Morgunblaðið - 31.10.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR Jónasson,
fyrrverandi eigandi og
forstjóri Stálhús-
gagna, lést að kvöldi
þriðjudagsins 29.
október síðastliðinn,
rúmlega 95 ára að
aldri. Hann féll og
lærbrotnaði síðastlið-
inn laugardag og lést
af afleiðingum meiðsl-
anna.
Gunnar Jónasson
fæddist á Eyrarbakka
13. september árið
1907. Foreldrar hans
voru Jónas Einarsson,
sjómaður í Garðhúsum, og Guðleif
Gunnarsdóttir, eiginkona hans.
Gunnar lauk mótoristaprófi á Eyr-
arbakka 1922 og lagði síðan stund á
nám í járnsmíði hjá Þorsteini Jóns-
syni í Reykjavík. Sumarið 1928, þá
með sveinspróf í járnsmíði, réðst
hann til Flugfélags Íslands. Síðar
sama ár fór hann í flugvirkjanám
hjá Lufthansa í Berlín, útskrifaðist
þaðan sem fyrsti íslenski flugvirkinn
1929 og hóf þá aftur störf hjá Flug-
félagi Íslands. Hann var með flug-
virkjaskírteini númer eitt.
Í árslok 1931 hófu Gunnar og
Björn Olsen, starfsfélagi hans hjá
Flugfélaginu og skólabróðir í Berlín,
að smíða flugvél og fullsmíðuð en
hreyfillaus var Ögnin, eins og hún
var nefnd, sýnd í KR-húsinu 12. júní
1932. Flugvélinni var fyrst reynslu-
flogið 23. nóvember 1940 en vegna
hernáms Breta var þeim skipað að
taka vélina í sundur og setja í
geymslu. Ögnin var gerð upp ára-
tugum síðar af Gunnari ásamt fé-
lögum í Flugsögu-
félagi Íslands og
hangir hún nú í lofti
Leifsstöðvar.
Árið 1933 stofnuðu
Gunnar og Björn fyr-
irtækið Stálhúsgögn
sem enn er í fullum
rekstri og verður 70
ára á næsta ári, en
fyrstu ár fyrirtækisins
einkenndust af mikl-
um verkefnum fyrir
flugfélögin. Eftir and-
lát Björns vann Gunn-
ar Jónasson, þá for-
stjóri og eigandi
Stálhúsgagna, áfram að fjölda sér-
hæfðra verkefna á sviði flugmála, en
fyrirtækið smíðaði m.a. stóla í þrjá
Katalínuflugbáta, sem Flugfélag Ís-
lands keypti 1944 og Gunnar aðstoð-
aði Loftleiðamenn við val á fyrsta
flugbáti félagsins.
Stálhúsgögn var í marga áratugi
brautryðjandi á sínu sviði. Gunnar
starfaði við fyrirtæki sitt þar til
hann nálgaðist nírætt. Hann hann-
aði framleiðsluvörurnar og smíðaði
verkfæri og heilu vélasamstæðurnar
sem til þurfti við framleiðsluna, en
hann vann alltaf á „gólfinu“ og
stjórnaði fyrirtækinu þaðan.
Gunnar Jónasson hafði framtíð-
arsýn fyrir hönd íslensks iðnaðar.
Hann sat í stjórn Félags íslenskra
iðnrekenda í mörg ár og einnig í
stjórn Stangaveiðifélags Reykjavík-
ur (SVFR). Eiginkona Gunnars í
rúm 70 ár var Anna Sigríður Jóns-
dóttir, fædd 25. febrúar 1910, en
hún lést 19. febrúar sl. Gunnar og
Anna eignuðust fjögur börn.
Andlát
GUNNAR
JÓNASSON
REGLULEG laun á almennum
vinnumarkaði hækkuðu að meðal-
tali um 5,6% frá öðrum ársfjórð-
ungi í fyrra til annars ársfjórðungs
í ár.
Launavísitalan hækkaði á sama
tíma um 5,5% og samkvæmt því
jókst kaupmáttur launa að með-
altali um 0,1%. Þetta kemur fram í
nýjum niðurstöðum launakönnunar
kjararannsóknarnefndar.
