Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Árvekni um brjóstakrabbamein Litur hefur aldrei snert þig svona NÝTT Pure Color Velvet fyrir varir og neglur Flauel, mjúkt og munúðarfullt. Djúpir, lostafullir litir. Pure Color Velvet - nýr varalitur með flauelsáferð og tælandi gljáa. Naglalakk líka, í litum sem minna á pell og purpura. Komdu og sjáðu. Láttu flauelið snerta þig. www.esteelauder.com Förðunarráðgjafi verður í Lyf og heilsu Austurstræti í dag og á morgun, föstudag, frá kl. 12-17. er til sölu. Upplagt fyrir tvo samhenta einstaklinga. Góður sölutími framundan. VEFNAÐARVÖRUVERSLUNIN LÍNHÚSIÐ Hóll Akureyri auglýsir Allar upplýsingar veitir Vilhelm Jónsson, Fasteignasölunni Hóli, Hafnarstræti 83, 600 Akureyri, sími 461 2010 og 891 8363. er til sölu. Einn vinsælasta krá landsins er í þessu húsi. Húsið er 630 fm á tveimur hæðum. Miklir möguleikar. Veitingahúsið POLLURINN Vesturbrún - vandað parhús Erum með í einkasölu ákaf- lega vandað u.þ.b. 260 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og stendur vel í ný- legu hverfi f. ofan Laugar- ásinn. Arinn í stofu og vand- aðar innréttingar, gólfefni og tæki. Topp eign á eftirsóttum stað. V. 30,5 m. 2722 SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli tók í gær við verðlaunum á sviði brunavarna sem það vann ný- lega til í árlegri samkeppni milli um 100 slökkviliða Bandaríkjaflota. Yf- irmaður flotastöðvar varnarliðsins afhenti verðlaunin við hátíðlega at- höfn í slökkvistöðinni en þau eru þau æðstu sem veitt eru á sviði bruna- varna hjá flotanum. Slökkviliðið var að fá verðlaunin fjórða árið í röð. Slökkvilið varnarliðsins er skipað íslenskum starfsmönnum, samtals 128 manns. 90 þeirra annast bruna- varnir allra mannvirkja á varn- arsvæðunum, að meðtalinni flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og allra flug- véla sem leið eiga um flugvöllinn. Í flugþjónustudeild starfa svo 38 manns. Í tilkynningu frá varnarliðinu er minnt á að Keflavíkurflugvöllur sé fjölfarinn alþjóðaflugvöllur og eini varaflugvöllur fjölmargra véla er leið eiga yfir N-Atlantshafið. Hann sé jafnframt varnarstöð og þrett- ándi fjölmennasti þéttbýliskjarni landsins með 600 byggingum og öðr- um mannvirkjum sem sum hver séu hin stærstu sinnar tegundar á land- inu. Rík áhersla er lögð á öflugt eld- varnaeftirlit og fyrirbyggjandi að- gerðir með víðtækri notkun fullkomins viðvörunar- og slökkvi- búnaðar. Viðbúnaður vegna örygg- is- og björgunarþjónustu við her- flugvélar sem og aðrar flugvélar, farþega og áhafnir, er einnig viða- mikill þáttur í starfseminni. Að auki sjá starfsmenn slökkvi- liðsins um hreinsun hættulegra efna, fermingu og affermingu herflutn- ingaflugvéla, afgreiðslu og þjónustu við herflugvélar sem leið eiga um flugvöllinn og rekstur sérstaks ör- yggisbúnaðar er stöðvar orrustu- þotur í lendingu, að ógleymdum ís- vörnum og snjóruðningi á athafna- svæði flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðið hefur síðustu 16 ár hafnað í einu af þremur efstu sætum þessarar samkeppni, sem kennd er við Alan G. Ogden, og vinnur nú til æðstu verðlauna í sínum riðli fjórða árið í röð. Við sama tækifæri í gær voru slökkviliðsmönnum, sem nýlega hafa lokið hæfnisprófum, afhent starfskírteini sín ásamt her- lögreglumönnum sem hlotið hafa kennsluréttindi í akstri öryggis- og björgunarbifreiða. Dugnaði starfsmanna að þakka Haraldur Stefánsson slökkviliðs- stjóri sagði við Morgunblaðið að verðlaunin sýndu að Bandaríkjaher og íslensk stjórnvöld væru ánægð með starfsemi og þjónustu slökkvi- liðsins. Verðlaunin mætti fyrst og fremst þakka dugnaði og hug- myndaauðgi starfsmanna slökkvi- liðsins þar sem aukin áhersla væri lögð á forvarnir og uppfræðslu til fólks á varnarsvæðinu og þjálfun starfsmanna. Haraldur sagði slökkviliðið leggja mikið upp úr því að auka tilfinningu fólks um bruna- varnir með fræðslu í skólum og á vinnustöðum. Aðspurður um þýðingu verð- launanna fyrir slökkviliðið sagði Haraldur þau ekki síst vera lyfti- stöng út á við og að þau sýndu starfs- mönnum að vinna þeirra væri mikils metin. Slökkviliðið þyrfti einnig að standa undir auknum kröfum ár frá ári. Hann minnti á að slökkviliðið hefði fengið vottun samkvæmt al- þjóðlegum stöðlum, eitt þriggja slökkviliða á vegum Bandaríkjahers og hið eina utan Bandaríkjanna og Kanada. Auk mikillar