Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         ! "   ##     # $  %&#'" (  )*+   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RANNSÓKNIR sýna að hjálmanotk- un á hjóli, línuskautum, hjólabretti og hlaupahjóli minnkar líkur á höfuð- áverkum um 85%. Þrátt fyrir það eru margir sem ekki nota hjálm og virðist sem það sé vaxandi hópur. En hvað veldur? Það er kannski ekki gott að segja en margt getur spilað þar inn í. Sumir tala um að það sé vont að vera með hjálm, að hann gleymist heima, viðkomandi finnist hallæris- legt að nota hjálm, hann kosti of mik- ið, sum börn tala um að enginn noti hjálm og því vilji þau ekki vera með hann og svona mætti lengi telja. Hjálminn á að nota, alltaf, allsstað- ar en ekki bara þegar hjólað er á göt- um úti. Alvarlegustu slysin verða þar sem ökutæki koma við sögu en aftur á móti eru slysin langflest þar sem öku- tæki eru hvergi nærri. Gott dæmi um slys sem átti sér stað við slíkar að- stæður og þar sem hjálmur bjargaði miklu var þegar 7 ára drengur var að hjóla niður brekku. Buxur hans flækt- ust í keðjunni, þar sem hlífina vantaði, með þeim afleiðingum að hann datt fram fyrir sig. Hjálmurinn kýldist inn og sprunga kom í korkinn og gaff- alinn á hjólinu varð allur kengboginn. Drengurinn fékk högg á munninn með skrapsári og bólgnaði illa upp þar, ásamt skrapsári á annað kinn- beinið. Að öðru leyti slapp höfuð hans alveg. Meðfylgjandi myndir af hjólinu og hjálminum segja allt sem segja þarf. Höggið var mjög mikið þó svo að bíll hafi hvergi komið þar nærri. Það er því aldrei of oft kveðið að fara ekki á hlaupahjól, hjólabretti, línuskauta eða hjól án hjálms. Fullorðnir verða að vera fyrirmynd barna sinna því þau læra það sem fyrir þeim er haft. Setja þarf mjög skýrar reglur um að ekki sé farið af stað án hjálms líkt og með öryggisbelti í bíl. Tökum hönd- um saman og setjum upp hjálmana, allir, alltaf. SIGRÚN A. ÞORSTEINSDÓTTIR, slysavarnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Af hverju ekki allir alltaf? Frá Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur: „ÞAÐ sem er að hjá okkur, er að búið er að stela sjónum af okkur,“ sagði trillukarl á Seyðisfirði við mig ný- lega, og er þar allur sannleikurinn samankominn í einni setningu (gera má ráð fyrir að u.þ.b. tvö hundruð störf séu glötuð hér á Seyðisfirði síð- an lögin um stjórn fiskveiða voru sett). Á sama tíma og þeim fáu trillum sem eftir eru á Seyðisfirði eru gefnir aðeins örfáir dagar á ári á sjó (og þessa daga fá flestar aðeins að veiða með krókum), fær stórt togveiðiskip (snurvoð) úr öðrum landshluta að urga og skafa öll hefðbundin trillumið Seyðfirðinga. Þetta samrýmist ekki lögum um bátfiski á fjörðum frá 1888. Aðferðir stjórnvalda til að byggja upp fiskistofna eru ekki trúverðugar, enda árangurinn eftir því, þeir er á sjávarjörðum búa vita að togveiðar á grunnslóð og inni á fjörðum eru ekki góðar fyrir lífríkið því þar er barna- heimili fiskanna. Stundum vita dýrin betur en sérfræðingarnir. Hægt er að líkja núverandi úthlut- un veiðiheimilda við að stjórnvöld myndu banna Jökuldælingum að nýta túnin sín, úthaga og afréttir sem þeir eru búnir að nýta og lifa á í 1.100 ár, nema örfá daga á ári og þá aðeins með handverkfærum, en leyfðu í staðinn Sunnlendingum að nýta tún þeirra, úthaga og afréttir á meðan eitthvað væri þar að hafa og til verks- ins mættu þeir nota jarðýtur og skriðdreka ef þeir vildu. Að taka atvinnuréttindi og lífsvið- urværi með þessum hæti frá stórum hluta þeirra sem á landsbyggðinni búa er því miður ekkert annað en þjófnaður. Það er stærsta byggðamálið í dag að lögverndaður réttur sjávarbyggð- anna til fiskimiða sinna, verði virtur á ný og það án allra undanbragða. SIGURÐUR FILIPPUSSON, bóndi, Dvergasteini. Það er búið að stela sjónum! Frá Sigurði Filippussyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.