Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, hefur með bréfi til Þorfinns Ómarssonar fellt niður frávikningu hans úr starfi fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Ís- lands frá 19. september síðastliðn- um. Morgunblaðið birtir hér bréf menntamálaráðherra til Þorfinns í heild. „Með bréfi, dagsettu 23. júlí sl., var yður vikið tímabundið úr emb- ætti framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs Íslands á grundvelli ávirðinga, er varða þóttu við 3. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Nefnd sem var skipuð í samræmi við 27. gr. sömu laga til að rannsaka mál yðar hefur í álitsgerð frá 19. síðasta mánaðar komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun þessi hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem nefnd 3. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996 gerir kröfu til. Í ljósi þessa álits nefndarinnar hef ég því ákveðið að fella niður frávikningu yðar frá og með 19. september sl. Í niðurstöðu álitsgerðarinnar er fallist á það með Ríkisendurskoðun að þér hafið sýnt af yður hirðuleysi við að halda bókhaldsgögnum Kvik- myndasjóðs Íslands til haga vegna áranna 2000 og 2001, en það leiddi m.a. til þess að fylgiskjöl týndust og erfiðleikar sköpuðust við að loka reikningum sjóðsins. Í greinargerð Ríkisendurskoðunar segir að ekki hafi fundist gögn fyrir útgjöldum á vegum Kvikmyndasjóðs að fjárhæð um 363 þúsund krónur, en skv. upp- lýsingum frá Ríkisbókhaldi í dag, er sú fjárhæð nú 215.246 krónur. Fullnægjandi skil á bókhalds- gögnum hafa því enn ekki farið fram. Jafnframt segir í álitsgerðinni að misfellur hafi verið í vörslu bók- haldsgagna og uppgjöri ferðareikn- inga hjá sjóðnum á árunum 2000 og 2001. Fyrir liggur að dráttur hefur orðið á framlagningu endanlegra ferðareikninga og ferðagagna fyrir árin 2000 og 2001 bæði vegna yðar sjálfs og viðskiptavina sjóðsins. Sem forstöðumaður Kvikmyndasjóðs berið þér ótvírætt ábyrgð á bókhaldi sjóðsins í samræmi við lög um fjár- reiður ríkisins nr. 88/1997, lög um bókhald nr. 145/1994, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og erindisbréf yðar, dags. 30. desember 1999. Skv. þessu hafið þér brotið starfs- skyldur yðar og lít ég það mjög al- varlegum augum. Ég er ósammála niðurstöðu nefndarinnar um að framangreindar ávirðingar á hendur yður hafi ekki verið fullnægjandi til- efni til brottvikningar um stundar- sakir, skv. 3. mgr. 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. Hins vegar er hér um að ræða niðurstöðu lögskipaðrar nefndar og við hana mun ég una.“ Bréf menntamálaráð- herra til framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs HÖRKUTÓL veigra sér ekki við að gleypa fiskaugu og háma í sig saltað selspik. Það er augljóst eftir gærdaginn en þá fór fram val á þátttakendum í keppnina Hörku- tól. Til að sanna að hörkutól væru á ferð þurftu þátttakendur að snæða fremur óhefðbundið fæði, þ.e. fiskaugu og selspik. 236 manns sýndu keppninni upphaflega áhuga, en af þeim hafa nú verið valdir sex einstaklingar, þrjár konur og þrír karlar, sem munu taka þátt í Hörkutólinu sem fram fer 2. nóvember á Garðatorgi í Garðabæ. Matseðill gærdagsins gefur smjörþefinn af því sem koma skal í keppninni en þar verð- ur líka keppt í áhættuþrautum. Styrmir Bolli Kristjánsson, einn aðstandenda keppninnar, segir að viðræður séu nú í gangi um að sýna keppnina í sjónvarpi, en keppnin er í anda sjónvarpsþátt- anna Fear Factor. „Næstum öllum tókst að leysa þrautina,“ sagði Styrmir eftir undankeppnina í gær. Hann sagðist sjálfur ekki vera svo hrifinn af fiskaugum og sel- spiki. „Ég er mjög ánægður með að halda keppnina og að þurfa ekki að keppa sjálfur,“ sagði hann hlæjandi og bætti við að þátttak- endurnir sex væru á öllum aldri og allt stefndi í hörkukeppni. Hörku- tól fúlsa ekki við fisk- augum Morgunblaðið/Golli Það voru ekki allir sammála um að fiskaugun brögðuðust vel. LÆKJARSKÓLI í Hafnarfirði á 125 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni munu nemendur og kenn- arar skólans gera sér dagamun á morgun, föstudag. Kennarar munu fara yfir sögu skólans með nem- endum og um kl. 11 verður mynduð samfelld röð nemenda milli gamla og nýja skólans. Skólabjalla sem hefur verið í eigu skólans áratugum saman og var notuð þar til raf- magnsbjalla tók við verður látin ganga frá gamla skólanum og til þess nýja. „Lækjarskóli í Hafnarfirði, sem hét áður Barnaskóli Hafnarfjarðar, og þar á undan Barnaskóli Garða- hrepps, á sér óslitna sögu allt frá árinu 1877 þegar prófastshjónin á Görðum, Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, gáfu stórfé til minningar um son sinn Böðvar til að koma á fót alþýðuskóla,“ segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Lækjarskóli í Hafnarfirði Á 125 ára afmæli ANNAR þingfundur Alþingis á þessu löggjafarþingi hefst kl. 10.30 í dag. Er þá stefnt að því að fram fari umræða utan dagskrár um eignarað- ild að bönkum. