Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 55 BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opin- bert fé. Frá opinberum aðilum kem- ur einungis um 15% af fjárþörf fé- lagsins og eru þá bæði talin framlög frá ríki og sveitarfélögum. Þetta þýðir að félagið þarf að langmestu leyti að treysta á velvilja almennings og fyrirtækja í landinu til að fjár- magna starfsemi sína. Ein veigamesta fjáröflunarleið fé- lagsins er hið árlega happdrætti, sem hleypt var af stokkunum sl. föstudag, 27. september. Þá voru sendir í pósti miðar til allra heimila landsins. Það er von Blindrafélags- ins að landsmenn taki happdrættinu vel og kaupi miða til styrktar starf- seminni enda er eftir nokkru að slægjast þar sem vinningar eru óvenju glæsilegir að þessu sinni, seg- ir í fréttatilkynningu. Þeir heppn- ustu geta unnið VW Passat eða VW Polo frá Heklu. Aðrir geta unnið níu daga siglingu um eyjar Karíbahafs- ins, ferð í 2 vikur til Bali, tveggja vikna ferð til Portúgals með gistingu á hótel Parasio del Albufeira eða Parísarferð. Allar ferðirnar eru með Terra Nova-Sól og eru fyrir tvo. Einnig eru í boði húsbúnaðarvinn- ingar að eigin vali frá TM-húsgögn- um, kvöldverðir með öllu í Perlunni og leikhúsferðir í Þjóðleikhúsið. Einnig er hægt að kaupa miða með því að hafa samband við skrif- stofu félagsins Dregið verður í happ- drættinu 15. nóvember 2002 og kost- ar miðinn kr. 1.100. Happdrætti Blindra- félagsins FYRSTI aðalfundur nýstofnaðs fé- lags útskrifaðra nemenda frá Há- skólanum í Reykjavík, RU Alumni, verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 3. október 2002, kl. 20.15, í hús- næði Háskólans í Ofanleiti 2, Reykjavík. Félaginu er ætlað að mynda þver- faglegt tengslanet þeirra sem lokið hafa prófgráðu frá Háskólanum í Reykjavík og forverum hans, Við- skiptaháskólanum í Reykjavík og Tölvuháskóla Verzlunarskóla Ís- lands. „Hlutverk félagsins er m.a. að styðja við samfélagsmyndun og efla kynni meðal útskrifaðra nemenda, að skapa félagsmönnum frekari tækifæri til tengslamyndunar í at- vinnulífinu og að auka veg og virð- ingu Háskólans í Reykjavík. Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í fjögur ár hefur Háskólinn í Reykja- vík haft mikil og jákvæð áhrif á framboð og þróun háskólamenntun- ar á Íslandi og útskrifaðir nemendur frá skólanum eru þegar orðnir virkir þátttakendur í atvinnulífi landsins.“ segir í fréttatilkynningu. Á dagskrá verður ávarp rektors Háskólans í Reykjavík, samantekt á störfum undirbúningsnefndar, kosn- ing fyrstu stjórnar og varastjórnar auk þess sem opið verður fyrir önnur mál er varða félagið. Léttar veiting- ar verða í boði að loknum fundinum. Fyrsti aðalfundur nemenda frá HR ÁHUGAHÓPUR um bættar sam- göngur milli lands og Eyja hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Í tilefni af ákvörðun samgöngu- ráðherra um lítilsháttar fjölgun ferða Herjólfs vor og haust vill Áhugahópur um bættar samgöngur milli lands og Eyja árétta það að enn eru aðeins áætlaðar 8 ferðir/ viku með Herjólfi í 3 mánuði í vet- ur. Tillaga um þessa lítilsháttar fjölgun var sett fram í skýrslu samgönguhóps ráðherra fyrir rúm- um mánuði og kemur nú til fram- kvæmda. Enn er því beðið eftir að sam- gönguráðherra bregðist við tilmæl- um 2.190 bæjarbúa og fjölmenns borgarafundar fyrir skömmu, svo og ályktunum bæjarráðs Vest- mannaeyja þar sem höfuðáhersla er lögð á að fjölga ferðum í tvær á dag allt árið eða 14 ferðir/viku. Ekki verður því trúað að óreyndu að samgönguráðherra hunsi þessar hógværu kröfur Eyja- manna. Kostnaður upp á nokkra tugi milljóna er ekki nema dropi í hafið þegar skoðaðar eru stórfram- kvæmdir undanfarinna ára og það sem framundan er í samgöngu- málum uppi á landi.