Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 48

Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég var ekki hár í loft- inu þegar ég fór að fara einsamall í heimsókn til Hannesar frænda og Helgu í Hlíðarbyggð 8, sem var efsta húsið í götunni. Við bjuggum í Hlíð- arbyggð 2, sem var það neðsta og það voru einungis tvö hús á milli okkar. Alltaf þegar ég kom var mér boðið upp á kökur og kakó. Og ekki leið á löngu þar til strákastóð úr Hlíðar- byggðinni, með mig í fararbroddi, fór að venja komur sínar til Hannesar og Helgu því við vissum að þar yrði vel tekið á móti okkur. Hannes var bróð- ir pabba og af þeim sökum var mikill samgangur milli heimilanna. Oft fór ég með pabba til Hannesar og sátu þeir þá oft og ræddu um ýmis mál og oft sat ég dolfallinn þegar Hannes út- skýrði eitthvað á læknamáli. Eins og hjá öllum börnum voru jól- in spennandi, en sérstaklega þótti mér gaman að fara á barnajólaball með Hannesi á Landspítalann. Mér þótti það svo mikið ævintýri að fá að fara með honum og hitta læknana, börnin sem lágu á spítalanum og starfsfólkið sem var að vinna með Hannesi og auðvitað að sjá jólasvein- HANNES FINNBOGASON ✝ Hannes Finn-bogason læknir fæddist á Selfossi 5. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 25. septem- ber. ana. Þó maður væri ekki hár í loftinu þá skynjaði maður að öll- um líkaði vel við Hann- es og hann naut virð- ingar sem afbragðs- góður læknir. Þó að töluvert sé síðan Hann- es hætti að starfa sem læknir á Landspítalan- um er ekki svo langt síðan ég heyrði mann- eskju hrósa honum sem lækni í Þjóðarsálinni sem var útvarpað á Rás 2. Fyrir ekki svo löngu fór ég ásamt tveimur börnum mín- um, Birni Aroni og Sigrúnu Mjöll, í heimsókn í Hlíðarbyggð 8. Þar sat ég ásamt þeim hjónum og það var gam- an að fylgjast með því þegar Hannes fór að gefa syni mínum og dóttur jarðarber með sykri og rjóma. Hann sat með strákinn og mataði hann og auðvitað urðu Hannes og sá stutti vinir um leið og mér varð hugsað til þess tíma þegar ég var í heimsókn og fékk kökur og kakó. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja frænda minn sem ég bar mikla virðingu fyrir og um leið biðja Guð að styrkja Helgu eftirlifandi konu hans, börn hans Finnboga og Birnu og fjölskyldur þeirra. Jóhannes Kr. Kristjánsson. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Fréttin af andláti Hannesar Finn- bogasonar kom mér eins og örugg- lega mörgum öðrum sem þungt högg í tilveruna. Maður sem aldrei fellur verk úr hendi, en þó svo rólegur og yfirveg- aður. Þannig sé ég hann fyrir mér. Maður sem hefur alltaf haft ærin verkefni á sinni könnu. Hann var menntaður sem læknir og var það hans aðalstarf og nutu þar margir hæfileika hans. Hann var útivistar- og náttúruunnandi. Í tómstundum hafði hann ótal mörg áhugamál. M.a. kartöflurækt. Nú er kartöflufrænd- inn þinn kominn, sagði hann, þegar hann færði mér af nýju uppskerunni sinni til nokkurra ára. Seinna bauð hann mér til afnota í kartöflugarð- inum sínum beð til eigin ræktunar. Vorum við þar saman þar til garð- urinn var tekinn undir byggingar- svæði. Þar fékk ég að njóta gamalla sagna og nýrra um lífið og tilveruna. Hannes var ákaflega skemmtilegur, hnyttinn og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á hinum ýmsu málum. Hann var mikill dýravinur, áhugamaður um hestamennsku, og einnig hafði hann næmt listamanns- auga, og skar m.a. út