Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 31
Heillaður af grísku
harmleikjunum
„Annað mjög gott verkefni sem við
tókumst á við í skólanum var grískur
harmleikur, Elektra eftir Sófókles.
Þetta var þegar við vorum á öðru ári
og það er svolítið skemmtilegt frá því
að segja að Þorsteinn Bachmann,
sem nú er leikhússtjóri hérna, kenndi
okkur þá og stýrði því verkefni. Text-
inn í Elektru er líka rosalega falleg-
ur; ég er satt að segja heillaður af
grísku harmleikjunum, efni þeirra er
alveg sígilt þó þeir séu skrifaðir fyrir
2500 til 3000 árum.“
Ívar hefur fengið frábæra dóma
fyrir frammistöðu sína í frumraun-
inni, Hamlet. Heldur hann að
frammistaða hans í framtíðinni verði
ætíð borin saman við túlkun hans á
Hamlet? Getur verið erfitt að því
leyti að byrja á þennan hátt?
„Ég held að þetta verði miklu frek-
ar hvatning fyrir mig. Þegar svona
lof kemur í fjölmiðlunum verður
maður kannski svolítið stressaður yf-
ir því að fólk komi með gífurlegar
væntingar, og eflaust verð ég í fram-
tíðinni borinn saman við Hamlet. En
ég reyni bara að sinna listgreininni
eins vel og ég get. Í þessari sýningu
reyni ég bara að gera mitt besta eins
og allir aðrir. Og ef ég kem vel út er
það vegna þess að ég passa inn í
heildarmyndina, sem þýðir að allir
eru að gera vel. Ég get ekki leikið
Hamlet einn.“
Í Þjóðleikhúsinu eftir áramót
Ívar verður hjá Leikfélagi Akur-
eyrar til áramóta og leikur næst í
rússnesku fjölskylduleikriti, Venju-
legt kraftaverk eftir Évgení
Schwartz sem Vladimir Bouchler
setur upp. Æfingar á því hefjast eftir
um það bil tvær vikur og verkið á að
frumsýna í desember.
„Síðan fer ég í „bæinn“ og hef
fengið hlutverk í sýningu Þjóðleik-
hússins á nýju íslensku leikriti, Pab-
bastrák eftir Hávar Sigurjónsson.
Ég leik samkynhneigðan strák sem
er í sambúð og faðir hans er ekki
sáttur við það. Ég á reyndar eftir að
lesa það leikrit en hlakka voðalega til
að takast á við það líka. Og að koma í
Þjóðleikhúsið. Þá verð ég búinn að
fara hringinn og kem aftur niður í
bæ.“
Hamlet og Ófelía; Ívar Örn Sverrisson og Arnbjörg Valsdóttir sem
voru skólasystkin í Leiklistardeild Listaháskólans.
skapti@mbl.is
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 31
ÞAÐ eru átján ár liðin síðan
franski meistaradjasspíanistinn
Martial Solal hélt einleikstónleika í
Norræna húsinu. Þá var píanóið svo
vanstillt að hann hneigði sig fyrst
fyrir áheyrendum að hverju lagi
loknu, síðan fyrir píanóinu og glotti
við. Ekki man ég gjörla hvað var á
efnisskrá hans utan Round Mid-
night Monks og Caravan Tizols og
Ellingtons. Þar tryllti hann allsvaka-
lega enda expressjónískur píanisti.
Agnar Már er um margt andstæða
Solal, impressjónískur í spuna sín-
um og ljóðrænn. Hann mun halda til
Parísar á laugardag og taka þátt í
keppni ungra djasseinleikara,
Martial Solal keppninni. Voru þessir
tónleikar eins konar generalprufa
fyriir þá keppni. Á efnisskránni var
frjáls spuni, lög eftir Agnar, djass-
klassík eftir Bill Evans og Billy
Strayhorn, tvo af meisturum hins
impressjóníska djass, og nokkrir
söngdansar.
Agnar hóf tónleikana á spuna, im-
pressjónískt tónaflóð fyllti salinn og
örlítill Strayhorn í bassanum, síðan
hin undurfagra laglína sem hann
nefnir 01, titillag disksins hans góða
með Ben Street og Bill Stewart. Að
því loknu lék hann valsinn sem Bill
Evans samdi á unglingsárum sínum,
Very Early. Þótt Agnar hafi lært
margt af lærisveinum Bill Evans er
ekki mikill Evans í leik hans sjálfs
og túlkun hans á Very Early ólík því
sem maður átti að venjast hjá Ev-
ans, sér í lagi vinstri hendin. Útsetn-
ing Agnars var grípandi í hógværð
sinni, sérstaklega undir lokin. Svo
kom Leeloo. Árið 1917 samdi Fred
Hanley Back Home Again In Ind-
iana, þrjátíu arum síðar samdi
Charlie Parker Donnu Lee yfir
hljóma Indíönu og nú, fimmtíu og
fimm árum síðar, semur Agnar Már
Leeloo yfir sama hljómagang. Mér
fannst nú meira af Indíönu í Leeloo
en Donnu. Þetta var skemmtilega
spilað af Agnari þótt sveiflan hefði
mátt vera ögn sterkari. Meistara-
verk Billy Strayhorns, Chelsea
Bridge, sem er skylduverkefni í Sol-
al-keppninni, var fantafallega spilað
og þar var sveiflan heit og spuninn
hugmyndaríkur innan hins klassíska
ramma sem ballöðunnar. Distant
Bisquet eftir Agnar má finna á
tríódiski hans 01 og ólíkt 01 sem
rann inn í impressjónískan upphafs-
spunann galt lagið þess að vera
hugsað fyrir tríó. Það sama má segja
um Someday My Prince Will Come
– í það minnsta vantaði alla spennu í
leik Agnars í þeim söngdansi ólíkt
því sem er á diski hans. My One And
Only Love var aftur á móti vel
heppnað og spuninn blússkotinn
eins og í lokalaginu, Georgia On My
Mind eftir Hoagy Carmichel sem
fylgdi í kjölfar stríðhljóma spuna
sem var þó gæddur þeim hógværa
sjarma er einkennir flest sem Agnar
gerir. Þó held ég hefði verið heilla-
drýgra fyrir hann að spinna í hinum
norræna jöklastíl sem heyra má í
einu af hans bestu verkum: Kuli.
