Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 58

Morgunblaðið - 03.10.2002, Side 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nord- ic Frost og Ryoei Maru no. 38 koma í dag. Detti- foss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Vysokovsk kemur í dag. Selfoss fór í gær frá Straumsvík. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, baðþjónusta og jóga kl. 9, boccia kl.10, myndmennt kl. 13. Kynning eftir hádegi á morgun, m.a. verður sýnd beinþéttnimæling, kaffiveitingar. Bíóferð að sjá Hafið verður farin mánud. 7. okt. Rútuferð kl. 12.45. Skráning í af- greiðslu s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa, kl. 10–16 pútt. Sviðaveisla verður 11. okt. Sigvaldi byrjar að kenna dans 15. okt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bókband. Haustfagn- aður verður fimmtud. 17. okt. Hlaðborð, salurinn opnaður kl. 16.30. Dag- skráin hefst með borð- haldi kl. 17. Strætókór- inn syngur, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Happdrætti. Skráning á skrifstofu fyrir kl. 12 miðvikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard: kl. 10–12 bókband, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv. Skráning hjá Svanhildi s. 586 8014 e.h. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtud. að Korpúlfsstöðum kl. 10, og annan hvern fimmtud. er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjud: kl. 9.45 og föstud: kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug. Uppl. í s. 5454 500, Þráinn. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 baðþjón- usta, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, kl. 14–15 söngstund, hár- greiðslustofan opin kl. 9– 16.45 nema mánudaga. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, glerskurður kl. 13, opið hús kl. 14 félagar frá Gerðubergi koma í heim- sókn, ýmis skemtiatriði, kaffiveitingar. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið laugard. 12. okt. að sjá Kryddlegin hjörtu, skráning í Hraunseli s. 555 0142. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13–16 spil- að. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10.30 guðs- þjónusta sr. Kristín Pálsdóttir. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Bútasaumur byrjar kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan verður lokuð vegna breytinga í Glæsibæ þessa viku. Fimmtud: brids kl. 13. Námskeið í framsögn kl. 16.15. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Föstud: Félagsvist kl. 13.30. Bridsnámskeið hefst fimmtud. 10. okt. kl. 19.30. Leiðbeinandi Ólafur Lárusson, þátt- taka tilkynnist skrifstofu FEB s. 588-2111. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 9–16.30 hárgreiðslu- stofan opin. Samkvæm- isdansar byrja 10. okt. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar, kl. 13.30 mæting í ferð til Hafnarfjarðar. Á morg- un kl. 13. byrjar bók- band, dansleikur kl. 20– 23.30 hljómsveit Hjör- dísar Geirs, allir velkomnir. Vetrardag- skráin komin. Allar upp- lýsingar um starfssem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Veitingar í Kaffi Bergi. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 15 enska, kl. 17 myndlist, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Föstudaginn 4. október verður hádegishlaðborð sem hefst með borðhaldi kl. 12.30. Gestir frá Hrafnistu í Hafnarfirði syngja með okkur, spilað bingó, allir velkomnir. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, gömlu dansarnir byrja kl. 19 fimmtud. 10. okt. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir, og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13– 16 kóræfing og mósaík. Fimmtud. 3.október er 13 ára afmæli þjónustu miðstöðvarinnar, í því tilefni er gestum og vel unnurum boðið í morg unkaffi kl. 9–10.15. Kl.10.30 verður helgi stund í umsjón séra Jak- obs Ágústs Hjálm ars- sonar dóm kirkjuprests. Kór félagsstarfs aldr aðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sig urbjarg- ar Petru Hólm gríms- dóttur, allir vel komnir Á morgun föstudag verður fræðslu og kynning- arfundur kl.14 um lyf og inntöka þeirra, bein þynningu og beinþéttn imælingu, kaffi og með- læti, feðginin Ingibjörg Aldís Ólafs dóttir sópran og Ólafur B. Ólafsson harm onikkuleikari skemmta. Allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt og spil- að. