Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
VAR Örn Sverrisson þekkir
vel til innan veggja atvinnu-
leikhúsanna hér á landi, seg-
ist að miklu leyti alinn þar
upp og hefur nú leikið í þeim
öllum. „Ég þekki leikhúsheiminn vel
og líður vel þar,“ segir hann við
blaðamann yfir tebolla um hádegisbil
á sunnudag, daginn eftir hátíðarsýn-
ingu á verkinu. „Leiklistin er krefj-
andi listgrein en ég hef líf og yndi af
því að takast á við hana.“
Foreldrar hans eru listamenn, Ív-
ar hefur komið fram á leiksviði með
þeim báðum – þó ekki samtímis – og
þau starfa bæði við uppfærsluna á
Hamlet hjá LA: Elín Edda Árnadótt-
ir hannar leikmynd og búninga og
Sverrir Guðjónsson semur tónlistina.
Byrjaði að leika níu ára
Þess ber og að geta að langamma
Ívars, Fanný Friðriksdóttir, stýrði á
sínum tíma saumastofu Þjóðleik-
hússins, Edda Ágústsdóttir amma
hans vinnur þar í dag og fósturpabbi
móður hans, „Stjáni, Kristján Júl-
íusson, sem ég kallaði alltaf afa, vann
á smíðaverkstæðinu. Smíðaði leik-
myndir.“
Tengslin við leikhúsið eru því mikil
og hann steig ungur á svið í fyrsta
skipti. Það var reyndar hjá Leik-
félagi Reykjavíkur í Iðnó, í uppsetn-
ingu Kjartans Ragnarssonar á Landi
míns föður. Ívar var þá níu ára og
móðir hans var einn dansara í sýn-
ingunni.
Hann lék svo Gavros í Vesaling-
unum í Þjóðleikhúsinu, þar sem faðir
hans söng, og Ívar fór einnig með
hlutverk Hrapps í Oliver Twist á sín-
um tíma, þegar hann var 11 ára.
„Svo lék ég stórt hlutverk í Heima
hjá ömmu í Borgarleikhúsinu á móti
Gunnari Helgasyni og þar var líka
Sigurður Karlsson, sem leikur núna
aftur á móti mér í Hamlet.“
Ívar segist hafa verið afar virkur
krakki, þurfti alltaf að hafa eitthvað
að gera og því komu hlutverkin á
leiksviðinu sér vel. „Þetta var mjög
skemmtilegur tími en svo kom að því
að ég fékk nóg af leiklistinni. Nennti
þessu ekki lengur, enda var komið
nóg. Ég var oft beðinn um að vera
með í einhverju, en pabbi minn valdi
alltaf fyrir mig hlutverk. Lét mig
ekki í allt; vildi ekki keyra mig út. Í
rauninni tókst ég því bara á við
skemmtileg hlutverk sem barn og
fékk ekki tækifæri til þess að fá leið á
leiklistinni!“
Sneri sér að körfubolta
í nokkur ár
Áhugi á körfubolta var gríðarlegur
hérlendis á unglingsárum Ívars;
NBA-æðið reið yfir og hann fór ekki
varhluta af því. Fjölskyldan bjó í
Langholtshverfinu „og við lékum
okkur mikið úti á velli við Langholts-
skóla. Það var ekkert körfuboltafélag
þar í kring, straumurinn lá í ÍR og ég
fór því þangað.“ Seinna lék hann svo
um tíma með unglingaflokki KR.
Þegar styttist í stúdentspróf fór
Ívar að velta því fyrir sér, eins og
gengur og gerist, hvað hann ætti að
taka sér fyrir hendur að því loknu.
„Einhvern veginn ósjálfrátt gleymdi
ég þessum möguleika í nokkur ár, en
á síðasta ári í menntaskóla ákvað ég
að taka þátt í leiksýningum í skól-
anum til þess að sjá hvort áhugi minn
lægi þarna ennþá. Og það kom í ljós.“
Hann gældi líka við þá hugmynd
að nema lögfræði við háskólann, en
ákvað að þreyta inntökupróf í Leik-
listarskólann og komst inn í hann.