Agnar lék eitt aukalag og gerði
það með stæl: All The Things You
Are eftir Jerome Kern. Lee Konitz
hefur margsinnis sagt að það sé sos-
um alveg nóg að kunna þennan
söngdans. Það sé hægt að spinna
endalaust út frá honum, en þótt
Konitz hafi tekist það er spuni
margra í þessum dansi ansi vélrænn
og þreyttur. Mingus bætti einhverju
sinni tónbroti eftir Rakmanínoff inn
í All The Things og hóf Agnar leik-
inn þar. Vinstri höndin var betri en
nokkru sinni í stakkató slögum,
sveiflusterkum línum og Caravan-
fílingur undir lokin. Kannski var
meiri kraftur í túlkun Agnars á All
The Things en öðrum söngdönsum á
þessum tónleikum, en það sem hann
skortir helst til að bera uppi heila
einleikstónleika er kraftmikil sveifla
til mótvægis við þá ljóðrænu fegurð
sem honum er eiginleg.
Aftur á móti er tónhugsunin tær
og frjó og hann hefur allt til að bera
að ná langt í keppni hinna ungu ein-
leikara í París.
Þessir fyrstu tónleikar á Jazzhátíð
Reykjavíkur lofa góðu um framhald-
ið þar sem íslenskur djass verður í
öndvegi.
Vernharður Linnet
Píanótöfrar
DJASS
Norræna húsið
Einleikstónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur
Þriðjudagskvöldið 1. október 2002 kl.
20:30.
AGNAR MÁR MAGNÚSSON, PÍANÓ
Fimmtudagur
Kaffi Reykjavík. Kl.
20.30: Tríó B3. Ás-
geir J. Ásgeirsson
gítar, Agnar Már
Magnússon á
orgel og Eric Qvick trommur.
Kaffi Reykjavík. Kl. 22: Kvintett
Sunnu Gunnlaugsdóttur. Sunna á
píanó, Kristjana Stefánsdóttir
söngur, Sigurður Flosason sax,
Drew Gress bassa og Scott Mc-
Lemore trommur.
Djasshátíð
♦ ♦ ♦
ÞRJÚ námskeið á menningarsviði
eru um það bil að hefjast hjá Endur-
menntun HÍ.
Á því fyrsta sem hófst í gær mun
dr. Birna Bjarnadóttir bókmennta-
fræðingur fjalla um höfundarverk
Guðbergs Bergssonar, fagurfræðina í
skáldskap hans, ljóðlist og þýðingar.
Guðbergur kemur einnig í heimsókn
og fræðir þátttakendur um tilurð
verka sinna og svarar spurningum.
Máttarstólpar menningar er yfir-
skrift á öðru kvöldnámskeiði sem
hefst í kvöld. Þar ætla Jón Ólafsson,
forstöðumaður Hugvísindastofnunar
HÍ, og Gauti Kristmansson að fjalla
um lykilverk í menningarsögunni.
Stiklað er á stóru um nokkur rit sem
öll hafa haft áhrif á þróun hugmynda,
þekkingu og skilning mannsins á
sjálfum sér og samfélagi sínu. Til
stuðnings er gefinn út lesvísir með
hugmynda-sögulegu ágripi og stuttri
umfjöllun um textana sem lesnir eru.
Oddný Sen, bókmennta- og kvik-
myndafræðingur, fer ofan í kvik-
myndasöguna á námskeiði sem hefst
miðvikudaginn 9. október kl. 20.15.
Saga kvikmyndanna er rakin frá tím-
um töfralampans til okkar daga og
hún sett í samhengi við viðburði sem
höfðu áhrif á hvernig þessi nýi miðill
var notaður. Sérstök áhersla er lögð á
íslenska kvikmyndasögu.
Námskeið á
menningarsviði
AF óviðráðanlegum ástæðum
þarf að fresta frumsýning-
unni á Benedikt búalfi sem
vera átti í Loftkastalanum á
sunnudag.
Frumsýningin verður laug-
ardaginn 12. október kl. 14.
Þeir miðar sem gefnir hafa
verið út á frumsýninguna
gilda laugardaginn 12. októ-
ber. Önnur sýning verður
sem fyrr sunnudaginn 13.
október.
Leiksýn-
ingu frestað
Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar - FÍS
boðar til hádegisverðarfundar í dag,
fimmtudaginn 3. október, kl. 12.00 í Háteigi, Grand Hótel.
Frummælendur fundarins verða:
Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.
„Er framtíð í þorskeldi“?
Rannveig Björnsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og lektor við Háskólann á Akureyri.
„Aðkoma rannsóknastofnana í fortíð og framtíð“ .
Guðjón Indriðason framkvæmdastjóri Þórsbergs hf, Tálknafirði.
„Reynsla af þorskeldi á Íslandi“.
Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna
í síma 588 8910 eða á netfang lindabara@fis.is
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN
Haustfundur
Útflutningsráðs Sv/FÍS
Þorskeldi á Íslandi
SAMTÖK VERSLUNARINNAR