Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.10.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 55 BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opin- bert fé. Frá opinberum aðilum kem- ur einungis um 15% af fjárþörf fé- lagsins og eru þá bæði talin framlög frá ríki og sveitarfélögum. Þetta þýðir að félagið þarf að langmestu leyti að treysta á velvilja almennings og fyrirtækja í landinu til að fjár- magna starfsemi sína. Ein veigamesta fjáröflunarleið fé- lagsins er hið árlega happdrætti, sem hleypt var af stokkunum sl. föstudag, 27. september. Þá voru sendir í pósti miðar til allra heimila landsins. Það er von Blindrafélags- ins að landsmenn taki happdrættinu vel og kaupi miða til styrktar starf- seminni enda er eftir nokkru að slægjast þar sem vinningar eru óvenju glæsilegir að þessu sinni, seg- ir í fréttatilkynningu. Þeir heppn- ustu geta unnið VW Passat eða VW Polo frá Heklu. Aðrir geta unnið níu daga siglingu um eyjar Karíbahafs- ins, ferð í 2 vikur til Bali, tveggja vikna ferð til Portúgals með gistingu á hótel Parasio del Albufeira eða Parísarferð. Allar ferðirnar eru með Terra Nova-Sól og eru fyrir tvo. Einnig eru í boði húsbúnaðarvinn- ingar að eigin vali frá TM-húsgögn- um, kvöldverðir með öllu í Perlunni og leikhúsferðir í Þjóðleikhúsið. Einnig er hægt að kaupa miða með því að hafa samband við skrif- stofu félagsins Dregið verður í happ- drættinu 15. nóvember 2002 og kost- ar miðinn kr. 1.100. Happdrætti Blindra- félagsins FYRSTI aðalfundur nýstofnaðs fé- lags útskrifaðra nemenda frá Há- skólanum í Reykjavík, RU Alumni, verður haldinn í kvöld, fimmtudag- inn 3. október 2002, kl. 20.15, í hús- næði Háskólans í Ofanleiti 2, Reykjavík. Félaginu er ætlað að mynda þver- faglegt tengslanet þeirra sem lokið hafa prófgráðu frá Háskólanum í Reykjavík og forverum hans, Við- skiptaháskólanum í Reykjavík og Tölvuháskóla Verzlunarskóla Ís- lands. „Hlutverk félagsins er m.a. að styðja við samfélagsmyndun og efla kynni meðal útskrifaðra nemenda, að skapa félagsmönnum frekari tækifæri til tengslamyndunar í at- vinnulífinu og að auka veg og virð- ingu Háskólans í Reykjavík. Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í fjögur ár hefur Háskólinn í Reykja- vík haft mikil og jákvæð áhrif á framboð og þróun háskólamenntun- ar á Íslandi og útskrifaðir nemendur frá skólanum eru þegar orðnir virkir þátttakendur í atvinnulífi landsins.“ segir í fréttatilkynningu. Á dagskrá verður ávarp rektors Háskólans í Reykjavík, samantekt á störfum undirbúningsnefndar, kosn- ing fyrstu stjórnar og varastjórnar auk þess sem opið verður fyrir önnur mál er varða félagið. Léttar veiting- ar verða í boði að loknum fundinum. Fyrsti aðalfundur nemenda frá HR ÁHUGAHÓPUR um bættar sam- göngur milli lands og Eyja hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Í tilefni af ákvörðun samgöngu- ráðherra um lítilsháttar fjölgun ferða Herjólfs vor og haust vill Áhugahópur um bættar samgöngur milli lands og Eyja árétta það að enn eru aðeins áætlaðar 8 ferðir/ viku með Herjólfi í 3 mánuði í vet- ur. Tillaga um þessa lítilsháttar fjölgun var sett fram í skýrslu samgönguhóps ráðherra fyrir rúm- um mánuði og kemur nú til fram- kvæmda. Enn er því beðið eftir að sam- gönguráðherra bregðist við tilmæl- um 2.190 bæjarbúa og fjölmenns borgarafundar fyrir skömmu, svo og ályktunum bæjarráðs Vest- mannaeyja þar sem höfuðáhersla er lögð á að fjölga ferðum í tvær á dag allt árið eða 14 ferðir/viku. Ekki verður því trúað að óreyndu að samgönguráðherra hunsi þessar hógværu kröfur Eyja- manna. Kostnaður upp á nokkra tugi milljóna er ekki nema dropi í hafið þegar skoðaðar eru stórfram- kvæmdir undanfarinna ára og það sem framundan er í samgöngu- málum uppi á landi.