í tré. Honum vart annt um nánustu fjöl- skylduna sína og stórfjölskylduna alla. Það er óhætt að segja að hann hafi ræktað garðinn sinn vel. Helga sér nú á eftir lífsförunaut sínum til nær 60 ára. Hannes og Helga voru sem einn maður og oftar en ekki voru þau nefnd í sömu andránni. Hannes var ekki bara uppáhalds- frændi minn heldur einstakur ljúf- lingur og góður vinur. Þegar ég fór að fara með börnin mín í sameiginlegar veiðiferðir aust- Hinn 1. desember 1924 komu Sigurður Sigurðsson, nýskipað- ur sýslumaður Skag- firðinga, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir ásamt fimm elstu börnum sínum til Sauðárkróks, eftir langa ferð með strandferðaskipi. Yngsta barnið HRÓLFUR SIGURÐSSON ✝ Hrólfur Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 10. des- ember árið 1922. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 25. september. Hrólfur hafði orðið eft- ir í Reykjavík vegna veikinda, en hann kom síðar. Nú eru öll þessi systkin látin, Margrét, Sigurður, Stefanía, Arnór, Stefán og síð- astur lést Hrólfur 17. september sl. Eftir lifa þrjú yngstu börnin, Guðrún, Árni og Snorri, sem fæddust á Sauðárkróki. Hrólfur föðurbróðir minn hlaut menntun sína sem listmálari í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann konu sinni, Margréti Árnadóttur listmálara, sem einnig stundaði nám þar. Mér eru í fersku minni þessi fal- legu brúðhjón sem afi minn gaf sam- an á Sauðárkróki, brúðurin í bláum kjól með bláan fiðrildisvæng í festi um hálsinn og brúðguminn svo myndarlegur að mér og vinkonu minni á Króknum fannst hann bera af öðrum mönnum og vorum smá- skotnar í honum. Hrólfur og Mar- grét settust að í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Það var ætíð tilhlökkun- arefni þegar þeirra var von norður, en varla leið svo ár, meðan Hrólfur var ferðafær, að hann kæmi ekki í Skagafjörð að sækja sér myndefni. Þegar mér var treyst til að fara fylgdarlaus til Reykjavíkur fékk ég að dvelja hjá þeim og dætrunum Nínu og Stefaníu í Vonarstrætinu og síðar í Kópavogi, þar sem ég naut umhyggju þeirra, sem ætíð síðan. Þegar Hrólfur og Margrét komu heim frá námi varð ekki lifað af list- inni og bæði sinntu öðrum störfum. Hrólfur stundaði kennslu og garða- hönnun. Á besta aldri veiktist hann illa og náði aldrei fullri heilsu upp frá því. Hann málaði eftir því sem kraft- Elsku amma. Ég mun ætíð minn- ast þín með hvítar flétt- urnar um höfuðið og alltaf við eitt- hvert verk. Þrátt fyrir það hafðirðu alltaf tíma fyrir mann; þú sagðir sög- ur, hlustaðir, spurðir, ráðlagðir og sagðir þitt álit. Þú fylgdist með því sem var að gerast í kringum þig og hafðir þínar skoðanir á hlutunum. Aldrei var heldur kímnigáfan langt undan, stundum svolítið hvöss en næm. Hún gengur nú undir nafninu HJÖRTÍNA TÓMASDÓTTIR ✝ Hjörtína Tómas-dóttir fæddist á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 25. ágúst 1906. Hún andaðist á Dvalarheimili aldr- aðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Flugumýr- arkirkju í Blöndu- hlíð 7. september. „Bjarnastaðahúmorinn“ milli okkar systkinanna og við notum hann óspart þegar við hitt- umst. Þessi lífsviska þín og að sjá ljósu hliðarnar á öllum hlutum er eftir- breytileg fyrir okkur hin. Það er svo skrýtið að þú sért farin – maður er svo vanur því að þú hafir alltaf verið til staðar. Mér finnst svo stutt síð- an við systurnar vorum að skottast á Bjarna- stöðum hjá