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Háteigskirkja eldri borgarar á morgun föstudag, bingó kl. 14 í Setrinu, kaffi á eftir . Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12 kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Biblíulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svav- arssonar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður sunnud. 6. okt. í Sóltúni 20, Rvk. kl. 15. Venjuleg aðalfund- arstörf, kaffiveitingar. Húnvetningafélagið í Reykjavík, Húnabúð Skeifunni 11. Sunnudag- inn 6. okt kl. 13.30. „Húnaþing-þú hérað mitt“ fjölbreytt dagskrá um ævi og störf Ar- inbjarnar Árnasonar frá Neðri-Fitjum í Miðfirði. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Í dag er fimmtudagur 3. október, 276. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. (2.Tím. 4, 2.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skoðunarmun, 8 stúlka, 9 blámaður, 10 niðja, 11 var á floti, 13 aulann, 15 lafa, 18 hey af óræktuðu landi, 21 dans, 22 doki við 23 látnu, 24 mannkostir. LÓÐRÉTT: 2 syrgja, 3 rengja, 4 end- ast til, 5 duga, 6 óhafandi, 7 vangi, 12 ótta, 14 smá- vegis ýtni, 15 höfuðfat, 16 skíra, 17 eldstæði, 18 morkni, 19 kona, 20 hiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skíra, 4 gómur, 7 æðina, 8 öskur, 9 lem, 11 agns, 13 vinn, 15 völl, 17 tekt, 20 gró, 22 gumar, 23 gol- an, 24 akrar, 25 tunga. Lóðrétt: 1 slæða, 2 ísinn, 3 aðal, 4 gröm, 5 múkki, 6 rýr- an, 10 elgur, 12 sel, 13 vit, 15 vægja, 16 lemur, 18 eklan, 19 tanna, 20 grær, 21 ógát. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... KVIKMYNDIN Manden udennavn er nú sýnd í Kaupmanna- höfn við ágætar undirtektir og á Ís- landi hafa viðtökurnar ekki verið verri nema síður sé. Myndin hefur verið rækilega auglýst, hlotið ágæta dóma og skartar auk þess banda- rískri stórstjörnu í aðalhlutverki, hinum gelgjulega Matt Damon. Myndin sem hér um ræðir er reynd- ar betur þekkt á Íslandi sem The Bourne Identity en danskir kvik- myndahúsaeigendur sýndu þá smekkvísi að þýða titil myndarinnar, nokkuð sem íslenskir starfsbræður þeirra mega gjarna taka sér til fyr- irmyndar. Víkverja finnst það und- arleg regla að titlum erlendra bíó- mynda skuli sjaldnast vera snúið yfir á íslensku. Slíkt gerist aðeins í und- antekningartilfellum og þá helst ef myndirnar eru á annarri tungu en þeirri ensku. Víkverji sér fá rök fyrir þessu og finnst sjálfsagt að titlar bíó- myndanna séu þýddir, rétt eins og samtöl leikaranna eru textuð. Ætli aðsókn að The Bourne Identity væri minni ef hún heiti Maður án nafns eða Óminni? Það heldur Víkverji ekki. Það virðist a.m.k. ekki draga úr aðsókn að leikhúsum þó að heiti leik- rita séu undantekningarlaust þýdd yfir á íslensku. Hefðu færri farið að sjá leikritið Með fulla vasa af grjóti ef ekki hefði verið skeytt um að þýða titilinn „Stones in his pockets“ úr frummálinu? Og væri meiri aðsókn að leikritinu Með vífið í lúkunum ef það hefði verið auglýst sem „Run for your wife“ eins og höfundurinn nefndi það? Ekki er Víkverji á því. Hann man þá tíð þegar nöfnum bíó- mynda var snarað yfir á íslenskuna og minnist þess ekki að það hafi dregið úr brennandi bíómyndaáhuga hans. Stundum tókst reyndar ekkert sérlega vel til við þýðinguna og Vík- verji man eftir býsna mörgum bíó- myndum sem hétu álíka óskáldlegum nöfnum og „Tveir á toppnum“ eða „Allt á fullu“. Það hlýtur þó að vera hægt að gera betur a.m.k. í flestum tilfellum. Það myndi líka alveg nægja að hafa íslenska nafnið í sviga fyrir neðan upprunalega titilinn. x x x ÁFRAM um bíó og bíómyndir. Íliðinni viku skellti Víkverji sér á bíómyndina 24 hour party people (Endalaus glaumur?) og var býsna hrifinn. Ekki skemmdi fyrir að myndin var sýnd í einu af uppáhalds- bíóum Víkverja - glæsibyggingunni Háskólabíói. Þegar Víkverji var bú- inn að kaupa miðann sá hann sér til ánægju að myndin var sýnd í sal 4 en hann var alveg viss um að hún væri fyrir löngu komin í minnsta salinn, sal 5 í kjallaranum. Ánægjan var þó skammvinn því Víkverji