„Ég var ákveðinn í að gera mitt
besta, ætlaði mér auðvitað inn í skól-
ann, en vissi að ef það tækist ekki
væri það tákn um að mér væri ekki
ætlað þetta. Ég hefði ekki reynt aft-
ur.“
Segist hafa valið rétt og vera
ánægður í dag, þó það væri „örugg-
lega sniðugt að fara í lögfræðina
núna því minnið er í svo góðu lagi eft-
ir að hafa lært Hamlet!“
Unnusta Ívars, Arna Ösp Guð-
brandsdóttir, nemur sameindalíf-
fræði við Háskóla Íslands og hann
grínast með að hann ætti ef til vill að
setjast á skólabekk á ný til að geta
lært með henni.
Segist svo reyndar viss um að
hann hefði orðið góður lögfræðingur
„en ég held samt að hæfileikar mínir
nýtist vel í leiklistinni.“
En skyldi ekki vera erfitt að byrja
á því, strax eftir nám, að glíma við
Hamlet? Er það ekkert of stórt
stökk?
„Nei. Auðvitað er það erfitt, en
mér var boðið þetta hlutverk og mað-
ur hafnar ekki Hamlet. Enda er eng-
in ástæða til þess. Maður fer út í leik-
list til þess að takast á við það
erfiðasta sem hægt er. Það er alltaf
rosalega gaman að fá hlutverk eins
og Hamlet því þá fær maður svo mik-
ið að gera; fær að sýna svo margar
hliðar á persónunni. Fer allan skal-
ann og það er það sem leikarar elska
að fá að gera.“
Þannig að strax í fyrstu sýningu
eftir nám geturðu kannski nýtt þér
allt sem þú lærðir í skólanum?
„Já, og fæ jafnvel að grafa upp
eitthvað nýtt til að nota – og þar kem-
ur leikstjórinn inn í. Maður veit oft
ekkert hvað leikstjórinn er búinn að
draga fram í manni.“
Hvernig fórstu að því að búa þig
undir Hamlet? Var það snúið?
„Það var svolítið stress, en pressan
er öll utanfrá. Hlutverkið er svo rosa-
lega frægt.“ Hann fékk oft að heyra:
er þetta þér ekki ofviða? Heldurðu að
þú höndlir þetta? Er þetta ekki of
mikið? Er ekki erfitt að byrja á
þessu?
„Fólk virðist svolítið hrætt við
þetta; Shakespeare er svo frægur og
þetta er líklega þekktasta leikrit sög-
unnar. Hamlet er eins og Coca cola;
allir hafa heyrt um þetta verk.“
Ívar kveðst aðeins einu sinni hafa
séð Hamlet á leiksviði; sýningu Þjóð-
leikhússins sem Baltasar Kormákur
leikstýrði þar sem Hilmir Snær
Guðnason fór með titilhlutverkið.
„Nei, sú sýning truflaði mig ekki
neitt. Það er alltaf farin ný leið og það
sem skiptir máli fyrir mig sem leik-
ara er fyrst og fremst að reyna að
skilja söguna.“ Hann segist raunar
hafa orðið svolítið hræddur við text-
ann þegar hann renndi fyrst yfir
handritið. „Textinn er mikill og getur
verið erfiður í flutningi.“
Honum flaug í hug að nauðsynlegt
yrði að fara á einhvers konar Ham-
let-námskeið og segir að vissulega
megi kalla starfið með Sveini Einars-
syni það. „En maður þarf samt alltaf
að stúdera mikið sjálfur, reyna að
skilja verkið og ég var mikið á bóka-
safninu í sumar að lesa ýmislegt sem
gat komið mér á sporið.“
Ívar komst að því að gríðarlega
mikið hefur verið skrifað um Hamlet,
hvað þá Shakespeare og allt sem
hann gerði. „Ég fékk eiginlega áfall
þegar ég sá þetta allt saman! En ég
valdi svo nokkrar bækur úr, margar
frá því snemma á síðustu öld; margir
hafa reynt að greina verkið og kom-
ast að því hvers vegna persónurnar
gera það sem þær gera og hverju
þær eru að sækjast eftir. Og það eru
til ýmsar útgáfur af því! Fræðimenn-
irnir þekkjast greinilega og talsvert
er um að þeir gagnrýni hver annan.