Laun kvenna hækkuðu
hlutfallslega meira en karla
Laun utan höfuðborgarsvæðis-
ins hækkuðu heldur meira en laun
á höfuðborgarsvæðinu eða um
6,2% samanborið við 5,4% með-
alhækkun launa á höfuðborgar-
svæðinu og laun kvenna hækkuðu
meira en karla á tímabilinu eða um
6,1% samanborið við 5,2% með-
altalshækkun á launum karla.
Regluleg laun, þ.e. grunnlaun,
miðað við 100% starfshlutfall að
viðbættum aukagreiðslum, s.s.
vakta-, álags- og kostnaðar-
greiðslum, hækkuðu hlutfallslega
mest meðal sérfræðinga eða um
7,2% á milli ársfjórðunga skv.
samanburði kjararannsóknar-
nefndar á launahækkun starfs-
stétta.
Laun stjórnenda hækkuðu hlut-
fallslega minnst eða um 3,9%.
Heildarlaun voru að meðaltali
234 þús. kr. á mánuði
Laun verkafólks hækkuðu að
meðaltali um 6,5% og laun skrif-
stofufólks hækkuðu um 4,4%.
Í launakönnuninni voru launa-
breytingar mældar hjá rúmlega
sjö þúsund einstaklingum sem
voru í úrtaki nefndarinnar bæði á
2. ársfjórðungi 2001 og 2. ársfjórð-
ungi 2002.
Launakönnun kjararannsóknar-
nefndar leiðir einnig í ljós að
launamenn á almennum vinnu-
markaði fengu að meðaltali
greiddar 179.000 kr. á mánuði í
regluleg laun á öðrum ársfjórð-
ungi yfirstandandi árs og heild-
arlaun, þ.e. öll laun fullvinnandi
einstaklings að meðtalinni yfir-
vinnu, námu að meðaltali 234.000
kr.
Meðalvinnutími fólks á almenn-
um vinnumarkaði var 45,1 stund á
viku.
Verkafólk með lengstan
meðalvinnutíma
Sé litið á skiptingu meðallauna
eftir starfsstéttum kemur í ljós að
regluleg laun verkafólks voru að
meðaltali 132.300 kr. og heildar-
laun þess 197.400 kr. á öðrum árs-
fjórðungi (sjá meðfylgjandi töflu).
Verkafólk var jafnframt sú
starfsstétt sem var með lengstan
meðalvinnutíma eða 49,7 stundir.
Stjórnendur höfðu hæst meðal-
laun meðal starfsstéttanna skv.
könnuninni eða 374.400 kr. reglu-
leg laun og 402.800 kr. heildarlaun
á mánuði að meðaltali. Meðal-
vinnutími stjórnenda var 40,6
stundir á viku að meðaltali.
Þjónustu-, sölu- og afgreiðslu-
fólk var með lægstu heildarlaunin
þegar litið er á meðallaun ein-
stakra starfsstétta eða 193.400 kr.
á mánuði skv. könnuninni og með-
alvinnutími þessarar starfsstéttar
var 43,9 stundir á viku.
Launakönnun kjararannsóknarnefndar
á 2. ársfjórðungi 2001 og 2002
Laun hækkuðu að
meðaltali um 5,6%
!!
"
"# $%
!
&$
'!#
% (%
%
" ' )
' *%+#
HÓPUR gráhegra sást við Rauða-
vatn í síðustu viku. Samkvæmt
upplýsingum Jóhanns Óla Hilm-
arssonar fuglaáhugamanns er
gráhegri veturgestur hér á landi
og aðallega eru það ungfuglar
frá Noregi sem sjást hér. Hann
segir hegra halda sig helst í
fjörum, við íslausa læki, ár, tjarn-
ir og vötn, þar sem þeir lifa á
fiski.
Jóhann segir að í síðustu viku
hafi tveir fálkar sést ráðast á
gráhegra við Húsavík, en slíkt er
afar óvenjulegt, því hegrinn er
mun stærri.
Fremur mikið hefur borið á
hegrum hér á landi í haust og
hafa 2–3 fuglar sést á Elliða-
vatnssvæðinu undanfarna daga,
að sögn Jóhanns.