áttaði sig fljótlega á því að búið var að breyta um númer á sölunum. Salur 1 heitir nú Stóri salurinn og minni salirnir sem áður báru númer frá 2-5 heita nú 1-4. Salur 5 var því orðinn salur 4 en var samt ennþá í kjallaranum og al- veg jafnlítill og fyrr. Víkverji sér ekki alveg ástæðuna fyrir þessari ný- breytni. Það vita flestir að í bíóum er salur 1 stærsti salurinn og eftir því sem talan hækkar minnka salirnir. Úr því að salur 1 heitir núna Stóri salurinn þá hefði væntanlega verið rökrétt að nefna sal 5 upp á nýtt og kalla hann Litla salinn. Kannski get- ur Víkverji bara verið feginn að salur 1 var ekki nefndur upp á engilsax- nesku og kallaður „The Big Auditor- ium“. Þakkir fyrir skilvísi ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til tveggja kvenna fyrir skilvísi þeirra, en þær fundu veskið mitt á bílaplaninu við Smáralind og komu því á þjónustu- borð Hagkaupa. Edda. Góð heilsugæsla í stað jarðganga ÉG vil að þessir 10 millj- arðar sem áætlað er að taka af skattgreiðendum og setja í jarðgöng númer tvö til Siglufjarðar verði settir í heilbrigðisþjónustu í þétt- býlinu. Og að aldrei framar verði minnst á hallann á Landspítalanum. Það er eins og enginn geri sér grein fyrir hve óhemju mikla peninga jarð- göng kosta og við höfum bara alls ekki ráð á þeim. Hér í þéttbýlinu búa flest- allir skattgreiðendur og við eigum ekki að líða slíkt bruðl. Reykvíkingur. Enn meiri þakkir KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vill hún taka undir þakkir fyrir góða þjónustu hjá Trygg- ingastofnun ríkisins sem birtust í Velvakanda. Segir hún starfsfólk sýna við- skiptavinum frábæra um- hyggju. Tapað/fundið Jólaóróar týndir GEORG Jensen-jólaóróar, gullhúðaðir, um 15 talsins, hurfu nýlega af heimili á Seltjarnarnesi. Upplýsing- ar í síma 897 9202. Fund- arlaunum heitið. Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL fannst í nágrenni Áskirkju um sl. helgi. Upplýsingar í síma 896 9315. Svartur frakki og fjólublá regnkápa HVAR týndi ég fötunum mínum? Getur einhver hjálpað mér að hafa uppi á svarta frakkanum mínum sem ég gleymdi einhvers staðar á síðustu vikum? Frakkinn er frá merkinu DAY, trúlega í stærðinni 42 eða „Large“. Hann er beinn í sniðinu, hálfsíður og keyptur í versluninni GK- konur í Kringlunni. Ég týndi líka regnkápunni minni fyrir mörgum mán- uðum og sakna hennar óskaplega. Hún er fjólublá, síð og víð frá versluninni Spaksmannsspjörum. Ef einhver hefur rekist á fötin mín á glámbekk vinsam- lega hafið samband við mig í síma 898 9830 eða 562 5777. Ása. Dýrahald Simbi er enn týndur SIMBI er rauður, loðinn högni, með stór brún augu. Hann villtist að heiman í sumar og gæti verið kom- inn á annað heimili. Ef ein- hver veit hvar hann er eða hefur séð hann vinsamleg- ast hringið í síma 847-6671 eða 565-6519. Ath. 30.000 kr. fundarlaun. Nebbi er týndur NEBBI hvarf í Kópavogi fyrir helgi en þar var hann í heimsókn og er sárt sakn- að. Hann er svartur og hvítur fress og með hvítt trýni. Hann er merktur í hægra eyra. Þeir sem kunna að hafa séð til Nebba eða vita hvar hann gæti verið niðurkominn vinsam- legast hafið samband við Hörð í síma 822-2093. Kettlingar og læða fást gefins TVEIR mannelskir, kassa- vanir kettlingar, ásamt 8 mánaða læðu fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 697-3761 eða 661-8019 eftir kl. 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG er búsettur fyrir norðan og átti leið suður í afmæli föður míns, helgina 21.–22. sept. Þeg- ar leggja átti af stað heim aftur kom í ljós að brems- urnar á bílnum voru bil- aðar og taldi ég ekki rétt að leggja af stað norður með stóra fjölskyldu í bílnum. Beið ég því til mánudagsmorguns og hafði þá samband við Bif- reiðaverkstæði Graf- arvogs. Þar tók Guðjón á móti mér og þeir á verk- stæðinu tóku bílinn strax inn og lánuðu mér annan bíl á meðan til að útrétta á og var bíllinn minn tilbúinn eftir 2 klukku- tíma. Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu og hrósi fyrir mjög snyrtilegt og gott verkstæði og fljóta og góða þjónustu. Og heim komst ég á mánu- deginum þökk sé þeim. Benedikt. Fljót og góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.