“ Enn er beðið eftir viðbrögðum ráðherra EIRÐARNÁMSKEIÐ FFMB og Eirð, fræðslu- og ráðgjafarþjón- usta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, verða með námskeið fyrir foreldra misþroska og ofvirkra barna. Grunnnámskeið fyrir foreldra allra aldurshópa verður 19. októ- ber. Námskeið fyrir foreldra leik- skólabarna verður 26. október, fyrir foreldra grunnskólabarna 2. og 9. nóvember og fyrir foreldra unglinga 16. og 23. nóvember. Hópavinna og sjálfstyrking fyrir foreldra barna með hegðunar- vanda hefjast 22. október og verða vikulega, 8 skipti. Leiðbeinendur: Herdís Hólmsteinsdóttir geðhj.fr. og Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhj.fr. Ævintýrahópur unglinga 12–15 ára hefst 22. október og verður vikulega, 8 skipti. Leiðbeinendur: Sigríður Ásta Eyþórsdóttir iðju- þjálfi og Ósk Sigurðardóttir iðju- þjálfi. Stuðningsfundir fyrir fullorðna með AD/HD hefjast 12. október og verða vikulega, 6 skipti.Hægt er að sækja um og fá nánari upplýs- ingar á skrifstofu Foreldrafélags misþroska barna á virkum dögum kl. 13–16 og í netpósti, adhd- @mmedia.is. Umsóknarfrestur er til 15. október, segir í fréttatil- kynningu. Vetrarstarf FFMB LÝST er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á Bústaðavegi, austan Suðurhlíðar, um miðnætti föstudagsins 27. september. Þarna rákust saman grá Nissan- fólksbifreið og ljósgrá Hyundai El- antra-fólksbifreið. Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar fór af vett- vangi. Þeir sem geta veitt upplýs- ingar um þetta mál eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Árekstur bifhjóls og fólksbíls Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri milli bifhjóls og fólksbíls, fimmtudaginn 26. sept- ember um klukkan 19.30. Þá rákust saman Suzuki-bifhjól, RA-919, og bifreiðin TV-375 sem er grá Toyota MR2. Báðum öku- tækjunum var ekið vestur Vest- urlandsveg á móts við hús Frum- herja. Aðdragandi árekstursins er ekki ljós og eru vitni því beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Þumalína Allt fyrir mömmuna og barnið Skólavörðustíg 41 Póstsendum, s. 551 2136 Í HRINGFERÐ um landið mun Jafnréttisstofa bjóða upp á námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum. Helstu efnisþættir eru hugmynda- og aðferðafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða, stað- reyndir og tölur um kynjamun og gerð jafnréttisáætlana. Boðið verður upp á námskeið á eftirtöldum stöðum: Húsavík 7. októ- ber, Egilsstöðum 8. október, Höfn 10. október, Hvolsvelli 11. október, Sauðárkróki 14. október, Borgarnesi 16. október, Reykjanesbæ 17. októ- ber, Reykjavík 18. og 22. október, Ísafirði 21. október og Akureyri 23. október Fyrirhugað er að halda námskeið á Blönduósi síðar. Nám- skeiðin hefjast kl. 9 og standa til kl. 14, námskeiðsgjald er 10.000 kr. Tilkynna þarf þátttöku á netfangi jafnretti@jafnretti.is eða til Jafn- réttisstofu. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Með lögum um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla er sú skylda lögð á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna, stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf og gera jafnréttisáætlun þar sem starfa fleiri en 25 starfs- menn.“ Námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum FÖSTUDAGINN 11. október frá kl. 09 til 15 standa Garðyrkjuskólinn og Orkuveita Reykjavíkur sameigin- lega að námskeiði um jólalýsingar hjá sveitarfélögum og stofnunum. Námskeiðið verður haldið í félags- heimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Þar verður m.a. fjallað um sögu jólalýsingu, hönnun, öryggismál, kostnað, uppsetningu, viðhald og rekstur jólasería, svo eitthvað sé nefnt. Þá mun Orkuveitan sýna það efni sem fyrirtækið notar við jólalýs- ingar og fulltrúar frá Akureyrabæ, Garðabæ og Hafnarfirði munu m.a. segja reynslusögur af jólalýsingum hjá þessum sveitarfélögum. Einnig mun Jón H. Björnsson landslags- arkitekt segja frá fyrstu jólalýsing- unum í Reykjavík og fjögur fyrir- tæki munu kynna það helsta sem þau hafa upp á að bjóða varðandi jólalýs- ingar. Námskeiðinu lýkur síðan með móttöku í boði Orkuveitunnar í Minjasafninu í Elliðaárdal. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is. Námskeið um jólalýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.