ykkur afa; fengum góðgæti úr skápnum í búrinu, fengum að drekka kaffi, fengum að sulla í bæjarlæknum … Og ekki varstu reið þegar ég kippti undan þér stólnum, heldur hissa á að mér skyldi hafa dottið slíkt í hug! Ég fann til samviskubits og leið illa en ekki leið á löngu áður en ljósar hliðar málsins litu dagsins ljós. Árin liðu og við urð- um unglingar. Ég fékk spangir og þú spurðir hvort ekki væri vont að kyssa stráka með þetta járnarusl uppi í sér! Svo fóru mín börn að koma með mér til þín en þeim þótti hún langamma al- veg merkileg. Hún átti dótakassa, staf, garn, nammi, vettlinga, sokka, hlýju, kunni ævintýralegar sögur og bjó yfir mikilli lífsspeki. Þú fylgdist vel með öllum þínum af- komendum fram á síðasta dag; vissir hvað við vorum að gera og hvar við bjuggum. Það var yndislegt að fá þig í heimsókn til mín fyrir þremur árum þegar við fjölskyldan vorum flutt í Eyjafjörðinn. Þú komst og skoðaðir og spurðir í þaula, potaðir og bentir með stafnum og áttir margar góðar athugasemdir. Þú bentir meira að segja með stafnum út um einn gluggann upp á hlöðuþak og sagðir að það þyrfti að laga þarna lausa þak- plötu fyrir veturinn. Mér eru minn- isstæð orðin sem þú sagðir þegar þú kvaddir: „Mér líst vel á þetta Sigga mín hjá þér og þú átt nóg. Ég átti ekki einu sinni sæng yfir okkur þegar við afi þinn byrjuðum að búa.“ Ég minn- ist þín ætíð og er glöð yfir að hafa not- ið þess að umgangast þig það sem af er minni ævi. Það eru liðin 20 ár síðan afi dó og nú ertu komin til hans. Takk fyrir ALLT, elsku amma mín. Sigríður Bjarnadóttir. Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir og afi, BRYNJÓLFUR JÓNSSON, dvalarheimilinu Hlíð, áður Víðilundi 20, Akureyri, lést laugardaginn 28. september. Brynjólfur verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, Franz Árnason, Katrín Friðriksdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Leifur Reynisson, Davíð Brynjar Franzson. Ástkær sonur okkar og bróðir, MAGNÚS INGÓLFUR HALLDÓRSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Bjargi, Seltjarnarnesi, þriðjudaginn 24. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Halldór Kristinn Magnússon, Ester Rut Ástþórsdóttir, Ásta Ágústa Halldórsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Sigurður Teitur Halldórsson. Ástkær eiginkona mín, systir, móðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Miðvangi 16, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 4. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á slysavarnadeildina Hraunprýði. Páll Guðjónsson, Bára Sigurjónsdóttir, Sigurjón Pálsson, Þuríður Gunnarsdóttir, Jóhanna I. Pálsdóttir Lund, Axel Lund, Kjartan Pálsson, Ástrún Lilja Sigurbjarnadóttir, Rannveig Pálsdóttir, Sumarliði Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR ÁRNASON, Ártúni 4, Selfossi, lést að kvöldi þriðjudagsins 1. október. Auður Thoroddsen. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, JÓN BJARNASON, Bakka í Vatnsdal, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laugardaginn 28. september, verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 5. október kl. 11.00. Kristín Lárusdóttir, Lárus B. Jónsson, Sigrún Zophoníasdóttir, Bjarni J. Jónsson, Olga Jónsdóttir, Jakob J. Jónsson, Katrín Líndal, Sveinn E. Jónsson, Jón Baldvin Jónsson, Lilja Björg Gísladóttir, Jóhanna Bjarnadóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.