Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 13 Úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur í Árnessýslu Fjöldi áfrýjana á leið til Héraðsdóms Suðurlands STARFSFÓLK Héraðsdóms Suð- urlands á Selfossi á von á því að í næstu viku verði fjöldi mála þing- festur þar vegna úrskurða óbyggðanefndar um þjóðlendur í Árnessýslu frá því í mars síðast- liðnum. Hinn 26. október sl. rann út frestur til að áfrýja úrskurðum nefndarinnar, sem alls voru sjö talsins, til dómstóla. Ríkið hefur ákveðið að áfrýja úr- skurði er tekur til Biskupstungna- afréttar og Bláskógabyggðar og þegar hefur verið þingfest eitt mál hjá héraðsdómi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Reiknað er með að flest sveitarfélög í Árnessýslu höfði mál vegna úrskurðanna eða tiltekinna hluta þeirra. Þannig hefur verið samþykkt í Hrunamannahreppi að skjóta til dómstóla málskostnaðarúrskurði óbyggðanefndar og gera kröfu um að sveitarfélagið beri ekki skaða af málarekstrinum. Í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar segir m.a. að nokkuð hafi vantað upp á að hreppnum hafi verið dæmdur sá kostnaður sem hlaust af mála- rekstri sveitarfélagsins. Svipaða sögu hafa önnur sveitarfélög haft að segja varðandi málskostnaðinn fyrir óbyggðanefnd. KÁRI Kárason flugstjóri hefur verið ráðinn flugrekstrarstjóri Flug- félagsins Atlanta. Hefur Kári þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Kári er þrítug- ur og hefur starf- að sem flugstjóri á Fokker F 50- flugvélum hjá Flugfélagi Ís- lands og flug- maður á B 757- þotum Flugleiða. Auk þess gegndi hann starfi deildarstjóra flugörygg- ismála í flugdeild Flugleiða. Þá hef- ur hann jafnframt starfað sem próf- dómari bóklegra prófa hjá Flugmálastjórn Íslands og sinnt eft- irliti með flugskólum. Kári er kvæntur Ragnhildi Reynisdóttur ljósmóður og eiga þau þrjú börn. Flugfélagið Atlanta rekur nú 21 þotu af gerðunum Boeing 747 og 767 og leigir þær til farþega- og frakt- flugs annarra flugfélaga. Ráðinn flug- rekstrarstjóri Atlanta Ríki og SÁÁ gera þjón- ustusamning JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og forsvars- menn SÁÁ hafa undirritað þjónustu- samning sem tekur til starfsemi sjúkrasviðs SÁÁ og allrar nauðsyn- legrar stoðþjónustu. Samningurinn byggist meðal annars á heilbrigð- isáætlun til ársins 2010 þar sem sett eru tiltekin markmið varðandi áfeng- is- og vímuvarnir og á gæðaáætlun ráðuneytisins. Ríkissjóður greiðir samtals 423,9 milljónir á ári fyrir þá þjónustu sem samningurinn kveður á um. Miðað er við meðalverðlag ársins 2002 sam- kvæmt forsendum fjárlaga. Þess utan greiðir ríkissjóður 70 milljónir króna í stofnkostnað og dreifast greiðslurnar á 4 ár. Landlæknir og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafa með höndum faglegt eftirlit með starfsem- inni samkvæmt þeim reglum sem gilda á hverjum tíma. Ríkisendurskoðun skal gera fjár- hagsendurskoðun á allri starfseminni sem samningurinn tekur til og Rík- isendurskoðun getur sömuleiðis gert stjórnsýsluendurskoðun hjá verksala sbr. lög nr. 86/1997 um ríkisendur- skoðun, segir í frétt frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. ♦ ♦ ♦ af allri innimálningu frá Jötun. 20-40%afsláttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 16 9 1 0/ 20 02 Málningardagar Jotaproff 10 ltr Lita, mála, lakka... aðeins 4.190 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.