Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 28
75 ÁRA AFMÆLI OLÍS 28 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAGA Olís er átakasaga – en nú er „litliljóti andarunginn“ orðinn að „fallegumsvani“, sagði Gísli Baldur Garðarsson,stjórnarformaður Olís, í upphafi við- tals sem fram fór í tilefni af 75 ára afmæli þessa nafntogaða fyrirtækis. Gísli Baldur, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og blaðamaður Morgunblaðsins ræddu sögu Olís, stöðu þess og framtíðarhorfur í um- ræddu viðtali sem fram fór í fundarsal í höf- uðstöðvum Olís, Sundagörðum 2. Frá gluggum höfuðstöðvanna ber gömlu höfuðstöðvarnar í bláan sjóinn og Viðey blasir við á aðra hönd. Í bók Halls Hallssonar um Olís, „Þeir létu dæluna ganga“, kemur fram að Olís var að sumra áliti eins og fótboltinn á vellinum sem menn spörkuðu á milli sín og jafnvel varla talinn „kálgarðsins virði“ fyrir sextán árum – en hefur nú heldur betur risið úr öskustónni og fengið nýtt og glæsilegt yfirbragð, þrátt fyrir við- burðarík 75 ár sem að baki eru. „Ein mesta lægð í sögu fyrirtækisins var 1986. Niðurstaðan varð að Óli Kr. Sigurðsson keypti Olís og hlutverk hans var að auka og styrkja tengsl við stórnotendur, svo sem út- gerð, verksmiðjur og fólkið í landinu, sem og að fá fé frá Texaco í reksturinn,“ segir Einar Bene- diktsson þegar stiklað er á annáluðum viðburð- um úr sögu Olís. „Olís var fyrsta fyrirtækið sem skráð var á Verðbréfaþingi, sem nú er Kauphöll Íslands,“ segir Gísli Baldur Garðarsson. „Félagið styrkti þannig mjög tengsl sín við fólkið í landinu, sem sýndi hug sinn til félagsins með því að kaupa hluti í því. Flestir voru hluthafar rúmlega 800 talsins en eru nú tæplega 500. Fyrsta olíufélagið Olíuverzlun Íslands var frumkvöðull á sínu sviði. Olís var fyrst til að versla með olíu eftir að ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar hætti með Rík- isverslun,“ heldur Gísli Baldur áfram. Þeim félögum verður einnig að umtalsefni þegar Samband íslenskra samvinnufélaga stofnaði Esso sem tók viðskipti við öll kaupfélög á landinu af Olís á einni nóttu, ef svo má segja. Tuttugu og þrjú útgerðarfélög færðu sig um set í viðskiptum. Þetta gerðist árið 1946. „Gamli tíminn með sorgir sínar og sigra var kvaddur þegar starfsemi Olís var flutt úr Laug- arnesi og í hinar stórglæsilegu höfuðstöðvar við Sundagarða. Við tókum við kyndlinum úr höndum Óla Kr. Honum tókst að styrkja mjög markaðsaðstæð- ur Olís og það hefur verið áframhaldandi aukn- ing hjá okkur á flestum sviðum,“ segir Einar. „Við þjónustuðum mjög margar af helstu út- gerðum landsins. Í því ölduróti viðskiptalífsins sem verið hefur höfum við haldið okkar hlut vel og heldur bætt við okkur. Höfum bætt okkur bæði á olíu- og bensínmarkaði Félagið var afskipt í lóðaúthlutun fyrir bens- ínsstöðvar í Reykjavík svo árum skipti á fyrri tíð. Þess vegna hefur Olís enn í dag minnsta hlutdeild á bensínmarkaðinum þrátt fyrir tals- verða aukningu á síðari árum, einkum með til- komu ÓB-stöðvanna. Þær eru í dag langstærstu sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu. Við höfum bætt við okkur bæði á olíu- og bensínmarkaði, þó meira á þeim síðarnefnda síðustu misserin. Þessi markaður er allur mjög erfiður og á honum mun meiri samkeppni en almenningur vill trúa. Þetta er blóðugri barátta en nokkurn skyldi gruna, einkum á stórnotendamarkaðinum sem byggist mikið á persónulegum samböndum og góðri þjónustu. Starfsemin á bensínstöðvunum er auðvitað ópersónulegri, en við erum okkur meðvitandi um að okkar mikilvægasta fólk er starfsfólkið á bensínstöðvunum, enda eini tengiliður félagsins við hinn almenna viðskiptavin. Það er einnig Olís – andar- unginn orð- inn að svani Hannes Sveinsson við olíuflutninga í Hrísey um miðja 20. öld. Olíustöðin á Klöpp var eitt helsta kennileiti Reykjavíkur um áratuga skeið. Morgunblaðið/Sverrir Einar Benediktsson forstjóri og Gísli Baldur Garðarsson stjórnarformaður. Olís – Olíuverzlun Íslands fagnar 75 ára afmæli í dag. Þeir Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður