Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 41

Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 41 Verð og gæði fara saman Skjót og persónuleg þjónusta fagmanna Allt fyrir málningarvinnuna Íslensk hágæðamálning MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar ÞAÐ virðist enn fara fyrir brjóst- ið á Birni Bjarnasyni þegar ég bendi á að hann sem menntamála- ráðherra hafi ekki haft heimild í lögum til að veita Hafnarfjarðarbæ undanþágu til einkareksturs hverf- isskóla í bænum. Í grein sem Björn skrifar í Morgunblaðið 26. septem- ber sl. skorar hann á mig að færa sönnur á þennan málflutning minn. Það skal ég gera með mikilli ánægju. Ágreiningurinn snýst um 53. grein laga um grunnskóla nr. 66/ 1995. Í 53. grein laganna segir: „Menntamálaráðherra getur, með samþykki sveitarstjórnar, haft forgöngu um þróunar- og tilrauna- starf í grunnskólum. Einnig getur hann veitt sveitarfélögum og einka- skólum heimild til að reka tilrauna- skóla eða gera tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs með und- anþágu frá ákvæðum laga og reglu- gerða. Slík undanþága getur t.d. varðað nám, starfstíma skóla, kennslutilhögun, stundafjölda o.s.frv., enda brjóti slíkar undan- þágur ekki í bága við 2. gr. þessara laga eða þrengi hlutverk grunn- skóla frá því sem þar er gert ráð fyrir. Slíkum tilraunum skulu ávallt sett eðlileg tímamörk og kveðið á um úttekt að tilraun lokinni. Menntamálaráðherra er heimilt að styrkja tilraunaskóla og sérstak- ar nýjungar eftir því sem fjárlög heimila hverju sinni.“ Minn rökstuðningur er eftirfar- andi: Í þessari grein er hvergi að finna ákvæði í þá veru að heimilt sé að veita undanþágu frá lögunum til að gera tilraunir með rekstrarform heldur aðeins tilraunir með innra starf skóla. Í greininni er ennfrem- ur áréttað að undanþága vegna al- mennra grunnskóla varðar heimild til sveitarfélags til að reka tilrauna- skóla en ekki heimild til þess að fela öðrum að reka slíka skóla. Í bréfi menntamálaráðuneytisins til Hafnarfjarðarbæjar frá 9. maí 2001 segir: „Að þessum skilyrðum fullnægð- um heimilar menntamálaráðherra bæjarstjórn Hafnarfjarðar rekstur tilraunaskóla í Áslandi til næstu þriggja ára frá skólaárinu 2001- 2002 að telja, enda lúti skólinn sömu eftirlits- og upplýsingaskyldum og aðrir grunnskólar.“ Í samningi Hafnarfjarðarbæjar og Íslensku menntasamtakanna segir í grein 4: „Verkefnið felst í því að verksali (Íslensku menntasamtökin, innskot mitt) tekur að sér rekstur grunn- skóla.“ Þetta er kjarni málsins. Bæjar- stjórn Hafnarfjarðarbæjar fær und- anþágu sem hún síðan framselur til Íslensku menntasamtakanna með samþykki menntamálaráðherra. Ég hlýt að spyrja hvar heimild fyrir þessu sé að finna í grunnskólalög- um. Ég hef ítrekað í málflutningi mín- um óskað eftir því að ráðuneytið til- greini frá hvaða greinum grunn- skólalaganna undanþága var veitt. Nú er því kjörið tækifæri fyrir Björn Bjarnason að útskýra fyrir mér og þjóðinni hvernig hann rök- styður þá ákvörðun sína að veita bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa heimild og jafnframt að upplýsa hvort undanþágan hafi verið al- menn eða takmörkuð við einstakar greinar grunnskólalaganna. Ég vænti svars. Björn sakar mig í grein sinni um að ég fari út fyrir umboð mitt sem formaður KÍ í umfjöllun um þetta mál. Sem betur fer sæki ég umboð mitt ekki til Björns Bjarnasonar heldur til þeirra félaga sem ég starfa fyrir. Þar sem Áslandsskóli er grunnskóli voru málefni hans einkum rædd innan stjórnar Félags grunnskólakennara sem er eitt af aðildarfélögum Kennarasambands- ins. Fyrrverandi stjórn þess félags sendi frá sér fréttatilkynningu um málefni Áslandsskóla hinn 16. febr- úar 2001. Í fréttatilkynningunni segir m.a.: „Félag grunnskólakennara telur að ákvæði grunnskólalaga um til- raunaskóla geti ekki átt við um þessa áformuðu einkaframkvæmd. Í ljósi þessa fær stjórn FG ekki séð hvernig menntamálaráðherra geti veitt sveitarfélagi undanþágu frá því að sinna þeirri lögboðnu skyldu sinni að reka grunnskóla.“ Ennfremur segir í ályktuninni: „Stjórn FG varar við öllum hug- myndum um einkavæðingu á grunnmenntun þjóðarinnar.“ Það sem ég hef sagt um málefnið sem hér um ræðir er því í fullu sam- ræmi við þær samþykktir sem gerð- ar hafa verið innan vébanda Kenn- arasambands Íslands. Auk þess vil ég benda á að frá því að þessi um- ræða hófst hefur Kennarasamband- ið haldið þing sitt sem fer með æðsta vald í málefnum sambands- ins. Hvorki á þinginu né á aðal- fundum félaganna kom fram gagn- rýni á framgöngu mína eða annarra úr forystu Kennarasambandsins vegna þessa máls. Til viðbótar má benda á að ég var endurkjörinn for- maður Kennarasambandsins þrátt fyrir skoðanir mínar og framgöngu í þessu máli. Sá munur er á stétt- arfélagspólitík og flokkspólitík að sá sem er í stéttarfélagspólitík og gengur þvert gegn vilja meirihluta félagsmanna er settur af en hinn flokkspólitíski getur haldið völdum þrátt fyrir að meirihluti kjósenda vilji ekkert með hann hafa. P.S. Þar sem Björn segir í grein sinni að auðvelt sé að færa rök fyrir því að ég hafi farið út fyrir umboð mitt sem formaður KÍ væri ekki úr vegi að fá að heyra erkibiskupsins boðskap í þeim efnum. Nú er tækifærið, Björn Eftir Eirík Jónsson „Nú er því kjörið tæki- færi fyrir Björn Bjarnason að útskýra fyrir mér og þjóðinni hvernig hann rökstyður þá ákvörðun sína að veita bæj- arstjórn Hafnarfjarðar þessa heimild.“ Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.