Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lausar íbúðarhúsalóðir Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar lóðir á svæði sunnan Reynilundar: 5 einbýlishúsalóðir, 2 parhúsalóðir og 2 fjölbýlishúsalóðir fyrir 12 íbúðir á hvora lóð. Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2002. Lóðum verður úthlutað í samræmi við ,,Vinnureglur umhverfisráðs við lóðaveitingar“ og með fyrirvara um að deiliskipulagstillaga sem nú er í auglýsingu nái fram að ganga. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu umhverfisdeildar, Geislagötu 9, 3. hæð, í þjónustuanddyri og á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ Skipulags- og byggingarfulltrúi. Umhverfisdeild „ÞETTA ER auðvitað mjög mikil vinna, en hún er líka gefandi,“ seg- ir Sigurlína Styrmisdóttir, móðir þriggja drengja og háskólanemi á Akureyri. Tveir sona hennar, Bald- vin, 8 ára, og Héðinn, 14 ára, eru mikið heyrnarskertir og ganga í deild fyrir heyrnarlausa sem hóf starfsemi við Lundarskóla haustið 2001. Elsti sonurinn, Gunnar, er nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Sigurlína er 75% öryrki. Hún stundar nám við Háskólann á Ak- ureyri og stefnir að því að ljúka BS- prófi í viðskiptafræði næsta vor. Fyrir þremur árum flutti hún með syni sína suður til Reykjavík- ur, en þá voru ekki í boði nein úr- ræði vegna skólagöngu Héðins á Akureyri. Baldvin var í leikskóla fyrir heyrnarlaus og heyrandi börn, en hafði þá ekki verið greind- ur heyrnarskertur sjálfur. Á leik- skólanum byrjaði hann að læra táknmál. „Það kom ekkert í ljós í þessa veru í reglubundnum lækn- isskoðunum og hann breytti engu sjálfur á heimilinu sem gaf til kynna hvers kyns var, sjónvarpið er til að mynda alltaf hátt stillt,“ segir Sigurlína. Hljóð líkt og heyrandi skynjar með höfuð ofan í vatni Báðir drengirnir eru mikið heyrnarskertir en heyra sérhljóða í mæltu máli og líkir Sigurlína heyrn drengjanna við það sem heyrandi skynjar með höfuð sitt ofan í vatni. Þeir fengu nýlega fullkomin staf- ræn heyrnartæki, „þau bestu til þessa,“ segir Sigurlína, en þau magna hið talaða mál meir en önn- ur og þeim fylgir ekki eins mikið af aukahljóðum. Strákarnir heyra ekki í dyrabjöllu eða síma, en fá innan tíðar úr með nema sem titrar við hljóð og þeir munu sjá á úrinu hvort það er síminn sem hringir eða dyrabjallan. Þegar Sigurlína flutti suður fyrir þremur árum var Héðinn eina heyrnarskerta barnið á grunn- skólaaldri á Akureyri, en nú eru þau tíu talsins. Haustið 2001 var svo sett á stofn deild við Lundarskóla fyrir þennan hóp barna. „Við neyddumst til að flytja búferlum suður á sínum tíma vegna aðstæðna okkar. Ég var því afskaplega ánægð þegar ég heyrði af því að þessi deild væri að hefja starfsemi fyrir norðan. Við vildum vera heima, hér eru okkar rætur og fjöl- skylda,“ segir Sigurlína. „En ekki síður er ég hamingjusöm fyrir því hvað vel hefur tekist til með deild- ina í Lundarskóla. Það er greini- lega fyrir hendi mikill metnaður að gera allt eins best verður gert.“ Slökkva á heyrnartækjunum þegar þeir reiðast við mömmu Þrír kennarar eru við deildina, Kristín Irene, Svanhvít Magn- úsdóttir og Þórhallur Arnarson. Börnin fá sérstakan stuðning og eru eftir aðstæðum einnig inni í sín- um bekk með heyrandi börnum, sem fá kennslu í táknmáli. „Mér finnst yndislegt að upplifa hvað jafnaldrar strákanna eru þrosk- aðir. Þeir líta á það sem eðlilegan hluta lífsins að það séu ekki allir eins. Töluverð vinna er því samfara að ala upp tvö heyrnarskert börn og margt með öðrum hætti en á heim- ilum þar sem allir heyra. „Ég segir oft við strákana að þetta sé verk- efni sem við verðum að takast á við, það gangi ekki að leggjast í sjálfs- vorkunn. Ég vil alls ekki blása út fyrir þeim að þetta sé eitthvert stórt vandamál. Þeir verða að læra að bjarga sér sem best,“ segir Sig- urlína. Hún sagði að stundum mis- líkaði strákunum eitthvað sem hún segði við þá. „Þegar þeir reiðast við mömmu sína horfa þeir á mig, taka um heyrnartækið og slökkva á því.