velgengni í þessari Ogden-samkeppni hefði slökkviliðið unnið til fjölmargra al- þjóðlegra verðlauna á árum áður, allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Slökkvilið varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Vinnur til æðstu verð- launa fjórða árið í röð Keflavíkurflugvöllur Ljósmynd/Friðþór Eydal Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Dean M. Kiyohara, yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, með verðlaunagripinn sem afhentur var í gær. TVEIR kappar úr BAG-Hnefaleika- félagi Reykjaness, þeir Þórður Sæv- arsson og Skúli Vilbergsson, eru á leiðinni á árlegt meistaramót í Dan- mörku um aðra helgi, HSK Box Cup. Er þetta þeirra fyrsta opinbera keppni í hnefaleikum og í tilkynn- ingu frá félaginu segir að þetta sé jafnframt í fyrsta sinn í tæp 50 ár sem íslenskir „boxarar“ keppi á op- inberu móti. Sterkir keppendur frá Norður- löndunum munu koma saman í Hille- rød skammt frá Kaupmannahöfn dagana 11. til 13. október nk. Mótið er meðal þeirra stærstu sem fram fara á Norðurlöndunum en á síðasta ári voru þar háðir 142 bardagar. Keppnin er með útsláttarfyrirkomu- lagi í hverjum þyngdarflokki. Þórður Sævarsson er 24 ára og keppir í millivigt. Hann hefur stund- að ólympíska hnefaleika í fimm ár og þykir með allra fimustu hnefaleika- köppum landsins. Dvaldi hann í Bandaríkjunum við æfingar og keppni á síðasta ári undir hand- leiðslu þekkts þjálfara. Skúli er 18 ára og keppir í léttþungavigt. Hann hefur æft hnefaleika undanfarin þrjú ár og var ásamt Þórði í liði BAG- Hnefaleikafélags Reykjaness sem fór í keppnisferð til Bandaríkjanna á síðasta ári. Guðjón Vilhelm er framkvæmda- stjóri hnefaleikafélagsins og jafn- framt þjálfari Þórðar og Skúla. Hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera bjartsýnn fyrir þeirra hönd um góðan árangur í Danmörku. Þeir væru vel undirbúnir og hefðu æft stíft undanfarið. „Það verður gott að sjá hvar við stöndum í sam- anburði við aðrar þjóðir. Þórður og Skúli munu gera sitt allra besta og sýna mótherjum sínum í hringnum hið eina og sanna víkingaeðli,“ sagði Guðjón. Sem liður í undirbúningi fyrir mótið fór fram opin æfing um síðustu helgi í húsakynnum BAG í Reykja- nesbæ. Að sögn Guðjóns kom þang- að vel á annað hundrað gesta sem gátu fylgst með hnefaleikakeppni í fyrsta sinn frá því að ólympískir hnefaleikar voru leyfðir hér á landi. Tveir hnefaleika- kappar á norrænt mót Morgunblaðið/Hilmar Bragi Þórður Sævarsson hvílir sig milli átaka á æfingamóti í Keflavík um síð- ustu helgi. Hann er á leiðinni til Danmerkur ásamt Skúla Vilbergssyni. Keflavík FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í minnihluta bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar lögðu fram bókun á fundi í fyrrakvöld vegna svarbréfs heil- brigðisráðuneytisins um rekstrar- vanda Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, HSS, sem greint var frá í blaðinu í gær. Segir m.a. í bókuninni að staða stofnunarinnar sé óljós mið- að við það sem fram komi í bréfinu. Í bókuninni eru rakin helstu atriði svarbréfsins, einkum þau er snúa að rekstrarvandanum. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar segja það ekki koma fram í svarinu hvaða rekstrarþættir séu í ólagi. Stjórn HSS þurfi að upp- lýsa það. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að vinnuhópur á vegum þess hefði skilað skýrslu fyrir ári um framtíðarhlutverk D-álmunnar og hún kynnt fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Við- brögð hefðu hins vegar ekki borist ráðuneytinu og því lægi ekki fyrir ákvörðun um nýtingu 3. hæðar álm- unnar. Um þetta segir í bókuninni: „Hvað veldur því að „fulltrúar Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum“ sem skýrslan var kynnt fyr- ir hafa ekki fylgt málinu eftir? Hvers vegna er ekki efnt til fundar þar sem sveitarstjórnarmönnum er kynnt þessi skýrsla svo sameiginleg um- ræða geti átt sér stað um nýtingu 3. hæðarinnar. Það er engan veginn viðunandi að ráðuneytið þurfi að bíða í meira en ár eftir viðbrögðum heimamanna við slíkri skýrslu þegar um jafn mikilvægt hagsmunamál okkar Suðurnesjamanna er að ræða.“ Ekki voru fleiri bókanir lagðar fram um þetta mál á fundi bæjar- stjórnar en umræður urðu nokkrar. Bókað í bæj- arstjórn um málefni HSS Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.