“ Enn er beðið eftir viðbrögðum ráðherra EIRÐARNÁMSKEIÐ FFMB og Eirð, fræðslu- og ráðgjafarþjón- usta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, verða með námskeið fyrir foreldra misþroska og ofvirkra barna. Grunnnámskeið fyrir foreldra allra aldurshópa verður 19. októ- ber. Námskeið fyrir foreldra leik- skólabarna verður 26. október, fyrir foreldra grunnskólabarna 2. og 9. nóvember og fyrir foreldra unglinga 16. og 23. nóvember. Hópavinna og sjálfstyrking fyrir foreldra barna með hegðunar- vanda hefjast 22. október og verða vikulega, 8 skipti. Leiðbeinendur: Herdís Hólmsteinsdóttir geðhj.fr. og Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhj.fr. Ævintýrahópur unglinga 12–15 ára hefst 22. október og verður vikulega, 8 skipti. Leiðbeinendur: Sigríður Ásta Eyþórsdóttir iðju- þjálfi og Ósk Sigurðardóttir iðju- þjálfi. Stuðningsfundir fyrir fullorðna með AD/HD hefjast 12. október og verða vikulega, 6 skipti.Hægt er að sækja um og fá nánari upplýs- ingar á skrifstofu Foreldrafélags misþroska barna á virkum dögum kl. 13–16 og í netpósti, adhd- @mmedia.is. Umsóknarfrestur er til 15. október, segir í fréttatil- kynningu. Vetrarstarf FFMB LÝST er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á Bústaðavegi, austan Suðurhlíðar, um miðnætti föstudagsins 27. september. Þarna rákust saman grá Nissan- fólksbifreið og ljósgrá Hyundai El- antra-fólksbifreið. Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar fór af vett- vangi. Þeir sem geta veitt upplýs- ingar um þetta mál eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Árekstur bifhjóls og fólksbíls Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri milli bifhjóls og fólksbíls, fimmtudaginn 26. sept- ember um klukkan 19.30. Þá rákust saman Suzuki-bifhjól, RA-919, og bifreiðin TV-375 sem er grá Toyota MR2. Báðum öku- tækjunum var ekið vestur Vest- urlandsveg á móts við hús Frum- herja. Aðdragandi árekstursins er ekki ljós og eru vitni því beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Þumalína Allt fyrir mömmuna og barnið Skólavörðustíg 41 Póstsendum, s. 551 2136 Í HRINGFERÐ um landið mun Jafnréttisstofa bjóða upp á námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum. Helstu efnisþættir eru hugmynda- og aðferðafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða, stað- reyndir og tölur um kynjamun og gerð jafnréttisáætlana. Boðið verður upp á námskeið á eftirtöldum stöðum: Húsavík 7. októ- ber, Egilsstöðum 8. október, Höfn 10. október, Hvolsvelli 11. október, Sauðárkróki 14. október, Borgarnesi 16. október, Reykjanesbæ 17. októ- ber, Reykjavík 18. og 22. október, Ísafirði 21. október og Akureyri 23. október Fyrirhugað er að halda námskeið á Blönduósi síðar. Nám- skeiðin hefjast kl. 9 og standa til kl. 14, námskeiðsgjald er 10.000 kr. Tilkynna þarf þátttöku á netfangi jafnretti@jafnretti.is eða til Jafn- réttisstofu. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Með lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla er sú skylda lögð á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna, stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf og gera jafnréttisáætlun þar sem starfa fleiri en 25 starfs- menn.“ Námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum FÖSTUDAGINN 11. október frá kl. 09 til 15 standa Garðyrkjuskólinn og Orkuveita Reykjavíkur sameigin- lega að námskeiði um jólalýsingar hjá sveitarfélögum og stofnunum. Námskeiðið verður haldið í félags- heimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Þar verður m.a. fjallað um sögu jólalýsingu, hönnun, öryggismál, kostnað, uppsetningu, viðhald og rekstur jólasería, svo eitthvað sé nefnt. Þá mun Orkuveitan sýna það efni sem fyrirtækið notar við jólalýs- ingar og fulltrúar frá Akureyrabæ, Garðabæ og Hafnarfirði munu m.a. segja reynslusögur af jólalýsingum hjá þessum sveitarfélögum. Einnig mun Jón H. Björnsson landslags- arkitekt segja frá fyrstu jólalýsing- unum í Reykjavík og fjögur fyrir- tæki munu kynna það helsta sem þau hafa upp á að bjóða varðandi jólalýs- ingar. Námskeiðinu lýkur síðan með móttöku í boði Orkuveitunnar í Minjasafninu í Elliðaárdal. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is. Námskeið um jólalýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.