“ Sigurlína hefur sótt námskeið í táknmáli, „ en ég ætla að læra meira“, segir hún og bætir við að innan tíðar verði boðið upp á slík námskeið á Akureyri, fyrir for- eldra, aðstandendur og aðra þá sem telja sig hafa af því gagn. Dagur heyrnarlausra Dagur heyrnarlausra var haldinn á Akureyri um liðna helgi, í fyrsta sinn og komu af því tilefni gestir frá höfuðborgarsvæðinu. Efnt var til messu í Glerárkirkju þar sem kór heyrnarlausra söng og kaffi- samkoma var að henni lokinni. Sig- urlína segir að enn sem komið er sé félagslíf heyrnarlausra ekki mikið á Akureyri, en það eigi eflaust eftir að breytast. Samfélag heyrnar- lausra sé lítið, en gaman sé að fylgj- ast með hversu náin tengsl eru á milli manna, líkt og innan hópsins séu allir ættingjar. Á tvo syni sem hafa verið í deild fyrir heyrnarlausa í Lundarskóla einn vetur Ham- ingjusöm með metnaðar- fullt starf Morgunblaðið/Kristján Baldvin Jónsson fyrir miðju, Birgir Snær Jónsson og Freydís Kjartansdóttir syngja á táknmáli í messu heyrn- arlausra í Glerárkirkju sl. sunnudag en þá var dagur heyrnarlausra. Stjórnandi þeirra var Þórhallur Arnarson. Bræðurnir Baldvin, t.v., og Héðinn Jónssynir slökkva á heyrnartækj- unum þegar þeir reiðast móður sinni, Sigurlínu Styrmisdóttur. FERÐASKRIFSTOFA Akureyrar býður nú í haust upp á ferðir til Lond- on, beint á ská frá Akureyri. Flogið er eldsnemma að morgni frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar, í veg fyrir áætl- unarvél Flugleiða til London og svo beint frá Keflavík til Akureyrar þegar komið er heim aftur. Alls eru farnar þrjár slíkar ferðir nú í haust, þar sem farið er út á fimmtudegi og komið heim á sunnudegi. Ragnheiður Jakobsdóttir, skrif- stofustjóri Ferðaskrifstofu Akureyr- ar, sagði að hér væri um tilraun að ræða og að mikill áhugi væri fyrir þessum ferðum. Fyrsta ferðin var farin sl. fimmtudag, önnur ferðin er farin í dag og sú þriðja verður farin fimmtudaginn 17. október. Ferða- skrifstofa Akureyrar leigir Fokker- vél frá Flugfélagi Íslands til að flytja farþega milli Akureyrar og Keflavík- ur og því geta 50 manns verið í hverri ferð. Ragnheiður sagði að ferðalang- arnir hefðu góðan klukkutíma í frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli fyrir brottför. Flugleiðavélin frá London kemur um kl. 15 á sunnudögum til Keflavíkur og sagði Ragnheiður að Akureyringarnir væru komnir til síns heima fyrir kvöldmat. Kostnaður við ferðina til London frá Akureyri er á milli 60 og 70 þús- und krónur og er hún 6–8 þúsund krónur dýrari en ef farið væri frá Keflavík. Innifalið er flug, gisting með morgunverði, flugvallarskattar og gjöld. „Þetta er tilraun en við vonum að þetta verði til frambúðar. Við þurfum heldur ekkert að einskorða okkur við London, þótt ákveðið hafi verið að bjóða ferðir þangað til að byrja með. Það getur vel komið til greina að bjóða upp á svona ferðir í nóvember eða næsta vor. Eins getum boðið upp á svona ferðir fyrir hópa, 40–50 manns.“ Ragnheiður sagði að ekki stæði til að bjóða upp á borgarferðir í beinu þotuflugi frá Akureyri, í bili. „Við ætl- uðum að gera tilraun með það í vor en hættum við enda er það mjög dýrt. En við erum að reyna að koma til móts við þarfir fólks með því að bjóða upp á ferðir með þessu fyrirkomulagi og teljum það skref í rétta átt.“ Ferðaskrifstofa Akureyrar Ferðir til London beint á ská frá Akureyri RANNSÓKNARDEILD Lögregl- unnar á Akureyri lýsir eftir vitnum að áreksti tveggja fólksbifreiða. Hann varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis um kl. 11 laugar- daginn 28. september síðastliðinn. Báðir bílarnir eru gráir að lit og ber ökumönnum ekki saman um tildrög óhappsins, þ.e. báðir telja sig hafa ekið yfir gatnamótin á grænu ljósi. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við fulltrúa hjá rann- sóknardeild Lögreglunnar á Akur- eyri. Lýst eftir vitnum Sýning á Café Karólínu. Svava Egilson hefur opnað sýningu á verkum sínum á Café Karólínu. Þetta er fyrsti hluti af þremur sem verða næstu 6 vikurnar. Fyrsta hlutann nefnir listakonan Landslagið mitt með gulum spor- öskjum og stendur hann til 12. október en þá hefst annar hluti, sem stendur til 25. október. Sýn- ingu Svövu lýkur síðan með þriðja hluta frá 26. október til og með 8. nóvember. Svava Egilson er fædd í Reykjavík en hefur búið á Ak- ureyri og í Eyjafjarðasveit frá árinu 1992. Hún hefur síðastliðin fimm ár aðallega starfað við myndlist. Í DAG ÞAÐ er alveg æðislegt að fá svona tíðarfar og veðrið gerist ekki betra á þessum árstíma,“ sögðu þeir Við- ar Garðarsson og Snorri Magn- ússon, smiðir hjá Hyrnu á Ak- ureyri. Þeir félagar voru í blíðunni í gær að vinna við þak á raðhúsi sem Hyrna er að reisa við Lind- arsíðu. Sólarlaust var á Akureyri en hitinn fór upp fyrir 15 gráður á Celíus sem verður að teljast mjög gott og eldsnemma í gærmorgun var hitinn kominn yfir 10 stig. Hyrna er að byggja þrjú raðhús fyrir Búmenn við Lindarsíðu og er óhætt að segja að byggingarnar hafi rokið upp úr jörðinni síðustu vikur og mánuði. Morgunblaðið/Kristján Veðrið gerist ekki betra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.