Gráhegrinn er stór, hálslangur
og háfættur, með breiða vængi,
sem minna á arnarvængi. Hann
gerir sér hreiður í trjám og er út-
breiddur um alla Evrópu og Asíu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fálkar
réðust að
gráhegra
ÚRSKURÐUR samgönguráðu-
neytisins var að mati umboðs-
manns Alþingis ekki í samræmi
við lög þegar það fyrir tveimur ár-
um staðfesti synjun sýslumannsins
í Keflavík á veitingaleyfi til
skemmtistaðar í Reykjanesbæ sem
vildi bjóða upp á nektarsýningar.
Því er beint til ráðuneytisins að
taka mál skemmtistaðarins fyrir
að nýju, óski eigandinn þess.
Meginástæða þess að úrskurð-
urinn var ekki í samræmi við lög
er að mati umboðsmanns sú að
sýslumaðurinn hafi verið vanhæfur
til að fjalla um málið þar sem hann
hafi nokkru áður ritað nafn sitt á
undirskriftalista þar sem mótmælt
var starfsemi nektardansstaða í
bæjarfélaginu. Var listinn afhentur
á skrifstofu bæjarstjóra Reykja-
nesbæjar í september árið 1999.
Eftir að hafa verið synjað um
veitingaleyfi leitaði lögmaður
skemmtistaðarins til dómsmála-
ráðuneytisins í júní árið 2000 og
kvartaði yfir málsmeðferð sýslu-
mannsins. Gerð var sú krafa að
hann viki sæti vegna vanhæfis.
Dómsmálaráðuneytið framsendi
erindið til samgönguráðuneytisins
þar sem hið síðarnefnda fer með
málefni veitinga- og skemmtistaða.
Með úrskurði í júlí sama ár stað-
festi ráðuneytið synjun sýslu-
manns.
Í áliti sínu telur umboðsmaður
Alþingis að með því að hafa ritað
nafn sitt á undirskriftalistann hafi
sýslumaðurinn lýst með „nokkuð
eindregnum hætti“ yfir afstöðu
sinni til málefnisins. Leggur um-
boðsmaður á það heildsætt mat af
atvikum málsins að eigandi
skemmtistaðarins hafi með réttu
mátt draga óhlutdrægni sýslu-
mannsins í efa, samkvæmt ákvæð-
um stjórnsýslulaga.
Beiðni nektardans-
staðar í Keflavík um
veitingaleyfi
Sýslu-
maðurinn
vanhæfur
VELFERÐARMÁLIN, sýn verka-
lýðshreyfingarinnar á velferðarkerfi
framtíðarinnar og Evrópumál verða
megin viðfangsefni þingfulltrúa á
ársfundi Alþýðusambands Íslands
sem hefst í dag á Hótel Loftleiðum.
Fundurinn stendur í tvo daga og
skv. upplýsingum ASÍ hefur viða-
mikil undirbúningsvinna farið fram
á undanförnum mánuðum um vel-
ferðarmálin og Evrópumálin og
fjallað verður um afrakstur þeirrar
vinnu á ársfundinum.
Ársfundir ASÍ hafa æðsta vald í
málefnum sambandsins en þeir
komu í stað ASÍ-þinga með breyt-
ingum á lögum og skipulagi ASÍ
sem gerðar voru árið 2000. Er árs-
fundurinn annar í röðinni
Hefst hann kl. 10 en meðal mála
á dagskrá fundarins í dag er
skýrsla forseta ASÍ og fyrri um-
ræða um velferðarkerfi framtíðar-
innar. Einnig verður umræða um
Evrópusamvinnuna og hagsmuni
launafólks á dagskrá fundarins í
dag.
Á föstudag hefjast fundahöld kl.
9 og fer þá fram önnur umræða um
velferðarmál og Evrópumálin.
Einnig verður m.a. fjallað um laga-
breytingar á síðari fundardegi auk
þess sem kosningar fara fram undir
lok fundarins en gert er ráð fyrir
að honum ljúki kl. 16.
Annar ársfundur ASÍ
Evrópu- og
velferðarmál
helstu við-
fangsefni
♦ ♦ ♦