Þessum skrifum má auðvitað ekki
taka eins og algildum sannleika, en
þetta hrærir upp í manni.“
Ríkharður þriðjis – eftir hlé
Ívar Örn hefur einu sinni tekið
þátt í uppfærslu Shakespeare-verks
áður.
„Við lékum Ríkharð þriðja í skól-
anum og það var mjög góð æfing.“
Þá skiptu tveir skólabræðranna
hlutverki Ríkharðs með sér. Ívar
túlkaði hann eftir hlé en Ólafur Eg-
ilsson fyrir. „Við vorum bara þrír í
bekknum og fimm stelpur, þannig að
það var alltaf nóg að gera hjá okkur
strákunum. „Óli lék Ríkharð þegar
hann kleif upp metorðastigann og
krækti sér í kórónuna og svo tók ég
við þegar hann var kominn með kór-
ónuna og allt var á niðurleið.“
Hann segist hafa búið að því nú að
hafa tekist á við bundinn texta í Rík-
harði. „Það er svolítil pæling, að ná
textanum þannig að áhorfendur geti
gripið hann og skilið en hætti ekki að
hlusta. Það er mjög tæknilegt atriði
og kostar mikla æfingu.“
En hvers vegna skyldi Ívari Erni
hafa verið boðið hlutverk Hamlets í
sýningunni? Veit hann það? Hafa
þeir Sveinn kannski unnið saman áð-
ur?
„Nei, við höfum ekki gert það. En
leikstjórar fylgjast með hvað er að
gerast í skólanum, koma í Nemenda-
leikhúsið og sjá hvað maður er að
gera þar. Hann vildi hafa Hamlet
frekar ungan, sem og Ófelíu, Laertes
og Hóras, og þá þarf náttúrlega að
finna fólk í hlutverkið. Hann þurfti að
leita að ungum leikara sem honum
fannst henta í hlutverk Hamlets og
hann treysti til að takast á við það.
Sveinn vildi fá mig í lið með sér og
það er alveg frábært.“
Hefur Sveinn laumað því að þér
hvers vegna hann valdi þig?
„Ja, hann hefur sagt mér hvenær
hann tók ákvörðun um að hann héldi
að ég gæti þetta. Hann sá mig leika í
Túskildingsóperunni eftir Brecht í
Nemendaleikhúsinu, sem er æðis-
lega skemmtilegt verk. Það var
fyrsta verkið sem við sýndum. Ég lék
Makka hníf, glæpamann sem brennir
allar brýr að baki sér. Hann fær alla
upp á móti sér og er hengdur af lýðn-
um og gömlum ástkonum. Það snúast
allir á móti honum af því að hann
svífst einskis.“
Ívar Örn Sverrisson hlýtur mikið lof fyrir frammistöðuna í Hamlet hjá LA
Maður
hafnar ekki
Hamlet
„Ívar Örn Sverrisson vinnur eftirminni-
legan leiksigur,“ sagði gagnrýnandi
Morgunblaðsins eftir frumsýningu
Leikfélags Akureyrar á Hamlet
á föstudaginn. Skapti Hallgrímsson
spjallaði við Ívar Örn, sem er 25 ára
nýútskrifaður leikari og fer
með titilhlutverkið í sýningunni.
Hamlet kominn úr útreiðartúr fyrir hátíðarsýningu síðastliðið laug-
ardagskvöld, þegar flestir leikarar verksins riðu frá túninu neðan Sam-
komuhússins, hring um bæinn og aftur að leikhúsinu. Frá vinstri: Jónas
Viðar, listrænn ráðunautur LA, og feðgarnir Ívar Örn Sverrisson
(Hamlet) og Sverrir Guðjónsson sem semur tónlist í verkinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ívar Örn Sverrisson: „Leiklistin er krefjandi listgrein en ég hef líf og yndi af því að takast á við hana.“
Ívar Örn (t.h.), fimmtán ára gamall, ásamt Gunnari Helgasyni í Heima
hjá ömmu í Borgarleikhúsinu 1992.
Morgunblaðið/Þorkell