þess, sögðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þáttum í starfsemi Olís fyrr og nú. Það vakti þjóðarathygli þegar Óli í Olís mætti í Ánanaust og afgreiddi bensín á bíla. „Ég er bestur sem bensíntittur,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. „HANN var framúrskarandi dugleg- ur maður og skarpgreindur. Það var bráðskemmtilegt að vinna með hon- um. En hann var frekur og vildi ráða,“ er haft eftir Jóhönnu Egils- dóttur, einum af forystumönnum Al- þýðuflokksins, um Héðin Valdimars- son, fyrsta forstjóra Olíuverzlunar Íslands hf. og verkalýðsleiðtoga með meiru, í sögu Olís í 75 ár, „Þeir létu dæluna ganga“. Héðinn Valdimarsson fæddist í Reykjavík 26. maí árið 1892. For- eldrar hans voru báðir þjóðkunnir Ís- lendingar. Faðir Héðins, Valdimar Ásmundsson, var í senn fræðimaður og ritstjóri Fjallkonunnar um árabil. Móðir Héðins var hin kunna kven- réttindakona Bríet Bjarnhéð- insdóttir. Bríet fékkst við blaða- útgáfu eins og Valdimar. Hún ritstýrði Kvennablaðinu í 25 ár og Fjallkonunni um hríð eftir að eig- inmaður hennar féll frá tæplega fimmtugur að aldri. 10 ára vinstrimaður Enda þótt Héðinn væri aðeins 10 ára gamall þegar faðir hans lést hafði hann þegar myndað sér ákveðnar stjórnmálaskoðanir enda alinn upp á óvenju pólitísku heimili. Árni Jónsson frá Múla, æskuvinur Héðins, brá upp skemmtilegri mynd af fyrstu kynnum þeirra á fimmtugsafmæli Héðins vor- ið 1942. „Það eru nú í sumar 40 ár síð- an ég kynntist Héðni fyrst. Á sömu stund fékk ég mína pólitísku eld- vígslu. Við höfðum ekki talað saman í fimm mínútúr, þegar Héðinn lítur á mig mjög alvarlegur og íbygginn og spyr: „Hvort ertu heldur hægri- eða vinstrimaður?“ Hægri- eða vinstri- maður! Ég glápti, því að þetta voru alger nýyrði í mínum eyrum. En svo datt mér í hug, að úr því að ég væri ekki örvhentur, gæti ég ekki verið vinstrimaður. Svo ég svaraði nokk- urn veginn hiklaust: „Hægrimaður.“ „Þá er rétt að við tökum saman,“ sagði Héðinn og sveif á mig um leið. Því að Héðinn hafði gert sér þess grein þá þegar, að hann væri vinstri- maður og ætti að berjast við hvern hægrimann, sem á vegi hans yrði.“ (Um Héðin Valdimarsson í bóka- flokknum Þeir settu svip á öldina). Héðinn stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk háskóla- prófi í hagfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla með lofsamlegum vitnisburði árið 1917. Hann þótti eft- irsóttur starfskraftur og hafði fengið stöðu við Hagstofu Íslands við heim- komuna. Ekkert var þó úr því að hann gerðist starfsmaður hennar því að áður en hann átti að hefja störf fékk hann sig lausan til að gegna starfi skrifstofustjóra við nýstofnaða Landsverzlun. Landsverzlun var rek- in á vegum ríkisins í þeim tilgangi að tryggja nægar birgðir af nauðsynja- vöru og dreifingu þeirra á lands- byggðinni. Smám saman varð meg- inhlutverk Landsverzlunar að stunda einkasölu á tóbaki og steinolíu eða þar til einkasalan var afnumin og verslunin lögð niður árið 1926. Eftir að einkasalan var afnumin stofnaði Héðinn Tóbaksverslun Íslands hf. ár- ið 1925 og Olíuverslun Íslands hf. ásamt öðrum tveimur árum síðar. Héðinn var á tímabili forstjóri beggja fyrirtækjanna og Olíuverslunarinnar til æviloka. Lögð til einkasala olíu og tóbaks Á sama tíma og Héðinn stýrði Olíu- verzluninni var hann ötull bar- áttumaður verkalýðsins á Íslandi bæði innan verkalýðshreyfing- arinnar, í bæjarstjórn Reykjavíkur og á þingi um árabil. Eins og nærri má geta voru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þessa fyrirkomulags. „And- stæðingar Héðins, jafnt til hægri sem vinstri, reyndu oft að gera sér mat úr því að „burgeisinn og auðvaldsmað- urinn“ Héðinn Valdimarsson væri leiðtogi og málsvari hinna fátækustu daglaunamanna, karlanna í Dags- brún,“ skrifar Gils Guðmundsson í Þeir settu svip á öldina og heldur áfram: „Héðinn var maður raunsær og mun hafa hugsað eitthvað á þá leið, að sá sem starfaði í auðvalds- Héðinn Valdimarsson, fyrsti forstjóri Olís Forstjórinn og verkalýðshetjan Héðinn með dóttur sína Bríeti, síðar leikkonu, á öxlunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.