og umsagnir gagnrýn-
enda hafa vel flestar verið afar já-
kvæðar. Er þetta kannski of gott til
að vera satt? Tækifærið til að athuga
það var kjörið þetta kvöld.
Það er ekkert nýtt í tónlist Leav-
esliða.
Samlíkingar við Radiohead,
Coldplay og Mansun eru eðlilegar,
þar sem minni frá þessum sveitum
skjóta iðulega upp kollinum í lögum
Arnars Guðjónssonar, söngspíru
sveitarinnar. Hér á ferðinni hlust-
endavænt bretapopp, og þeir sem
vilja frumleika og eitthvað „öðruvísi“
ættu að leita eitthvert annað. Þá eru
liðsmenn eins og klipptir út úr tísku-
blaði; útlitið á hreinu og auðvelt að
ætla að allt klabbið sé úthugsuð og
rætin markaðsbrella.
En þannig er þetta bara ekki.
Sveitin er samsett af vinum og fé-
lögum – það fór ekkert inntökupróf
fram. Arnar semur grípandi rokklög
– hann sat ekki við geislaspilarann
með Mansundisk í annarri hendi og
markaðsáætlun í hinni. Og breiðskíf-
an Breathe, sem leikin var í heild
sinni þetta kvöldið, er góð plata.
Spilamennskan lýtalaus, lögin vel
samin, viðlögin á stundum ótrúlega
grípandi og heildarmyndin afar full-
mótuð. Allt í allt, frábær frumraun.
En það sem mest er um vert hér, þá
svínvirkaði þetta á tónleikum og það
hreinlega gneistaði af sveitinni.
Fyrir það fyrsta er Leaves orðið
afar þétt band og áran sem leikur um
það er heillandi. Áreynsluleysið og
öryggið sendi góða strauma um sal-
inn og kvöldið var mettandi. Áhorf-
endur voru á tánum allan tímann og
dauðan punkt var ekki að finna.
Maður skynjaði enn fremur auðveld-
lega að liðsmenn trúa á það sem þeir
eru að gera, menn hömruðu einbeitt-
ir á hljóðfærin og voru virkilega að
gefa sig alla í tónlistina. Svona á
þetta að vera. Liðsmenn sýndu líka
að þeir eru kræfir karlar, þegar raf-
magnið fór af staðnum. Þá var til-
tölulega stutt liðið á tónleikanna og
stemmningin sem var komin datt
eðlilega dauð niður. Sveitin kom þá
tvíefld til baka og fór létt með að
keyra salinn upp aftur.
Undirritaður labbaði því afar sátt-
ur út í kvöldkulið, sannfærður um að
það er meira en vert að fylgjast með
framvindu Leaves á næstunni. Lög
eins og „Deep Blue“ og „Alone in the
Sun“ sýna að hljómsveitin býr yfir
traustum efnivið, sem hægt er að
byggja frekari sigra á. Leaves sýndi
það og sannaði svo um munar að hún
eru alvöru hljómsveit og ef rétt er
haldið á spöðum er hreinlega allt op-
ið hvað framhaldið varðar.
Tónlist
Andstræti
Leaves
Tónleikar
NASA
Útgáfutónleikar Leaves, 19. september,
2002. Á undan lék Matthías Kormáks-
son nokkur lög á harmonikku og Ólafur
Páll Gunnarsson þeytti geisladiskum.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Þorkell
Arnar Guðjónsson einbeittur.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Restaurant
Pizzeria
Gallerí - Café
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 29.sept kl 14 UPPSELT
Su 29. sept kl 18
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Lau 28.sept kl 20
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fi 24. okt kl 20 - Næst síðasta sýning
Fi 31. okt kl 20 - Síðasta sýningar
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Fi 26. sept kl 20
Lau 28. sept kl 20
Fö 4. okt kl 20
Lau 5. okt kl 20
Fö 11. okt kl 20
Lau 12. okt kl 20
Síðustu sýnngar
FOLKWANG TANZSTUDIO
OG HENRIETTA HORN
Í kvöld kl. 20.30
Áskriftargestir munið afsláttinn.
MERCE CUNNINGHAM DANCE COMPANY
Þri. 24. sept kl. 20. UPPSELT
VIDEODANS
Sýning og fyrirlestur Rita Kramp
Fö 27. sept kl 20
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
Frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Frumsýning fö 4. okt UPPSELT
2. sýn lau 5. okt
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Lau 28. sept kl 20
Fáar sýningar eftir
Nýja sviðið
Litla svið
Hausthátíð Borgarleikhússins
Miðasala: 568 8000
Í Loftkastalanum kl. 20
Miðasala:
552 3000
„Sprenghlægileg“
„drepfyndin“
„frábær skemmtun“
fim. 19
lau. 21/9 örfá sæti laus
fim. 26/9 örfá sæti laus
fös. 4/10
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka
daga, miðapantanir í s. 562 9700
frá kl. 10 og á femin.is
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar.
Fös 27/9 kl. 21 Uppselt
Fös 27/9 kl. 23 Aukasýning
Lau 28/9 kl. 21 Uppselt
Lau 28/9 kl. 23 Aukasýning
Fös 4/10 kl. 21 Uppselt
Fös 4/10 kl. 23 Aukasýning
Lau 5/10 kl. 21 Uppselt
Lau 5/10 kl. 23 Aukasýning
Fös 11/10 kl. 21 Uppselt
Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning
Lau 12/10 kl. 21 Uppselt
Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning
Lau 19/10 kl. 21 Uppselt
Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning
!"
#" $
% &
'(
)*+),-../,)0..)
!
1
(
2+
(
+3
+
+
4
4
(2
(+)!5
+65
++)
*+),)...)
"
#$
%&'()*+
$
77
8%( !
4
9
:
+;2 + +
( 4
2< :#=
>
3
2
2
%%
)*+),)-../,)0..)
# ("")*
$
('""&
$
')""&
$
+""&
$
, "" )& * .
/ $ / 0 "1
2 1"'-& 3
3 -
3 4 "*-& " 3
% &'
(")*