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi umræðunnar en Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður til and- svara. Að auki er stefnt að því að önnur utandagskrárumræða fari fram kl. 13.30 í dag, um velferð barna og ung- menna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er málshefjandi umræðunnar en Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra verður til and- svara. Að öðru leyti er miðað við að mælt verði fyrir nokkrum frumvörpum þingmanna í dag. Gert er ráð fyrir því að fundi ljúki um kl. 15. Á fyrsta þingfundi vetrarins urðu nokkrar breytingar á skipan sjálf- stæðismanna í fastanefndum þings- ins. Björn Bjarnason tók sæti í utan- ríkismálanefnd, en Árni R. Árnason fór úr þeirri nefnd og tók sæti í efna- hags- og viðskiptanefnd. Úr þeirri nefnd fór Sigríður Anna Þórðardótt- ir. Tvær utandag- skrár- umræður ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag þess efnis að borg- arstjórn skori á ríkisstjórn og Alþingi að hækka skattleysismörk til sam- ræmis við þróun verðlags og kaup- gjalds frá 1998. Samkvæmt tillögunni er lagt til að skattleysismörkin verði hækkuð í þremur jöfnum áföngum frá og með þessu hausti þannig að í lok árs 2004 verði þau sambærileg því sem þau voru þegar staðgreiðsla var tekin upp hér á landi 1988. Í greinargerð kemur fram að þegar staðgreiðsla var tekin upp 1988 hafi því verið lýst yfir að skattleysismörk myndu fylgja þróun verðlags og kaupgjalds. Ekki hafi verið staðið við þetta með þeim afleiðingum að skatt- ar á tekjur lægri en 140.000 kr. á mánuði hafi hækkað. Skattleysis- mörk væru nú 67.467 kr. en væru 82.188 kr. hefðu þau fylgt þróun verð- lags frá 1990 og 104.461 kr. hefðu þau fylgt þróun kaupgjalds. Ólafur segir jafnframt í greinar- gerð með tillögunni að vegna of lágra skattleysismarka nýtist ýmsar bóta- greiðslur og félagsleg aðstoð veitt af sveitarfélögum ekki sem skyldi. Auk þess sé ljóst að hækkun skattleysis- marka nýtist best handa þeim lakast settu í þjóðfélaginu. Tillaga Ólafs F. Magnússonar Skattleysismörk verði hækkuð 172 BÖRN eru í varanlegu fóstri á Íslandi. Í tímabundnu fóstri eru 60 börn. Þetta kemur fram í grein Hildar Sveinsdóttur, félagsráð- gjafa hjá Barnaverndarstofu, sem birt er í nýjasta tölublaði Uppeldis. Markmið með tímabundnu fóstri er að barnið fari aftur heim til for- eldra sinna að ákveðnum tíma liðn- um. Tilgangur með varanlegu fóstri er að barnið dvelji hjá fóstur- foreldrum þangað til það hefur ald- ur og þroska til að lifa sjálfstæðu lífi. Segir Hildur að í dag sé börn- um nánast eingöngu komið í fóstur að frumkvæði barnaverndar- nefnda. Hildur segir ástæður þess að börn séu send í fóstur margvísleg- ar, en nefna megi bágar heimilis- aðstæður, erfiðleika foreldra eða vanda barnsins sjálfs. Hildur bend- ir í grein sinni á að mikilvægt sé að þaulreyna allar stuðningsaðgerðir til að barnið geti áfram verið hjá foreldrum sínum ef þess er nokkur kostur og dvöl á fósturheimili á því að vera það úrræði sem síðast er notað. Kennsluefni í undirbúningi Barn sem er í varanlegu fóstri á rétt á umgengni við foreldra sína. Í grein Hildar kemur fram að í flest- um tilfellum gangi umgengni barns við kynforeldra vel, en þó eru dæmi þess að umgengnin sé kvöð fyrir barnið og fósturfjölskylduna. Hildur segir að þegar ákvörðun um umgengni sé tekin vanti oft skiln- ing barnaverndaryfirvalda á út- haldi kynforeldra, fósturbarns og fósturforeldra, sérstaklega þegar ekki gengur vel að mynda tengsl. Hildur bendir á að gæði umgengn- innar skipti meira máli fyrir barnið en magnið. Barnaverndarnefndir sækja um fósturheimili til Barnaverndarstofu þurfi barn að fara í fóstur. Hjá Barnaverndarstofu er listi yfir fólk sem hefur fengið leyfi sem fóstur- foreldrar að undangengnu hæfnis- mati. Í grein Hildar kemur fram að Barnaverndarstofa sé nú í sam- vinnu við Félag vistforeldra í sveit- um og Landssamtök bænda að leita leiða til að kaupa sérstakt kennsluefni sem hefur það að leið- arljósi að bæta bæði vinnubrögð í fósturmálum svo og að undirbúa fósturforeldra betur. Kennsluefnið kallast Pride og er bandarískt að uppruna. 232 börn eru í fóstri Ástæður margvíslegar FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í opinbera heimsókn í Húnavatnssýslur dagana 14.–16. október. Heim- sóknin hefst í Húnaþingi vestra þar sem forsetinn mun m.a. heimsækja byggðasafn og bændabýli, fara að Bjargi í Mið- firði og heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Hvammstanga. Daginn eftir liggur leið for- seta í A-Húnavatnssýslu þar sem Ólafur Ragnar mun m.a. heimsækja söfn, fyrirtæki og stofnanir á Blönduósi og Skaga- strönd. Þá mun forseti líta inn í Kántrýbæ og heimsækja skóla í sýslunum tveimur. Örnólfur Thorsson, sérfræð- ingur á skrifstofu forseta Ís- lands, segir að forsetinn muni fara víða um Húnavatnssýslurn- ar. „Megináherslan í þessari heimsókn er að forsetinn kynn- ist því sem helst er á seyði í byggðum landsins, hitti fólk og heyri af sjónarmiðum þess.“ Heim- sækir Húnaþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.