Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 25
30% afsláttur Reykjavík • Akureyri • Selfossi
www.blomaval.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
88
50
09
/2
00
2
FORELDRAR fransks flugþjóns
sem ákærður hefur verið í Banda-
ríkjunum fyrir að hafa skrifað
sprengjuhótun um borð í farþega-
þotu Virgin-flugfélagsins hafa beðið
Jacques Chirac Frakklandsforseta
að skerast í leikinn. Verði flugþjónn-
inn, Michael Philippe, fundinn sekur
á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Hann er 25 ára og neitar ásökunun-
um.
Flugvélin var á leið frá London til
Orlando á Flórída í janúar sl. er upp-
sölupoki fannst á salerni hennar þar
sem skrifað hafði verið: „Bin Laden
er bestur, Bandaríkjamenn verða að
deyja, það er sprengja um borð, al-
Qaeda.“ Þótt skilaboðin væru á
ensku var franskur ritháttur á orð-
unum bin Laden og al-Qaeda. Phil-
ippe sagði síðan flugstjóra vélarinn-
ar að hann hefði fundið pokann á
salerninu og var vélinni þá lent í
Keflavík.
Philippe var handtekinn á New-
ark-flugvelli í New York í mars og
um mánuði síðar var honum sleppt
úr fangelsi gegn 250 þúsund dollara
tryggingu. Í maí var hann ákærður,
m.a. fyrir að hafa hótað að nota ger-
eyðingarvopn gegn bandarískum
ríkisborgurum, en verjandi hans
segir þá ákæru ekki standast þar
sem flugvélin hafi verið utan banda-
rískrar lögsögu er hótunin var gerð.
Philippe er nú í Orlando þar sem
fylgst er með ferðum hans með raf-
rænum hætti. Réttarhöldin í máli
hans hefjast 21. október.
Biðja Chirac ásjár í
máli flugþjónsins
París. AP.
DANSKA ríkisstjórnin hyggst
leggja fram tillögur er miða að
því að Færeyingar og Græn-
lendingar geti sjálfir farið með
þau utanríkismál sem koma
þeim aðallega við en ekki Dön-
um. Kom þetta fram í stefnu-
ræðu Anders Fogh Rasmussen
forsætisráðherra og sagði hann
að heimild af þessu tagi væri
ekki fyrir hendi í gildandi
heimastjórnarlögum um Fær-
eyjar og Grænland sem eru
hlutar danska ríkisins. Danski
þjóðarflokkurinn, sem veitir
samsteypustjórn Rasmussen
stuðning á þingi, lýsti efasemd-
um og sagði hugsanlegt að ný-
mælið stangaðist á við stjórnar-
skrána.
Innflutnings-
bann afnumið
FRAKKAR afnámu í gær bann
við innflutningi á nautakjöti frá
Bretlandi en það hefur gilt und-
anfarin sex ár vegna ótta við
kúariðu. Frakkland var áður
helsti markaður Breta fyrir
nautakjöt og olli bannið miklum
vanda í samskiptum ríkjanna.
Evrópusambandið aflétti banni
við innflutningi breska kjötsins
þegar 1999 en Frakkar neituðu
að hlíta þeirri ákvörðun, jafnvel
þótt Evrópudómstóllinn segði
bannið ólöglegt.
Hertar reglur
NÝJAR og hertar reglur í
Bandaríkjunum um eftirlit með
ferðalöngum frá tilteknum
múslímaríkjum munu auka enn
á andúð múslíma á Bandaríkj-
unum, að sögn talsmanns
stjórnvalda í Íran í gær. Regl-
urnar eru liður í auknum við-
búnaði vegna hryðjuverkanna í
september í fyrra og er ekki síst
beint gegn gestum frá araba-
löndum en einnig Íran, Indónes-
íu, Pakistan og Afganistan.
Krenz ekki
náðaður
EGON Krenz, sem var síðasti
leiðtogi Austur-Þýskalands og
var árið 2000 dæmdur í sex og
hálfs árs fangelsi fyrir að heim-
ila lögreglu að skjóta flótta-
menn, verður ekki náðaður. Var
þetta niðurstaða þýskrar náðun-
arnefndar í gær. Krenz tók við
af Erich Honecker í október
1989, mánuði fyrir fall Berlínar-
múrsins, en hrökklaðist frá í
desember sama ár er veldi
kommúnista hrundi.
Einkavæð-
ingu mót-
mælt
RÁÐAMENN í Frakklandi
gerðu í gær lítið úr fyrirhuguð-
um fjöldaverkföllum sem verða í
dag meðal opinberra starfs-
manna Markmið verkfalls-
manna er m.a. að mótmæla
áformum stjórnar hægriflokk-
anna um að selja stóran hluta
hlutabréfanna í flugfélaginu Air
France og hefja einkavæðingu
orkufyrirtækjanna EDF og
GDF, tveggja flugvalla Parísar,
neðanjarðarlestakerfisins, síma-
fyrirtækisins France Telecom,
póstþjónustunnar og ríkisjárn-
brautanna.
STUTT
Forræði í
utanríkis-
málum?
RÍKISSTJÓRN Görans Perssons,
forsætisráðherra Svíþjóðar, stóð af
sér atkvæðagreiðslu um vantraust á
sænska þinginu í gær. Höfðu þá
Græningjar samþykkt eftir miklar
viðræður að styðja stjórnina.
Atkvæðagreiðslan fór þannig, að
174 voru á móti vantrausti, 158 með
en 17 þingmenn Græningja sátu hjá.
Höfðu Græningjar farið fram á ráð-
herraembætti en drógu þá kröfu til
baka gegn samningum um ýmis
áhugamál þeirra. Meðal annars féll-
ust jafnaðarmenn á sænskt bann við
þorskveiði í Eystrasalti frá næstu
áramótum
Vantrausts-
tillaga felld
Stokkhólmi. AP.